Morgunblaðið - 06.06.1982, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ1982
„Það er líka lifibrauð
að lifa á grút og rgði“
Maíspjall við Brynjólf Einarsson bátasmið í Vestmannaeyjum
„Þær eru nú ekki langar í mér garnirnar ef þú ætlar þér að rekja þær,“ sagði Brynjóifur
bátasmiður Einarsson þegar við hittumst í Hraunbúðum í Vestmannaeyjum á seinna fallinu í
maí, þegar svartfuglinn kveður hvað hæst á eggjahljóðinu.
„Það er nú ekki lengdin á görnunum sem ég er á eftir, heldur gæðin,“ svaraði ég.
„Ég held að það sé nú bara blágirni,“ svaraði Brynjólfur um hæl og við hófum hjal.
__________________ - V ^ _ __ _ _____
Brynjólfur hefur vinnnaðstöóu f kjallara Hraunbúða og þar duddar hann
með smíðatólin sín við eitt og annað listrent í smíðunum. Hann gerir við
gamla hluti, rennir kertastjaka og krúsir svo eitthvað sé nefnt.
Við, sem ólumst upp í samfélag-
inu sem hýsti bæði okkur og
Brynjólf. litum ósjálfrátt á hann
eins og hluta af eilífðinni. Það fór
aldrei mikið fyrir honum, en samt
var hann alltaf að, vann sina
vinnu og setti svip á mannlífið og
visur hans komu að landi með full-
fermi af gamansemi þótt oft væri
róið á undiröldunni. Þannig svip
hefur Brynki bátasmiður, rís úr
hafi eins og úteyjarnar, alltaf á
sínum stað, síkvikt lif þegar að er
gáð. Hann segist aldrei hafa ort
ljóð og sé allt annað en skáld, geri
bara vísur, þótt vísur hans séu
geirnegldar af speki skáldsins. En
hann er ekki aðeins kunnur að því
að smíða vísur, hann teiknaði og
smíðaði stærsta tréskip sem smíð-
að hefur verið á íslandi, Helga
Helgason VE, á árunum
1943—1947 fyrir Helga Bene-
diktsson í Vestmannaeyjum og ég
vék talinu að bátasmiðinni.
„Ég hef verið bátasmiður síðan
1932, en til Vestmannaeyja fluttist
ég 1933 frá Eskifirði. Ég vann
jöfnum höndum við húsasmíði og
bátasmíði og reyndar hverju sem
var, en alla mína bátasmíði stund-
aði ég í Vestmannaeyjum, allt til
1960 er ég hætti því starfi vegna
magasjúkdóms. Á sinni tíð var ég
yfirsmiður fyrir Gunnar Marel á
Helga gamla VE 333, en teiknaði
síðar og smíðaði Helga Helgason
sem var og er stærsta tréskip sem
smíðað hefur verið á íslandi, 189
tonn að stærð. Hann var á stokk-
unum frá 1943 til 1947, smíðaður
að mestu í hjáverkum inni í Botni
á sandinum þar. Ég vann hjá
Helga Benediktssyni í nærri 17 ár,
var hans maður eiginlega frá því
að ég tók við verkstjórn á Helga
gamla árið 1936 og þar til um ára-
mótin 1952—1953 er ég fór frá
honum.
Helgi Helgason var íhlaupa-
verkefni eins og oft hefur vantað
milli vertíða til að grípa í, en oft
hefur framkvæmdamönnum hald-
ist illa á mannskap vegna verkefn-
askorts. Jú, það þótti í mikið ráð-
ist að byggja svo stórt skip inni í
Botni og sumum leizt lítið á. Sum-
ir sögðu að skipið væri of grunnt
og þegar góðkunnur skipasmiður
benti mér á það, svaraði ég því til
að Jói hefði sagt að báturinn væri
nógu djúpur.
Jóhann Guðmundsson lærði hjá
mér og hann var kunnur að reikni-
snilld, svo menn spurðu hvort Jói
hefði reiknað bátinn út?
„Nei, hann datt ofan i hann,“
svaraði ég og síðan kom þessi vísa:
Keynzlan er á við rt-ikning fleslan,
reynzluna tel ég skóla beztan.
Jói, sér niður í skipió skaut,
skrnkkurinn við það meið.sli hlaut.
Dýptina sagði næsta nóga,
nú myndi heldur cngum tjóa
að kvarta um grynnsli á grindinni,
Guð er andvígur syndinni.
Þetta síðasta kemur náttúru-
lega eins og skrattinn úr sauðar-
leggnum og minnir á Leirulækj-
ar-Fúsa þegar hann var kominn í
þrot og sagði: Hér á endann hnoða
ég ró, haldið þig piltar við.
Blessaður strikaður nú yfir
þetta allt saman."
- Hví þá?
„Það er vízt of veraldlegt."
— Var ekki örðugt að byggja
svo stórt skip sem Helga Helgason
í íhlaupum?
„Það gekk á ýmsu en gekk. Helgi
Benediktsson var alltaf hræddur
við stiga og við vorum með marga
stiga við grindina, en hann lét sig
alltaf hafa það að koma og fylgj-
ast með.
Kkki er ráð að senda til siga
svimagjarna á öröugum stað.
Húsbóndinn er hræddur í stiga,
hefur sýnt og viðurkennt það.
Þegar efnið er búið, en formið
ekki fyllt verður maður að segja
eitthvað, rímið hefur stundum
gert manni þetta og þá grípur
maður jafnvel til almættisins.
Yfirleitt var þetta vinna við við-
gerðir og viðhald, því um langt
árabil var ekki um neinar nýsmíð-
ar að ræða. Allt í nýsmíði skipa
var ríktollað, bæði efni og áhöld,
en nýir útlendir bátar voru með
tolleftirgjöf og þar með útlenda
vinnan. Nei, það var ekki mikið
um nýsmiði, hvorki í stóru né
smáu. Ég smíðaði eitt par af
snurpubátum."
— Hvað segir þú um sálina í
skipum, tréskip hafi meiri sál en
stálskip?
„Það getur vel verið að tréskipin
hafi meiri sál, að menn hafi lagt
meira af persónu sinni í tréskipin
en stálskipin, en ég veit það ekki,
þekki ekki þessi nýju skip. Annars
veit ég yfirleitt ekki hvernig bátur
á að vera, það vita allir nema
bátasmiðir.
Maður sér tvo báta standa uppi
og menn virðast hafa forðast að
smíða það í öðrum sem í hinum
var lögð áherzla á. Báðir hljóta
gott orð og hvernig stendur á því.
Þannig er báturinn eins og mann-
eskja.
Bátasmiðir af gamla skólanum
urðu að treysta á það að þeim væri
ekki að mistakast. Gunnar Marel
var einn af þessum gömlu góðu,
það var ákaflega margt vel um
Gunnar Marel."
— Hvernig líkaði þér vistin hjá
Helga Benediktssyni?
„Ég var aldrei í vandræðum
með pláss hefði ég viljað vinna hjá
öðrum."
— Hvað endaði hið reista fley,
Helgi Helgason?
„Hann endaði sitt æviskeið i
bútum norður á Akureyri. Það átti
að þurrafúa byggjaupp, en eigend-
urnir hættu við það, sáu að það
yrði eins dýrt og nýtt skip. Skipið
var brytjað niður í eldinn eftir að
hafa þjónað í 24 ár og fengið allra
orð sem ágætisskip. Fyrsti skip-
stjóri á Helga Helgasyni var Arn-
þór Jóhannsson frá Selá, Addi á
Dagný, en hann fórst með Helga á
Faxaskeri um miðja öldina ásamt
stýrimanni sínum, Gísla Jónas-
syni. Þeir voru farþegar um borð í
Helga, en tvíburasynir Helga
Benediktssonar, Arnþór og Gísli,
bera nöfn þeirra."
— Það hefur sem sé verið þitt
hlutskipti að smiða hús, skip og
vísur?
„Ég veit ekki hvort það var mitt
hlutskipti að gera vísur, en ég
gerði það. Jón Stefánsson gerði
einu sinni vísu um mig í ótukt-
arskap, þá beztu, sá skratti, sem
ég hef fengið á mig.
Við Bárður skipasmiður vorum
þá að vinna í stýrishúsinu á
Björgu VE 5. Bjössi á Barnum,
(Björn Guðmundsson útvegs-
bóndi) var þá að byggja íbúðar-
húsið sitt og var að velta því fyrir
sér að ef hver rúmeining í húsinu
kostaði eins mikið og stýrishúsið á
Björgu, þá yrði það mikið dýrt
hús. Ég var þá nýbyrjaður að nota
gleraugu og allt var þetta jafn níð-
angurslegt hjá Jóni:
Brillur meó bronsuðum spóngum
ber hann á nefinu löngum,
hæglætismadur i mörgu,
en mest þó í húsinu á Björgu.
Þetta þótti Birni gott, og mér
líka. Gjarnan hefði ég viljað
snupra náungann eins vel og þetta
var gert."
— Þú hefur gert urmul af vís-
um.
„l!m vísur mínar helzt er það
að hafa í minni,
þær áttu við á einum stað
og einu sinni.“
— Þú leggur upp úr broddinum
í vísum þínum.
„Ekki er ég nú neinn sérstakur
broddgöltur í vísnagerð, en ég sár-
öfunda menn þegar þeir hafa sagt
eitthvað skemmtilega ótuktarlegt,
mér hefði betur dottið það í hug þó
þetta sé vitleysa allt saman, tóm
EYJÓLFUR GÍSLASON SEGIR FRÁ
| Sögur af sjómönnum
Það verða
margar keilur
föðurlausar
Eyjólfur Ci.sla.son frá Bessastöðum í Vestmannaeyjum er 85
ára gamall. Hann stundaði sjómennsku í nær hálfa öld og er
sérlega greinargóður maður varöandi allt er lýtur að sjósókn
og sögu Vestmannaeyja. Eyjólfur gekk til liðs við okkur í
ritun þessa sjómannablaös Morgunblaðsins.
Góðkunningi minn, Árni John-
sen, bað mig að segja sér einhverj-
ar gamlar sjósögur, ef ég myndi
eða kynni.
En því miður er ég ansi hrædd-
ur um, að það verði fátt og fátæk-
legt, sem ég kann um það að skrifa
og ekkert um sjálfan mig. Þó
stundaði ég sjómennsku í 48 ár.
Margir sjómenn eru þannig, að
þeim finnst það ekki frásagnar-
vert, þó illa líti út um stund og
óvíst hvort fljóta myndi eða
sökkva.
Mér datt í hug að skrifa hér
nokkur hreystileg orð ásamt fleiru
og aðdraganda þeirra, sem sögð
hafa verið á sjó á alvarlegum
stundum, þegar ekkert sást annað
framundan en opinn dauðinn því
þau mega geymast.
Kappsigling frá Eyjum
til Seyðisfjarðar
Um og stuttu fyrir 1890 fóru
Sunnlendingar fyrst að sækja
sumaratvinnu til Austfjarða og
hélst það allt fram yfir 1930. A
árunum 1910—20 var þar oft mik-
ill mannfjöldi, konur og karlar.
Flest af því fólki, sem til Aust-
fjarða fór, var frá Akranesi,
Reykjavík, öllum byggðum Suður-
nesja, Grindavík, Eyrarbakka,
Stokkseyri og Vestmannaeyjum.
Um 20. maí 1916 komu þrjú milli-
landagufuskip svo til samtímis á
ytri höfnina í Vestmannaeyjum,
voru þau öll að koma frá Reykja-
vík, á leið austur á Seyðisfjörð og
mátti heita að þau væru öll troð-
full af fólki, sem þangað var að
fara. Þessi skip voru Flóra, Sterl-
ing og Vesta. Léttu þau akkerum á
sama tíma og kappkeyrðu svo
austur á Seyðisfjörð og hafði
Vesta vinninginn á 22 klukkutím-
um og var ég þar um borð ásamt
fleiri Vestmanneyingum á leið til
sumarstarfa að Brekku í Mjóa-
firði.
Vont að vera ekki búinn
að borða bitann sinn
Sumarið 1895 fór Magnús Guð-
mundsson í Vesturhúsum í Vest-
mannaeyjum fyrst austur á firði
til sjóróðra og réðist hann þá
formaður fyrir sexróinn bát með
færeysku lagi til Vilhjálms
Hjálmarssonar, óðalsbónda á
Brekku í Mjóafirði. Magnús var
svo formaður hjá Vilhjálmi tvö
sumur.
Þetta fyrsta sumar Magnúsar í
Mjóafirði gekk honum mjög vel að
fiska og í lokin var hann hæstur
til hlutar af þeim þremur bátum,
sem Vilhjálmur gerði þá út. En
Magnús var þá orðinn þjálfaður og
góður sjómaður, búinn að vera 5
vetrarvertíðir formaður með sex-
æring í Eyjum. Byrjaði 1890 18
ára gamall. Fékk hann fljótlega
orð á sig fyrir formannshæfileika,
en það var að vera fiskisæll, veð-
urglöggur og stýra skipi vel í úfn-
um sjó. Þessi tvö sumur, sem
Magnús var í Mjóafirði, reru hjá
honum tveir síðar vel kunnir
Eyjamenn, þeir Vigfús Jónsson í
Túni, síðar í Holti, og þá orðinn
mágur Magnúsar, og Jón Jónsson í
Jón Jónsson í Brautarholti
Dölum, síðar í Brautarholti, og
síðast spítalaráðsmaður, en fjórir
voru þeir á bátnum.
Annað sumarið sem þeir voru
saman, 1896, fengu þeir eina
slæma sjóferð, sem varð þeim
ævilangt ógleymanleg. Voru þeir
þá á línu með hlaðinn bátinn af
fiski og fengu á sig brotsjó svo
bátinn yfirfyllti af sjó og fiskur og
fleira flaut út úr honum. Um leið
og þetta skeði þreif Jón austurtrog