Morgunblaðið - 04.08.1982, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.08.1982, Blaðsíða 34
:i8 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1982 Laufey Guðjónsdóttir og Einar Dagbjartsson — Hjónaminning l.aufev Guðjónsdóttir Fædd 12. apríl 1912 Dáin 26. júlí 1982 Kinar Dagbjartsson Ka-ddur 24. júní 1917 Dáinn 21. febrúar 1981 í gær var til morldar borin frá Grindavíkurkirkju Laufey Guð- jónsdóttir frá ÁsKarði, Grindavík. Með nokkrum fátæklegum orðum lanjtar mi(í til að minnast hennar ok |>akka henni samveruna í 23 ár. hað er ekki lítils virði fyrir unga o(j heldur óreynda stúlku að eign- ast teniídamóður eins og hana, l>e(íar fyrstu skrefin í hjónaband- inu eru sti(íin. Alltaf mátti ég leita til hennar með hin margvíslegu vandamál, sem upp koma við heimilishaldið, og hennar ráð reyndust alltaf traust og góð. Laufey fæddist í Vestmannaeyj- um 12. apríl 1912. Ung missti hún móður sína og var þá tekin í fóstur af föðurbróður sínum, sem reynd- ist henni góður frændi. Hjá hon- um ólst hún upp og dvaldi, þar til hún fór að vinna fyrir sér sjálf. Hún saknaði þess alltaf að fara á mis við móðurkærleikann. Kannski kom það best fram í þeirri ein- stöku umh.vggju og alúð sem hún sýndi börnunum sínum og eigin- manninum. Til Grindavíkur flutti hún árið 1935 þegar hún hóf bú- skap með manni sínum Einari Dagbjartssyni frá Ásgarði. Þá komu fljótlega í ljós hinir góðu kostir hennar, óbilandi dugnaður og eljusemi. Laufey var einstök húsmóðir, einkar lagin við allt sem viðkom heimilishaldi. Það fór aldrei mikið fyrir henni, en verk sín vann hún bæði fljótt og vel. Hún var alltaf félagslynd kona og starfaði mikið fyrir Kvenfélag Grindavíkur. Um tíma var hún formaður þess og þá eins og jafn- an sparaði hún ekki krafta sína. Það var ekki ósjaldan sem hún rölti uppí gamla „Kvennó" til að ditta þar að einu og öðru. Hin síð- ari ár var hún afar heilsulítil en aidrei heyrðist hún kvarta. Mann- inn sinn missti hún mjög snögg- lega þann 21. febrúar 1981 og var þá eins og öll lífslöngun hyrfi, enda mikill missir af hinum sterka og trausta lífsförunauti, sem Einar var. Tengdamóðir mín var orðin þreytt. Nú veit ég að henni líður vel. „Far þu í frirti friAur duA.s þi(» hkvssi. llafAu þokk fyrir allt og alll.“ Birna Nú eru amma mín og afi í Ás- garði bæði farin úr þessum heimi. Mig langar með þessum orðum að minnast þeirra og þakka fyrir þær mörgu stundir, sem ég var svo heppinn, að fá að njóta með þeim í þessu lífi. Það var mér mikið áfall þegar alnafni minn og afi dó vet- urinn 1981 aðeins 63 ára að aldri. Hann afi í Ásgarði, hraustmennið sem aldrei kenndi sér neins meins. Hann gortaði einmitt af því við mig að hann hefði ekki fengið kvef síðan um 1930. Það var grunnt á húmornum hjá honum. Það bjugg- ust víst flestir við því, að blessun- in hún amma færi á undan. Hún var orðin svo heilsulaus síðustu árin, en þó heyrði ég hana aldrei kvarta. Verst þótti henni að geta ekki þetta eða hitt, hún sem var alltaf svo dugleg og starfsöm. Eftir að hún missti afa virtist sem lífs- löngunin hyrfi að mestu. Nú er hún farin 70 ára að aldri og ég veit að hún er hvíldinni fegin og það veit ég fyrir víst, að hann afi mun taka á móti henni opnum örmum. Frá því að ég fór að muna fyrst eftir mér fléttast minningarnar um afa og ömmu þar stórlega inní. Eg var víst varla farinn að ganga, þegar ég fór að stelast burt úr Mánagötunni, og var þá stefnan oftast tekin niður í Ásgarð. Þar fannst mér sko gott að vera. Kleinurnar hennar ömmu og ann- að sem hún gerði matarkyns var alveg á heimsmælikvarða og það var ekkert legið á góðgerðunum þegar elsta barnabarnið kom í heimsókn. Nú, svo fór afi með mig í bíltúr, eða tók mig með sér niður í bát, þar sem ég lærði fyrstu sjó- vinnuhandtökin. Hann var mikill Ijóðaunnandi og oft sátum við saman nafnarnir niður í Ásgarði, og las hann þá fyrir mig úr „Æsk- unni“ Ijóð og sögur og auðvitað Bjössa bollu. Ef ég þurfti að fara í pössun þá kom aldrei annað til greina en að vera hjá afa og ömmu í Ásgarði. Ef ég lenti í klandri þá reyndi amma alltaf að verja mig, og hylma yfir með mér þannig að ég fengi ekki skammir. Eftir að ég eltist þá minnkuðu nokkuð heim- sóknir mínar í Ásgarð, en samt sem áður þurfti ég alltaf að kíkja til þeirra annað slagið. Ef það liðu meira en nokkrir dagar án þess að hitta þau, fannst mér eitthvað vanta. Eitt sinn er ég kom af sjó klukkan 5 að morgni sá ég ljós í Ásgarði. Auðvitað kom ég við og ræddi við þau um lífið og tilver- una eða heimsins vandamál. Ég gat alltaf komið til þeirra með ölí mín vandamál og voru þau alltaf til staðar og vildu gera sitt besta fyrir ungan dreng. Sjálfsagt eru það samskipti mín við afa og ömmu sem valda því að ég hefi aldrei skilið orðið „kyn- slóðabil" því við áttum svo mikið sameiginlegt. Ömmu og afa þakka ég fyrir allt. Blessuð sé minning þeirra. Einar Dagbjartsson Með örfáum orðum langar mig að minnast föðursystur minnar, Laufeyjar Guðjónsdóttur frá Ás- garði, Grindavík, en hún lést á Vífiistöðum 26. júlí 1982. Laufey fæddist í Vestmannaeyj- um, 12. apríl 1912, en foreldrar hennar voru Guðjón Guðjónsson, sjómaður í Vestmannaeyjum, og Guðríður Jónsdóttir ættuð frá Skinnastöðum í Þingeyjarsýslu. Laufey var næst yngst af 4 systk- inum en þau voru, Guðjón sem dó fyrir 25 árum, Svava og Óskar sem lifa systur sína. Ung að árum missti Laufey móður sína og var þá tekin í fóstur af föðurbróður sínum, Tómasi Guðjónssyni í Höfn, Vestmanna- eyjum. Ung fór Laufey að vinna fyrir sér og kom til foreldra minna í Keflavík um 1935, og má segja að þá hæfust mín fyrstu kynni af frænku minni. Á barndóms- og unglingsárum mínum heimsótti ég oft frænku mína í Grindavík og dvaldist hjá henni um tima á sumrin og kynntist þá bæði sveitabúskap og sjómennsku, þar sem Einar Dagbjartsson, eigin- maður frænku minnar, stundaði bæði búskap og útgerð. Laufey var fyrirmyndar hús- móðir og einstök matargerðar- kona svo ekki sé talað um kökur hennar og kleinur, sem hún fram- reiddi ríkulega þegar gesti bar að garði. Verð ég að viðurkenna að fyrir kurteisis sakir smakkaði ég á tertunum hennar en reyndi ávallt að hafa nóg rúm fyrir kleinurnar hennar því þær voru aldeildis frábærar. Laufey heimsótti for- eldra mína og systkini mín í Ameríku og veit ég að síðasta ferð hennar þangað, sem farin var í til- efni af 70. ára afmæli hennar 12. apríl síðasliðinn, verður systkin- um mínum þar lengi minnistæð. Að leiðarlokum færi ég frænku minni alúðarþakkir mínar og systkina minna og bið góðan guð að varðveita og blessa minningu hennar. Júlíus P. Guðjónsson „Tilvera okkar er undarlpgt ferAalag. ViA eram gestir og hótel okkar er jðrdin. Kinir fara og adrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin." (T.G.) Vissulega er það rétt, sem skáldið segir, öll erum við mannanabörn á ferðalagi, öll fæð- umst við inní jarðheiminn, dvelj- um þar mismunandi lengi og þroskumst en hvenær brottför frá „Hótel Jörð" hefst, er öllum hulin ráðgáta. Líkurnar segja manni, að sá sterki lifi lengur en sá veik- byggði, sá ungi lengur en sá aldni, en oft snýst þetta algjörlega við, svo fullkomlega er sú ráðgáta lífs- ins hulin. Hvert ferðinni er heitið frá „Hótel Jörð“ er önnur saga. Undir- ritaður hefur um áratugaskeið les- ið mikið um trúmál, um öll helstu trúarbrögð heims, einnig mjög mikið um spiritisma, — svo að segja allar fánanlegar bækur hér á landi um trú og trúarbrögð, allt í leit að sannleikanum. Marga undanfarna mánuði hafa rit dr. Helga Péturs haft algjöran for- gang og ég iðrast þess, að hafa ekki löngu fyrr hallað mér að þeim ritum, því að í þeim tel ég hylla undir, að einhverntíma í framtíð- inni verði stórkostlegasta gáta lífsins ráðin. „Og til era ým.sir, sem ferdalag þetta þrá, en þó eru margir, sem feröalaginu kvíða. 0(í Numum ligjftir reióinnar ósköp á, en aórir setjast við hótelglugxann og bíða.“ Laufey Guðjónsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 12. apríl 1912. Voru foreldrar hennar Guðjón Guðjónsson og Guðrún Bjarna- dóttir, og var Laufey næstyngst fjögurra barna þeirra. Hún var barn að aldri, þegar hún missti móður sína, en var þá tekin í fóst- ur af föðurbróður sínum, Tómasi Guðjónssyni í Höfn í Eyjum. Það er að sjálfsögðu litlu barni á við- kvæmum aldri mikill harmur að missa elskulega móður, en það bætti þó mjög móðurmissinn hjá Laufeyju, að hún komst á gott heimili og var föðurbróðir hennar þekktur ágætismaður. Það mun hafa farið vel um telpuna og hún búið við gott atlæti. Þegar Laufey var rúmlega tví- tug, fór hún norðurí land í atvinnuleit. Um þar mundir fór mestallur fiskiskipafloti Vest- manneyinga norður á síldveiðar, og þvi ekkert eðliegra en að ungt dugnaðarfólk, sem vant var ver- tíðarstörfum í Eyjum, fylgdi at- vinnutækjunum eftir til að vinna fyrir sér. Þaðan lá leið Laufeyjar suður til Reykjavíkur en því næst til Kefla- víkur, þar sem hún fór til Guðjóns bróður síns, sem var þá búsettur þar og rak hárskerastofu. Það mun hafa verið um það leyti, sem þau sáust fyrsta sinn, frændi minn, Einar Dagbjartsson, og Laufey. Felldu þau fljótlega hugi saman, og árið 1935 stofnuðu þau til búskapar í Ásgarði í Grindavík og þar bjuggu þau til æviloka. Þeim Einari og Laufeyju varð fjögurra barna auðið og eru þau öll kjarna- og mannkostafólk, eins og þau eiga ætt til. Þau eru: Dagbjartur forstjóri, Kolbrún húsfrú, Guðjón skipstjóri og Hall- dór sjómaður. Það tók Laufey nokkurn tíma að átta sig á bústaðaskiptunum, en þegar hún kynntist umhverfinu betur og hafði tóm frá erilsömum heimilisstörfum, fór hún að gefa sig að félagsmálum og starfaði mikið í Kvenfélagi Grindavíkur. Þar fann hún starfsvettvang við sitt hæfi utan heimilisins og var um tíma formaður félagsins. Hún var einhverju sinni spurð um það í blaðaviðtali, hvað hún vildi segja um félagið og starf sitt í því, þar sem hún hefði gegnt þar formennsku um tíma: „Kvaðst hún sérstaklega vilja taka fram, hve mikla ánægju hún

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.