Morgunblaðið - 06.06.1982, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚNl 1982
31
sem við höfum hér við höfnina,"
sögðu þeir. „Það er aðallega á
tveimur stöðum, sem við geym-
um bátana okkar, en það er
gamla verbúðarbryggjan og svo
bryggjan við Slysavarnafélags-
húsið. Við þessar bryggjur er
trillunum raðað upp hverri út af
annarri, kannski sjö trillur í
einni röð. Og þegar raðirnar eru
fimm eða tíu þá er það orðið
nokkuð erfitt fyrir trillukarlinn,
sem er með trilluna sína innst
inn við bryggjuna að koma henni
á haf út. Þá þarf að leysa megnið
af hinum bátunum og binda þá
saman aftur og það getur hver
maður sagt sér það sjálfur, að
slíkt er ekkert gamanmál.
Við þessar bryggjur er líka lít-
ið skjól að hafa, þannig að þegar
vond eru veður, þá slást trillurn-
ar hver utan í aðra og vingsast
til. Svo er misjafnlega gengið frá
trillunum og þær vilja losna og
þá er voðinn vís. Svoleiðis hefur
það alltaf verið. Hér um árið
voru settir flekar við gömlu
verbúðarbryggjuna og bryggj-
una við Slysavarnafélagshúsið
en það er það eina sem gert hef-
ur verið til úrbóta í þessum mál-
um.
Félagið okkar var stofnað í
þeim tilgangi helstum að stuðla
að bættri aðstöðu trillueigenda
við höfnina. Bættri aðstöðu hef-
ur sí og æ verið lofað en lítið
hefur verið framkvæmt. Við höf-
um rekist á vegg þar sem hafn-
arstjórnin er, enda er Reykjavík-
urhöfn rekin sem sjálfstætt at-
vinnufyrirtæki og hún setur pen-
inga aðeins í þá hluti, sem arður
er af. Við vitnum í Guðmund J.
Guðmundsson sem sagt hefur
Morgunblaðinu eigi alls fyrir
löngu, að tekjur hafnarinnar af
trillubátaútgerðinni væru svo
litlar, að trillukarlarnir væru
látnir sitja á hakanum þegar
veitt er fé til hafnarfram-
kvæmda hér.
Þetta mál verður aldrei leyst
nema borgin hlaupi undir bagga
með okkur. Það er ráðgert að
byggja myndarlega smábáta-
höfn á Seltjarnarnesi út af Suð-
urnesi og við teldum það ekki til
vansa ef borgin fengi að vera
með í þeim framkvæmdum. Á
Seltjarnarnesi er starfandi félag
svipað okkar nema þar eru í því
allir, sem eitthvað stunda sjóinn,
allt frá æskulýðssamtökum upp í
þá sem eru með útgerð á Nesinu
og það félag hefur farið fram á
það við bæjarfélagið að byggð
verði höfn úti á nesinu. Við vild-
um gjarnan vera með í því. Við
teldum það eðlilegt að sveitarfé-
lögin á Stór-Reykjavíkursvæð-
inu sameinuðust um þetta mál.
Þó trilluútgerðin sé kannski
að mestu frístundagaman þar
sem við erum að skemmta okkur
á sjónum, eins og meðlimir Fáks
til dæmis skemmta sér á hest-
um, skapast af trillunum tekjur.
Sem dæmi má nefna að veidd
voru um 2000 tonn af fiski á síð-
asta ári á trillur, og það skapar
atvinnutækifæri. Og það er nú
bara frábært í sjálfu sér að hægt
skuli vera að stíma hér rétt út
fyrir Gróttu eða út af Akranesi
eða í Hvalfjörðinn og veiða í soð-
ið fyrsta flokks fisk.
Við, sem skattgreiðendur,
vildum gjarnan fá hlutdeild í því
fé, sem borgin veitir til útivistar
á ári hverju því þetta er ekkert
annað en útivist og tómstunda-
gaman þó hægt sé að afla sér
einhverra tekna með því. Það er
fullt af mönnum, sem vildu eiga
trillur ef aðstaða væri til þess.
Fullt af mönnum. Líka er það
sennilega draumur flestra sjó-
manna að eignast trillu þegar
halla fer á ævistarfið.
Okkur er það til efs að nokkur
höfuðborg í heiminum hafi úr
eins miklu að spila og Reykjavík
hvað varðar tækifæri til að fara
á litlum bátum hér rétt út fyrir
höfnina og veiða fyrirtaks fisk.
Einn anginn af þessu aðstöðu-
leysi okkar trillukarla við
Reykjavíkurhöfn er sá að það er
útilokað fyrir okkur að fá trill-
urnar okkar tryggðar. Og komi
eitthvað fyrir trillurnar okkar
þannig að við þurfum að gera við
þær, höfum við enga aðstöðu til
þess,“ sögðu þeir Addi Barðdal
og Skjöldur Þorgrímsson í lokin.
Til staðfestingar þessu síðast-
nefnda fylgdi Addi blaðamanni
út að verbúðarbryggjunni gömlu
og benti á trilluna sína, sem er í
„slipp", en slippurinn er ekki
annað en bryggjan sjálf, sem
gengur langt niður í sjóinn og
trillan hvílir á en ekki er hægt
að nálgast trilluna til að gera við
hana nema þegar fjarar.
— ai.
SMITWELD
seturgæóin áoddinn
Rafsuðuvélar - RafsuÖuvír
Rafsuöumenn um allan heim
þekkja SMITWELD merkið. í yfir
hálfa öld hefur SMITWELD
þjónað iðnaði og handverks-
mönnum um allan heim.
SMITWELD rafsuðurvírinn er
einn sá mest seldi í Evrópu.
Yfir 70% af rafsuðuvír fyrir ryð-
varið efni, sem selt er í Vestur-
Evrópu er frá SMITWELD.
Sannar það eitt gæði hans. Við
höfum fyrirliggjandi í birgðastöð
okkar allar algengustu gerðir
SINDRA
SMITWELDS rafsuðuvírs og
pöntum vír fyrir sérstök verkefni.
Seljum einnig:
SMITWELD RAFSUÐUVÉLAR
OG ÁHÖLD
SMITWELD:
FYRSTA FLOKKS VÖRUR Á
MJÖG HAGSTÆÐU VERÐI
ÞVÍ EKKI AÐ REYNA?
STALHR
PÓSTHÓLF 881, BORGARTÚNI 31, 105 REYKJAVÍK, SÍMAR: 27222 & 21684
f
1
?
t
«
4
Þá sýna þeir meiri aðgæslu. Það
er nógur tími til að drepa sig,
sagði einu sinni við mig gamall
maður og þú skalt ekkert vera að
flýta því, bætti sá við.“
— Hafa sjómenn farist héðan
úr Stykkishólmi?
„Það hefur að ég held ekki orð-
ið nema eitt dauðaslys á bát frá
því ég flutti hingað 1948, og nú
veistu hvað ég er orðinn gamall.
Þá var bátunum lagt hér í vest-
urhöfninni, sem er gamli hluti
hafnarinnar, þegar gerði vond
veður. Slysið varð þegar menn
voru að fara í bátana í slæmu
veðri í febrúar. Einn mannanna
datt í sjóinn og fannst ekki fyrr
en um vorið.“
— Höfnin, er hún góð?
„Já, hér er mjög góð höfn frá
náttúrunnar hendi. í henni er
sjö metra dýpi og.hér leggja að
allir Fossarnir. Vissulega þyrfti
að laga hana sumstaðar eins og
gerist og gengur. Árið 1912 eða
13 var byggð hér bryggja er heit-
ir Bólverk og var gerð um hana
vísa meðan á smíðinni stóð. Hún
er svona:
Nú er bryggjan búin,
bæði skökk og snúin,
dvergasmíði dánumanns.
Stöplar voru steyptir,
stólpar niðurgreiptir,
alla leið til andskotans.
— Og hvenær á að fara út?
„Um leið og veður lægir."
— ai
vernda lakkið - varna ryðl
Svartir og«ír stáli. Hringdu í síma 44100.og pantáðu, þú færð þér svo
kaffi meðan við setjum þá undir.
Sendum einnig í póstkröfu.
BIIKKVER
Skeljabrekka 4. 200 Kópavogur. Sími 44100
k
6
A