Morgunblaðið - 04.08.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.08.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1982 33 Adolf Smith sjötugur Adolf Smith er sjötugur í dag, 4, ágúst. Foreldrar hans, norskir, komu fyrst til Hafnarfjarðar að tilstuðlan Jóhannesar Reykdal, sem var frumkvöðull að marghátt- uðum framförum í þá daga. Síðan var faðir Adolfs fenginn sem pípu- lagningameistari til að sjá um pípulagnir í Landspítalann, þegar bygging hans hófst. Svo fór að fjölskyldan hvarf ekki aftur heim til Noregs. Má segja að frá upp- hafi hafi stafað frá henni hlýja og ylur. Adolf er mikill Reykvíkingur og honum þykir vænt um borgina sína. Sem dæmi má taka að hann er einn af þeim sárafáu Reykvík- ingum sem taka af nagladekkin oft á vetri til að spara Reykjavík- urborg viðhald gatna. Sýnir þetta nokkuð um manngerð hans og framkomu alla. Adolf hóf pípulagninganám en mögru árin buðu ekki upp á skóla- nám á hans æskudögum og réðst hann að Landspítalanum í hús- varðarstarf og umsjón með þvottahúsi staðarins. Síðar stofn- aði hann sitt eigið þvottahús, sem hann hefur síðan rekið með mikl- um sóma alla tíð. Kvennalán og barnalán hefur fylgt Adolf, fyrst með góðu vali er hann kaus sér Guðbjörgu Björnsdóttur sem eig- inkonu og síðar er þau eignuðust 4 vaskar dætur. Adolf hefur tekið þátt í Od- fellowreglunni og Kiwanis-hreyf- ingunni og reynst þar dugandi og vinsæll félagi. Glúrinn veiðimaður hefur hann ætíð verið og áhuga- maður um skógrækt. Reyndar glúrinn við allt sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Adolf hefur verið gæfumaður og safnað vinum. Hann ætlar ekki að leggja á flótta frekar en fyrri daginn og munu þau hjónin taka á móti vinum sín- um að Bergstaðastræti í dag milli kl. 5.00 og 7.00. G.L. Til sölu Flugvél TF-TUR sem er af geröinni Cessna Turbo Centurion árg ’75. Til greina kemur aö selja hluti. Upplýsingar gefur Þórir, sími 27858, „Hafo svona vandaóir raðskápar nokkum tíma venð seldir á jafn hagstæðu verói ?“ Okkur hefur tekist að halda verðinu því sem næst óbreyttu í heilt ár. 8% staðgreiðsluafsláttur eða 25% útborgun. M€DINfl Brúnleit eða wengelituð eik, fléttaður tágavefur í rammahurðum. Ljós fylgir í neðri ljósakappa. íslensk hönnun - íslensk framleiðsla. KRISTJflfl SIGGGIRSSOn HF. LAUGAVEG113. SMIOJUSTIG 6. SIMI 25870 rig óska eftir að fá sent MEDINA litmyndablaðið | Nafn:__________________________________________________________ j Heimili:_______________________________________________________ . Staður:________________________________________________________ | Sendisttil: Kristján Siggeirsson h f.Laugavegi 13.101 Reykjavík ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? Þl AIGLYSIR l M ALLT LAND ÞEGAR ÞL' ALGLYSIR j MORGLNBLADINL Stór hljómplata - verð kr:J05 Dreifing Guðmundur Rúnar Lúðvíksson: ÍSLENSKIR SJÓMENN Lag: C. Rúnar Lúðvíksson Ljóð: Einar Markan ÉG LIFI OG ÞÉR MUNUÐ LIFA Lag og orð: C. Rúnar Lúðvíksson í HERJÓLFSDALNUM Lag og orð: C. Rúnar Lúðvíksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.