Morgunblaðið - 04.08.1982, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.08.1982, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1982 47 Eldur í húsi á Akureyri: Náðu ekki sambandi við slökkvilið, því síma- leiðsla brann í sundur Akureyri, 31. júlí. IBUAK hússins númer 33 við Norð- urgötu vöknuðu við það kl. 7 i morg- un að húsið var fullt af reyk og eldur logaði í rafmagnstöflu á neðri hæð og hafði læst sig í timburloft fyrir ofan hana. Húsið er tvílyft og íbúðir á báð- um hæðum. Uppi bjuggu tveir piltar, en ung hjón höfðu nýlega keypt neðri hæðina og fluttu í hana í gærdag. Þau reyndu að hringja á slökkvilið þegar þau urðu eldsins vör, en náðu ekki sambandi því að símaleiðslan var brunnin. Hins vegar vöknuðu pilt- arnir á efri hæðinni í sama mund og tókst að hringja þaðan. Eldurinn var slökktur á stuttri stund, en þá var loftið yfir töfl- unni mjög brunnið og mátti engu muna að eldurinn bærist um allt húsið. Reykskemmdir urðu miklar á báðum hæðum. — Sv.P. Snerist ökkla á Akureyri, 3. ágúst. UMFERÐ var mjög mikil í ná- grenni Akureyrar um helgina og gekk slysalítið, þó valt einn bíll i Svarfaðardal og fimm árekstrar urðu á þjóðvegunum í nágrenni bæjarins. Enginn meiddist í óhöpp- um þessum svo orð sé á gerandi, en cinn bíll ónýttist í árekstri hjá Krossastaðaá á Þelamörk. Danskur vinnumaður á bæn- um Merkigili í Hrafnagilshreppi illa á Kerlingu gekk á Kerlingu, sem er hæsta fjall í byggð á Norðurlandi, en þegar heimkomu hans seinkaði, voru kvaddir til leitarflokkar. Þeir fundu manninn skömmu eftir að leitin hófst. Hann hafði snúist illa á ökla ofarlega í fjall- inu og þess vegna gekk heim- ferðin seinna en hann hafði ráð- gert. Gert var að meiðslum hans á sjúkrahúsinu á Akureyri. — Sv.P. Harður árekstur á Tjömesi: Máttu þakka notkun öiygg- isbelta, að ekki fór verr MJÖG harður árekstur varð milli Skoda-bifreiðar og Daihatsu-bif- reiðar á Tjörnesi síðastliðinn sunnudag. Bifreiðirnar, sem mættust á blindhæð, eru taldar gjörónýtar og var skodinn svo til í tvennu lagi eftir áreksturinn. ökumaður var einn í annarri bifreiðinni en þrennt í hinni. Að sögn lögreglunnar á Húsa- vík þótti mikil mildi hversu vel fólkið slapp við meiðsli og mátti tvímælalaust þakka það notkun öryggisbelta, að ekki fór verr. Mýyatnssveit: Bíl ekið í Grænalæk MývatnNsveit, 3. ágúst. HÉR VAR gífurleg umferð um helgina, enda veður ágætt, sólskin og bliða og hitinn komst yfir 20 stig. Sama veður er hér í dag. Síðastliðið laugardagskvöld varð það óhaj)p að bíl var ekið út í Grænalæk. í bílnum voru tvær stúlkur og virðist ökumaðurinn hafa misst vald á ökutæki sínu austan brúarinnar með þeim af- leiðingum að bíllinn hafnaði í læknum. Þær komust þó af eigin ramm- leik til lands og sakaði ekki. Fljótlega dreif þarna að mikinn mannskap og var bifreiðinni, eftir nokkurn tíma, náð upp úr læknum með aðstoð dráttarbíla og margra samstilltra handa. Þarna hefði vissulega getað farið verr, því lækurinn er djúpur. — Kristján. STERKI-^DEaaiEg tappinn frá Rönning hf. fyrir múr, létta veggi og gips. ‘OKEraSiaAlxS tappinn tví- þenst nema við kragann. Þar er innra þver- mál tappans stærra og kraginn aftrar tapp- anum að fara of langt inn í gatið sem kemur í veg fyrir sprungumyndanir í pussningu. 'uKESgKEKB tappinn hefur slétt yfirborð og gefur þarafleiðandi hámarks snertiflöt. 'uGEES^EKS getur haldið allt að þremur tonnum. TiíXEIIMjaEGB sterki tappinn frá Rönning hf. fæst í helstu byggingavöru verslunum. Það er öryggi í því að vita að það sem er fest upp, situr áfram eftir rétta festingu með Thorsmans tappa. JOHAN RÖNNING HF skr?^40C&) Rauðarárstíg 1 Sími 15077 Ferðafólk frá Kan- ada hafi samband við Samvinnuferðir Samvinnuferðir-Landsýn biður eftirtalda kanadíska farþega á leið til Toronto 5. ágúst um að hafa sam- band við ferðaskrifstofuna í dag í síma 27078, vegna breytinga á brottfarartíma. Harold Gauti, Doug Thorsten- sen, Ella Thorstensen, M. Murray, B. Batten, Michael West, Emma West. Samvinnuferðir-Landsýn biður þá sem vita um dvalarstað ofan- greinds fólks að láta ferðaskrif- stofuna vita eða koma þessum skilaboðum áleiðis til viðkomandi farþega. TENERIFE Hin fagra sólskinsparadís Sjórinn, sólskinið og skemmtanalífið eins og fólk vill hafa þaö. Stórkostleg náttúru- fegurö og blómadýrö. Fjöldi skemmtilegra skoöunarferöa. Lofthiti 23—28 gráöur. Hvar annars staðar er svona ódýrt? 22 dagar kr. 8.760. 28 dagar kr. 9.985. 22 dagar á lúxus 4ra stjörnu hóteli meö morgunmat, hádeg- ismat og kvöldmat kr. 11.345. 28 dagar kr. 12.890. (jú, jú, flugferöirnar eru líka innifaldar.) Frítt fyrir börn Okkur hefir tekist aö fá alveg frítt fyrir prinsinn eöa prinsess- una aö 12 ára aldri í allar feröirnar í íbúð með tveimur fullorönum. Brottför alla þriöjudaga frá 7. júní. Þér veljið um dvöl í tvær, þrjár eöa fjórar vikur. En pantiö snemma, því pláss er takmarkaö á þessum líka kostakjörum. adrar ferðir OKKAR Grikkland — Aþanustrendur, alla Amsterdam — París 15. dagar. Franska Rivieran, flesta laugardaga Landið helga og Egyptaland, október Brasilíuferöir, október, nóv. Malta, laugardaga Amsterdam, lúxusvika. y^lirtour (Flugferðir) Aóalstræti 9, Miöbæjarmarkaönum 2. h. Símar 10661 og 15331. (Fréttatilkynning.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.