Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1982 37 Koivisto, forseti Finnlands, þakkar Agli Friðleifssyni fyrir söng kórsins. Vel heppnuö söng- ferð kórs Öldutúns- skóla til Finnlands — Söng meöal annars fyrir Koivisto forseta Kór Öldutúnsskóla, ásamt stjórnanda sínum, Agli Frióleifssyni, kom á þrióju- daginn var úr viku tónleikaferð til Finn- lands. Þar átti m.a. fyrir Öldutúnsskóla- kórnum að liggja að verða fyrstur kóra til að sækja Koivisto Finnlandsforseta heim. „Tildrög ferðarinnar voru þau að Kór Óldutúnsskóla fékk boð um að taka þátt í alþjóðlegu kóramóti í Lahti í Finnlandi. Kórinn fór fyrst til Tapiola en þar er starfandi einn þekktasti barnakór heims, Tapiola-kórinn, sem kom hingað til íslands fyrir tveimur árum og margir minnast fyrir ógleym- anlegan söng. Morgunblaðið ræddi við Egil Frið- leifsson, stjórnanda Kórs öldutúns- skóla, og kvað Egill kórinn hafa haldið fyrstu tónleika sína í Finnlandi í kirkj- unni í Tapiola og hafa hlotið mjög góð- ar undirtektir og fengið lofsamleg um- mæli fyrir fágaðan söng. í Tapiola- kirkjunni, sem er þekkt fyrir góðan hljómburð, tók finnska útvarpið upp söng kórsins. Frá Tapiola hélt kórinn síðan til Seinájoki sem er 25 þúsund manna bær norðvestur af Helsinki og m.a. frægur fyrir kór sem getið hefur sér mjög gott orð á síðastliðnum árum og hefur t.d. verið valinn til að taka þátt! alþjóðlega kóramótinu í Hong Kong seinna í sumar. „Þar sem að við erum einnig á leiðinni á þetta sama mót var tilvalið að við hittumst. Og ég sé sannarlega ekki eftir því að við kynntumst, þv! það verður ánægjulegt að hitta vini sína hinum megin á hnettinum hjá andfætl- ingum vorum,” sagði Egill. — Er eitthvert atvik þér sérstaklega minnisstætt úr ferðinni? „Já, í Seinájoki var okkur færð mjög táknræn gjöf sem snart okkur djúpt. Það var vasi sem er þannig í laginu að hann virðist „ganga í öldum", hannaður af Alvar Aalto, en orðið aalto, nafnið hans, þýðir alda og þar sem við erum frá Öldutúnsskóla er afskaplega falleg hugsun á bak við þessa gjöf. I Seinájoki héldu kórarnir svo sam- eiginlega tónleika og enduðu með að syngja saman. Þaðan héldum við svo til Lahti. Á mótinu, sem stóð í 2 og hálfan dag, voru 15 kórar með rúmlega 800 þátttakendur. Kórinn okkar hlaut ánægjulegar móttökur og mynd af hon- um og grein um hann birtist á forsíðu stærsta blaðsins í Lahti. í Lahti komum við fjórum sinnum fram og einn konsertinn var tekinn upp af finnska útvarpinu og höfð viðtöl bæði við mig og krakka úr hópnum. Mótið endaði með að allir kórarnir söfnuðust saman í stórri íþróttahöll og það var voldugur söngur þegar allir kórarnir stemmdu raustir sínar sam- an.“ Inflúensa setur strik í reikninginn Egill kvað hafa verið farið að bera á lasleika hjá sumum krakkanna síðasta daginn í Lahti og hefði ein telpan verið orðin svo illa haldin að hún hefði ekki getað tekið þátt í hljómleikahaldi, en orðið að liggja í rúminu. „Eftir lok tónleikanna í Lahti fékk ég síðan þau óvæntu skilaboð að forseti Finnlands, Mauno Koivisto, og kona hans, Tellervo Koivisto, byðu kórnum til sfn daginn eftir. Um nóttina vaknaði ég illa haldinn af inflúensu með bullandi hita. Um morguninn frétti ég svo að nokkrar stúlkur til viðbótar hefðu veikst, og þar af væru tvær þeirra svo illa haldnar að þeim væri ekki treystandi til að fara í forsetaheimsóknina. Endirinn varð samt sá að allir héldu af stað í þeirri von að allt gengi vel." — Og hvernig fór þetta svo? „Nú, þegar til forsetahallarinnar kom tók á móti okkur siðameistari for- seta og síðan hófst athöfnin í þessum íburðarmiklu húsakynnum með himn- eskum hljómburði. Athöfnin var af- skaplega formleg Kórinn söng fyrst ís- lenskt þjóðlag. Eg flutti ávarp til for- setahjónanna þar sem ég flutti þeim þakkir okkar og árnaðaróskir. Ein telp- an úr hópnum færði forsetahjónunum gjöf. Forsetin þakkaði sönginn og bað fyrir kveðjur og árnaðaróskir til ís- lendinga. Eftir það sungum við eitt lag á finnsku. Það leið yfir tvær veikustu telpurnar vegna inflúensu á meðan á athöfninni stóð og á heimleiðinni voru þær svo alltaf að reyna að muna hvern- ig forseti Finnlands hefði litið út. Við áttum siðan tvo ánægjulega daga í Kaupmannahöfn. Rétt áður en að far- ið var heim þaðan gáfu nokkrar telpur í kórnum mér rósavönd ! þakklætis- skyni fyrir ferðina. Mér þótti vænt um þessa hugulsemi telpnanna og gætti rósanna vandlega á Íeiðinni heim. En þegar til Keflavíkur kom voru rósirnar hrifsaðar af mér og þær brenndar á þeirri forsendu að það geisaði gin- og klaufaveiki i Danmörku. Við skulum bara vona að rósabruninn í Keflavfk hafi bjargað blessuðum kúnum okkar," sagði Egill að lokum. Kagnheiður Guðmundsdóttir færir forsetahjónunum giafir. Laugavegi30 Vid eigum 1 árs afmæli í því tilefni veitum viö 10—30% afslátt í 3 daga. Þriöjudag, miövikudag og fimmtudag. OUU OG LOFTSIGTI í fólksbíla, vinnuvélar og önnurtæki. Hringið og leitið upplýsinga. KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20. SÍMI 86633 ÞETTA ER... EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ I MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.