Morgunblaðið - 04.08.1982, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 04.08.1982, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1982 168 hval- ir veiddir l»AÐ sem af er hefur hvalvertídin gengið vel og í gærdag var búið að veida 168 hvali, 166 langreyðar og 2 sandreyðar. Kristján Loftsson, fram- kvaemdastjóri Hvals hf., sagði í samtali við Morgunblaðið, að ver- tíðin hefði gengið prýðilega, þrátt fyrir leiðindaveiðiveður á miðun- um síðustu 2-3 vikurnar. Kristján sagði, að það bæri að hafa það i huga, að nú hefði hvalvertíð hafist í seinna lagi eða hinn 20. júní síð- astliðinn og vertíðin því aðeins staðið í einn og hálfan mánuð. Margeir í öðru sæti MAKLKIK l’étursson, sem nú teflir á alþjódlegu skákmóti í Kaupmanna- hófn, er í öðru sæti á mótinu með 5 vinninga og biðskák, en ein umferð er eftir. í gær var næstsíðasta umferðin tefld á mótinu og tefldi Margeir þá við Hartung frá Danmörku og fór skákin í bið og er staðan óljós. Hart- ung þessi vermir neðsta sætið á mótinu. I efsta sæti er Carsten Höi frá Danmörku með 5,5 vinninga, Mar- geir er í öðru sæti með 5 vinninga og biðskák. Níunda og síðasta umferðin á mót- inu verður tefld í dag. Karl er með betri biðskák SJÖ IJMKERÐUM er nú lokið á skákmóti í Noregi, en á mótinu tefla skákmenn sem eru 26 ára og yngri. I»rír íslendingar tefla á mótinu, Karl horsteins, Klvar Guðmundsson og Stefán l'órisson. Efstur á mótinu er Cudrin frá Bandaríkjutium með 6 vinninga, en 9 umferðir verða tefldar á mótinu. Karl Þorsteins er með 3 vinninga og sennilega unna biðskák, Elvar er með 3VÍ vinning og Stefán er með 1 vinning. Mótinu lýkur á fimmtudag. Hvalskurður í Hvalfirði á mánudaginn. Morpinbt»did/KÖK Skattaálagningu lokið: Kærufrest- ur 30 dagar ALAGNINGU skatU 1982 er lokið og hafa flestir fengið álagningar- seðla sina í hendur. Kærufrestur er 30 dagar frá og með 30. júlí sl. Álagningarskrárnar í Reykja- vík, Norðurlandsumdæmi vestra, Norðurlandsumdæmi eystra, Suð- urlandsumdæmi og Reykjanes- umdæmi liggja frammi til 17. ágúst og skrárnar í Vesturlands-, Vestfjarða- og Austurlandsum- dæmum og Vestmannaeyjum, liggja frammi frá 13. ágúst til og með 27. ágúst. Álagningarskrárn- ar liggja frammi hjá skattstofun- um og umboðsmönnum skatt- stjóra í viðkomandi sveitarfélög- um. Sjá nánar í miðopnu. Efnahagsmálayfirlit Þjóðhagsstofnunar: Stefnir í 60% verðbólgu í ár og 75—80% um mitt næsta ár Verðbólgan í ár mun verða um 60% verði ekki gripið til sérstakra ráðstafana til að koma í veg fyrir það, segir í yfirliti um ástand og horfur i efnahagsmálum er Þjóð- hagsstofnun hefur tekið saman að ósk forsætisráðherra. Yfirlit þetta var sent aðilum vinnumarkaðarins fyrir helgi, vegna samráðsfundarins er Gunnar Thoroddsen forsætisráð- herra boðaði til í Káðherrabústaðn- um i gær. í yfirliti Þjóðhagsstofnun- ar segir að um mitt næsta ár verði verðbólguhraðinn orðinn 75 til 80% með sama áframhaldi. í yfirlitinu segir að vísitala framfærslukostnaðar hafi frá febrúar til ágúst hækkað sem jafngildir 55% á heilu ári. Með til- liti til kostnaðarþróunar og rekstrarstöðu útflutningsatvinnu- veganna stefni hins vegar í 60% verðbólgu á þessu ári. Þar sem verðbólguhraðinn er talsvert minni en 60% fyrri hluta ársins þýðir það, að hann er nú síðari hluta þess mun hærri en 60%. í yfirliti Þjóðhagsstofnunar segir einnig að fyrstu sex mánuði ársins hafi sjávarafli verið 17% minni að raunverulegu verðmæti en á sama tíma í fyrra. Horfur séu Verkfall á kaupskipaflotanum: Lítt miðaði á samninga- fundinum í gærkvöldi VERKFALL á kaupskipaflotanum hófst á miðnætti í fyrrinótt og lýkur því á miðnætti í kvöld. Sáttanefndir deiluaðila komu til fundar hjá sátta- semjara síðdegis í gær og var setið fram á kvöld, án þess að samningar tækjust. Annar fundur deiluaðila hefur verið boðaður kl. 14 i dag. Helsti hnúturinn í samninga- máli yfirmanna á kaupskiapflot- anum og skipafélaganna eru líf- eyrismálin og fram til þessa hefur staðið á svörum frá ríkinu. Full- trúar yfirmanna héldu á fund Svavars Gestssonar trygginga- ráðherra í gær, og að sögn Ingólfs Falssonar, forseta FFSÍ, kom lítið út úr þeim fundi, en þó kvað hann línur skýrari. Er von á svari ráð- herra í dag. Að því best er vitað, er ekki mikið um verkfallsbrot, nema hvað ísnes, skip Nesskips hf. var afgreitt á Grundartanga um helg- ina, þrátt fyrir yfirvinnubann. Var Morgunblaðinu tjáð, að fram- kvæmdastjóri útgerðarinnar hefði tjáð FFSÍ að skipið kæmi ekki til landsins fyrr en í dag, en skipið mun hafa komið til Grundartanga á laugardag og farið aftur á sunnudag. Morgunblaðinu tókst ekki að ná tali af Guðmundi Ás- geirssyni, framkvæmdastjóra Nesskips hf. í gærkvöldi. á að framleiðsla sjávarafurða verði 13 til 16% minni en á síðasta ári og muni það skerða þjóðartekj- ur um 3% auk þess sem það hafi víðtæk áhrif á aðrar atvinnugrein- ar. Þá hafi vöruskiptahallinn á fyrri hluta þessa árs verið nærri 900 milljónir króna, eða sem nem- ur nær fjórðungi af öllum vöruút- flutningi eða sem svarar 6—7% þjóðarframleiðslunnar. Að óbreyttu séu horfur á að hallinn á öllu árinu verði ekki undir 5% af þjóðarframleiðslu. Það sé þó háð því að skreiðarmarkaður í Nígeríu opnist á næstunni, annars verði hallinn meiri. Við þetta bætist síð- an svipaður halli á þjónustuvið- skiptum, þannig að viðskiptahall- inn stefni nú í 9% af þjóðarfram- leiðslu eða meira. Þá hafi gjald- eyrisstaða bankanna versnað um 830 milljónir kr. frá áramótum til júníloka. Áætlað er að á þessu ári verði erlendar skuldir meira en 40% af þjóðarframleiðslu. Greiðslubyrðin af erlendum lán- um gæti orðið um 20% af útflutn- ingstekjum á þessu ári. Þá er í yfirliti Þjóðhagsstofnun- ar bent á að halli á rekstri minni togara hafi verið a.m.k. 19% fyrstu fimm mánuði ársins og meira en 30% á hinum stærri. Þá gæti harðnandi samkeppni Kan- adamanna á Bandaríkjamarkaði enn þrengt að frystiiðnaðinum, sem standi mjög illa. Enn er bent á verðlækkun á áli og kísiljárni er valdi Islendingum erfiðleikum um þessar mundir, og loks á að þróun peningamála hér á landi hafi ein- kennst af því, að dregið hafi veru- lega úr innlánum og lausafjár- staða bankanna mjög versnað. í júnílok hafi reikningsskuldir inn- lánsstofnana í Seðlabankanum numið rúmlega 900 milljónum króna. Stjórnarskrámefnd fundar á Húsavík: Frumvarp að nýrri stjórnar- skrá lagt fram fyrir áramót „Það er stefnt að því að stjórn- arskrárnefnd skili tillögum sínum að breytingu á stjórnarskránni nú með haustinu, og i framhaldi af því er stefnt að þvi að frumvarp að nýrri stjórnarskrá verði lagt fram á Al- þingi á fyrri hluta þings í vetur,“ sagði dr. Gunnar Thoroddsen, for- sætisráðherra og formaður stjórn- arskrárnefndar i samtali við blaða- mann Morgunblaðsins í gærkveldi. Hann var þá staddur á Hótel Húsa- vík, þar sem stjórnarskrárnefnd fundar næstu daga. „Nefndin hefur að undanförnu haldið fundi vikulega í Reykja- vík,“ sagði dr. Gunnar, „og fyrir allnokkru var ákveðið að halda þriggja daga samfelldan fund hér á Húsavík til að vinna að málinu. Hér er gott næði og öll aðstaða ágæt til funda nefndarinnar, og stjórnarskrárnefnd er hér öll sam- ankomin ásamt ráðunaut sínum, dr. Gunnari Schram, og ritara sín- um, Guðmundi Benediktssyni." Fyrsti fundur nefndarinnar hófst klukkan 16.30 í gær, og var fram haldið í gærkveldi eftir matarhlé. Fundum verður svo haldið áfram í dag og á morgun. Forsætisráðherra sagði nefnd- ina hafa athugað um þrjátíu atriði sem hugsanlega yrðu tekin til breytinga eða endurskoðunar í stjórnarskránni. Þar á meðal væru mörg stór mál, og hefðu mörg vandamál komið upp við umfjöllun þeirra, svo sem varð- andi kjördæmamálið og deilda- skiptingu Alþingis. „Það verður reynt til þrautar að ná samkomulagi í nefndinni," sagði dr. Gunnar að lokum, „en ekki er víst að það takist. Takist það ekki má búast við því að fram komi sérálit eða tillögur auk meg- intillagna.“ Athuga- semd frá forseta- ritara í lesendadálki i blaði yðar hefur verið spurt hvort forseti íslands ætli að „efna kosningaloforð sitt og leegja til að skattfriðindi for- seta Islands verði afnumin". Aðspurð í útvarpsþætti fyrir forsetakosningar 1980 kvaðst nú- verandi forseti fús til að greiða skatta og taldi eðlilegt að forseti sæti við sama borð og aðrir þegnar í þessu efni. Eins og kunnugt er hefur for- seti íslands ekki frumkvæði að lagabreytingum, en ákvæði um skattfríðindi forseta íslands komu til sérstakrar skoðunar við setningu skattalaga 1978 og þótti þá ekki rétt að hnika þeim frá því sem verið hafði. Þá er einnig spurt: „Er kostn- aður vegna einkagesta forsetans greiddur úr ríkissjóði, eða af risnufé embættisins, eða greiðir forsetinn e.t.v. sjálfur þennan kostnað?“ Kostnaður vegna einkagesta forseta íslands, þ.e. erlendra gesta sem eru eða hafa verið fulltrúar þjóðar sinnar og eru ekki hér í opinberri heimsókn, er greiddur af risnufé forseta ís- lands, auk þess sem frábær gestrisni hefur verið sýnd í byggðarlögum sem heimsótt hafa verið og landhelgisgæslan aðstoðað við ferðir. Viðvíkjandi því hverjir eiga frumkvæði að slíkum heimsókn- um skal þess getið að íslands- ferðir þeirra gesta sem heimsótt hafa forseta Islands í sumar hafa verið á döfinni um alllangt skeið. Ákvarðanir um slíkar heimsóknir eru teknar af full- trúum stjórnvalda í báðum lönd- um sem hlut eiga að máli, eins og þegar um opinberar heimsóknir er að ræða. Virðingarfyllst, Halldór Reynisson, forsetaritari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.