Morgunblaðið - 04.08.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.08.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1982 5 Vijfdís Finnbogadóttir foraeti íslands og Marjfrét Danadrottninjf um borð í Dannebroff. Þúsund ára landnáms Eiríks rauöa minnst 3- ágwst, fri llirti (iuhsjai blahun. Mbl. á (irienlandi. „GRÆNLAND er á leid til aukins sjálfsUeóis, baráttan og þróun þjóð- arinnar hefur ekki veríð sársauka- laus. Sporin og sérstaklega sárin minna okkur ætíð á að frelsið og sjálfstæðið er dýru verði keypt,“ sagði Henrik Lund, bæjarstjóri i Oaqortoq, er hann setti formlega há- tíðahöldin á Grænlandi vegna 1000 ára landnáms Eiríks rauða, við mót- töku í Narssarssuaq. Viðstaddir hátíðahöldin ern þjóðhöfðingjar fjöffurra landa, Margrét Danadrottn- ing, Olafur Noregskonungur. Vigdís Kinnbogadóttir forseti íslands og Ed Sebreyer landsstjóri Kanada auk margra anarra gesta. Meðan á hátíðahöldunum stendur munu gestirnir ferðast víða um svo- kallaða Eystribyggð á Suður-Græn- landi. I dag foru þjóðhöfðingjarnir ásamt gestum til Bröttuhlíðar, landnámsjarðar Eiríks rauða, en hann mun hafa numið land þar 982. Þar var m.a. afhjúpað minnismerki um landnám Eiríks rauða eftir Hans Lynge, en hann er eini Græn- lendingurinn sem hefur verið sæmdur íslensku Fálkaorðunni. Minnismerkið sem er úr bronsi sýnir vopnum búinn víking í stafni langskips og er undirstaða þess grænlenskur steinn. Minnismerkið stendur í hlaði bæjarins Bröttu- hlíðar og var það Eiríkur rauði Tretvíksson bóndi þar sem afhjúp- aði minnismerkið. Þá messaði Magnús Larsson prófastur á rúst- um Þjóðhildarkirkju, sem er fyrsta kirkjan sem byggð var á Græn- landi rétt eftir árið 1000. Það var Þjóðhildur kona Eiríks rauða sem lét byggja kirkjuna í óþökk manns síns, sem ekki vildi láta af ásatrú og neitaði hún síðan að sænga með honum eftir það og segja sögur að það hafi Eiríki fallið illa. Við rústir kirkjunnar hafa fundist beina- grindur um 140 manna. Þá voru einnig skoðaðar rústir bæjar Eiríks rauða og stórrar kirkju sem við tók af Þjóðhildarkirkju og var notuð í hundruð ára. Síðan snæddu þjóð- höfðingjarnir hádegisverð undir berum himni, en veður hefur verið mjög gott hér, um 20 stiga hiti og sólskin. Eins og áður sagði hófust hátíða- höldin með samsæti í Narssars- suaq 2. ágúst og voru þar staddir þjóðhöfðingjarnir og aðrir gestir. Margrét Danadrottning kom hing- að 30. júli ásamt Hinrik prins og sonum sínum, en á mánudaginn komu Ólafur Noregskonungur, Vigdís Finnbogadóttir og Ed Schreyer landsstjóri Kanada. Á sunnudaginn voru drottningin og fylgdarlið hennar viðstödd messu og fermingu í Görðum eða í Kaligó eins og staðurinn heitir á græn- lensku. Á mánudag tók drottning síðan á móti gestum um borð í Dannebrog, en hún býr þar um borð ásamt Ólafi konungi og Vig- disi. Á miðvikudag verður haldið til Narssaq. Verður bærinn skoðaður og litið inn á minjasafn, sjúkrahús, elliheimili og dagheimili meðal annars. Um kvöldið verður síðan haldið til Julianeháb þar sem há- tíðahöldunum verður haldið áfram en einnig verður kirkjan á Hvalsey skoðuð. Meðal islensku gestanna hér má nefna dr. Kristján Eldjárn fyrrum forseta Islands, sem hér vann að fornieifagreftri áður en hann varð forseti, Einar Ágústsson sendi- herra íslands í Danmörku, Ted Árnason borgarstjóra í Gimli, Halldór Reynisson forsetaritara, Magnús Oddsson bæjarstjóra á Akranesi, en Kakartork er vinabær Akraness, Sigurð Óla Brynjólfsson bæjarfulltrúa á Akureyri, en Narssaq er vinabær Akureyrar, Þór Magnússon þjóðminjavörð. Hjálmar Ólafsson formann Norræna félagsins og Hjört E. Þór- arinsson bónda, Tjörn í Svarfað- ardal. Hann er fulltrúi Búnaðarfé- lags íslands og færði Grænlending- um graðhestinn Kveik að gjöf. Bærinn Nassassuaq eða sléttan mikla eins og nafnið þýðir á græn- lensku var byggður af ameríska hernum meðan á síðari heimstyrj- öldinni stóð. Utan flugvallarins sem er annar alþjóðlegur flugvöll- ur Grænlands, og einnig iskönnun- ar- og veðurstöð, er aðeins eitt hót- el, Artik-hótcl í bænum. íbúar Nassassuaq eru aðeins 140. Her- stöðin var ekki notuð í hernaðar- legum tilgangi eftir 1941. En í Kóreustríðinu var hér sjúkrahús á vegum bandaríska hersins þar sem möguleiki var á að taka á móti 1000 sjúklingum. Ameríkanar yfirgáfu herstöðina 1958. Hinu megin Ei- ríksfjarðar er Brattahiið og þar búa um 140 manns sem stunda sauðfjárbúskap og auk þess sjó- mennsku að litlu leyti. Minnismerki um Eirík rauða sem var afhjúpað í Brattahlíð. Graðhesturinn Kveikur sem lalendingar færðu Grænlendingum að gjöf. Kven- strigaskór Litir: Grænt, hvrtt, navy. St. 36—41. Varö: 196.00. Litir: Svart, hvítt. St. 36—41. Varfc 15340. Litir: Hvítt, drapp. St. 36—41. Verö 198.00. Litir: Rautt, hvítt. St. 36—41. Verö 198.00. Austurstracti sími: 27211

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.