Morgunblaðið - 04.08.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.08.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1982 hlut að máli. Það væri í sjálfu sér ósköp skiljanlegt að fólk hugsaði sig um tvisvar, áður en það festi um sig belti í þessum snarbröttu hlíðum. Sjálfur kvaðst hann þó ekki losa bílbeltið á þessum slóð- um. í framhaldi þessa var Óli spurð- ur hvort ætla mætti að einhver banaslys yrðu beinlínis af völdum bílbelta. Hann svaraði: „Þau eru aðeins örfá sem e.t.v. má rekja til beltisins. Hins vegar vitum við það, að ef hraði er mjög mikill, segjum á annað hundrað kíló- metra, og árekstur verður harður, þá breytir það oft engu hvort menn eru í beltum eða ekki. I slík- um tilfellum verður stórslys ekki umflúið. En það er afskaplega fá- títt að beltin sem slík geti verið banavaldur, þó við neitum auðvit- að ekki þeim möguleika. Það er ekkert algilt í þessum efnum." — Sumir telja lögleiðingu bíl- belta siðferðilega ranga á meðan unnt er að rekja dauðaslys til notkunar þeirra. Hvað segir þú um þetta sjónarmið? „Eg get alveg tekið undir þetta sjónarmið. Ef hægt væri að fá fram almenna notkun bílbelta með áróðri einum saman, yrði ég manna fyrstur til að hafna lög- leiðingu. Lögleiðing er hlutur sem helst ber að forðast. Það þyrfti gífurlegan og stöðugan áróður, til að ná fram þeirri notkun sem fæst með lögleiðingu. Slíkan áróður höfðum við í frammi nú um helg- ina og árangurinn varð sá, að um 60—70% farþega í framsæti not- uðu belti,“ sagði Óli. Samkvæmt könnunum Umferð- arráðs er beltanotkun mest hjá farþegum sem aka til og frá Reykjavík um Vesturlandsveg, Suðurlandsveg og Reykjanes- braut. Óli kvað rannsóknir hafa sýnt að mun meiri þörf væri á bílbeltanotkun innanbæjar og sagði hann það von sína að menn hygðu nú að þeirri staðreynd eftir að hafa gert sér grein fyrir nauð- syn þeirra á vegum úti um versl- unarmannahelgina. Yfirleitt kvað Óli verslunar- mannahelgina hafa gengið vonum framar, einkum ef miðað væri við þann aukna umferðarþunga sem virtist hafa verið. Mesta umferð sagði Óli hafa verið í Árnessýslu, en þar ræki elstu menn ekki minni til að hafa séð annað eins. Stærstu útisamkomurnar hefðu verið í Atlavík, Galtalækjarskógi og Húsafellsskógi. Samtals mætti ætla að 10—12 þúsund manns hefðu gist þessa staði um helgina. Ljóflm. Mbl. Ólmfur. Það var líf og fjör í Galtalækjarskógi. Hér má sjá fólk á öllum aldri á útiskemmtun á sunnudaginn. Kvöldið áður hafði farið fram stórkostleg tlugeidasyning, varðeldur var tendraður og síðan haldinn dansleikur, sem stóð langt fram eftir nóttu. Ljósm. (iunniiupir. 20 grunaðir um ölvunar- akstur í Arnessýslu LÍÍGREGLAN á Selfossi tók rösklega um ölvun við akstur. Að sögn Jóns neyddist lögreglan til að hýsa suma mennt þurfti lögreglan á Selfossi þó fólki um verslunarmannahelgina, og hófsemi í notkun áfengis. Tvö minniháttar slys urðu þar eýstra, annað er piltur datt af bifhjóli og hitt er bifreið valt, með þeim afleiðingum að farþegi fót- brotnaði. Dansleikir og útisam- komur fóru hið besta fram, að sögn lögreglu. Á milli 4 og 5 þús- und manns dvöldu í Þjórsárdal um helgina, en einnig var fjölmenni á Þingvöllum, 2—3 þúsund, og á Laugarvatni, 1—2 þúsund. Jón I. Guðmundsson kvaðst telja umferð hafa verið mun meiri tuttugu ökumenn um helgina grunaða I. Guðmundssonar, yfirlögregluþjóns, þessara ökumanna sakir ölæðis. Al- ekki að hafa mikil afskipti af ölvuðu þakkar hún það fremur tilviljun en nú en áður um verslunarmanna- helgi. Eftir atvikum mætti lög- reglan því vera nokkuð ánægð. Varðandi notkun öryggisbelta sagði Jón að einhver hefði komist að þeirri niðurstöðu, eftir taln- ingu, að hún væri um 25%. Mest væri hún þó á leiðinni milli Reykjavíkur og Selfoss. Kvaðst Jón áiíta að fylgni væri milli notk- unar og öruggs aksturs. Þeir sem á annað borð væru óvarkárir notuðu ekki beltin. Sumarblíða í Atlavík. Óli sagði bílbeltanotkun hafa verið nokkuð almenna, og hefði hún aukist er leið á helgina. Að- spurður hve stór hluti farþega í framsæti hefði notað beltin, svar- aði Óli: „Jafnmest var bílbelta- notkunin í Þingeyjarsýslu eða 75%. Sem dæmi um aukna notkun má nefna að við talningu á Suður- landsvegi á föstudag og föstu- dagskvöld reyndust milli 30—40% ökumanna nota belti. Við talningu á sama vegi og á Vesturlandsvegi á mánudag var notkunin komin upp í 79%. Þessar tölur eru mjög gleðilegar, bæði fyrir okkur hér hjá Umferðarráði og ekki síst bíl- stjórana sjálfa. Óskandi væri, að sá jákvæði andi, sem ríkti í um- ferðinni um verslunarmannahelg- ina, ríkti allan ársins hring.“ Að sögn Óla H. Þórðarsonar var minnst notkun bílbelta á Vest- fjörðum og Austfjörðum, þar sem hún fór upp í um 50% þegar mest var. Aðspurður hvort hér kynnu staðhættir að eiga hlut að máli, sagði ÓIi að vissulega mætti ætla að hið háskalega iandslag ætti Þessi ungi sveinn þurfti sannarlega skolunar vió, eftir að hafa reynt vió þrautabrautina. * — segir OIi H. Þórðarson „Verslunarmannahelgin gekk stórslysalaust. Harðasti áreksturinn varð á blindhæð á Tjörnesi og reyndust meiðsli smávægileg, en talið er að öryggisbelti hafí afstýrt meirihátt- ar meiðslum,“ sagði Óli H. þórðarson er Mbl. spurði hann frétta af þessari mestu umferðarhelgi ársins. „Vegalögreglu- menn um land allt voru mjög ánægðir meö hversu vel fólk virti hraðatakmarkanir þrátt fyrir einstakar undantekningar eins og gengur. Ölvun við akstur var nokkur og eru þau tilfeili allt of mörg, þegar menn setjast ölvaðir undir stýri.“ Það lentu margir undír í viðureign við þrautabrautina sem skátarnir reistu á Ulfljótsvatni. Ljósm. GunnUuinir. Umferöin um Verslunarmannahelgina: Óskandi væri að þessi já- kvæði andi ríkti allt árið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.