Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 38
<NI CO ^ 38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ1982 Karlakórinn Þrestir. Verötryggð spariskírteini ríkissjóös eru tvímæla- laust ein arðbærasta og öruggasta fjárfestingin, sem völ er á í dag. Athygli er vakin á eftirfarandi atriðum: IVextir eru nú 3,5% á ári og jafnir allan lánstím- ann. Skírteini í 1. flokki 1982 verða innleysanleg að þremur árum liðnum, þ.e. frá 1. mars 1985. Á bindi- tíma hefur jafnan verið hægt að selja spariskírteini með skömmum fyrirvara á hinum almenna markaði. Fjárfesting í spariskírteinum er mun fyrirhafnar- og áhyggjuminni en fjárfesting í fasteign og skilar auk þess öruggum arði. Skv. gildandi lögum um tekjuskatt og eignarskatt kemur ekki í neinu tilviki til skattlagningar á vaxta- og verðbótatekjur af spariskírteinum hjá mönnum utan atvinnurekstrar. Full verðtrygging. Háir vextir og umfram allt örugg fjárfesting. Kynnið ykkur bætt kjör á verðtryggðum spariskírteinum ríkissjóðs og gerið saman- burð við aðra ávöxtunarmöguleika. Útboðslýsingar liggja frammi hjá sölu- aðilum, sem eru bankar, sparisjóðir og nokkrir verðbréfasalar. A SEÐLABANKI ÍSLANDS Árlegir samsöngvar Karlakórs- ins Þrasta ÁRLKGIR samsöngvar Karlakórsins „Þrasta“ verða í Bæjarbíói, Hafnar- firði, dagana 1., 2., 4. og 5. júní nk. Á efnisskrá verða m.a. íslensk og erlend þjóðlög, lög eftir Friðrik Bjarnason, Sigfús Einarsson, Inga T. Lárusson, Emil Thoroddsen og Grieg og lög úr söngleikjum. Ein- söngvarar með kórnum verða Inga María Eyjólfsdóttir og John Speight og á tónleikunum munu þau að auki syngja dúetta úr óper- um. Kórinn var stofnaður 19. febrú- ar 1912 af Friðrik Bjarnasyni, tónskáldi, og er elsti starfandi karlakór landsins. í tilefni 70 ára afmælisins fer kórinn í söngför til Skotlands 25. júní nk. og mun syngja á tónleikum í Glasgow og Edinborg. Söngstjóri karlakórsins „Þrasta“ er Herbert H. Ágústsson og undirleikari Sveinbjörg Vil- hjálmsdóttir. „Bíllinn“ í nýrri útgáfu Bókaútgáfan Iðunn hefur gefið út fjórðu útgáfu bókarinnar Bíllinn eft- ir Guðna Karlsson, forstöðumann Bifreiðaeftirlits ríkisins. Bókin er aukin og endurskoðuð, bæði megin- mál, myndir og viðgerðatöfhir. í frétt frá útgáfunni segir m.a.: „Meðal nýjunga má nefna upplýs- ingar um viðhald á hjólbörðum, nýjan tengibúnað, transistor- kveikju, rafmagnsbifreiðir og beina inndælingu á bensíni. Þá er greint frá nýjungum í hemlabún- aði, meðal annars er sagt frá nýj- um hemlum, þar sem ekkert snertiviðnám myndast milli flata og ekkert slit á hemlaborðum. Viðgerðatöflur hafa verið færðar til árgerðanna 1982 og bætt inn í nýjum tegundum bifreiða." Bókin er 346 blaðsíður í stóru broti og bundin í snyrtilegt band. Prisma sf. prentaði. HVADCR AÐBILSUM? ÍPARIO EU3SNEVTI JPARI6 ViOCERÐARKOSTNAÐ AUT UM TÆKNIBUNAÐ AUT UM VI0HAI.0 OC REKSTUR IOUNN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.