Morgunblaðið - 06.06.1982, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1982
Skúlína Giiðmundsdóttir.
Skúlína er hér með föður sínum, Guðmundi Jóhannessyni, en Lundi SH 1 er
í eigu hans og er það 52 tonna trébátur.
ÍUMM)
LUNDI
Skúlína heldur hér á teikningu af Lunda.
Skelin leiðinleg en
lúðuveiðar spennandi
Rabbað við Skúlínu Guðmundsdóttur formann á Grundarfirði
— Ég ætla mér að eiga
heima hér í Grundarfirði og
naumast er aðra vinnu að
hafa en frystihúsið eða sjó-
inn og þar sem ég kunni ekki
við mig í frystihúsinu valdi
ég sjóinn, sagði Skúlína Hlíf
Guðmundsdóttir í Grundar-
firði, formaður á Lunda SH
1, sem rær þaðan.
Skúlína Guðmundsdóttir hefur
lokið prófi frá Stýrimannaskólan-
um og hefur síðan í fyrra stundað
sjóinn á bát föður síns, Guðmund-
ar Jóhannessonar, en hann er
einnig á bátnum og hefur verið
með hann sjálfur síðustu dagana
þar sem Skúlína var frá vegna
veikinda. En hvers vegna velur
hún fiskibátinn?:
Nærtækast að fara
á fiskibát
— Hann var nærtækastur og ég
var áður búin að stunda sjóinn
með pabba og tvo túra fór ég sem
háseti á fragtara og gæti vel hugs-
að mér að sækja um vist sem
stýrimaður á farskipi. En þau eru
flest gerð út frá Reykjavík og þá
yrði ég að hafa aðsetur þar og ég
hef engan áhuga á að búa í
Reykjavík. Ég hef hugsað mér að
stunda þessar veiðar fyrst um
sinn og kannski kemur annað til
greina síðar. Hins vegar er ég ráð-
in í því að fara ekki á varðskip. Ég
lít á varðskipin sem verndara
okkar og þeir eru engir óvinir, en
það er samt ekki fyrir mig að
vinna á þeim.
A hvers konar veiöum hafið þið verið
hér?
— Við höfum að undanförnu
verið á netum. Um tíma vorum við
í skelfiski, en það er leiðinlegur
veiðiskapur og ég vil sem minnst
um hann segja. Stundum höfum
við líka verið á rækju. Líka förum
við stundum í lúðu og það eru
skemmtilegar veiðar. Það er
spennandi að sjá hvað kemur,
hvort þær verða stórar og margar.
En þorskurinn, hann virðist
____________________EINAR GÍSLASON SEGIR FRÁ
Sögur af sjómönnum
Berdreymi
Árið 1959 verður mér lengi
minnisstætt frá sjómannsárum
mínum. Vetrarvertíð var góð og
þá afkoma eftir því hjá sjómönn-
um í Vestmannaeyjum og víðar
hér sunnanlands.
Þegar að lokinni vetrarvertíð
var haldið til humarveiða í
botnvörpu. Humarveiðar voru
nokkuð árvissar með afkomu. Þó
skapaði tíðarfar mjög aflamögu-
leika, eins og það reyndar gerir
alltaf, a.m.k. fyrir minni skip.
Leturhumar mátti þá veiða
frá 60 faðma dýpi og minni bátar
fóru ekki mikið dýpra en 120
faðma.
Bátar úr Eyjum stunduðu
veiðiskap austan og sunnan Eyja
og svo þaðan til vesturs, eftir að-
stæðum. Stærri skip stunduðu
þessar veiðar allt austan úr
Bugtunum, Breiðamerkur- og
Skeiðarárdýpi og vestur um Eld-
ey. Allstaðar þar sem leirbotn
er, heldur sig leturhumar. Eitt
sinn vorum við vestur við Eldey
og fengum þá upp línustamp úr
járni. Hann var hálffullur af
leir. Öllu drasli, svo sem grjóti
og gömium vírum var kastað á
hraun, svo ekki skemmdust
veiðisvæðin til hættu fyrir
veiðarfæri. Þetta er algild regla
hjá sjómönnum.
Eftir að við höfðum komið afl-
anum í lest og ís, tók ég „smúl-
inn“ og sprautaði öflugri bun-
unni á línustampinn og ætlaði að
hreinsa leirinn úr honum. Þá
verð ég var við hreyfingu í
stampinum. Hætti þá að sprauta
og helli úr balanum. Sé ég þá
hvers kyns er. Ekki færri en 9
holur voru grafnar niður í leir-
inn og í hverri holu voru stórir
humrar. Sást þar augljóslega
hvernig heimkynnum þessara
dýra var háttað.
Við veiðiskap á humrinum
virtist hann koma úr þessum
leirholum sínum, helst um lág-
nættið og fallaskifti. Keppst var
við að hafa vörpuna úti, þegar
svo stóð á.
Fyrir og um miðjan júní gerði
bræluþræsing, sem stóð nærri
viku. Blés þá af austri og hindr-
uðust því veiðar á austursvæðinu
og dýpinu.
Ungur maður úr Reykjavík,
var skipsfélagi um borð. Hafði
hann verið á nýsköpunartogur-
um og hlotið þar í mörgu góðan
á sjó
skóla. Var auðséð á vinnubrögð-
um hans og ýmsum töktum, að
svo hafði verið. Við störf okkar
við hlífingar og tilfæringar, var
notaður „gils“ og bóma, eða rá.
Togarastæll skipsfélagans kom
fram í því, að hann vildi losna
við bómuna. Hafa heldur blökk í
seilingu mastursins og „gilsinn"
í gegnum hana. Fékk hann leyfi
skipstjórans, sem var Óskar
bróðir minn, til að breyta þessu
eftir eigin höfði og var honum
heimil úttekt í reikning bátsins,
á efni. Vinnuna lagði hann og
háseti til fría.
Brælunni létti og að áliðnu há-
degi var farið út. Kastað var
sunnan við Bessa og togað út í
átt að Nýja hrauni. Veðrið fór
batnandi og útlitið gott, eftir
þessa friðun. Allir lögðu sig á
fyrsta holinu, nema skipstjóri,
er stjórnaði toginu.
4. júní þetta vor, varð það
hörmulega slys í annarri af aust-
ureyjum Vestmannaeyja, Bjarn-
arey, að ungur maður, Bjarni
Björnsson frá Bólstaðarhlíð,
hrapaðí við eggjatöku. Jarðnesk-
ar ieifar hans fundust ekki og
fékk hann legstað í votri gröf.
Þetta var hörmulegt slys. Bjarni
heitinn var hinn mesti efnismað-
ur, eins og hann átti ættir til.
Því er hans nú getið, vegna
draums sem tengist þessari frá-
sögn.
Eftir um 2 og ‘/í tíma tog, er
ræst út, slegið úr blökkinni og
farið að hífa. Við hífinguna er
farið að tala um líkur á afla.
Kveður þá fyrrgreindur skipsfé-
lagi okkar frá draumförum, sem
hann hafði orðið fyrir, þegar
togað var. Fannst honum Bjarni
heitinn vitja sín og endilega
vilja vera með sér. Drauma mað-
ur þýddi draum sinn svo, að
sennilega fengjum við að sjá
jarðneskar leifar Bjarna heitins.
Hann hafði verið með um það
áður að látinn maður kom í
vörpu viðkomandi skips. Þessu
tali var eytt, en berdreymi kom
nú glögglega í ljós.
Eftir hvíldir á miðunum, var
oft mikið í, af kola og tinda-
skötu, sem við þá hirtum í fiski-
mjöl, nema það stærsta úr flat-
fiskinum. Hífingin verður nú
mjög þung og benti allt til þess
að mikið væri í. Poki vörpunnar
var raunar alltof stór fyrir flat-
fisR, sem var miklu þyngri í sér,
heldur en humarinn. Lína frá
forvæng lá niður í skiptilínu
pokans og var nú létt á trollinu,
með því að hífa í hana. Loks kom
gjörðin og var þá gilsinum þegar
Kinar J. Gíslason
slegið á hana. Nú skyldu nýju
græjurnar verða reyndar. Þegar
pokinn er að því kominn að kom-
ast inn fyrir borðstokkinn og
slást í bakreypið, kemur svo lítil
alda á bakborðshlið bátsins, með
þeim afleiðingum að pokinn
slæst frá. Þá skeður það. Mikill
hvellur heyrist, eins og skot. Vír-
inn í sælingunni slitnar. Pokinn
rússar út. Blökkinn og gilsvírinn
skellur á dekkið. Hefði pokamað-
ur staðið nokkrum tommum inn-
ar á dekkinu, þá hefði líf hans
verið allt. Dekkið sem var úr
sterkri furu, markaðist með
meira en tommu djúpu fari, sem
fylgdi bátnum, meðan hann var
til. Þá má geta til hvernig