Morgunblaðið - 04.08.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.08.1982, Blaðsíða 44
Síminná OOfiQQ afgreiöslunni er OOUOO 2«or0tmblaí»i5 Þú manst’eftir SHARP «- VALUR MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1982 Arangurslaus leit í Þingvallavatni: Neðansjáv army ndav él verður reynd við leitina Best á íslandi LjÓHm. Kmilía. KnatLspyrnusnillin(>urinn George Best, sem í eina tíö var talinn i hópi fremstu knattspyrnumanna veraldar, kom hingaó til lands í gær i boði Valsmanna, en hann mun leika með Val sem gestur er liðið mætir hinu fræga enska liði Manchester Utd. á Laugardalsvellinum í kvöld. Man- chester-liðið kom einnig til landsins í gær og eru nær allir bestu menn liðsins í för með félaginu. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 20.00, en annað kvöld á sama tima leikur enska liðið gegn KA norður á Akureyri. Sjá íþróttablað. MIKIL leit hefur staðið yfir um helgina að tveimur ungum mönnum, sem týndust á l'ingvallavatni síðla dags á laugardag. I>eir fóru út á vatnið um klukkan 18 og voru á litl- um báti smíðuðum úr krossviði, en síðast varð vart við bátinn um klukkan 19.15, að því að talið er. Alitið er að þá hafi báturinn verið um 800—1000 metra undan landi, en þar er um 60—70 metra dýpi. l>rátt fyrir leit hefur ekkert fundist, utan tvær árar, sem taldar eru vera úr bátnum. Mennirnir sem saknað er heita Björn Bergþór Jónsson, Suðurvangi 8, Hafnarfirði og Ómar Kristjáns- son, Smyrlahrauni 46, Hafnarfirði. Björn Bergþór er 18 ára gamall, en Ómar er 21 árs. Hannes Hafstein, framkvæmda- stjóri Slysavarnafélags íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið, að í gær hefði verið undirbúin leit með nýju tæki, — myndatökuvél sem notuð er neðan vatnsborðs —, en þetta væri í fyrsta sinn sem slíkt tæki væri notað hérlendis við leit sem þessa. Sagði Hannes að Slysa- varnafélagið hefði haft milligöngu um útvegun tækisins, en það er fengið hjá Kafaraþjónustunni, sem nýlega er búin að fá það til lands- ins. Sagði Hannes að góð samvinna hefði verið við leitina á milli manna Kafaraþjónustunnar, björgunar- sveitarinnar Ingólfs, björgunar- sveitarinnar Tryggva á Selfossi og sumarbústaðaeigenda við Þing- vallavatn, sem veitt hefðu aðstoð. AMMK Björn Bergþór Jónsson Jón Guðmundsson, yfirlögreglu- þjónn á Selfossi, sagði í gær að mik- ið hefði verið leitað en án árangurs. Jón sagði að í bátnum, sem er 8 fet að lengd, hefði verið utanborðsmót- or auk ára, en talið væri að mótor- inn hefði ekki farið í gang. Menn- irnir voru í sumarbústað í Heiða- bæjarlandi, vestan megin við Þing- vallavatn, og héldu þaðan út á vatn- ið. Gott veður var þegar mennirnir hurfu á vatninu. Þegar mannanna tveggja var saknað voru menn úr nágrenninu fengnir til leitar, en þegar hún bar ekki árangur var haft samband við lögregluna á Selfossi. Að áliðinni Þorskárgangurínn frá 1976 fundinn: Togararnir fá allt upp í 65 tonn í hali á Strandagrunni SVO virðist sem þorskárgangurinn frá 1976 sé nú fundinn, en frá því á sunnudagskvöld hafa togarar mokað upp þorski á miðju Strandagrunni, um 70 sjómilur frá Kögri. Eru þess dæmi að togarar hafi fengið 65 til 7o tonn í einu hali, en fiskurinn veiðist mest í flotvörpu. Togararnir eiga í miklum erfiðleikum með að koma veiðarfærum í sjóinn, þar sem ís ligg- ur að mestu yfir svæðinu. „Fiskurinn kom mjög skyndi- lega. Við vorum búnir að draga vörpuna þarna á svæðinu í nokkra daga án þess að fá mikið, en svo kom hann allt í einu á sunnudag og þetta er búið að vera eins og ævin- týri,“ sagði Runólfur Guðmunds- son, skipstjóri á skuttogaranum Runólfi frá Grundarfirði, í samtali við Morgunblaðið , en Runólfur var að landa fullfermi af þorski á Bol- ungarvík í gær. „Við fengum mjög góðan afla á mánudaginn og veiðin hefur hald- ist áfram, þótt aðeins hafi dregið úr henni. í gær fengum við 65 tonna hal. Það gekk sæmilega að ná því inn, en við skiptum halinu eins og gert var á gömlu togurun- um, en það þurfum við að gera hér á Sölva Bjarnasyni þegar við fáum stór höl,“ sagði Sigurður Brynj- ólfsson skipstjóri. „Hins vegar er ákaflega erfitt að ná í þennan þorsk. Það er mikill ís á svæðinu og í raun eru þarna engar aðstæð- ur til að koma trollinu niður, en okkur hefur samt tekist það þegar vakir opnast. Við erum þarna á veiðum í hálfgerðri örvæntingu, því það er hvergi annar staðar mikinn þorsk að fá. Ástandið er þannig að ef veiðisvæðum hefur ekki verið lokað af mannavöldum, þá gerir ísinn okkur erfitt fyrir. Hins vegar er þessi þorskur það stór, að svæðinu verður varla lok- að,“ sagði Sigurður ennfremur. Runólfur Guðmundsson sagði, að þeir á Runólfi hefðu fengið 40 til 50 tonna hal í fyrradag og Dagrún hefði sprengt trollið, en samt náð 40 tonnum inn, svo mikið hefði verið í því. „Ef viðmiðunarmörkunum á lág- marksstærð þorsks hefði ekki ver- ið breytt fyrir skömmu hefði verið óhætt að hætta þorskveiðum á svæðinu frá Horni að Langanesi. Nú mega 30% af aflanum vera undir 58 cm að stærð, en áður voru það 21%,“ sagði Runólfur. Omar Kristjánsson nóttu var þyrla Landhelgisgæsl- unnar, TF-GRÓ, fengin til leitar og hefur hún síðan verið notuð við leit- ina þegar viðrað hefur. Einnig hafa fjörur verið gengnar. Urðu að hætta þegar borinn lenti í málmi í krukkunni til vinstri eru eikar- sýnin af Skeiðarársandi innpökk- uð í plast eins og uppálagt var í sambandi við rannsókn meiðsins í Noregi, en í glasinu til hægri er sýnishorn af jarðvegi sem lá ofan á skipsflakinu á um það bil 10 metra dýpi í sandinum fram við sjó. Leitarmenn urðu að hætta borun þegar borinn lenti i málmi með þeim afleiðingum að allt bit fór úr honum. Sjá miðopnu. MorminbUAia/Árni Johnscn. Gunnar Thoroddsen á samráðsfundi með aðilum vinnumarkaðarins: „Hef ekki hugsað mér að ræða einstaka liði efnahagsaðgerðau „Kinstaka liði efnahagsaðgerða hef ég ekki hugsað mér að ræða hér,“ sagði Gunnar Thoroddsen, for- sætisráðherra, á samráðsfundi með aðilum vinnumarkaðarins í gær, er Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, óskaði eftir að fram kæmi, að ætlun ríkisstjórnarmnar væri ekki að laun- þegar í landinu tækju að verulegu leyti á sig efnahagsvanda þjóðarinn- ar með því að verðbætur á laun yrðu afnumdar 1. september. Samráðs- fundurinn, sem haldinn er í samræmi við ákvæði laga, stóð aðeins í tæpa klukkustund. Fundurinn var haldinn í Káðherrabústaðnum, þar sem for- sætisráðherra reifaði efnahagsvand- ann og ræddi um hvert megin- markmið ríkisstjórnarinnar í þeim málum væri. Sagði hann höfuðatriði að tryggja næga atvinnu, að efla at- vinnuvegina, bæta afkomu útflutn- ingsverslunarinnar og draga úr viðskiptahallanum, um leið og tek- ist yrði á við vaxandi verðbólgu. Þá ræddi Þórður Friðjónsson, hag- fræðingur og formaður vísitölu- nefndar, um störf nefndarinnar. Sagði hann þar vera rætt um ýmis mál er tengdust nýjum vísitölu- grunni, skattamál, verðbótatíðni, orkuverð og viðskiptakjör, skatta- mál og nýja lífsafkomuviðmiðun. Þá gerði Ólafur Davíðsson, forstöðumaður Þjóðhagsstofnunar, grein fyrir ástandi og horfum í efnahagsmálum. Ásmundur Stefánsson sagði að Alþýðusambandið hefði lagt sitt lóð á vogarskálarnar til að leysa efnahagsvandann með hóflegum kjarasamningum. Sagði hann skerðingu verðbóta á laun líklegri til að auka á vandann er lengra drægi en að slíkt leysti hann. Óskaði hann eftir því að staðfest yrði á fundinum, að slík áform væru ekki uppi í ríkisstjórninni, og svaraði forsætisráðherra því eins og áður greinir og bætti við að enn hefðu ákvarðanir ekki verið tekn- ar. Gísli Pétursson frá BHM spurðist fyrir um hvort launþegar ættu einir að taka á sig vísitölu- skerðingu, eða hvort fyrirtækin yrðu látin bera hluta hennar. Þá spurði Gunnar Guðbjartsson frá Stéttarsambandi bænda hvort ætl- unin væri að leysa hluta vandans með erlendum lántökum. Forsæt- isráðherra óskaði þá eftir því að Ólafur Davíðsson svaraði því, og sagði Ólafur erlendar lántökur vera inni í myndinni, en þær myndu ekki brúa bilið fyllilega. Fundurinn í gærmorgunn hófst laust eftir klukkan 9 og honum lauk um tíuleytið. Aik forsætis- ráðherra, þjóðhagsstjóra og for- manns vísitölunefndar sátu fund- inn Þröstur Ólafsson og Halldór Ásgrímsson úr vísitölunefndinni, og fulltrúar frá ASÍ, VSÍ, BSRB, BHM, Vinnumálasambandi SÍS, Stéttarsambandi bænda, Sam- bandi bankamanna, Farmanna- og fiskimannasambandinu og Sam- bandi ísl. sveitarfélaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.