Morgunblaðið - 04.08.1982, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.08.1982, Blaðsíða 40
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1982 fíe&ftAríft ást er... o ... að gera morgun- leikfimina saman. TM Reg U.S Pat Off — aH riQhts reserved •1982 Loa Angetes Timeo Syndicete llann segist ekki geta lagaft þetta fyrir minni pening. — Á ég að láta hann fara eða leita að öðrum? Með morgnnkaffínu HÖGNI HREKKVlSI Heilagar hvalkýr — Trúarbrögð eða vísindi? I'orvaldur Gunnlaugss»n skrifar 29. júlí: „Velvakandi. Hvers vegna beitir Náttúru- verndarráð sér ekki fyrir algerri friðun þorskastofnsins? Eyþór Einarsson sagði í samtali við fréttamann útvarps að gögn væru ekki nægileg til þess að ljóst væri að hvalastofninn þyldi veið- arnar. Langreyðar eru uppistaða veiða íslendinga og hefur veiðin verið mjög stöðug (240 dýr að jafnaði) síðustu 35 ár. Hver veiddur hvalur er lengdarmældur, kyngreindur og í meirihluta tilfella aldursgreind- ur. Auk þess er fylgst með kyn- þroska og þungunartíðni. Fjöldi hvala hefur verið merktur á þessu ári. Þetta eru miklu nákvæmari gögn en aflað er um þorskinn. Hver dæmir þorskinn guði van- þóknanlegri skepnu en hvalinn? Ef greindarvísitala er lögð til grundvallar væri fróðlegt að vita hvaða gáfnapróf eru notuð og hvort rottan á ekki betri meðferð skilið vegna greindar sinnar. Fréttamaður Ríkisútvarps taldi um líf eða dauða hvalastofna að ræða ef hvalveiðibann yrði ekki virt. Þetta hlýtur að byggjast á sjálfstæðum rannsóknum frétta- stofunnar, því aðrar rannsóknir benda til að langreyðarstofninn hafi verið í vexti síðustu 5—10 ár. Fréttastofan mætti gera nánari grein fyrir niðurstöðum sínum. íslendingar beita öllum ráðum til þess að hver ær og gemlingur eignist sem flest lömb. Þau eru svo fituð á þeim nýgræðingi sem gæg- ist upp úr gróðurauðninni. Þessum lömbum er síðan slátrað engum til gagns, enginn viil eta kjötið þrátt fyrir niðurgreiðslur. Hvað segja menn við þessari landbúnaðar- stefnu í heimi þverrandi gróðurs? Það er margt sem við virðumst ekki hafa efni á að gera, sem að öllum líkindum er meira áríðandi en friðun vel nýttra hvala. Algert hvalveiðibann er líklegra til að valda sveiflum í lífkerfi sjávarins en áframhaldandi veiðar. Með veiðunum er einnig aflað mikilvægra upplýsinga um ástand stofnanna sem ekki má vanta í þá heildarmynd, sem Islendingar verða að hafa af allri lífkeðju sjávar." „Algert hvalveiðibann er líklegrm til að valda sveifhim í lífkerfi sjávar- ins en áframhaldandi veiðmr." Fyrirspurn til stjc ar verkamannabúst Reykvíkingur (3297—0818) skrifar: „Kæri Velvakandi! Nú stendur yfir úthlutun íbúða hjá stjorn Verkamannabústaða og væri fróðlegt að fá að vita eftir hvaða reglum er úthlutað. Kemur það fólk ekki til greina, sem á heilsuspillandi húsnæði? Sá, sem þetta ritar, sótti um íbúð, en fékk synjun. Ég á lítið timburhús, sem er um 30 fm að grunnfleti, með kjallara undir, sem er í svo slæmu ástandi, að varla er hægt að nota hann sem geymslu. Slagi er í öllum útveggj- um, en heilsa mín er orðin svo bágborin, að ég get ekki staðið í viðgerðum. Þetta húsnæði er nær óseljanlegt, því að auk þess að vera í slæmu ástandi er lóðin sam- eiginlega með öðrum aðila, sem hefur tvo kofa á lóðinni og notar þá sem geymslur í rekstri sínum. Ég hef víða átt heima í Reykja- vík, t.d. á árunum fyrir stríð. Þá fluttu foreldrar mínir á hverju ári, og mér liggur við að segja, að ég hafi átt heima í gamla bænum. Ég sótti fyrst Reykjavíkurborg fékk ekki. Ekker fá mannsæmani virðist að þetta k á, ætli að verða um háls. Það er v manni, en ég vai taxta þangað til að dæma mann t um timburhjalli Vel sagt, og þott _ _ • • "v, flestir landsrr fyrr hefði venð 'BB Starri skrifar: „Það var mál til komið að eitt- hvað heyrðist frá Loftferðaeftirlit- inu um ágang blaðamanna og for- vitinna á slysstað. Það er, og hefir verið, til háborinnar skammar hvernig blaðamenn og ljósmyndar- ar velta sér upp úr óförum annarra, m.a. til þess að reyna að auka sölu á lélegu blaði. Myndir af sundurtættu sæti og samanlögðum búk flugvélar eru síst til þess fallnar að bæta vanlíðan þeirra sem um sárt eiga að binda. Forvitnir gláparar hafa ekk- ert erindi á slysstaði, hvort heldur um bilslys eða flugslys er að ræða. Blaðamenn og ljósmyndarar eiga þangað EKKERT erindi heldur. Blaðamenn geta fengið alla þá vitneskju sem lesendur blaðanna kæra sig um, frá fuiltrúum Loft- ferðaeftirlitsins eða rannsóknar- nefndinni. Það er rétt athugað hjá Skúla Jóni Sigurðssyni, að blóðelsk- andi æsifréttaskrifarar þjóna ekki hinum hógværa lesendahópi blað- anna með því að velta sér upp úr ógæfu annarra. Þvert á móti vekja þeir mótmæli og andstyggð með framkomu sinni þear svona langt er gengið, enda er hinn hógværi les- endahópur seinn til vandræða. Skúli Jón Sigurðsson hefir með skrifum sínum um þessi mál sýnt að hann er næmur tilfinningamað- ur með mjög góða dómgreind og heilbrigða. Skúli Jón Sigurðsson Svona einfi er nú þetta I sama bla mál, er greir grein lætur el þess verð að 1 JNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR J8. JÖLi 19*2 Slys eða eðlilc upplýsingamií hjá Skéli Jón _________ fluifmálMtjórn skrifar „Velvakandi. Oft hefur gengió fram af mér •ó fylgjast með framgðngu aumra frétUmanna þegar sly8 „AiteAa Tj« ÁkváAum *d buu frÁtU- mönuum, ljónm7míur»m «* Ákrum rorritnum trié- med þ ogógi atburf sem b> ítraatj blaA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.