Morgunblaðið - 04.08.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.08.1982, Blaðsíða 32
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. AGUST 1982 + Maöurinn minn, ÞORSTEINN EINARSSON, Bræöraborgarstíg 31, lést 21. júli sl. Jaröarförin hefur fariö fram. Fyrir hönd vandamanna. Ása Eiríksdóttir. + Eiginmaður minn, SIGURJÓN KRISTJÁNSSON trá Brautarhóli, Svarfaóardal, andaöist 31. júlí. Útför hans veröur gerö frá Fíladelfíukirkjunni Reykjavík, föstudaginn 6. ágúst kl. 13.30. Sigríóur Siguróardóttir og börn. + Móðir okkar, SIGRl'DUR bjórg þorsteinsdóttir, Hóli víö Raufarhöfn, andaöist á Sjúkrahúsi Húsavíkur 2. ágúst. Börnin. " Faöir og fósturfaöir okkar. h JOHANNES C. KLEIN lést 30 júlí. Carl Klein, Hulda Klein, Jens Klein, Krístján Kristjánsson. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, ÞORSTEINN JÓNSSON, húsasmíóameistari, frá Broddanesi, andaöist 21. júlí sl. í sjúkrahúsinu á Hólmavík. Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Þökkum auösýnda samúö. Elín Magnúsdóttir og börn. Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, KARL Þ. ÞORVALDSSON, húsasmíóameistari, Hrafnistu Reykjavík, áóur Bergstaóastræti 61, verður jarösunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 5. ágúst kl. 13 30 Þórhildur Karlsdóttir, Karlotta Karlsdóttir, Magnea Karlsdóttir, Þorvaldur Ó. Karlsson, Magnús Karlsson, Þorsteinn Sigurösson, Einar Ásgeirsson, Erla Jónsdóttir, Bára Guómannsdóttir, barnabörn og aörir vandamenn. + Hjartkær móöir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐFINNA SESSELJA BENEDIKTSDÓTTIR, Túngötu 10, Keflavík, veröur jarösungin frá Keflavikurkirkju föstudaginn 6. ágúst kl. 2 e.h. Benedikt Jónsson, Guðrún Jónsdóttir, Anna Jónsdóttir, Elínrós Jónsdóttir, Eyjólfur Þ. Jónsson, Hólmfríóur Jónsdóttir, Kristján A. Jónsson, Sesselja Jónsdóttir, Margrát Helgadóttir, Eggert Jónsson, Skúli Sighvatsson, Ingimar Þóróarson, Dagbjört Guömundsdóttir, Bjarni Guómundsson, Helga Pétursdóttir, og barnabörn. + Utför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, ADALHEIÐAR INGIMUNDARDÓTTUR, Óðinsgötu 8A, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 5. ágúst kl. 10.30 árdeg- is. Steinunn Tómasdóttir, Óskar E. Axelsson, Þorsteinn Axelsson, Ingimundur Axelsson, Þórey Aóalsteinsdóttir, Steinunn H. Axelsdóttir, Gunnar J. Jónsson, Lárus Konráösson, Páll Konráósson, Erla Lárusdóttir, og barnabörn. Júlíana S. Erlends- dóttir — Minning Kædd 3. september 1912 Dáin 25. júlí 1982 Er éj( frétti lát Júlíönu Er- lendsdóttur, Sóllandi við Reykja- nesbraut, þá flujju um huga minn marj/ar Ijúfar minningar um Sól- land oK æskustöðvar mínar í Fossvojri. í 20 ár bjó ég í næsta húsi við Sólland. Sterk vináttubönd voru á milli heimilis foreldra minnar og fjölskyldunnar á Sóllandi. Ekki voru húsin mörg við Fossvogs- kirkju og því mynduðust sterkari bönd milli heimilanna. Sólland var alla tíð sem mitt annað heimili, allt frá því ég man eftir mér. Ófáar stundir átti ég með fjölskyldunni á Sóllandi eða í sumarbústað þeirra Júlíönu og Ragnars í Gufuhlíð í Biskupstung- um. Margs er að minnast frá barnæzku minni í sambandi við Júllu og Ragnar, t.d. er þau komu úr siglingum. Þá mundu þau alltaf eftir litla nágrannanum, vinkonu Ruthar. Einnig var oft kátt á hjalla þegar haldið var upp á þrettándann með álfabrennu og dansi á Sóllandi. Er ég kom heim úr skóla, þá hljóp ég alltaf yfir Sóllandstúnið og oft var Júlíana í glugganum og veifaði. Hún var alla tíð mjög dugleg kona, mörg verk vann hún bæði heima, í Þórskaffi og margar pönnukök- urnar bakaði hún á Hótel Valhöll á Þingvöllum. Ekki ætla ég að skrifa ævisögu Júlíanu hér, heldur aðeins að þakka fyrir allar ljúfar og góðar stundir frá æsku og biðja Guð að hjálpa Júlíönu yfir móðuna miklu. Minningin lifir. Hafi Júlíana beztu þakkir fyrir allt og allt. Sér- stakar kveðjur á ég að flytja frá móður minni fyrir góða vináttu og ógleymanlegar stundir. Nú lcgg óg augun aftur, ó, («uó, þinn náóarkraftur mín vori vörn í nótt. /K, virst mig aó þcr taka, mcr yfir láttu vaka þinn engil, svo cg nofi rótt.“ (S. Kgilsson) Sigga Magga og fjölskylda. Að kvöldi dags 24. júlí sl. hringdi vinkona mín Júlíana S. Erlendsdóttir til mín, svo sem dagleg venja hennar hafði verið um áratugi. Efni þessa samtals var að venju, að spyrjast fyrir um líðan heimilisfólks. Að einu leyti er mér þetta samtai þó sérstak- lega eftirminnilegt. Hin næstum barnslega og um leið einlæga hrifning hennar af mikilli framför blómanna og trjánna í garðinum, við heimilið sitt að Sólhlíð v/ Reykjanesbraut. Öllu hafði farið svo vel fram og garðurinn nánast brosir á móti manni og allt er svo dásamlegt úti að sjá. I þessum heimilisgarði fékk alúð og einlægni ásamt þrot- lausu starfi Júlíönu útrás og lífs- fyllingu og ber henni fagurt vitni. Ekki hvarflaði það að mér eitt augnablik i þessu símtali okkar að þetta yrðu síðustu orðin okkar í milli, hérna megin landamæra lífs og dauða. Að morgni þess 25. júlí var mér tjáð að Júlíana hefði orðið bráð- kvödd um nóttina. Svo sem fram kemur í upphafs- orðum þessara kveðjuorða hefði Júlíana orðið 70 ára eftir rúman mánuð. Alla sína starfsævi vann hún hörðum höndum og hlífði sér hvergi og þrátt fyrir sæmileg veraldleg efni hin síðustu ár, sem hún hafði sannarlega til unnið, í harðri og oft ómjúkri lífsbaráttu við hlið eiginmanns síns Ragnars V. Jónssonar (Ragnars 1 Þórs- kaffi) í gegnum erfiðleika kreppu- áranna til umsvifamikilla gest- gjafastarfa þeirra hjóna, sem landskunn eru. Þessi nánast ótæmandi orka, einlægni og tryggð Júlíönu kom ekki hvað síst í ljós í langvarandi sjúkdómsbaráttu eiginmanns hennar, Ragnars, sem að lokum dró hann til dauða 8. maí 1981. Á þessum erfiðleikatímum stóð Júlíana, sem klettur úr hafi og bugaðist hvergi. Nú þegar hilla tók undir rólegt ævikvöld og börn þeirra höfðu tekið við rekstri þeirra fyrirtækja, sem þau hjónin höfðu byggt upp, — þá lauk þessi einlæga og trygga vinkona mín lífshlaupi sínu. í fátæklegum kveðjuorðum verður ekki komið til skila, svo sem vert er, þakklæti fyrir órofa og trygga vináttu, sem heimilis- fólk mitt naut af vináttutengslum við Júlíönu, eða að lífshlaup henn- ar og störf verði rakin til hlítar. Þjóðskáldið Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, orti ljóð til móður sinnar þegar hún varð sjötug. Eitt erindi þessa kvæðis finnst mér lýsa minni einlægu vinkonu Júlí- önu svo vel sem kostur er i bundnu máli. Við lok þessara fáu minningar- orða minna leyfi ég mér að taka þetta erindi Davíðs hér upp, en það hljóðar svo: „l*ú áltir þrek og hafðir verk aö vinna og varst þér sjálfri hlíföarlaus og hörd. I*ú vaktir yfir velferö barna þinna. I*ú vildir rækta þeirra ettarjörö. Krá a-sku varst þú gedd þeim góöa anda, scm gcfur þjóöum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. Kn þaö cr eöli mjúkra móöurhanda aö miöla gjöfum — eins og þú.“ Nú á skilnaðarstund er ítrekað þakklæti mitt til Júlíönu vinkonu minnar, fyrir einlæga og umfram allt trausta vináttu, hvort sem við vorum staddar hér á landi eða er- lendis, — fyrir hreinskilni og raungóða gestrisni, sem Júlíönu var í blóð borin. Börnum hennar, tengdabörnum og afkomendum öllum, votta ég dýpstu samúð vegna hins skyndi- lega fráfalls mikilhæfrar gáfu- konu. Megi þeim hlotnast sú gæfa að tileinka sér mannkosti þessarar einlægu vinkonu minnar. Góðra og sannra vina er ávallt gott að minnast. — Þökk fyrir samfylgdina. Margrét Jónsdóttir. Vilborg Guðjóns- dóttir — Minning Kædd 4. nóvember 1909 Dáin 24. júlí 1982 Mér stendur enn ljóslifandi fyrir hugskotssjónum, hvernig fyrstu fundum okkar Villu bar saman, enda þótt liðin séu rúm 40 ár, og hversu óumræðilega glöð ég varð, þegar hún bað mig að gæta litlu telpunnar sinnar úti. Það var fagur sumardagur og hún komst ekki sjálf út með hana vegna lasleika, en að hún skyldi treysta mér, stelpukrakkanum, fyrir yndislegu barni sínu, var ofvaxið mínum skilningi. Ég leit- aði ráða hjá mömmu minni, sem hvatti mig til að taka þetta að mér, en fara að öllu með gát. Þetta var upphaf vinskapar okkar, sem átti eftir að verða all- náinn um árabil á meðan við vor- um nágrannar eða reyndar alveg á meðan heilsan leyfði henni að rækta góðvild sína og vinfesti í garð náungans. Þær urðu margar ánægju- og gleðistundirnar, sem ég naut á heimili hennar á æskuárum mín- um. Hún var svo létt í lund og skemmtileg og frá henni streymdi ætíð á móti mér elskusemin og hlýjan í hvert sinn, sem ég kom og það var ósjaldan. + Konan mín, ÓLÖF ÓLAFSDÓTTIR, Laugarholti, andaöist i Landakotsspítala 1. ágúst. Sveinbjörn Blöndal. + Eiginmaður minn og faöir okkar, INGIMAR INGIMARSSON, bifreióastjóri, Kirkjuteigi 23, andaöist 2. ágúst. Jaröarförin veröur auglýst síöar. Valgeröur Siguröardóttir, Siguröur Ingimarsson, Inga Geröur Ingimarsdóttir. Árin liðu. Um tíma steðjuðu að veikindi og erfiðleikar hjá okkur. En minningarnar, sem ég á um hana eru allar á einn veg. Hún var gefandinn, en við hin þiggjendur, hvort sem hún kom smástund í heimsókn og lífgaði umhverfi sitt með glaðværð og hvellandi hlátri eða hún lánaði lykil að husi sínu, svo að við mættum komast í síma, bæði á nóttu sem degi, eða hún annaðist innkaup fyrir móður mína eða hún heimsótti föður minn á sjúkrahús og spilaði þá gjarnan við hann eða hún gætti eldri dóttur minnar, þegar ég þurfti á að halda. Hjálpfúsari og greiðviknari manneskju, hefi ég ekki kynnst. Hún var óþreytandi að hjálpa öðrum og liðsinna eftir því sem í hennar valdi stóð. Fyrir þetta og svo ótal margt annað stend ég eftir í ævarandi þakkarskuld við hina látnu vin- konu mína, en hún fer rík héðan úr heimi, ef það er rétt, sem sagt hefur verið, að enginn á neitt nema það, sem hann hefur gefið. Þetta áttu ekki að vera annað en fátækleg þakkarorð, nú, þegar hún hefur fengið langþráða hvíld eftir margra ára erfið veikindi. Ég bið algóðan guð að gefa henni eilífan frið og blessun og börnum hennar, tengdabörnum og ástvinum öllum sendi ég mínar innilegustu kveðjur. Sigríður G. Jóhannsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.