Morgunblaðið - 04.08.1982, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.08.1982, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1982 45 VEL^AKAftDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MANUDEGI „ TIL FÖSTUDAGS 1 ,V ■'.« Turbo (charger) og túrbína — tveir ólíkir hlutir ESAB ESAB ESAB Snorri (iuAmundíison skrifar: „Velvakandi. Það fer ekki framhjá neinum að þróun í bílaiðnaði er gífurlega hröð. Bifreiðir búnar ýmiss konar aukaútbúnaði, til að minnka bens- íneyðslu og auka afköst, eru al- gengari en áður. Ber þar helst að geta hinnar svokölluðu forþjöppu, sem sumir bílar geta státað af og eru þá merktir vel með orðinu „TURBO". Það er þó ekki kveikjan að skrif- um þessum, heldur það að ein- hverjir hafa tekið upp á því að segja slíka bíla búna „túrbínu". í nýjasta tölublaði Mótorsports er t.d. nokkrum sinnum getið um bíla búna „túrbínu" og í grein í DV laugardaginn 17. júlí er talað um „túrbínu" í hinum nýja Volvo Turbo GLT. Það er mikill misskiln- ingur að kalla forþjöppu túrbínu, því hér er um tvo hluti að ræða sem starfa á mismunandi vegu í mis- munandi tilgangi. Orðið „turbo“, sem skrifað er á nokkrar bíltegundir, er stytting úr enska orðinu „turbocharger" og hefur verið þýtt á íslensku sem for- þjappari (supercharger, turbo- charger) og því er bíll búinn „turbocharger" réttilega sagður búinn forþjöppu. Orðið „túrbína“ er aftur á móti komið úr enska orðinu „turbine", einnig islenskað sem hverfill eða hverfihreyfill. Hugmyndina að forþjöppu má rekja aftur til þriðja áratugarins. Bulluhreyfla flugvéla þurfti að endurbæta til að auka afköst þeirra i mikilli hæð. Lausnin -var blásari eða forþjappa sem sá um að dæla þéttu lofti að hreyflinum. Jók forþjappan þjöppunarhlutfall við- komandi hreyfils þannig að sprengingin í strokk hans varð öfl- ugri. Túrbína eða hverfihreyfill er í stórum dráttum hjói með spöðum á, sem fyrir áhrif vinds, vatns, gufu, þéttingar lofttegunda við bruna og þ.h. snýst um ás og má því láta afkasta vinnu. Túrbina er sem sagt vél sem afkastar vinnu, en forþjappa er vél sem vinnur vegna afkasta annarrar vélar. Túrbínur hafa einkum verið notað- ur. Þar spyr greinarhöfundur vegna bíóauglýsinganna ógeðfelldu: „Hvaða erindi á öll þessi sjúka og siðlausa glæpamennska úr spilltu stórborgarlífi í útlöndum inn á ís- lensk heimili?" Er nú furða þótt spurt sé. Siðlaus eftiröpun úr léleg- ustu hasarblaðamennsku veður hér uppi átölulaust. Klámmyndir vaða uppi í fjölbýlishúsum en ríkisrekið sjónvarp hefir heldur dregið í land með þann ósóma eftir að viðbjóður fólksins í iandinu varð ljós þeim er þar ráða ríkjum. Þeir hafa aftur á móti hert sig í glæpnum og sýna nú morð og hryðjuverkamyndir, sænskar sálsýkissenur og annan ófögnuð nær látlaust. Mannbætandi myndir eru sjaldséðar, og veitti nú ekki af að bera ljós inn í hrjáð mannlíf og myrk skúmaskot hug- arheims þess fólks, sem fyrir at- beina þeirra, sem síst skyldi, hafa rambað út í myrkvið ódyggðanna. Það sem verra er, er það, að skóla- gangan, sem áður skildi við ungl- ingana með hollt veganesti, skilar þeim nú illa uppfræddum, ráðvillt- um, óskrifandi og næstum ólæsum á íslenskt mál, út í þann harðvítuga slag, sem þeim hefir einna best ver- ið kennt að fást við, en það er að fara á bak við ríkið, stela sem mestu af því, að ljúga til um af- komu sína (framtalið), með lög- lærða menn sér til aðstoðar í mörg- um greinum. Svona einfalt er nú þetta bara ef menn þora að segja það. Túrbína (hverfihreyfill) í þyrlu. Réttur mfsuöuvír Eitt mikilvægasta atriðið varðandi rafsuðu er að velja rétta gerð rafsuðuvírs. Til þess að hámarksgæði verði á suðu er nauðsynlegt að vírinn sé valinn með tilliti til allra aðstæðna. Með þessa staðreynd í huga eigum viö til á lager mikið úrval rafsuðuvírs. Tæknimenn okkar veita frekari upplýsingar og eru þér innan handar um valið. Hafið samband við söludeild. ESAB í fararbroddi í 75 ár. HÉÐINN VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 mm Hreyfíll með forþjöppu. Forþjappan er efst til vinstri á myndinni og tengist við hvern strokk hreyfílsins. ar í fiugvélar, skip, raforkuver og þ.h., en forþjöppur einkum í flug- vélar og nú á seinni tímum m.a. í bifreiðir. Dæmi um notkun túrbína eða hverfihreyfla: Fokker Friendship, Twin Otter, Krafla. Dæmi um notkun forþjappa: Pip- er Pressurised Navajo (flugvél), Saab Turbo, Volvo Turbo GLT.“ Þessir hringdu . . . ^ JfeO rVi))iöttvy°o> Er ekki unnt að nýta slægjurnar? S.M. hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mér finnst það alltaf jafnónotalegt að fleygja slægjunum af blettinum hérna við húsið í ösku- tunnumar. Ég skal segja þér að þetta dregur sig saman þótt ekki sé það óskaplega mikið í hvert sinn. Og þessi sama saga hlýtur að gerast á öllum þessum ótalmörgu blettum við húsin í bænum. Það hlýtur að vera ógnarlega mikið í heildina sem fer til spillis af ilmandi töðu í borg og bæ. Er virkilega ekki unnt að nýta þessar slægjur á einhvern hátt? Er enginn aðili á meðai okkar, sem gæti breytt þessu með því að koma á einhvers konar heyhirð- ingarkerfi og í framhaldi af því graskögglavinnslu eða einhverju svoleiðis úrvinnslufyrirtæki? GÆTUM TUNGUNNAR Sést hefur: Þau horfðu á hvort annað. Rétt væri: Þau horfðu hvort á annað. Oft færi vel: Þau horfðust á. S2F SIGGA V/öGA £ \ilVtR4N ALLTAFÁ FIMMTUDÖGUM BRCCTU! MYNDASÖGURNAR KOMA ÁrJVDRGUN Vikuskammtur afskellihlátri V/NNA \\E'mí GVm W0 VELt WRQö \\m \ vfAO c)//VN. A' WÉKO& \\V0$T LG WtVA tftro ^AblQÓQ, VvBfáAt LtYÍM 'ÚIG \ ÓAO'btm 6C*M UV6LC&U 5KÓiimA.WMU, AUGlVSINGASTOFA KWSTÍNAB hf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.