Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MAÍ1982 Umsjón: Séra Karl Sigurbjörnsson Séra AuÖur Eir Vilhjálmsdóttir A ÍJ DROTTINSDEGI heilags anda Hátíð Hvítasunna Post. 2, 1-11 Hvítasunna er hátíð andans, og stofndagur kristinnar kirkju. Hvítasunnan er hátíð sem rifjar upp atburði í Jerú- salem fyrir hartnær 2000 ár- um, þegar huglausir læri- sveinar hins krossfesta Jesú frá Nasaret komu fram sem djarfir vottar þess, að hann væri upprisinn frá dauðum, frelsari heimsins frá synd og dauða og öllu valdi hins illa. Síðan hefur sá vitnisburður ekki þagnað. Af því að kynslóð eftir kynslóð hefur fundið áhrif anda hans í lífi sínu. Tilvera kirkjunnar í þessum heimi er kraftaverk, máttar- verk heilags anda. Hversu grannt sem er skoðað í félags- fræði, stjórnmálafræði, sögu og heimspeki, þá finnst engin eðlileg skýring á fyrirbærinu kristin kirkja. Þrátt fyrir allar ofsóknir, bál og brand, þrátt fyrir alla svikula þjóna, lélega presta,. andsnúinn tíðaranda, þá hefur hún lifað. Oft hafa óvinir hennar hrósað sigri yfir henni, en hún hefur risið upp á ný. Margefld eftir hverja raun. Við sjáum það nú á dögum austan járntjalds, eftir meira en hálfrar aldar blóðugar ofsóknir í Sovétríkjunum er kristin kirkja enn lifandi. Það er ekkert nema kraftaverk. En við þurfum ekki að líta svo langt. Trúin á Jesúm Krist, kærleikurinn til hans, allt það undursamlega líf, sem sprett- ur af þeirri trú og kærleika, allt það er stórkostlegt og und- ursamlegt kraftaverk. Þegar við mætum vitnisburðinum um hinn lifandi frelsara og skynjum áhrif anda hans í lífi og verkum dauðlegra manna, þá skynjum við eitthvað af undri hvítasunnunnar. Hvíta- sunnan beinir sjónum okkar til hins lifandi frelsara og seg- ir: Hann er enn að verki í anda sínum og kallar menn til lífs- ins með sér. Orð hans verður ekki fjötrað, honum er ekkert ómáttugt. Tími hans er enn ekki liðinn og tími kirkju hans er ekki liðinn, því hún er, við erum, líkami hans, verkfæri hans til að bera ávexti anda hans í lífi og verkum. Gleðilega hvítasunnu í Jesú nafni. TOYOTA lyftari — Hagkvæmni á vinnustað 3FD25 TOYOTA LYFTARI 2'/2 tonna lyftigeta. Díseldrifinn. Snúningsgaffall 360°. Tvöföld dekk aö framan. Hreinsibúnaður á gasútblæstri. Vinnuljós. Opiö mastur bætir útsýni og eykur vinnuöryggi. Til afgreiöslu strax. TOYOTA LYFTARAR TOYOTA P. SAMÚELSSON & CO. HF. UMBOÐIÐ NÝBÝLAVEGI 8 KÓPAVOGI SÍMI44144 UMBOÐIÐ A AKUREYRI BLAFELL S/F ÓSEYRI 5A — SlMI 96-21090 Dr. Einar Sigurbjörnason Lúterska rósin. (Mynd á bls. 87 í bókinni.) Guðsþjónustan merkir tvennt. Þjónusta við Guð, þar sem Guði er þjónað í daglegu lífi á heimili, vinnustað o.s.frv. Hin merkingin er að Guð þjóni okkur með því að veita gjafir sínar til að styrkja okkur í þjónustunni við sig og þær gjafir eru orðið og altarissakra- mentið. Þetta tvennt er uppistaða þeirrar kirkjulegu athafnar, sem við nefnum guðsþjónustu en er kannski réttara að nefna messu af því að guðsþjónustan fer fram í öllu lífinu. Þar fer fram gjöf, veizla, veiting himneskra efna og það ákvarðar form guðsþjónust- unnar í stærstum dráttum. Við játum okkur óverðug gjafa hans, lofum hann fyrir náð hans, hlýð- um á orð hans og tökum á móti fyrirgefningu syndanna í altaris- göngunni. hluta sakramentunum. Þetta emb- ætti stofnaði Kristur er hann sendi postula sína. Hver var skilningur Lúters á gubsþjónustunni? Vitum við ekki öll allt um lúterska kirkju? Langflestir Islendingar tilheyra hinni evangelísku lútersku kirkju. Er það þá ekki barnalegt að spyrja hver þessi kirkja sé? Hljóta ekki allir, sem tilheyra henni að vita það? Ég er ekki viss um það og þess vegna geng ég á fund dr. Ein- ars Sigurbjörnssonar prófessors í trúfræði við Háskóla íslands og ber upp spurninguna. — Evangelísk lútersk kirkja er, eins og nafnið bendir til, kirkju- deild, sem hefur fagnaðarerindið (evangelium) að grundvelli. Fagn- aðarerindið er höfuðerindi Biblí- unnar og telur lútersk kirkja að fimm trúarjátningar gefi vísbend- ingu um það hvernig Biblíuna skuli túlka. Þessar játningar eru Postullega trúarjátningin, Níkeu- játningin og Aþanasíusarjátning- in. Þessar þrjár játningar eru frá tíma frumkirkjunnar og viður- kenndar líka af rómversku kirkj- unni. Rómverska kirkjan hefur dregið ákveðnar ályktanir af þess- um játningum og hinni kirkjulegu hefð gegnum aldirnar, einkum varðandi páfavaldið. Þeim álykt- unum mótmæltu lúterskir menn og kjarni mótmælanna var dreg- inn saman í Ágsborgarjátninguna 1530. í þeirri játningu setur lút- ersk kirkja fram á hvern hátt hún skilur hinar frumkirkjulegu játn- ingar. Fimmta játningarritið er Fræði Lúters hin minni. Við ját- um trú á þríeinan Guð ásamt róm- versku kirkjunni og holdtekju guðssonarins til hjálpræðis og að í gegnum prédikun og sakramentin veiti Guð gjöfum sínum til manna. Þetta eru náðarmeðölin. Fólk í kirkju okkar er ekki á eitt sátt um nauösyn þess aö haldafast viö játningar kirkjunnar. Hvaö segir þú um þaö? Tjáning trúarinnar tekur á sig mjög einstaklingsbundinn blæ. Trúin er ekki það að játast kenni- setningu heldur að eiga lifandi, persónulegt samband við Jesúm Krist. Höfuðatriði trúarinnar er afstaðan til hans sem frelsara og út af fyrir sig geta ýmsar túlkanir gengið í ljósi þeirrar afstöðu en aðrar ekki. Við leggjum áherzlu á að söfnuðurinn sé aðili að þessu en ekki bara embættismenn. Þetta er lífsspursmál, sem hver verður að gera upp við sig af því að enginn trúir fyrir annan. Viltu útskýra hvaö Lúter átti viö meö hinum almenna prest- dómi? í skírninni eru menn vígðir prestar í þeirri merkingu að eiga öruggan aðgang að Guði. Lúter segir: „Að vera prestur er að ganga fram fyrir Guð og biðja fyrir öðrum.“ Þetta tilheyrir öll- um skírðum kristnum mönnum. Embættið er réttnefnt prédikun- arembætti, hlutverk þess er að prédika fagnaðarerindið og út- Áleit Lúter það nauösyrdegt aö hafa guðsþjónustuformib alls staö- ar hið sama? Lúter lagði upp úr því að það væri ekki hægt að skylda söfnuð- ina til að hafa formið alls staðar eins. Hann gagnrýndi Rómarvald- ið, réðst einkum á það að páfi hafði skipað fyrir athafnir, sem stóðu í mótsögn við fagnaðarer- indið. Þetta tengist kenningunni um trú og verk. Trúin er að treysta Guði og ganga með hon- um, beygja sig undir boð hans og vinna þau verk, sem Guð býður. Góðu verkin um daga hans voru túlkuð sem sérstakar andlegar iðkanir, sem öllum mönnum var ekki fært að sinna, föstur, píla- grímsferðir, bænahald með sér- stökum hætti o.s.frv. Messan um daga Lúters var skilin sem fórn- arathöfn prests, án tillits til þess hvort fólk var viðstatt eða ekki. Fólk kom í kirkjur til að fram- kvæma sérstaka siði eða njóta fagurrar sýningar. Lúter lagði áherzlu á að söfnuðurinn sjálfur messaði, kæmi saman til að ákalla og lofa, hlýða og neyta og þá hreinsaði hann messuform róm- versku kirkjunnar af siðum, sem hann áleit standa gegn fagnaðar- erindinu. Fyrst og fremst skyldi hún flutt á máli, sem fólkið kynni og skildi og í öðru lagi var útrýmt öllu, sem minnti á fórnarskilning- inn og dregin fram áherzla á sam- félagið. Mér virbist að þaö, sem helzt beri á milli lútersku kirkjunnar og sumra annarra mótmœlendasafn- aöa, sem starfa á íslandi, sé af- staöan til skímarinnar. Hvers vegna hefur lúterska kirkjan bamaskím? Við trúum því að í skírninni veitist mönnum náð frá Guði en sú náð veitist einnig börnum þar sem aðstæður eru til, það er þar sem er kristið umhverfi, en það eru að- eins kristnir foreldrar, sem skíra börn. Fullorðinsskírn er aðalatriði á kristniboðsakrinum en um leið og söfnuður er orðinn til, sem lifir af fagnaðarerindinu, er rétt að telja alla til hans, líka börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.