Morgunblaðið - 06.06.1982, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. JÚNÍ 1982
43
Halldór Hermannsson
af dekkinu, lóðarbala og ýmislegt
fleira.
Þarna á Hornvíkinni urðum
við svo að bíða fram á laugar-
dagsmorgun fyrir páska. Það var
alveg hörku garður allan tímann.
Nú var loksins farið að hægja en
haugasjór. Við sáum að Súðin
gamla fór fyrir víkina á austur-
leið og fréttum síðar að hún hefði
þá um morguninn fengið á sig
brotsjó í Sraumnesröst og mikið
hefði skemmst ofandekks sem
lauslegt var, vissi ég þá að hún
myndi hafa lent á öfugu falli,
straum á móti báru í rústinu. Um
hádegisbilið lögðum við af stað
austur fyrir Horn, en Kveldúlfur
beið betra veðurs. Gekk allt vel
hjá okkur þótt mikill sjór væri
enn, þar til að við vorum staddir
út af Rananum austantil við mitt
Hornbjarg, þá stoppar vélin. Þá
kemur það í ljós að boltinn sem
áður er um getið, hafði aldrei
þakka gjöfum ýmissa félaga-
samtaka svo sem sjómanna og út-
gerðarmanna sem hafa nánast
tækjað skólann upp á síðastliðn-
um árum.“
„Nú hefur talsvert verið rætt um
að fella Stýrimannaskólann inn í
Fjölbrautaskólann, hvernig líst
ykkurá það?“
lent á réttum stað í raufina,
heldur skrúfast á sléttan öxulinn
og má furðulegt heita að hann
skildi ekki hreyfast fyrst. Ef
þetta hefði bilað út af Hælavík-
urbjarginu fyrr í ferðinni, þá
væri ég ekki til frásagnar hér.
Ymsir urðu síðar undrandi að
við skyldum slampast af í þessu
veðri en Gissur hvíti var listasjó-
skip af ekki stærri bát að vera.
Eg hafði ekkert samband heim
þegar við lögðum af stað í ferð-
ina. Konan vissi ekkert að við
værum á leiðinni í þessu veðri.
Og boltinn var kominn á rétt-
an stað í raufina og sett á fulla
ferð. Guðmundi verður litið upp í
Hornbjargið þar sem heitir Úrð-
arnef. Upp í huga hans kemur
atvik sem skeði fyrir hálfum öðr-
um áratug. Þeir höfðu sigið 8
ungir menn í landvað niður
Harðveðursgjá og niður á Urð-
arnef. Þetta var í enduðum júní.
Mikil rigning hafði staðið í
marga daga og nýlega hafði stytt
upp. Þeir vildu samt freista þess
að snara fugl, enda þótt grótflug
væri mikið í bjarginu eftir slíka
úrkomu.
Nokkuð vel gekk að snara fyrst
í stað, en þar kom að Guðmundur
og Jónas bróðir hans gengu aust-
ur yfir skriðu í bjarginu, sem var
60—70 metra breið. Vitað var að
þar er mikil hætta á ofanhruni.
Jónas var góðan spöl á undan.
Skyndilega heyrast miklar drun-
ur í fjallinu fyrir ofan þá og fugl-
inn flýgur ákaft upp. Jónas náði
að komast í var við klettanef sem
var austan til við skriðuna. En
Guðmundur sem var staddur á
miðri skriðunni sá að hann átti
enga möguleika á undankomu.
Honum verður litið niður fyrir
sig. Örskammt neðar er smá-
„Við stjórnendur skólans höf-
um verið því mótfallnir alla tíð,
og sömu sögu er að segja um
flesta velunnara okkar. Nemend-
ur í Stýrimannaskólanum eru
eldri en nemendur í Fjölbrauta-
skólanum og það er heldur ekki
verið að kenna það sama, við
kennum að vísu t.d. bæði ensku
og stærðfræði í báðum skólunum
en þessar greinar eru meir
bundnar við siglingafræði hjá
okkur. Það er líka skilyrði fyrir
inngöngu í Stýrimannaskólann
að nemendur séu búnir að vera
a.m.k. tvö ár á sjónum, ég held að
það sé ómögulegt að kenna þetta
nemendum sem aldrei hafa á sjó
komið.
Sjávarútvegur er mikilvægasti
atvinnuvegur landsmanna í dag,
og að öðrum starfskröftum ólöst-
uðum þá er góður skipstjóri mik-
ilvægasti hlekkurinn í farsælu
starfi. Það hlýtur því að vera
nauðsynlegt að starfrækja góða
stýrimannaskóla á íslandi, og ég
vona að skólinn komi til með að
halda sjálfstæði sínu áfram því
þannig held ég að við fáum hæf-
asta fólkið til starfa."
„Eitthvað að lokum, Friðrik?“
„Ég vil bara að endingu óska
öllum sjómönnum til hamingju
með daginn."
Fri vinstri: Arnar Valsteinaaon 12 ira, Stefin Akaaon 11 ira og Olgeir Þór
Marinósson 12 ira. Ijíajad Mbl. Ri|ut akIkod.
klöpp í skriðunni, þó svo lítil að
hún rétt svo jafnaði við líkama
hans þegar hann fleygði sér
niður fyrir hana. Upphófst nú
slikur darraðardans yfir höfði
hans að erfitt er að lýsa, þegar
mörg hundruð tonn af grjóti
dundu yfir honum og á litlu
klöppinni sem naumast skýldi
honum. Hjálm hafði hann á höfði
og lenti einn hnullungur á hon-
um og hrakti hann spöl niður
undir hengiflug í bjarginu. í
hálfgerðu roti tókst honum að
skríða undir klöppina aftur.
Þegar ósköpin voru gengin yfir
og Jónas horfði á bróður sinn
rísa upp úr skriðunni þá leyndi
undrunarsvipurinn sér ekki á
andliti hans yfir að sjá Guðmund
á lífi.
Skömmu síðar hljóp önnur
skriða úr bjarginu á sama stað.
Þegar þeir bræður fóru eftir það
að svipast um eftir klöppinni sem
skýldi Guðmundi þá var hún með
öllu horfin.
Guðmundi verður litið ofar og
vestar í bjargið, einhvers staðar
þarna er syllan mjóa þar sem
i.„~r fr>rðum dag vó salt á öðrum
fæti, eftir að hafa hrasað. Það
augnablik var lengra en önnur.
En fjaran sem lá mörg hundruð
metrum neðar missti af bráð
sinni.
Sörli kemur upp í lúkarsgatið,
hann sér að bros leikur um varir
Guðmundar, þar sem hann horfir
upp í bjargið. Hvað sér hann þar.
Guðmundur lítur fram og set-
ur stefnuna innan til við Geir-
ólfsgnúp um leið og hann kallar
til Sörla: „Þeim er kannske farið
að leiðast eftir okkur heima."
Síðan kemur hneggjandi hlátur
sem blandast saman við skellina
í skandia-rokknum.
ísafjörður:
Aldrei fengið svona
veður svona lengi
Spjallað í brúnni á Víkingi III
Það varð handagangur í öskj-
unni þegar Víkingur III sigldi í
höfn á ísafirði síðasta miðvikudag.
Hann var að koma úr vikulöngum
róðri, en það var erfitt að finna
pláss fyrir hann við bryggjuna.
Hann sigldi upp að hrefnuveiði-
bátnum Pólstjörnunni og skipstjór-
Sigurhjörtur Jónsson skipstjón i
brúnni á Víkingi III frá Isafirði.
Hann var að koma úr vikutúr en
gat bara veitt í tvo daga vegna
veðurs.
inn spurði Konráð skipstjóra á
hrefnuveiðibátnum hvort hann
gæti ekki fært sig eitthvað til.
Konráð þótti það slæmur kostur
þar sem hann var að sjóða eitthvað
í byssuna á stefninu. Og það var
hrópað og kallað og Pólstjarnan
færði sig og Víkingur gat lagt að
bryggju.
Skipstjóri á Víkingi III heitir
Sigurhjörtur og er Jónsson og
spjölluðum við aðeins við hann.
Það voru nokkrir menn í brúnni
hjá Sigurhirti og þeir voru að
tala um hin verstu veður sem
Víkingur III hafði hreppt í þess-
ari veiðiferð.
„Við vorum að hrökklast und-
an stórviðrum allan tímann,"
sagði Sigurhjörtur. „Gátum ekki
veitt nema í tvo daga af þessari
viku sem við vorum úti. Sex til
átta vindstig og snjókoma buldi
á okkur allan tímann nema
þessa tvo daga. Við vorum út við
Kolbeinsey og í Reykjafjarðar-
álnum og ég verð bara að segja
það að ég hef aldrei fengið svona
veður svona lengi."
Og aflinn var eftir því. Menn-
irnir í brúnni býsnuðust yfir
þessu óskemmtilega veðri, sem
Víkingur III lenti í og það líka á
þessum tíma árs. En það verður
seint botnað i veðrinu.
— ai
unuF
Glæsibæ. simi 82922.
Stuttbuxur
Síöar buxur
Peysur og jakkar
T A