Morgunblaðið - 04.08.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.08.1982, Blaðsíða 28
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1982 Smáfréttir að utan Vissulega vakti það umtals- verða athygli þegar EDDIE CLARKE sagöi skilið við félaga sína í MOTORHEAD sökum óánægju meö samvinnu LENNY (söngvara hávaðatríósins) og WENDY O. WILLIAMS. Segja kunnugir aö þaö hafi veriö ætlun Eddie að hætta endanlega í hljómsveitinní. Hann hafi búist við því að hinir kæmu á eftir hon- um, grátbiðjandi. BRIAN ROBERTSON, sem eitt sinn lék með THIN LIZZY, hefur tekið hans sæti. EDDIE CLARKE sítur þó ekki auðum höndum eins og ætla mætti. Kunnugir telja aö eitthvað hafi slest upp á vinskapinn hjá þeim kumpánum í UFO og sé þess jafnvel aö vænta aö PETE WAY, bassaleíkari UFO, segi skil- ið við flokkinn og taki upp sam- vinnu við Clarke. COMSAT ANGELS, sem sækja okkur hér heim í þessum mánuöi, lentu í vandræðum víðar en hér heima þar sem ekki fékkst neitt húsnæði undír tónleika þeírra. Þeir höfðu varla fyrr skrifað undir samninga um fjölda tónleika í Bandaríkjunum er þeim var til- kynnt með telex-skeyti í dauðans ofboði, að ef þeir notuðu nafnið Comsat Angels yrðu þeir lögsótt- ir vestra. Þar er nefnilega firma skráð með nafninu Comsat Co. Varð hljómsveitin að gera svo vel að breyta nafni sínu áður en ferð- in gat hafist. Beint úr örm- um Pamelu í eiturlyfin Andy Gibb, sem menn kannast vel við úr falsettuflokknum Bee Gees segist hafa hruniö saman á taugum eftir að hann sagöi skilið við „betri helming" sinn, nefni- lega leikkonuna Victoriu Princip- al (Pamela úr Dallas). „Þetta hafa veriö mér vitiskval- ir,“ segir Gibb, sem hellti sér á kaf í eiturlyf í þeirri von aö finna friö- þægingu af einhverju tagi í von- leysi sínu. „Viö vorum svo mikiö saman, að viö töpuðum öllum okkar fyrri vinum. Viö máttum ekki hvort af ööru sjá í fimm mínútur þegar allt lék í lyndi.“ A endanum kom aö því að Andy leitaöi ráöa hjá sálfræðingi, sem hann segir hafa bjargað lifi sínu. „Ég skýröi frá staðreyndum því ég tel að aödáendur mínir eigi rétt á því aö fá aö vita hvaö veriö hefur að gerast,” sagöi Andy. Babatunde Tony Ellis með sól- gleraugu og að sjálfsögðu snúru- greiöslu þeirra Jamaicabúa. „Viö höfum starfað saman • eitt ár og vegnað prýðilega í Sviþjóð," sögöu þremenn- ingarnir í hljómsveitinni Cho- ice, sem er íslensk þrátt fyrir nafnið. Hafa þeir félagar ekki enn leikíð saman hér á landi, a.m.k. ekki opinberlega en eru nú komnir í heimsókn tii heimalandsins og ætla sér að spila eins víða og þeir geta, áður en þeir halda utan á ný. Hafa þeir í hyggju aö breyta nafninu á hljómsveitinni á meöan hún leikur hérlendis og ber hún væntanlega nafnið KOS (Komdu og sjáðu). Choice á sér reyndar nokkuö lengri sögu að baki. Upphaf- lega voru fimm menn í hljóm- sveitinni, en síöan var einn nú- verandi meðlima á ferö í Malmö með upptökur á segulbands- spólu. Komst sænskur útvarps- maður í Malmö í kynni viö tón- listina og leist svo vel á aö hljómsveitinni var boöið að leika í klukkustundarlöngum þætti í beinni útsendingu. Fóru þeir þremenningar síöan til Sví- þjóöar og léku víöa, m.a. í Stokkhólmi og Gautaborg viö ágætis undirtektir. Hljómsveitin er skipuð þeim Þresti Þórissyni, Þresti Þor- bjarnarsyni og Jóni Björgvins- syni. Járnsiðan spjallaöi stutt- lega viö þá félaga fyrir skömmu, er þeir voru nýkomnir til landsins. — Hvernig tónlist leikur svo Choice? „Viö erum meö alls kyns tónlist, hálfgeröan rokk- kokkteil, en viö leikum þó ekki pönk. Það er oröiö útdautt fyrirbrigði þó hérna á íslandi eimi enn eftir af því. Viö erum sennilega fremur Ameriskir." — Hvaðan eruð þiö af land- inu? „Tveir úr Kópavoginum og einn úr Reykjavík." Stutt og laggott. — Eruö þiö e.t.v. með plötu i deiglunni? „Já, þannig áform eru fyrir- huguð. Viö erum búnir aö hafa samband við nokkuð marga aöila erlendis en eigum enn eft- Þremenningarnir í Choice/KOS tylla sér á tréhestinn. Mynd/ Guöjón ROKK-KOKKTEILL Sagt frá hljómsveitinni Choice/KOS ir aö fá ákveöin svör. Plata er þó örugglega í sigtinu.” — Hvernig kunnið þiö viö þá sveiflu sem hér hefur ríkt? „Viö kunnum a.m.k. ekki vel viö hana þegar viö fórum. Þaö má vera aö hér hafi eitthvaö breyst. ísland viröist þó sem betur fer að losna úr viöjum diskósins. Svíar eru enn gikk- fastir í þeirri tónlist." — Hvernig gengur aö reka svona hljómsveit í Svíþjóö? „Þaö gengur ekki aö spila einvöröungu. Þaö þarf aö vinna meö og ekki síöur aö leggja vinnu í tónlistina sjálfa. Þetta kemur ekki aö sjálfu sér þar frekar en hér heima. Hins vegar ættum við aö geta komiö undir okkur fótunum þar meö réttum samböndum. Þetta byggist allt á slíku. Reyndar heföum viö átt ágæta möguleika á aö komast í sjónvarp þarna úti, en vorum of seinir aö átta okkur og misstum af lestinni. Viö fáum vafalítiö annaö tækifæri til aö koma okkur á framfæri í sjónvarpi og látum okkur sofandaháttinn aö kenningu veröa." — Hvenær mega poppunn- endur hérlendis eiga von á aö heyra í KOS og viö hverju mega þeir búast? „Viö leikum í hljómsveita- keppninni í Atlavík og svo kannski í Kópavoginum. Viö leikum alls kyns rokk, en þó með dálítiö bandarískum blæ. Viö erum meö sveiflur héöan og þaðan, jafnt yngri sem eldri, en þetta er ekkert keyrslurokk. Við leggjum áherslu á vandaöa tónlist,“ sögöu þeir félagar og þar meö slitum við spjallinu. — SSv. Af stungnum Skemmtileg lesendabréf hafa ekki verið allt of mörg í Velvak- anda Morgunblaðsins undan- farna mánuöi. Eitt slíkt var þó að finna á laugardag. Höfundur þess er Helgi Magnússon, ritfær vel. Finnur hann aö plötudómum undirritaðs og kollega míns í þeim efnum hér á Mbl., Finnboga Mar- inóssonar, um plötu Fræbbblanna, I kjölfar komandi kynslóöa. Ekki verður farið út í að svara Finnboga, en Helgi bölsótast yfir áhuga undirritaðs á „æpandi heavy-metal söngvurum sem hljóma eins og stungnir grísir“, um leiö og hann harmar ummælin um „látlausan og traustan söngvara eins og Valla", (söngvara Fræbbbl- anna — innsk. SSv.). Þaö er nú einu sinni svo, aö hver hefur sitt áhugasviö, jafnt í tónlist sem annars staöar. Sjálfur fer ég ekki í launkofa meö að heavy- metal rokk, sem ég leyfi mér aö kalla bárujárnsrokk á okkar tungu, hefur lengi veriö mér hugleikiö. Deilur um tónlistarsmekk manna eru ámóta vonlausar og trúar- bragöadeilur. Þær veröa aldrei til lykta leiddar af neinu viti. Helgi segir einnig i ágætu bréfi sínu: „Poppgagnrýnendur blaö- anna hafa ætíö veriö þekktir fyrir annaö en aö vera samkvæmir sjálfum sér og Finnbogi og Sverrir (?) eru þar engin undantekning." Ekki nefnir Helgi neitt dæmi um slíkt, a.m.k. ekki í umræddu bréfi. Sjálfur minnist ég ekki aö hafa hælt Valgarði Guöjónssyni í há- stert fyrir söng hans. Ummæl1 mín um hann eru því í samræmi viö það sem ég hef áður sagt, sömu- leiðis um Stefán. Þaö er óhjákvæmilegt aö menn séu ekki sammála plötudómum, hver svo sem kann aö skrifa þá. Tónlistarsmekkur manna er svo misjafn. Plötudómar eru enginn Stóridómur heldur einungis skoö- un eins ákveöins manns. Þessu viröast margir gleyma í hita lest- rarins. Dómur um plötu hlýtur aö taka miö af sannfæringu hvers og eins. í lokin langar mig til aö koma því á framfæri, aö séu lesendur Járn- síðunnar ósáttir viö þau skrif sem þar birtast er þeim velkomiö aö láta frá sér heyra. Sigurður Sverrisson flokkur sækir oss heim Reggae- ÞAD veröur nóg um aö vera á tónlistarsviðinu í ágúst. Áður höföum við skýrt frá því aö von væri á bresku hljómsveitunum Eyeless in Gaza og Comsat Ang- els og nú hefur frést af enn einum flokknum, sem er aö því leytinu til merkilegt nýnæmi fyrir mör- landann, að hér er á ferðinni reggae-flokkur undir forystu náunga, sem nefnir sig Babat- unde Tony Ellis. Koma með hon- um 7 manns, 2 Svíar og 5 Jamaicabúar, en sjálfur er Ellis þessi ættaður þaðan. Kemur hljómsveitin fram í Laugardals- höllinni föstudaginn 6. ágúst og í íþróttaskemmunni á Akureyri daginn eftir. Er þaö Þorsteinn Viggósson, sem stendur á bak viö þessa heimsókn. Umsjónarmaöur Járnsíöunnar hefur reyndar aldrei heyrt þessa reggae-manna getiö, en þaö segir ekki alla söguna. Babatunde þessi náöi m.a. aö afreka þaö aö smala saman 35.000 manns á minn- ingartónleika um Bob Marley. Fóru þeir fram í Fælledparken í kóngs- ins Kaupinhavn. Af plötu sem Járnsíöan komst yfir meö þessum ágæta manni er ekki annaö að heyra en hér sé á feröinni fram- bærilegasti hópur manna, þótt sænskblandaður sé. Babatunde Ellis þessi hefur náö umtalsveröum vinsældum fyrir tónlist sína á Noröurlöndum, eink- um í Danmörk og Svíþjóö. Fékk plata flokksins, Change will come, góöar viötökur er hún kom út fyrir jól í fyrra. Þótt ekki sé hægt aö flokka þessa reggae-pilta í hóp þeirra bestu á markaönum ætti heimsókn þeirra engu aö síður aö vera kær- komin öllum þeim fjölda manns hér á landi sem aöhyllast þessa seiöandi tónlist frá suöurhöfum. Hnuplaði stoppistöð Það er ýmislegt, sem popparar heimsins gera sér til dundurs þegar þeir eru ekki að spila. löulega eru athafnir þeirra ekki allar hinar gæfulegustu, eins og dæmin sanna með Topper Headon, fyrrum trommara Clash. Hann var látinn laus fyrir nokkru gegn tryggingu eftir að hafa orðið uppvís að því að stela strætisvagnastoppistöð. Ekki fylgir sögunni hvernig honum gekk að koma henni í örugga höfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.