Morgunblaðið - 04.08.1982, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.08.1982, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1982 HITAMÆLAR SÖtöFÍlaMgjyir Vesturgötu 16, sími 13280. I>að kemur fram í þætti Ingólfs Arnarsonar, Sjávarútvegur og siglingar, að þrátt fyrir þá staðreynd að síðastliðið ár hafi verið eitt hið hagkvæm- asta sem gengið hafi yfir íslenskt efnahagslíf frá hendi sjávarútvegsins, sé talað um að stór hluti fiskveiðiflotans sé að stöðvast vegna rekstrar- erfiðleika. -Hljóðvarþ kl. 22.35: „Ofurstinnu Smásaga eftir Ingólf Sveinsson Á dagskrá hljóðvarps kl. 22.35 er smásaga, „Ofurstinn" eftir Ingólf Sveinsson. Helgi Skúlason leikari les. — Þetta er gömul hugmynd, sagði Ingólfur, — sprottin upp úr samtali við kunningja fyrir löngu. Síðan samdi ég söguna úti í löndum fyrir allmörgum árum, en tók mig svo til fyrir nokkru og fuligerði hana. Sagan gerist er- lendis og fjallar um gamlan ofursta sem dvelst á hvíldarheim- ili. Hann er allur í gömlu vopnun- um, er á móti atómvopnum og -stríðum og vill að barist sé upp á gamla móðinn. En svo koma ýms- ir fleiri drættir inn í myndina sem réttast er að bíða með þang- að til þar að kemur, í upplestri Helga Skúlasonar. Ingólfur Sveinsson Ný Volta Rafeindastýrö ryksuga Sterkari mótor, sér- staklegá stór poki. Þetta er ryksugan sem ekki veldur þér von- brigöum Sænsk úrvalsvara. Hagstætt verö. Greiösluskilmálar. HEINAR FARESTVEIT & CO HF BERGSTAOASIRÁ Tl I0A SlMI lftV9S VELA-TENGI Allar gerðir Öxull — í — öxul. Öxull — í — flans. Flans — í — flans. Tengið aldrei stál — í — stál, hafið eitthvað mjúkt á milli, ekki skekkju og titring milli tækja. Allar stærðir fastar og frá- tengjanlegar SöydiaKmsjtur Æi (Q(o) Vesturgötu 1 6, sími 1 3280. Sjávarútvegur og siglingar kl. 10.30: Staða útgerðarinnar og horfur framundan Á dagskrá hljóðvarps kl. 10.30 er þátturinn Sjávarútvegur og sigling- ar, í umsjá Ingólfs Arnarsonar. — Ég fjalla í þessum þætti um málefni útgerðarinnar, sagði Ing- ólfur, — og ræði við Kristján Ragnarsson, formann LÍÚ. í inn- gangsorðum mínum minni ég á, að síðastliðið ár var eitt hið fengsælasta sem gengið hefur yf- ir íslenskt efnahagslíf frá hendi sjávarútvegsins. Samt er það svo, að talað er um, að stór hluti fisk- veiðiflotans sé við það að stöðvast vegna rekstrarerfiðleika. Þá bendi ég á, að sjávarútvegsfólk í landinu er í æ ríkari mæli að átta sig á því, að sá háttur þjóðar- heildarinnar — að hirða jafn- harðan allan gróðann af útflutn- ingsverðmæti sjávarafurðanna, en neita síðan að taka á sig hluta áf tapi eða rýrnun þegar verr árar — gengur ekki lengur. Kristján fjallar um stöðu útgerð- arinnar og horfurnar framundan og í lokaorðum sínum ræðir hann sérstaklega verðlag á olíu til fiskiskipa. Hann bendir m.a. á, hversu óhagkvæmt það er fyrir útgerðina að þurfa að greiða olí- una miðað við verðlag sem gildir þrem mánuöum eftir að olíufélög- in hafa keypt olíuna til landsins. Kl. 21.10 í kvöld er í dagskrá sjónvarps fyrsti þittur í nýjum sænskum framhaldsmyndaflokki, Babelshús, sem byggður er á skáldsögu P.C. Jers- ilds. Leikstjóri er Jonas Cornell. f adalhlutverkum eru Frej Lindquist, Keve Hjelm, Lissi Alandh, Sven Lindberg o.fl. Þættirnir gerast á sjúkra- húsi í Stokkhólmi, en alls eru þeir sex talsins. Efni fyrsta þáttar er á þessa leið: Aðalpersónan, Primus Svensson, fær hjartaáfall og cr lagöur inn á Enskede-sjúkrahúsið. Sonur hans, Bemt, er þar staddur til að selja sjúkra- gögn og veit ekki að faðir hans hefur verið lagður inn. Útvarp Reykjavík AHDMIKUDkGUR 4. ágúst MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 8.00 Fréttir. Ilagskrá. Morgun- orð: Gunnlaugur Stefánsson tal- ar. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Sólarblíðan, Sesselja og mamman í krukkunni" eftir Véstein Lúðvíksson. Þorleifur Hauksson les (8). 9.20 Tónleikar. Tilkynningar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Sjávarútvegur og siglingar Ilmsjón: Ingólfur Arnarson. 10.45 Morguntónleikar Margot Rödin og Carl Johan Falkman syngja sænska söngva. Lennart Hedwall leikur með á píanó. 11.15 Snerting Þáttur um málefni blindra og sjónskertra í umsjá Arnþórs og Gísla Heigasona. 11.30 Létt tóniist Giinther Kallman-kórinn, Edwin Hawkins-kórinn, banda- rískir tóniistarmenn, Graham Smith og áhöfnin á Halastjörn- unni syngja og leika. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- kynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Miðvikudagssyrpa — Andrea Jónsdóttir. sIddegid 15.10 „Ráðherradóttirin“ eftir Obi B. Egbuna Jón Þ. Þór les þýðingu sína (3). 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veð- urfregnir. 16.20 Litli barnatíminn Stjórnendur: Sesselja Hauks- dóttir og Anna Jcnsdóttir. Láki og Lína koma i heimsókn og segja frá tjaldútilegu og veiði- ferð og lesin sagan „Kalli og Kata í skemmtiferð“ eftir Margret Kellich í þýðingu Krist- ínar Lindu Ragnarsdóttur. 16.40 Tónhornið Stjórnandi: Guðrún Birna Hannesdóttir. 17.00 íslensk tónlist Sinfóníuhljómsveit fslands leik- ur Sinfóníu i þrem þóttum eftir Leif Þórarinsson; Bohdan Wodiczko stj. 17.15 Djassþáttur llmsjónarmaður: Gerard Chin- otti. Kynnir: Jórunn Tómasdótt- ir. 18.00 Á kantinum Birna G. Bjarnleifsdóttir og V.< ■' * Gunnar Kári Magnússon stjórna umferðarþætti. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Á vettvangi KVÖLDIÐ MIÐVTKUDAGUR 4. ágúst 19.45 Fréltaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 „Thc Ventures" Breskur dæguriagaþáttur með hljómsveitinni „The Ventures", sem var stofnuð árið 1958. 21.10 Babelshús. Nýr flokkur. Fyrsti þáttur. Nýr sænskur framhaldsmynda- flokkur í sex þáttum, byggöur á skáldsögu P.C. Jersilds. Leikstjóri: Jonas Cornell. Aðalhlulverk: Frej Lindqvist, Keve Hjelm, Lissi Alandh, Sven Lindberg o.fl. Þættirnir gerast á sjúkrahúsi í Stokkhólmi. I>ýðandi: Dóra Hafsteínsdóttir. (Nordvision — Sænska sjón- varpið.) 21.55 HM í knattspyrnu. Keppt til úrslíta um 3. sætið. (Eurovision — Spænska og danska sjónvarpið.) 23.55 Dagskrárlok. 20.00 „Intrusus", hljómsveitar- verk eftir Mark W. Philips Hljómsveit háskólans í Indiana leikur: Guðmundur Emilsson stj. 20.25 Endurminningar þriggja kvenna: Guðrún Guðmunds- dóttir frá Melgerði. Fyrsti þáttur Sigfúsar B. Valdi- marssonar. (Hljóðritað í mars 1982.) 20.40 Félagsmál og vinna Umsjónarmaður: Skúli Thor- oddsen. 21.00 Píanósónata í fís-moll eftir Igor Stravinsky. Paul Crossley leikur. 21.30 Útvarpssagan: „Næturglit" eftir Francis Scott Fitzgerald Atli Magnússon les þýðingu sína (3). 22.00 Tónleikar 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 „Ofurstinn" smásaga eftir Ingólf Sveinsson. Helgi Skúla- son leikari les. 23.00 Þriðji heimurinn: kenningar um þróun og vanþróun (2. hluti). Umsjón: Þorsteinn Helgason. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.