Morgunblaðið - 06.06.1982, Side 19

Morgunblaðið - 06.06.1982, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ1982 19 Argentínskar herþotur. Harrier-þotur flotans geta því nú gegnt því meginhlutverki sínu að elta uppi argentínskar flugvélar, en Harrier-þotur flughersins ein- beita sér að skotmörkum á landi. Talið er að Harrier-þotur flughers- ins noti nú flugvöllinn í Goose Green og fleiri flugbrautir, sem hafa verið teknar af Argentínu- mönnum, og það tekur þær aðeins örfáar mínútur að komast á Stanley-vígstöðvarnar. Brezka herliðið er einnig búið hreyfanlegum, ratsjárstýrðum Rapier-eldflaugum, sem þegar hafa grandað nokkrum argentínskum Mirage- þotum og A-4 Skyhawk- flugvélum. Brezku hermennirnir eru einnig vopnaðir Blowpipe- eldflaugum, sem þeir bera á öxlinni þegar þeir skjóta. Þær hafa einnig grandað argentinskum flugvélum í hinum miklu loftárásum á San Carlos. Því hefur verið veitt eftirtekt að Argentínumenn senda ekki lengur fram bylgjur Skyhawk- flugvéla, sem njóta verndar Mirage- flug- véla. I staðinn senda þeir litlar flugsveitir, þrjár eða fjórar flug- vélar, sem fljúga í lítilli hæð og þræða strandlengjuna til að forð- ast ratsjár Breta. Þótt argentínsku flugmennirnir vilji lítið gera úr hæfni Harrier- flugvélanna og eldflauga Breta hafa Harrier-arnir reynzt hljóð- fráum Mirage-þotum Argentínum- anna skeinuhættir andstæðingar. Bretar segjast hafa skotið niður 20 argentínskar flugvélar í loftbar- dögum, án þess að missa eina ein- ustu vél sjálfir. Bretar segjast hafa misst átta Harrier-þotur, þar af þrjár vegna slæmra veðurskilyrða og óhappa. Argentínumenn segjast hafa skotið niður 25. Hreyfanlegum ratsjárskermum mun hafa verið komið fyrir í Stanley-hæðum til þess að vara við árásarflugvélum sem nálgast. Eldflaugafreigátur milli Falk- landseyja og meginlandsins mynda ratsj árviðvörunarkerfi. Harrier- þotur sjóhersins eru í stöðugum eftirlitsferðum yfir freigátunum og Nimrod- ratsjár- flugvélar halda uppi eftirlitsflugi allan sólarhringinn frá Ascension- eyju. Þær eru fjögurra hreyfla og hafa verið vopnaðar tveimur Side winder-eldflaugum, sem Banda- ríkjamenn hafa útvegað, til að mæta árásum Mirage-flugvéla úr mikilli hæð. / a (F/ - Olle Adolphson í Norræna húsinu SÆNSKI vísnasöngvarinn Olle Adolphson heldur tónleika í Nor- ræna húsinu i kvöld, sunnudag, en tónleikarnir eru liður i Listahátið. Olle Adolphson hefur mikið gert af því að flytja vísur Everts Taube, en ásamt syni hans, Sven-Bertil Taube, átti hann mikinn þátt i að endur- vekja áhuga á vísnasöng. Aðrir tónleikar Olle Adolphson verða í Norræna húsinu á þriðju- daginn, en í bæði skiptin hefjast tónleikarnir kl. 20.30. Starfsfólk Félagsstofnunar stúdenta lætur fara vel um sig í endurnýjuðum matsal Félagsstofnunar. Frá vinstri: Stefanía Harðardóttir, fulltrúi, Sigrún Magnúsdóttir, hótelstjóri, Hildur Pálsdóttir, ritari, og Sigurður Skagfjörð Sigurðsson, framkvæmdastjóri. Mbl. Kmilia Bjore. Klúbbur Listahá- tíðar opnar að nýju KLÚBBUR Listahátíðar var opnaður í gær. Klúbburinn er rekinn af Félags- stofnun stúdenta í samvinnu við Listahátið i Reykjavík og munu þar koma fram ýmsir landskunnir skemmtikraftar. Klúbburinn verður opinn frá og með 5. þessa mánaðar til hins 20. og verður hann opinn frá klukkan 18 til 01 á hverjum degi þetta tímabil. Á boðstólum verður mat- ur og meðlæti frá klukkan 18 til 22 á kvöldin, en léttar veitingar verða seldar meðan opið er. Á laugardagskvöldið mun Tríó Kristjáns Magnússonar leika létt- an jazz, á sunnudagskvöldið mun Strengjasveit Tónlistarskólans skemmta gestum og á mánudag leika þeir Jónas Þórir og Graham Smith. Að öðru leyti verður dagskráin kynnt í daglegum dagskrárdálki Listahátíðar í dagblöðunum. Klúbbur Listahátíðar verður til húsa í matsal Félagsstofnunar stúdenta við Hringbraut, sem nú hefur verið endurbættur, parket hefur verið lagt á gólf og húsgögn endurnýjuð. Fréttatilkynning. Enginn efast um gæðin frá Þvotturinn þinn á aðeins skilið það besta ÞVOTTAVÉL — tekur allt að 9 kg. og tekur inn á sig heitt og kalt vatn. Stillanlegt vatnsmagn í samræmi við þvottinn hverju sinni. ÞURRKARI — tekur allt að 7 kg. af þurrum þvotti. Meðal þurrktími 60-70 mín. 3 mismunandi hitastillingar. _______RAFT/EKJAbEILD BlRCpiR .. [h]HEKIA HF Laugavegi 170-172 Sími 21240 Listahátíðar að með ýktri karl- að dylja óöryggi sitt. Flugmenn- rembu sýni listamennirnir irnir verða aðeins sýndir í þetta hvernig venjulegt fólk leitist við eina sinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.