Morgunblaðið - 04.08.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.08.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1982 Kröftug sprenging við aðsetur E1 A1 í MUnchen Mvndin sýnir hvar smáhestar eru reknir í vatn á leið á uppboð sem haldið er árlega í Virginíu. Uppboð þetta á villtum smáhestum dregur jafnan að sér mikla athygli ferðamanna, en þennan dag fara hcimamenn úr sparifötunum yfir í „kúrekafotin“ til tilbreytingar. Miinrben. .1. ápwL AP. LÖGRGGLAN í Miinchen stendur ráðþrota og hefur boðið háar fjárhæðir hverjum þeim sem veitt getur einhverjar upplýsingar um sprengingu, sem tætti í sundur gang, sem liggur að höfuðstöðvum ísraelska flugfélagsins El Al á Riem-flugvellinum í Miinchen. Sjö manns slösuðust í sprengingunni. Að því er sprengjusérfræðingar segja hafði stórri sprengju, með rúmlega kílói af kröftugu sprengi- efni, verið komið fyrir í ferðatösku á ganginum nokkru áður en sprengingin varð. Var hún svo öfl- ug, að öll klæðning á ganginum þeyttist af og einvörðungu grindin stendur eftir. Engin hefur lýst ódæðinu á hendur sér og lögreglan hefur ekki minnstu hugmynd um hver eða hvaða samtök gætu hafa verið þarna að verki. Hins vegar beinist athyglin að and-ísraelskum sam- tökum. Talið er fullvíst að sprengjunni hafi verið ætlað að springa um borð í flugvéi E1 A1 er hún væri komin á loft. Vél frá E1 A1 átti að fara i loftið hálfri klukkustundu áður en sprengingin varð, en seinkaði. Mikið mannfall 1 blóðugri byltingartilraun í Kenýa Nairóbí. Kenýa, 3. ágúst. Al*. NÍUTÍI) manns létu lífið og 500 særöust, þar af um 200 alvarlega, þegar ungir liösforingjar í flugher Kenýa stóöu aö blóöugri byltingar- tilraun í höfuöborg landsins á sunnudag. Stjórnarhermönnum tókst aö ráöa niöurlögum bylt- ingarmanna eftir blóöug átök, sem stóöu fram á mánudagskvöld á flugvelli borgarinnar. Voru meira en 300 byltingarmenn handteknir. Mikil ringulreið virtist ríkja í herbúðura byltingarmanna jafnt sem stjórnarhersins. Þannig urðu saklausir ökumenn fyrir barðinu á hinum og þessum hópum, sem settu upp vegatálmanir. Voru öku- menn og farþegar þeirra rændir og umsvifalaust skotnir ef þeir hlýddu ekki skipunum. Fregnir bárust af stjórnarher- mönnum, sem sýndu ekki meiri hollustu en svo, að um leið og siot- aði til í linnulausum bardögum létu þeir til skarar skríða og réð- ust inn í spilavíti og stórt hótel í leit að fjármunum. Lést einn her- maður er hann reyndi að opna lás á öryggishólfi með riffilskoti. Fékk hann kúluna í sig er hún endurvarpaðist af grjóthörðum málminum. Flestir þeir sem særðust voru almennir borgarar, sem urðu á milli bardagasveita og bylt- ingarmanna og stjórnarhersins. Hungurverkfall í rúman mánuð FJORIR meðlimir hvítasunnusafnaðarins í Sovétríkjunum hafa nú verið í hungurverkfalli í meira en mánuð tii að leggja áherslu á kröfur sínar við stjórnvöid, um að þeir fái að ilytja úr landi. Lidia Vasjtjenko, 32 ára að aldri, mun vera rúmliggjandi og mjög máttvana eftir 38 daga föstu. Það eru þeir sex meðlimir safn- aðarins í sendiráði Bandaríkjanna í Moskvu ásamt ættingjum þeirra í bænum Tjernogorsk í Síberíu, sem enn hafa ekki misst móðinn og berjast enn fyrir kröfum sín- um. Barátta þeirra hefur nú staðið í fjögur ár, en þeir þustu inn í sendiráðið þann 27. júní 1978 og báðu um hjálp Bandaríkjanna við lausn sinna mála, þ.e. að fá leyfi yfirvalda til að flytjast úr landi þar sem þeir hafi ekki fengið frið til að iðka sína trú í friði. Ásamt Lidiu eru nú í hungur- verkfalli, og hafa verið frá því 1. júlí, móðir hennar og tvær systur. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa oft látið til sín taka í málinu ásamt stjórnvöldum annarra landa, s.s. Svíþjóðar, en engin lausn virðist vera í sjónmáli. Daniel Arap Moi, forseti Kenýa. Var stöðugur straumur særðra á Kenyatta-sjúkrahúsinu og hvað eftir annaö var fólk hvatt i út- varpi til að gefa blóð, þar sem mikill blóðskortur var í sjúkra- húsinu. Byltingarmönnum var í gær gefinn 24 stunda frestur til að gef- ast upp, ella yrði hafin skipuleg leit að þeim og þeir aflífaðir hvar sem til þeirra næðist. Ekki hafði nokkur þeirra gefist upp seint í dag, þriðjudag, og svo virðist sem þeir muni heldur berjast þar til yfir lýkur. Leiðtogi byltingar- mannanna, sem talinn er vera for- ingi að nafni Odipo, hefur ekki náðst. Forseti landsins, Daniel Arap Moi sem slapp óskaddaður frá byltingartilrauninni, setti út- göngubann á í höfuðborginni og lýsti um leið yfir þakklæti sínu í garð stjórnarhermanna, sem hann sagði hafa brugðist hetjulega við og kæft byltingu í fæðingu. I.ouis Cohen, læknir, og kona hans horfa hugfangin á átta mánaða gamla dóttur sína, Carnie, er hún setur stút á varirnar og flautar betur en nokkur atvinnumaður. Þessa iðju kvað hún stunda mikið um þessar mundir. 11.000 jarðsprengjur umhverfis Port Stanley: Falklendingar vilja færa höfuðstaðinn l>ondon, 3. ágúst. Al*. NOKKUR hundruö Falklandsey- ingar vilja nú yfirgefa höfuöstaö eyj- anna, l’ort Stanley. Ástæöan er sú, aö þeir eru hræddir um aö fjöldi jarösprengja, sem Argentínuher gróf í jöróu og hefur ekki sprungið, eigi eftir aó granda saklausum íbúum þegar síst varir. Vilja íbúarnir færa höfuðstaðinn á sinn upprunalega stað í Port Lou- is um 40 km norðan við Port Stan- ley og skilja 2.500 manna herlið Breta eftir þar til að gæta mann- virkja. Þegar hefur einn breskur her- maður látið lífið og átta slasast í leit að jarðsprengjunum, sem tald- ar eru um 11.000 talsins. Yfirmaður herliðsins á eyjunum sagði í vik- unni, að mörg ár tæki að finna all- ar jarðsprengjurnar og gera þær óvirkar. Á meðan svo er ástatt telja íbúar Port Stanley að þeim sé ekki óhætt þar. Terry Peck, einn meðlima lög- gjafarráðs eyjanna, er maðurinn á bak við hugmyndina að flytja höf- uðstaðinn. Hundrað eyjarskeggja hafa fylkt liði með honum og taka undir skoðun hans, að ekki líði á löngu þar til barn deyr af völdum jarðsprengju. Því sé viturlegra að færa sig um set áður en slys hljót- ast af. „Jarðsprengjurnar hafa gert okkur lífið óbærilegt,“ segir Peck. „Eina leiðin til að búa áfram á eyj- unum er að færa hofuðstaðinn, langt frá jarðsprengjusvæðinu." Þingmaður sviptir sig lífi Hirmingham. Kngiandi, 3. ágúst. Al’. ÞINGMAÐUK íhaldsflokksins, Joce- lyn Uadbury, 36 ára aö aldri, þjáðist af þunglvndi áöur en hann stytti sér aldur meö skambyssu, samkvæmt heimild- um t dag. Mágur hans, Richard Wootten, sagði að Cadbury, sem var af hinni þekktu ætt sem á og rekur súkku- laðiverksmiðjurnar, hafi þjáðst af þunglyndi vegna þess að hann hefði haft á tilfinningunni aö hann hefði ekki sinnt nægilega þeim kjósendum sem komu honum á þing. Hann var þingmaöur fyrir Burmingham, þar sem atvinnuleysi er í hámarki. Skýrsla líkskoðara liggur ekki enn fyrir, en lögregla hafði í fyrstu áhyggjur af því að ekki væri allt með felldu varöandi lát Cadbury, en banamein hans var eitt skot í höfuð- ið. Að sögn breskra blaðamanna, sem rætt hafa við íbúa eyjanna eru þeir ekkert yfir sig hrifnir af frammistöðu bresku stjórnarinnar eftir að deilunni lauk. Mótast af- staða eyjarskeggja af gremju blóndnu vantrausti, ekki hvað síst eftir að herliðið settist að á eyjun- um. Finnst eyjarskeggjum þeir hafa tapað sjálfstæði sínu að miklu leyti og að tilveran hafi tekið á sig annan og grárri blæ. Veður víða um heim Akureyri 20 léttskýjað Amsterdam 28 heióskírt Aþena 34 heiðskírt Barcelona 26 léttskýjað Berlín 28 heiðskírt Brtissel 25 skýjað Chicago 28 heiðskírt Oyflinni 18 skýjað Feneyjar vantar Frankfurt 30 heiðskirt Færeyjar vantar Genf 24 skýjað Helsinki 26 heiðskírt Hong Kong 27 skýjað Jerúsalem 28 heiðskírt Jóhannesarborg 17 heiðskirt Kairó 35 heiðskírt Kaupmannahöfn 26 heiðskírt Las Palmas 25 hálfskýjað Lissabon 24 skýjað London 28 skýjað Los Angeles 28 skýjað Madrid 26 heióskirt Malaga 24 léttskýjað Mallorca 26 skýjað Mexíkóborg 23 heiðskfrt Miami 33 skýjað Moskva 27 heiðskírt Nýja Delhi 33 skýjað New York 30 skýjað Osló 33 heiöskirt París 21 heiðskirt Perth 17 heiðskirt Rio de Janeiro 32 heiðskírt Reykjavik 14 skýjað Rómaborg 35 heiðakírt San Francisco 19 heiðskírt Stokkhólmur 28 heíðskírt Sydney 23 heiðskírt Tel Aviv 30 heiðskírt Tókýó 28 rigning Vancouver 18 rigning Vínarborg 26 skýjað Pórshöfn 13 þokumóða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.