Morgunblaðið - 06.06.1982, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ1982
25
í ár er sviðsljósinu beint að
öldruðum. Flestar greinarnar og
sögurnar fja.lla um það hve vont
sé og erfitt að vera gamall. Hér
kemur þó ein sönn saga um það
hve gott er stundum að vera
gamall — það getur beinlínis
bjargað lífi manns.
Detta nú af mér dauðar lýs!
Tilefni svo þjóðlegrar upphróp-
unar barst á öldum ljósvakans í
fréttatíma. Bayar fyrrverandi
Tyrklandsforseti varð 100 ára og
er af því tilefni heiðraður af
tyrkneskum stjórnvöldum. Ég
sem hafði haldið virðulegan for-
seta dauðann fyrir löngu. Meira
að segja látið þau ógætilegu orð
falla í útvarpsviðtali í fyrrasum-
ar, að svo kynlega vildi til að ég
mætti varla hitta þjóðhöfðingja
í fjarlægum löndum, svo hann sé
ekki áður en langt um líður gerð-
ur höfðinu styttri í byltingu.
Hafði einkum í huga þá Bayar
forseta og Menderes forsætis-
ráðherra Tyrklands, svo og Bal-
eva forsætisráðherra Nígeríu og
Sardáninn af Sokoto. Þeir þrír
féllu sannanlega, og Bayar
dæmdur til dauða — fyrir 20 ár-
um. En hvað bjargaði honum?
Þótt samlandi hans, Menderes
forsætisráðherra, væri hengdur,
kemur í ljós að hinn þá áttræði
forseti slapp fyrir aldurs sakir
— þótti ekki taka því að stytta
honum aldur. Og nú er hann
heiðraður af þjóð sinni og
stjórnvöldum — vegna aldurs.
Segi menn svo að það geti ekki
haft sína kosti að vera gamall.
Þegar við, hópur blaðamanna
frá löndum Atlantshafsbanda-
lagsins, komum til Tyrklands
fyrir rúmum 2 áratugum, virtist
Bayar virðulegur, gamall forseti.
Þó vissum við harla lítið hvað
var að gerast í landinu, eins og
gjarnan vill verða þegar maður
er gestur hins opinbera — sem
vitanlega er sýnt allt hið besta.
Förum við ekki til dæmis með
gesti okkar helst til Þingvalla og
höldum þeim góðar veizlur?
Gildir raunar það sama um
ferðamenn, sem fara um al-
þjóðaflugvelli og búa í dýrum
ferðamannahótelum við skipu-
lagðar skoðunarferðir. Hafi ég
ekki vitað það fyrr, þá lærði ég
það svo sannarlega í þessari
ferð.
Það var ólga í Tyrklandi á
þessum tíma, sem okkur blaða-
mönnum frá Evrópulöndum var
ekki ætlað að hnýsast í. Stjórn-
völd tóku rausnarlega á móti
okkur og við fengum aðstöðu til
að hitta æðstu menn og spyrja
um hvað eina — og þeir svara
því sem þeir vildu. Þrömmuðum
t.d. hlýðin skv. dagskránni þessa
140 m löngu stéttir og tröppur
upp að grafhýsi Atatúrks, „föður
Tyrkja", eins og nafnið segir til
um, og skapara nútímaþjóðfé-
lags í því landi. Undirrituð tipl-
aði í broddi fylkingar á eftir
taktföstum dátum með heljar-
stóran krans og við hliðina á
leggjalöngum Ameríkana. Til
þessa trúnaðarstarfs valin af fé-
lögunum af tveimur gildum
ástæðum: Ekki var um margar
aðrar konur að ræða og ég hafði
í farangrinum leynivopn —
virðulegan hatt. I sjónvarpinu
mátti svo um kvöldið sjá að ekki
var ég ber að baki, því vinurinn
John Starr frá Daily Mail var
sýnilega stöðugt reiðubúinn með
framrétta arma að grípa mig,
þegar ég tók bakföll við að háu
hælarnir sukku í moldina í 10 sm
bilunum milli steinhellanna. En
þjóðin fékk þarna að sjá hvernig
alþjóðapressan sýndi minningu
Atatúrks virðingu. Við lékum
okkar hlutverk óaðfinnanlega.
Á dagskrá okkar þennan dag í
Ankara stóð líka: Móttaka í „The
Lovers Club“. Ástarklúbburinn
vakti allra áhuga. I ljós kom að
prentvillupúkinn hafði bara gert
gestgjöfum okkar þessa glennu.
Átti að standa „Art Lovers
Club“ og var félagsskapur list-
unnenda í borginni og fínasti
klúbburinn á staðnum. Kvöldið
átti að vera laust og ég hafði
ætlað að halda út í borgina. En
maður gekk undir manns hönd
að innlima villuráfandi sauði í
allsherjarhópinn, sem sat að
dýrðlegum veitinum í nætur-
klúbbi fram á nótt — engin leið
að sleppa. Morguninn eftir
spurði John Starr, sem alltaf
vissi hvað var að gerast: —
Veistu af hverju svona mikil
áhersla var lögð á að halda
okkur að sumbli i nótt? And-
stöðuflokkur stjórnarinnar var
með fund í einum salnum á
hótelinu okkar og það var ekki
tekin nein áhætta á að erlendir
blaðamenn lentu saman við þá,
þegar þeir kæmu heim.
I Istanbúl tjáði sami John
Starr mér að fyrrverandi aðal-
ritari andstöðuflokksins, sem
mig minnir að lægi undir ámæli
um fjármálaóreiðu, vildi hitta
hann á laun. Vildi ég koma með?
Auðvitað! Við hittum á kaffihúsi
skuggalegan náunga, sem leiddi
okkur gegnum nokkrar þröngar
götur og upp dimman bakstiga.
Þar reyndist þessi verjandi fá-
tækrar alþýðu búa í dýrindis
íbúð með austurlenskum teppum
og skrýddri fágætum listaverk-
um og húsgögnum. Hann var
sagður bóndi í Anatólíu. En bú-
garðurinn hans var víst ekki
dónalegur fremur en fína íbúðin
í Istambúl. Meðan húsbóndinn
svo sat og lagði sig fram um að
sannfæra John Starr — og þá
ensku pressuna — um hve rotin
stjórnvöld væru og hann sjálfur
heiðarlegur og með þá eina hug-
sjón að vernda fátækt alþýðu-
fólk, þá sat ég þannig í stofunni
að ég sá allan tímann á hvíta
ermi þjónsins, sem þrýsti sér
upp að veggnum í stofunni fyrir
framan og hleraði samtalið. Það
reyndist góð reynsla ungum
blaðamanni af íslandi að vera í
kompaníi með svo reyndum
blaðamanni sem John Starr, er
víða fór og þekkti heimsins flá-
ræði. Tók ekkert sem sagt var
sem heilagan sannleika, nema
geta sannreynt það.
En ég hugsa enn hlýlega til
Bayars gamla og er fegin að
hann slapp. Hann setti undir
okkur — helming hópsins — for-
setaflúgvélina frá Ankara til Ist-
ambúl. Flugmaðurinn hans var
álíka gestrisinn. Er ég á leiðinni
hafði orð á því að ég hefði ekki
getað í fyrri ferð á skemmti-
ferðaskipi siglt upp Bosporus og
kíkt inn í Svartahaf, sagði hann
bara: — Við tökum krókinn og
skreppum þar yfir! Það gerðum
við og sáum úr lofti greinilega
kafbátagirðinguna þvert yfir
mynnið, sem loka mætti á
svipstundu. En er við lentum á
flugvellinum var allt í uppnámi.
Hin flugvélin lent og við ókomin.
Næst rakst ég á þennan flug-
mann — í Klúbbnum í Reykja-
vík. Hann hafði flúið, þegar þeir
fóru að bera sig til við að hengja
fyrri húsbændur hans. Og var nú
kominn í starf hjá alþjóðastofn-
un í París. Það er víst margt
skrítið í kýrhausnum.
En fréttin um 100 ára afmæli
Bayars um daginn, sannar á ári
aldraðra að það getur beinlínis
verið lífsnauðsyn að vera gamall.
Bjargaði það ekki líka lífi Ham-
suns?
Goethe gamli sagði að það
væri enginn vandi að verða gam-
all. Vandinn væri að vera gam-
all! Og þótti mikil speki. Má ekki
eins snúa þessu við: Það er eng-
inn vandi að vera gamall. Vand-
inn er að verða gamall?
irnir hafa nákvæmlega enga
möguleika á því að greiða hærra
kaup svo nokkru nemi. Horfur í
atvinnulífi okkar eru ískyggilegri
en verið hefur um árabil. Stöðvun
loðnuveiðanna er gífurlegt áfall
fyrir þjóðarbúið og hefur víðtæk
áhrif í mörgum atvinnugreinum
og á afkomu launþega víða í at-
vinnulífinu. Mikil óvissa ríkir um
skreiðarsölu til Nígeríu, sem er
mikilvægur markaður, þótt e.t.v.
sé ástæða til nokkurrar bjartsýni
um, að ástandið þar muni lagast,
vegna þess að staða olíufram-
leiðsluríkjanna hefur heldur batn-
að og það kemur Nígeríu til góða.
Þorskafli hefur verið minni það
sem af er árinu en áður og það
*hefur 'komið harkalega niður á
þeim byggðarlögum, sem byggja
afkomu sína mest á þorskveiðum.
Tekjur hafa orðið verulega minni
en áður og það kemur fljótt fram í
minnkandi umsvifum í þessum
byggðarlögum. Frammámenn í
viðskiptalífinu hafa áhyggjur af
því að til verulegs samdráttar geti
komið í haust. Verkalýðsforingj-
arnir vita sjálfir að þær kaup-
hækkanir, sem þeir knýja fram,
leiða til enn meiri gengisfellingar.
Eina leiðin til þess að bæta
lífskjör almennings svo nokkru
nemi er sú, að ríki og sveitarfélög
dragi úr umsvifum sínum. Það er
að sjálfsögðu erfitt að draga úr
útgjöldum hins opinbera, eða öllu
heldur aukningu útgjalda opin-
'berra aðila, en við ríkjandi að-
stæður í þjóðfélaginu er það
óhjákvæmilegt. Samhliða verður
að koma umtalsverð skattalækk-
un, sem kemur fólki til góða i
bættum kjörum. Veruleg skatta-
lækkun þýðir tilfærslu á fjármun-
um frá opinberum aðilum til ein-
staklinga og hins almenna at-
vinnulífs í landinu. Skattalækkun
þýðir aukinn sparnað einstakl-
inga, sem skapar aukið fjármagn
fyrir atvinnulífið og aukin umsvif
einstaklinga, sem leiðir til auk-
inna viðskipta.
Þetta er eina leiðin til raunveru-
legs lífskjarabata eins og nú horf-
ir, en jafnframt þarf ný ríkis-
stjórn, sem tekur við á næstu
misserum, að hefja stórfellda sókn
í uppbyggingu orku- og iðjuvera
og almennri iðnvæðingu.
Uppgjörid í Al-
þýðubandalaginu
Mikið uppgjör er að hefjast inn-
an Alþýðubandalagsins eftir það
afhroð, sem flokkurinn beið í
sveitarstjórnarkosningunum í
maímánuði. Þetta eru fyrstu kosn-
ingar, sem Alþýðubandalagið
gengur til undir formennsku
Svavars Gestssonar. Gagnrýnin
innan flokksins beinist mjög gegn
honum og forystu hans í Alþýðu-
bandalaginu vegna kosningaúr-
slitanna.
Á kosninganóttina reyndi Svav-
ar Gestsson að gera lítið úr ósigri
Alþýðubandalagsins í kosningun-
um, en í útvarpinu daginn eftir
talaði hann í allt annarri tónteg-
und og hafði sterkari orð um
neikvæða niðurstöðu kosninganna
fyrir Alþýðubandalagið, hafði
greinilega fengið orð í eyra. Hins
vegar sá hann enga ástæðu til að
ríkisstjórnin færi frá.
Þess vegna var fróðlegt að lesa
grein eftir Ólaf Ragnar Grímsson
í Þjóðviljanum á laugardag fyrir
viku. I þeirri grein fjallaði hann
um kosningaúrslitin á allt annan
veg og í allt annarri tóntegund en
Svavar Gestsson.
Alveg sérstaklega vakti athygli,
hversu neikvæður formaður þing-
flokks Alþýðubandalagsins var í
garð Gunnars Thoroddsens, for-
sætisráðherra, sem alþýðubanda-
lagsmenn hafa borið í gullstól frá
því hann myndaði ríkisstjórn sína
í febrúar 1980. Nú talar Ólafur
Ragnar á annan veg og tók af
skarið um að enginn grundvöllur
væri fyrir stjórnarsamstarfinu
lengur.
í kjölfar skrifa Ólafs Ragnars
Grímssonar birtist svo í Þjóðvilj-
anum sl. miðvikudag grein eftir
Margréti Björnsdóttur, fyrrver-
andi formann Alþýðubandalagsfé-
lagsins í Reykjavík, sem var mjög
gagnrýnin á forystu Alþýðu-
bandalagsins almennt og forystu-
liðið í borgarstjórn Reykjavíkur
sérstaklega, en Ólafur Ragnar
Grímsson undanskilinn. í Þjóð-
viljanum í gær, föstudag, birt-
ist hins vegar forystugrein eft-
ir Kjartan Ólafsson, varafor-
mann Alþýðubandalagsins, þar
sem hann tekur mjög í sama
streng og Svavar Gestsson. í for-
ystugrein þessari segir Kjartan
Ólafsson: „Menn spyrja, hvort
kosningaúrslitin tefli ekki tilveru
ríkisstjórnarinnar í nokkra tví-
sýnu og reyndar eru ýmsir hinna
harðdrægustu ránfugla Sjálfstæð-
isflokksins nú þegar teknir að
hlakka yfir bráðinni. Því er hins
vegar til að svara að niðurstöður
sveitarstjórnakosninganna skera
ekki úr um líf eða dauða núver-
andi ríkisstjórnar, enda þótt þær
niðurstöður hljóti að sjálfsögðu að
hafa mikil áhrif, bæði bein og
óbein, á allt stjórnmálalíf í land-
inu. Enginn getur dæmt um það
með nokkurri vissu, hversu margir
af kjósendum Sjálfstæðisflokksins
í þessum kosningum vilja í raun
hrinda ríkisstjórn Gunnars
Thoroddsens frá völdum og koma
Geir Hallgrímssyni á ný í stól for-
sætisráðherra. Það eitt er víst, að
í þessum efnum er kjósendahópur
flokksins tvískiptur. Engu að síður
kunna miklir erfiðleikar að vera
framundan hjá ríkisstjórninni,
fyrst og fremst vegna nýrra áfalla
í okkar þjóðarbúskap — áfalla,
sem enginn reiknaði með fyrir
hálfu ári. Þessi áföll eru fyrst og
fremst minnkandi sjávarafli og al-
varlegir og vaxandi erfiðleikar á
ýmsum mikilvægum útflutn-
ingsmörkuðum okkar. Við þessum
erfiðleikum hlýtur ríkisstjórnin
óhjákvæmilega að bregðast á
næstu vikum eða mánuðum og þá
reynir á, hvort þeir, sem að stjórn-
inni standa, ná saman um úrræði
eða ekki. Á þessu stigi mála verð-
ur ekkert um það fullyrt, hvernig
til tekst í þessum efnum, eða hvort
menn beri gæfu til þess að ná
samkomulagi. Vilji í þeim efnum
er fyrir hendi og hann dregur
hálft hlass, en hér kann að þurfa
meira til en viljann einan."
Þessi forystugrein Kjartans
Ólafssonar, varaformanns Al-
þýðubandalagsins, er fyrst og
fremst svar við grein Ólafs Ragn-
ars Grímssonar. Þegar Kjartan
Ólafsson talar um ránfugla
Sjálfstæðisflokksins er hann í
raun að tala um ránfuglana í eigin
flokki, Ólaf Ragnar Grímsson og
hans fylgismenn.
Línurnar eru að skýrast i upp-
gjörinu innan Alþýðubandalags-
ins. Hin andstæðu öfl hafa dregið
sínar víglínur. Öðrum megin
standa þeir Svavar Gestsson og
Kjartan Ólafsson, fulltrúar gömlu
klíkunnar í Sósíalistaflokknum og
Alþýðubandalaginu. Andspænis
þeim standa margir og mislitir
hópar, sem ná saman um það eitt
að vera á móti gömlu klíkunni.
Þessir hópar munu berjast upp á
líf og dauða um völdin í minnk-
andi Alþýðubandalagi á næstu
misserum.