Morgunblaðið - 04.08.1982, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.08.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1982 39 hefði haft af að starfa í félaginu og sjá, hvernig því tókst að hrinda mörgum velferðarmálum hrepps- félagsins í framkvæmd. Ennfremur fannst mér sjálfsagt að reyna að leggja mitt fram til þess að gera gagn í þessu litla hreppsfélgi, sem varð heimili mitt. Ég held, að enginn geti sagt annað en að öll störf félagsins hafi verið unnin í þágu sameiginlegra hags- bóta allra í hreppnum." (Viðtalið var tekið 1973.) Þegar mér barst á sínum tíma andlátsfregn frænda míns og vin- ar, Einars í Ásgarði, var ég stadd- ur vestur í Bandaríkjunum. Vissu- lega kom fregnin mér á óvart, því að ég átti ekki von á, að þessi sterkbyggði, þrekmikli og tiltölu- lega ungi maður yfirgæfi jarðsvið- ið með svo skjótum hætti sem raun varð á. Að sjálfsögðu hefði ég kosið að vera við útför hans, sem fór fram 1. mars á sl. ári, en því varð ekki við komið, en þótt seint sé vil ég nú kveðja hann með fá- einum orðum. Einar var Suðurnesjamaður í húð og hár, fæddur og uppalinn í Grindavík, sem var starfsvett- vangur hans til hinstu stundar. Faðir hans og afar báðir voru harðduglegir og fengsælir for- menn, og ekki verður annað sagt, en að Einar hafi erft þá hæfileika í ríkum mæli. Hann var ekki tví- tugur, þegar honum var fyrst falin formennska á báti, og síðan var hann skipstjóri allt til hinstu stundar. Fyrsti vélbáturinn, sem hann stjórnaði, var í eigu föður míns, Einars í Garðhúsum. Ég man vel eftir, þegar þetta gerðist, og mig minnir að Einar hafi þá verið að- eins 17 ára. Síðan var hann skip- stjóri á ýmsum vélbátum, en átti þá alltaf hluta af útgerðinni sjálf- ur, fyrst með frænda sínum, Jóni Gíslasyni frá Vík, og síðar með Guðmundi bróður sínum og Gísla Jóhannssyni mági sínum. > Það var enginn leikur, lífið í fámennum sjávarþorpum suður með sjó á árunum milli heims- styrjaldanna. Lífsbaráttan var miskunnarlaus, skipin lítil og ófullkomin, samanborið við allar aðstæður í dag, tækniframfarir svo til óþekktar og öll véivæðing á byrjunarstigi. Þetta var harður og erfiður skóii mörgum unglingum, sem áttu ekki í önnur hús að venda, þegar leita skyldi sér at- vinnu, en það herti þá og fæddi af sér marga afbragðs dugnaðar- menn. Einar var mikill gæfumaður alla sína skipstjórnartíð, því að hann varð aldrei fyrir teljandi áföllum, þótt oft væri verið á sjó við erfiðar aðstæður og landtakan þá stundum stórhættuleg. En á slíkum stundum koma skipstjórn- arhæfileikarnir hvað gleggst í ljós. Einar var að vísu gerkunnug- ur öilum aðstæðum þekkti bæði landtökuna og sjávarlagið, en meira þurfti til, ef vel átti til að takast. Við slíkar aðstæður verða skip- stjórar oft að taka erfiðar ákvarð- anir án minnsta hiks eða víls, og þá sýna þeir best skipstjórnar- hæfileikana. Einar var gætinn og lét sér mjög annt um öryggi skip- verja sinna og báts, því að hvort tveggja hélst í hendur, en hann var jafnframt áræðinn og djarfur, og þar sem góð eðlisgreind, mikil reynsla og þekking á starfinu fór saman, farnaðist honum ævinlega vel. Aldrei hlekktist honum á, og aldrei týndi hann manni af sinni fleytu. Ég held, að það hljóti að vera ánægjulegustu augnablik í starfi hvers skipstjóra, þegar honum hlotnast sú gæfa að geta hjálpað meðbræðrum sínum, sem eru í nauðum staddir á öldum hafsins. Þetta reyndi Einar líka. Hann bar gæfu til að bjarga tveim mönnum frá drukknun á Járngerðarstaða- sundi við mjög erfiðar aðstæður. Til þess þurfti bæði lag, kjark og snarræði. Heimili þeirra Laufeyjar og Einars, Ásgarður í Grindavík, er mér jafnan mjög minnisstætt. Ég kom þar oft og naut mikillar gestrisni. Það var fallegt og það, sem meira var um vert, þar ríkti góður andi. Ég er sannfærður um, að þeir eru fleiri en ég, sem sakna þeirra hjóna af heilum hug, þegar þau hafa nú verið kölluð burt, sakna skemmtilegra samræðna ogánægjulegs viðmóts — sakna þess anda, sem þar ríkti jafnan. Ásgarður í Grindavík bar merki velsældar. Víst má þakka það dugnaði eiginmannsins og góðra aflabragða. En slíkt er ekki ein- hlítt og ég hef aldrei verið í vafa um, að Laufey átti sinn stóra þátt í hagsæld heimiiisins. Ég hef áður sagt á prenti, að gengi eiginmanns byggðist að verulegu leyti á mannkostum maka hans, og sú skoðun rýrir á engan hátt kosti og hlut mannsins. Við Einar ræddum oft ýmis mál, sem voru þá og þá stundina í brennidepli í fréttum. Skoðanir okkar voru oftast nokkuð líkar á hinum ýmsu málefnum, en væri svo ekki, sagði hvor um sig álit sitt umbúðalaust. Stundum bar trúmál á góma, því að Einar var maður trúaður og trúði meðal annars á framhald lífsins. I þeim efnum sagði hann mér m.a. einu sinni, að amma okkar frá Garðhúsum fylgdist alltaf með honum, já, við hvert fótmál, og hann taldi sig hafa gildar sannan- ir fyrir því. Er ég ekki í neinum vafa um, að frændi minn trúði ein- læglega, og það er von mín, að hann hafi haft rétt fyrir sér. Það hefur verið og er, að ég held, enn siður á Suðurnesjum að menn geri sér glaðan dag að lok- inni vertrarvertíð. Slíkt verður að teljast eðlilegt og sanngjarnt. Mörg erfið verkefni hafa þá venju- lega verið af hendi leyst og unnt að kasta mæðinni um tima. Og ekki held ég að frændi minn í Ás- garði hafi látið sig vanta í hópinn, meðan hann var ungur og hress, enda maður hreinn og beinn, jafnt í gleði sem striti, og alltaf sami dugnaðurinn að hverju sem gengið var. Kom þá stundum fyrir, þegar ríkulega hafði verið fórnað á alt- ari gleðinnar, að ekki var neitt „tæpitungumál talað yfir fylltri skál“. Samúðarkveðja fylgir línum þessum til barna, venslafólks og vina þessara minnisstæðu og vin- sælu hjóna. Ólafur E. Einarsson. Póst- og símaþjón- usta hækkar um 18% PÓST- og símamálastjórnin hefur fengid heimild til 18% gjaldskrárhækkunar, og tek- ur ný gjaldskrá fyrir síma- þjónustu gildi 1. ágúst 1982, en fyrir póstþjónustu 1. sept- ember. Breytingar á símagjöldum verða sem hér segir: Stofngjald fyrir síma hækkar úr 1.491 krónu í 1.759 krónur án söluskatts, en með sölu- skatti verða þessar tölur 1.841 króna og 2.172 krónur. Símnotandi greiðir fyrir talfæri og uppsetn- ingu tækja eins og áður. Gjald fyrir umframskref hækk- ar úr 0,57 krónum í 0,67 krónur en sé söluskattur reiknaður með hækkar gjaldið fyrir hvert um- framskref úr 0,70 krónum í 0,83 krónur. Afnotagjald af heimilis- síma á ársfjórðungi hækkar úr 241,40 krónum í 285 krónur, en þessar upphæðir með söluskatti eru 298,13 krónur og 351,98 krón- ur, sem verður afnotagjald á ársfjórðungi með söluskatti. Þá hækkar venjulegt flutn- ingsgjald milli húsa á sama gjaldsvæði úr 745,50 krónum í 879,50 krónur. Þessar upphæðir með söluskatti eru 920,69 krónur og 1.086,18 krónur. Auóvitað fær Stína dúkka frítt til Kiíien en kiakkamir borsa 1.085.-kránur! ( helgarferðunum okkar til Kaupmannahafnar í sumar hugsum við sérstaklega um börnin. Tívolí, dýragarðurinn og Ðakkinn eru draumastaðir allra krakka og fullorðinna raunar líka. Við bjóðum þægilegt flug á föstudegi, gistingu á úrvals hótel- um í herbergi með baði, ásamt morgunverði og heimflug á mánudegi. Verðið er frá 4£54jOO kr. fyrir fullorðna en frát085j00 kr. fyrir börn 11 ára og yngri í herbergi með foreldrum sinum og það kostar ekkert að láta Stfnu dúkku fljóta með. Smellið þið nú krökkunum í strigaskóna og sjálf- um ykkur ( stellingar og drífið í að kaupa miða strax því sætafjöldi er takmarkaður og ferðirnar fyllast óðum. Leitlð upplýsinga hjá söluskrifstofum Flug- leiða, umboðsmönnum eða ferðaskrifstofun- um. Farpantanir eru einnig teknar í síma 25100. FLJUGLEIDIR G'ott fólk hjá traustu félagi Háð sampykW vtðkomandl stjómvalda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.