Morgunblaðið - 04.08.1982, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.08.1982, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1982 26 Hjólreiðamenn æfa og keppa erlendis FYKIK hclgi hcldu scx ungir hjól- rciðakappar (il Danmerkur, þar sem þcir munu keppa í íþrótt sinni. Kcppa þcir á næstunni í Kaup- mannahöln og á Kjóni, og einnig cru líkur á því að þcir kcppi í Svíþjóð. Hjólreiðaíþróttin hefur átt vax- andi fylgi að fagna undanfarin tvö ár og hefur töluverður fjöldi hjól- reiðamanna lagt á sig skipulagðar æfingar með keppni fyrir augum. í þessum hópi sem nú fer utan eru m.a. núverandi og fyrrverandi ís- landsmeistarar í karlaflokki, Helgi Geirharðsson og Einar Jó- hannsson, og íslandsmeistarinn í unglingaflokki, Hilmar Sæberg. Drengirnir standa að öllu leyti sjálfir undir kostnaði við þetta ferðalag, en þeir munu dvelja er- lendis við æfingar og keppni til 11. ágúst. • Hjólreiðakapparnir sem fóru til Danmerkur. Talið frá vinstri: Guðmundur Jakobsson, Hilmar Sæberg, íslands- meistari í unglingaflokki, Einar Jóhannsson, fslandsmeistari í fyrra, Helgi Geirharðsson, íslandsmeistari í ár, Friðrik Þór Halldórsson og Björn Sigurðsson. Helgi Geirharðsson hampar verðlaununum fyrir sigurinn í hjólreiðakeppn- inni frá Keflavík til Hafnarfjarðar, sem haldin var í minningu Guðmundar Baldurssonar, Einar Jóhannsson t.v. og Frosti Sigurjónsson t.h. Golflandsliðið: Minningarkeppnin um Guðmund Baldursson: Helgi vann Einar í hörkukeppni HELGI Gcirharðsson bar sigur úr býtum í hjólreiðakeppninni frá Keflavík til Keykjavíkur, sem haldin var nýlega. Sigraði Helgi eftir harða keppni við Einar Jóhannsson og Frosta Sigurjónsson. Efstu þrir í unglingaflokki blönduðu sér einnig í baráttuna um hver yrði fyrstur í mark. Hjólreiðakeppnin var haldin í minningu Guðmundar Baldurs- sonar hjólreiðamanns, sem lézt í umferðarslysi í sumar. Hjólað var frá íþróttahúsinu í Keflavík að Kaplakrika í Hafnarfirði. í sam- svarandi keppni í fyrra kom Einar fyrstur í mark, og þá varð Helgi þriðji. Tími Einars í fyrra var talsvert betri en tími sigurvegar- ans nú. Úrslitin að þessu sinni urðu annars sem hér segir: Fyrstu þrír menn i unglingaflokki (f.v.): Hilmar Skúlason, Ólafur E. Jó- hannsson og Sigurgeir Vilhjálmsson. Ljósm. Árni Sæberg. Tvö mót á döf inni Karlalandsliðið í golfi mun taka þátt í tvcimur stórmótum um miðjan september. Er annars vegar um að ræða Eisenhower-keppnina í Sviss, sem er heimsmeistarakeppni at- vinnumanna í Belgíu. Þannig vill til að mót þessi fara fram á sama tima , þannig að sömu keppendur geta ekki tekið þátt í þeim báðum fyrir hönd ís- lands. Ejórir keppendur fara á mótið í Sviss en tveir fara til Belgíu. Að sögn Kjartans L. Pálssonar, lands- liðseinvalds, mun hann velja liðið að loknu landsmótinu, en það fer fram á næstunni. Þá má geta þess að landsliðinu hefur verið boðið að taka þátt í Opna gríska meistaramótinu, sem verður í október, en ekki hefur vcrið tekin ákvörðun um það hvort keppendur verða sendir þangað. - SH. Hanna fór holu í höggi á Hellu Knútur Björnsson GK bar sigur úr býtum í keppni án forgjafar á hinu árlega öldungamóti í golfi sem fram fór á Helluvelli um helgina. Kepp- endur voru 85 talsins og hafa aldrei verið fleiri. Þar á mcðal voru 17 kon- ur sem kepptu á jafnréttisgrundvelli, þ.e.a.s. ekki var keppt í sérstökum kvennaflokki. Knútur sigraði sem fyrr segir, hann lék holurnar 18 á 67 höggum. Annar varð Hólmgeir Guð- mundsson GS á 69 höggum. Sigurð- ur Matthíasson GK varð þriðji á 71 höffum. Svcinn Snorrason lék einnig á 71 höggi, en samkvæmt ákveðnum reglum sem í hávegum voru hafðar hreppti Sigurður verðlaunasætið. I forgjafarkeppninni sigraði Magnús Guðmundsson á 60 högg- um nettó. Rúnar Guðmundsson lék einnig á 60 nettó og hafnaði í 2. sæti, en þriðji varð Bjarni Kon- ráðsson GR á 61 höggi. Á sama höggafjölda lék Haraldur Hafliða- son. Eitt af því markverðasta sem á móti þessu gerðist, en ekki það markverðasta, var að Hanna Gabríels fór holu í höggi á 5. braut. Braut sú er 130 metra par þrjú hola. Ragnarsmótið í golfi: Þórdís hlutskörpust SAMFARA Jaðarsmótinu á Akureyri um helgina, var haldið svokallað Kagnarsmót, opin kvennakeppni sem Kagnar Lár gaf verðlaun til. Alls mættu 14 konur til kcppninnar, og hlutskörpust varð Þórdis Geirs- dóttir, GK, á 183 höggum. Reglur Kagnarsmótsins eru þannig að þær efstu í keppninni án forgjafar, eiga ekki möguleika á verðlaunum með forgjöf. Annars varð röð efstu kepp- enda þessi: Án forgjafar: högg: 1. Þórdís Geirsdóttir 183 2. Ásgerður Sverrisdóttir 185 3. Kristín Pálsdóttir 186 Með forgjöf: 1. Sigríður Ólafsdóttir 153 2. Jónína Pálsdóttir 155 3. Inga Magnúsdóttir 157 - SH. Karlaflokkur: 1. Helgi Geirharðsson (Peugeot) 58:55 2. Einar Jóhannsson (Colner) 58:56 3. Frosti Sigurjónsson (Schauff) 58:58 Unglingaflokkur: 1. Ölafur E. Jóhannsson (Colner) 59:04 2. Hilmar Skúlason (Motobecane) 59:04 3. Sigurgeir Vilhjálmsson (Kalkhoff) 59:07 Drengjaflokkur: l.Ingólfur Einarsson (Motobecane) 69:51 2. Guðmundur Erlendsson (Steel Master) 91:37 Víkingur sem pera með sykur- húð fyrir Real Sociedad Frá Heljfu JónitdóUHr, frétUriUra Mbl. í Burgos, Spáni. EFTIRFARANDI fyrirsagnir mátti lesa í spænskum dag- og íþróttablöð- um daginn eftir dráttinn um hvaða lið skyldu leika saman í fyrstu um- ferð Evrópukeppni meistaraliða. „Hvílík heppni: Real Sociedad — Yíkingur frá íslandi." „Víkingur frá íslandi eins og pera með sykurhúð fyrir Real Sociedad." „Leikmenn Rcal Sociedad fara í skemmtiferð til Islands og virða fyrir sér miðnætur- sólina“ (ekki er nú þekkingin mikil, jæja). „Langt ferðalag en skemmti- legt og sigur vís hjá Real Sociedad." „R. Sociedad mun ekki eiga í erfið- leikum með sína keppinauta: Víking frá íslandi.** Fréttaritari Mbl. í Burgos náði tali af þjálfara Keal Sociedad, Alberto Ormaechea. — Hvernig lýst þér á Víking sem keppinaut fyrir lið yðar í 1. umferð Evrópukeppni meistaraliða? Ormaechea: íslenska knatt- spyrnuliðið Víkingur er gjörsam- lega óþekkt fyrir okkur alla hér hjá la Real. Eg hef ekki minnstu hugmynd um getu og leikni ís- lensku leikmannanna. Eg hef fengið vitneskju um það að á ís- landi sé ekki leikin atvinnuknatt- spyrna og því býst ég við að Vík- ingur verði ekki erfiður viðfangs. Vegna þessa er ég mjög ánægður með mótherjana. — Hvað segja sjálfir leikmenn Keal Sociedad? Ormaechea: Þeir eru jafn- ánægðir og ég og gera sér miklar vonir um að komast áfram í keppninni. — Ert þú hlynntur því að fyrri leik- ur liðanna fari fram á íslandi? Ormaechea: Já, ég er og hef allt- af verið á þeirri skoðun að í keppni sem þessari er heppilegra að leika fyrri leikinn á útivelli. Við teljum það mikla heppni fyrir okkur að geta leikið fyrst á Íslandi. — Verða leikmennirnir fimm úr la Real, sem léku með spænska lands- liðinu í nýlokinni heimsmeistara- keppni með i þessum 2 leikjum? Ormaechea: Já, það er rétt að við eigum fimm landsliðsmenn. Þeir eru núna í sumarleyfi og taka þess vegna ekki þátt í æfingum liðsins þessar vikurnar. Þegar þeir mæta á nýjan leik þann 2. ágúst nk. verða þeir eflaust ekki í topp- formi. En þar sem ekki verður keppt fyrr en 15. september býst ég fastlega við því að þeir leiki með í báðum leikjunum. — Hefðir þú kosið annað lið, sterkara og þekktara á alþjóðavett- vangi, en Víkingsliðið? Ormaechea: Tvær hliðar máls- ins eru þær að ef mótherjarnir eru mjög sterkir og slá þig út úr keppninni er þér sama sem fyrir- gefið. Það að þurfa að keppa á móti liði eins og Víkingi — ég vil endurtaka það að ég þekki ekki neitt til leikmanna þess — hefur einnig sína ábyrgð því allir búast við því að þú sigrir. I raun krefjast þess. Eg verð að viðurkenna það að ég kýs fremur að leika á móti liði eins og Víkingi en einhverju öðru sterkara og voldugra. Þannig höfum við mikla möguleika á að komast áfram, sem er draumur okkar. (í fyrra lenti Real Sociedad á móti Cska frá Búlgaríu, sem sló spænsku meistarana út úr keppn- inni í 1. umferð.) — Höfðu leikmenn ákveðin uppá- haldslið fyrir dráttinn? Ormaechea: Nei við höfðum ekki gert okkur neinar hugmyndir um „heppilega“ mótherja né áttum ekki heldur nein óskalið. — Ætlar þú ekki að leita ein- hverra upplýsinga um íslenska liðið? Ormaechea: Jú, við þurfum að kynnast liðinu fyrir leikinn á ís- landi 15. september. Við höfum í huga að senda mann til Islands til þess að fylgjast með íslensku mót- herjunum okkar. Er það ekki rétt hjá mér að íslenska deildarkeppn- in í knattspyrnu er í fullum gangi? Best væri að fá mynd með leik liðsins til þess að geta kannað vel tækni hvers leikmanns. — Eru ekki þegar daglegar æf- ingar hjá la Real? Ormaechea: Jú, vitaskuld eru æfingar daglega. Hér er um að ræða atvinnumannalið. Æfingar byrja alla morgna kl. 9. Síðan hefjast æfingar aftur kl. sex síð- degis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.