Morgunblaðið - 06.06.1982, Síða 21

Morgunblaðið - 06.06.1982, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1982 21 óþrjótandi frekar en aðrar auð- lindir er ekki til í dæminu. Við verðum að vera gætin við sjóinn. Það hefur margt breyst frá því maður var að alast upp í Breiða- firðiniyn hvað varðar sjósókn og afstöðu manna til hafsins. Breiða- fjörður var þannig byggður í þá daga að það má segja að allir þar hafi verið útvegsbændur. Fóru í verin á vertíðum. Jarðir voru ekki það stórar að hægt væri að lifa á þeim eingöngu og því var sjórinn stundaður af bændum langt fram á þessa öld. Um annað var ekki að ræða í Breiðafirði. Þá var litið á sjóinn sem gullkistu, sem hann sannarlega var hvað bjargræði snerti á verstu tímum. Það var fiskurinn, fuglinn og selurinn. Hann hefur alltaf verið gjöfull .Breiðafjörður í gegnum tíðina." — Góður sjómaður, Gísli. Hvernig verður maður góður sjó- maður? „Eins og þú verður góður hand- verksmaður, verður þú góður sjó- maður með því að ná tökum á starfinu. Aðra skýringu held ég að sé ekki að finna. Menn ná misjöfn- um tökum á misjöfnum störfum." Talið barst fljótlega að nýaf- stöðnum bæjar- og sveitarstjórn- arkosningum, og Gísli hefur ákveðnar hugmyndir um pólitik. „Mér líst bara vel á borgarstjór- ann nýja,“ sagði Gísli og bætti við: „Annars ræður enginn einn í stjórnmálunum. Þau eru orðin allt of mikil atvinnumennska í staðinn fyrir að vera hugsjón. Mér finnst það. Sjáðu bara stjórnmálamenn- ina okkar. Fjórða hvert ár kjósum við 60 stykki á þing og komi upp stórmál geta þeir ekki tekið um það ákvarðanir fyrr en búið er að halda fleiri, fleiri fundi í flokkun- um þeirra þar sem flokkarnir taka ákvörðunina sem tekin er, og þar með ræður hver og einn þingmað- ur næsta litlu heldur Pétur og Páll úti í bæ. Þingmennirnir eiga að vera meiri menn og eiga að geta tekið sínar ákvarðanir sjálfir. Þeir eiga ekki alltaf að þurfa að segja: „Það hefur ekki verið haldinn fundur í mínum flokki, svo ég get ekkert sagt.“ Ég held það sé ekk- ert vit í megninu af stjórnmála- mönnum yfirleitt nú til dags. Ólafur Thors tók þó rösklega á málunum þegar hann var og hét. Eins fannst mér Hermann Jónas- son taka vel á málum á heims- styrjaldarárunum. Ég tek nú kannski ekki svo sterkt til orða að segja að ekkert vit sé í stjórn- málamönnunum okkar. Það eru eflaust margir mætir menn í öll- um flokkum. En þessir menn njóta sín bara ekki því þeir mega ekki taka neinar ákvarðanir upp á eig- in spýtur, þá verður allt vitlaust. Sjálfur hef ég enga sérstaka stjórnmálaskoðun. Ég tek afstöðu til mála eftir mínu eigin höfði. Ég þykist sjá margt gott hjá öllum flokkum og margt slæmt líka. En Islendingar hafa það gott þrátt fyrir allt. Er þó ekki mikið öryggisleysi á bak við þessa vel- megun, sem hér ríkir? Hefur ekki velmegunin byggst upp á því að við höfum getað aukið aflann jafnt og þétt hingað til? Hvað ger- ist þegar við getum ekki lengur aukið aflann og hann minnkar? Það þætti mér gaman að vita. Það er fyrir neðan allar hellur hvernig gengið er um sjóinn. Og það er undarleg stjórnunin, þegar, á sama tíma og verið er að banna veiðar svo og svo marga daga á ári og takmarka veiðarnar þá daga sem má veiða, er verið að kaupa til landsins splunkunýja togara. Rannsóknaskip Hafrannsókna- stofnunarinnar ættu helst aldrei að liggja í höfn. Þau ættu að vera úti allan ársins hring við rann- sóknir. Það þyrfti að auka marg- falt við þær rannsóknir, sem nú eru í gangi, því þegar teknar eru ákvarðanir um takmarkanir á veiðum, þurfa að liggja fyrir pott- þéttar sannanir fyrir því að hverju stefni. Ég held að þau tvö skip sem stofnunin hefur yfir að ráða geti ekki sinnt öllum þeim rannsóknum sem þarf svo hægt sé að taka sanngjarnar ákvarðanir um hvað veiða má af síld, loðnu eða þorski eða hverju sem er. Það finnst mér. Það alhlálegasta við allt þetta er þó að þegar við höfum fengið margfalt stærri landhelgi en við vorum með fyrir nokkrum árum, þá er varðskipunum fækkað í stað- inn fyrir að fjölga þeim.“ Það er sjómannastéttin, sem þarf að vera miklu betur vakandi og virkari og réttsýnni í þessum málum en verið hefur. Þar eru mennirnir sem ættu að vita um hvað verið er að tala þegar rætt er um stjórn á veiðum. Mér fyndist það óeðlilegt ef ráðamenn ættu að fara að stjórna sjómannastétt- inni.“ Það er ekki fyrr en að samtalinu loknu og ég er að kveðja Gísla, að ég rek augun í -tvö stór hrein- dýrshorn hangandi á vegg hvort á móti öðru í stofunni. Ég spyr hann hvort hann hafi afrekað að veiða þau dýr, sem eitt sinn báru horn- in.“ „Nei,“ sagði Gísli, „ég hef aldrei verið veiðimaður á landdýr." Og það finnst mér. — ai. því að friða beri eitt og annað, en það þarf að gera það af ein- hverju viti. Við höfum mikið ver- ið að ræða við sjómenn allsstað- ar að af landinu og þeir segja okkur að þar sem er æti í sjónum þar er hann svartur af hrefnu. Sá kvóti, sem nú er á hrefnuveið- unum, og ég tala aðeins um hrefnuna í þessu sambandi, er ákveðinn með hliðsjón af veiði- magninu þegar tveir eða þrír bátar stunduðu þessar veiðar. Við teljum að það mætti stækka kvótann, en öfgamenn ráða víst ferðinni. Hvalveiðiráðið er undarlegt ráð. Inn í það ganga þjóðir, sem engra hagsmuna hafa að gæta, og eiga jafnvel ekki land að sjó. Þær þjóðir, sem halda enn hvalveiðum áfram, eyða stórfé í rannsóknir á hvalnum til að missa hann ekki.“ — Þú telur að hrefnunni sé ekki hætta búin af ofveiði? „Nei, ég efast um að nokkur hætta sé á því að þessir örfáu bátar, sem eru að eltast við hrefnuna, eigi eftir að útrýma henni. Ég tel reyndar enga ástæðu til að fjölga hrefnuveiði- bátunum meðan við vitum ekki meira um ástand stofnsins. Það þarf að auka rannsóknir á hrefnustofninum hér við land en um leið og kemur í ljós að henni er ekki hætta búin, þá á að fjölga bátunum." Talið barst aftur að byssunni frammi í stafni. „Ég brenndi af 15 skotum í fyrrasumar og geri það aldrei aftur að skrifa niður þau skot, sem feila. Það gerir mann tauga- veiklaðan. Hitti maður ekki, þá annað hvort þjóta hrefnurnar í burtu eða taka það rólega á með- an maður er að hlaða aftur. Það er nú eins skrítið og það er. Ef háhyrningar komast í hrefnu- torfu, hverfur hún af svæðinu. Eitt sinn sáum við háhyrninga tvo taka hnísu á milli sín og slíta hana í sundur. Það var ægilegt blóðbað en svona er náttúran. Og það er skrítið finnst mér að það sé fullt af þjóðum.sem vilja banna hvalveiðar vegna þess hve miskunnarlausar og sársauka- fullar þær eru sagðar vera, á sama tíma og þær standa að því að það er drepið fólk á miskunn- arlausan hátt með pyntingum og öðru slíku. Þjóðhöfðingjarnir geta sent skeyti á hvalveiði- ráðstefnur meðan þeir eru að láta drepa manneskjur í sínu eigin landi og út um heim jafn- vel. Svo tala þeir um mannúðleg viðhorf." ----ai. AUCLYSINCASTOFA MYNDAMÓTA HF Hagbeit Tekiö veröur á móti hestum í sumarbeit í Geldinga- nesi, mánudaginn 7. júní kl. 21—23. Hagbeitargjald greiöist á skrifstofu félagsins á mánu- dag kl. 13—18. Tekiö veröur í hagbeit á aöra staöi eftir umtali. Hestamannafélagiö Fákur. Hentunú paink burstammi jog láttLi Pliilips leysa þig af! Þaö eru ófáir klukkutímarnir, sem eytt er í uppvask á meðalheimili í viku hverri. Þar aö auki eru jafnt rauösokkur sem húslegustu heimilisfeöur sammála um að uppvask sé með leiðinlegri húsverkum til lengdar. Uppþvottavélar eru svo sem engin nýjung, en fram til þessa hafa þær af flestum verið taldar „lúxustæki”, ef ekki hreinn og beinn óþarfi og bruðl. Nýja Philips uppþvottavélin veldur þáttaskilum í þessu efni. Hún er ekki bara tæknilega fullkomin, hljóðlát og vandvirk heldur líka ódýr! Verð frá 7.850.- krónum. Hafðu samband, við erum sveigjanlegir í samningum. £ PHILIPS fullkomin og ódýr heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.