Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.05.1982, Blaðsíða 43
Eygerður Ulfars- dóttir — Minning Fædd 4. nóvember 1922 Dáin 15. maí 1982 Það er oft sagt um ungmenni að dauðinn sé þeim jafn fjarri og ómöguleikinn sjálfur. Og víst er um það að harkaleg er sú stund er rennur upp í lífi hvers manns að dauðinn verður sú staðreynd, sem hann er. Því er víst svo farið með okkur flest, sem lifum, að dauðinn, þrátt fyrir staðreynd sína, er þó svo fjarri, að vitji hann annarra en þeirra, sem aldnir eru eða mik- ið sjúkir, kemur hann óvænt. Og því óvænna sem hann vitjar, því sárari er harmur þeirra sem eftir lifa, því óvægnari er staðreynd dauðans. Eitthvað í þessa veru snerust hugsanir okkar er við stóðum við beð tengdamóður okkar að henni látinni. Eygerður Úlfarsdóttir, tengda- móðir okkar, Gerða, eins og við nefndum hana jafnan, var fædd að Vattarnesi við Reyðarfjörð hinn 4. nóvember árið 1922, og var því að- eins 59 ára er hún varð bráðkvödd á heimili sínu að kveldi 15. maí sl. Foreldrar hennar voru hjónin María Ingibjörg Halldórsdóttir og Úlfar Kjartansson, og var hún fjórða elst ellefu systkina, en eitt lést nýfætt, hin lifa öll ásamt öldruðum föður. Mikill harmur var kveðinn að þessari stóru fjölskyldu er móðir- in lést snögglega 1939 og öll börn- in, utan elsta dóttirin og Gerða, enn í heimahúsum, hið yngsta ný- fætt. Gerða tók þá sjálfviljug við húsmóðurhlutverkinu, þá aðeins sautján ára gömul. Ekki þarf auð- ugt ímyndunarafl til þess að gera sér grein fyrir því að við slíku hef- ur ekki verið tekið með sitjandi sældinni. Vattarnes var þá fremur afskekkt, nútímatæki og tækni óþekkt hvað allt heimilishald áhrærði, og börnin 8, þar af 6 und- ir fermingaraldri. Það er ljóst að komið hefur sér, hve vel Gerða var af Guði gerð til orðs og æðis, lang- lundargeð, festa, hlýja og nánast takmarkalaus móðurást, svo sem hennar eigin börn áttu eftir að reyna síðar. Einn yngri bræðra hennar hefur sagt okkur, að sér- staklega minnist hann hlýrra handa hennar. Slíkur vitnisburður segir meira en mörg orð. Margt fleira mætti hér segja frá þessum árum að Vattarnesi, þó hér verði staðar numið. Árið 1949 hlýtur að hafa verið mikið hamingjuár í lífi Gerðu. Það ár giftist hún sínum elskaða eig- inmanni, Aðalsteini Þórðarsyni, sjómanni frá Fáskrúðsfirði, og síðla sama ár fæddi hún fyrsta barn sitt. Þau Aðalsteinn fluttu suður til Keflavíkur og hófu þar búskap. Þar byggðu þau sér íbúð að Sól- vallagötu 30, og bjuggu þau í Keflavík til ársins 1958, að þau fluttu til Hafnarfjarðar, þar sem þau keyptu húsið að Gunnars- iundi 9, þar sem þau hafa síðan itt yndislegt heimili. Áður hafði seim orðið þriggja barna auðið. Elst er María Ingibjörg, þá Þór- itína Unnur, Svanhvít Þorbjörg )g loks Úlfar Þór, sem fæddist í lafnarfirði. Barnabörnin eru 7. Líf sjómannskonunnar þekkti ierða vel af reynslu. Um það hef- ir enginn íslendingur efast, að oft ilýtur að reyna á þolrif þeirra :venna, svo oft og lengi sem þær mrfa einar að axla byrðar heimil- sins, meðan eiginmaðurinn aflar jargar í bú. Ef til vill hefur sú taðreynd átt hlut í því hve óvenju áið samband tókst með Gerðu og örnum hennar, djúpur kærleikur g virðing, sem aldrei bar skugga . Og þó oft hafi verið hent gaman ð stirðu sambandi tengdasona og mgdamæðra, þar sem náið sam- and mæðgna er, var sú sannar- iga ekki raunin á í Gunnarssund- iu. Ástúð, umhyggja og alúð erðu kom e.t.v. ekki síst í ljós, ar sem við tengdasynirnir voru anars vegar. Fyrir það og allt anað viljum við þakka. Söknuður okkar allra er mikill og sár, ekki síst Alla tengdapabba, sem sér nú á bak elskulegri eigin- konu og traustum lífsförunaut. En eitt er það sem veitir okkur öllum huggun og frið. Það var hin djúpa og einlæga trú Gerðu á algóðan Guð, sem öllu ræður og stýrir, hann, sem við getum falið vegu okkar og vel fyrir sér. Börnum sin- um vissi hún ekkert betra vega- nesti, og ung leiddi hún þau til hans, kenndi þeim og bað fyrir þeim. Fyrir fyrirbænir hennar þökkum við, og vitum að þær fylgja okkur á vegferðinni um líf- ið. Gerða var allra manna orðvör- ust og hógvær með afbrigðum. Það væri henni því ekki að skapi að löng væru tíunduð eftirmæli. Við nemum því staðar í þökk, biðjum algóðan Guð að blessa hana, og alla þá sem henni voru hjartfólgn- ir, þá ekki síst þá öldnu vini henn- ar sem hún fékk að starfa fyrir á Sólvangi í Hafnarfirði. Við hlökk- um til endurfundanna á himni Guðs. Tengdasynir Ef þú notar Pinotex á húsið, fœrðu tvöfalda endingu með lyktarlausn viðarvörn Ert þú einn þeirra, sem kvíðir fyrir því að þurfa að „bera á” húsið annað hvert ár - eða jafn- vel á hverju sumri? Pinotex, viðarvömin frá Sadolin, tekur mesta kvíðann úr þér. Pinotex er nefnilega með eitt mesta þurrkefnisinnihald, sem þekkist á markaðnum. En það er einmitt þurrkefnið, sem m.a. vemdar viðinn í brakandi þurrki og í slagveðursrigningu. Þess vegna er Pinotex með tvö- falt lengri endingu en flestar viðarvarnir sem fást í verslun- um! Pinotex er lyktarlaus viðarvörn. Það eitt er mikill kostur. Pino- tex rennur ekki úr penslinum eins og oft vill henda með þynnri efnum. Samt er létt að bera Pinotex á viðinn, - og þétt- ur litur kemur vel fram við fyrsta pensildrag. Pinotex er selt um allan heim. í dag er Pinotex viðarvöm notuð í 82 löndum, allt frá íshafs- hémðum til hitabeltislanda. Betri meðmæli er varla að finna. Með Pinotex hefur Sadolin komið til móts við hörðustu kröfur veðurs og vinda. Þess vegna er okkur óhætt að mæla eindregið með Pinotex viðar- vöm hérlendis, enda hefur reynslan á íslandi sýnt og sann- að ágæti Pinotex. Fáðu upplýsingar um eiginleika Pinotex í næstu málningar- og byggingarvöruverslun. Þar færðu Pinotex sem hentar þér best. Litakortin em ókeypis. Sadolin -dönsk gæöavara! 9 dagar og engin nótt x Flugleiðaferðir til Finnmerkur og Lapplan Það er einmitt um Jónsmessuleytið þegar sólargangurer lengstur, sem náttúra norðursins nýtur sío best. Þess vegna efna Flugleiðir nú til tveggja ferða í norður; til Finnmerkun og Lapplands. Finnmörk Beint leiguflug til og frá Lakselv í Noregi. Ferðast er um nyrsta hluta landsins allt norðurtil Nordkapp. M.a. verð- ur farið í tveggja daga útileguferð á kajökum svo ferða- maðurinn geti kynnst lifnaðarháttum Sama af eigin raun. Verð frá 7.900 kr. Innifalið: Flugferðir, gisting, fullt fæði, matarpakkar í úti- legu/kajakferð, allur akstur, skoðunarferðir og ferjuferð til Nordkapp, sjóstangaveiði og íslensk fararstjórn. Lappland Beint leiguflug til og frá Lakselv í Noregi. Rútuferð um norðurhéruð Finnlands, Svíþjóðar og Noregs. M.a. verður dvalið í Rovaniemi, sem er n.k. höfuðborg Lapp- lands og í Tornio við Eystrasalt. Verð frá 4.900, - kr. Innifalið: Flugfar, gisting, íslensk fararstjórn. morgunverður, akstur og Bæklingar liggja frammi hjá umboðsmönnum Norræna félagsins og á söluskrifstofu Lækjargötu 2. FLUGLEIÐIR Gott fólk hjá traustu félagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.