Morgunblaðið - 04.08.1982, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.08.1982, Blaðsíða 46
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. ÁGÚST 1982 Tveir stórir sigrar gegn Færeyingum ÍSLAND vann tvo góða sigra gegn Færeyjum í knattspyrnulandsleikj- um sem fram fóru í Færeyjum um helgina. Hér var um A-landsleiki að ræóa, en engu aó síöur tefldu íslend- ingar fram uppistöðunni úr undir 21 árs liði sínu og styrktu hópinn aðeins með nokkrum eldri og reyndari köppum. Alls léku tíu ungir Islend- ingar sína fyrstu A-landsleiki að þessu sinni. Fyrri lcikurinn endaði 4—I fyrir ísland, en sá síðari 4—0. Færeyinnarnir byrjuðu með há- vaða og látum á mölinni í fyrri leiknum og áður en Islendingar vissu hvað klukkan sló, höfðu Færeyingarnir náð forystu í leikn- um. íslendingarnir voru daufir framan af og gestgjafarnir hefðu með heppni getað gert landanum lífið erfiðara ef þeir hefðu nýtt fleiri færi sem þeir fengu. En Is- lendingarnir hresstust smám saman og rétt fyrir leikhlé tókst Heimi Karlssyni að jafna metin. Fyrsta mark hans fyrir landslið í sínum fyrsta leik. Og síðari hálf- leikurinn var rétt nýbyrjaður þeg- ar Sigurður Grétarsson bætti öðru marki við. Eftir að íslenska liðið hafði náð forystunni dró smám saman allan mátt úr færeyska lið- inu og íslenska liðið gekk á lagið. Erlingur Kristjánsson skoraði þriðja markið, en hann lék þarna sinn fyrsta landsleik, og Sigurður Grétarsson bætti síðan fjórða markinu við áður en yfir lauk. Var það úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að Gunnari Gíslasyni hafði verið brugðið innan vítateigs. Islenska liðið var þannig skipað í leiknum: Þorsteinn Bjarnason, Hafþór Sveinjónsson, Viðar Hall- dórsson, Erlingur Kristjánsson, Sigurður Lárusson, Sigurjón Kristjánsson, Gunnar Gíslason, Omar Torfason, Aðalsteinn Aðal- steinsson, Heimir Karlsson og Sigurður Grétarsson. Trausti Omarsson og Þorsteinn Þor- steinsson komu inn á sem vara- menn, en þeir ásamt Hafþóri, Er- lingi, Sigurjóni, Aðalsteini og Heimi, léku sína fyrstu A-lands- leiki við þetta tækifæri. í síðari leiknum var byrjunar- liðið hið sama, en að þessu sinni fengu allir varamennirnir að spreyta sig er á leikinn leið. Léku þá Ásbjörn Björnsson, Jón Gunn- ar Bergs og Friðrik Friðriksson sína fyrstu landsleiki. Leikur ís- lenska liðsins var allur mun meira sannfærandi að þessu sinni og sig- urinn hefði getað orðið stærri ef góðum færum hefði ekki verið só- að. Islenska liðið fékk óskabyrjun, því Sigurður Grétarsson skoraði strax á 7. mínútu eftir snjallan undirbúning Viðars Halldórsson- ar. Besta og reyndar eina færi Færeyinga kom eftir rúman hálf- tíma, liðið fékk þá vítaspyrnu, en úr varð mikil „Cabrini-spyrna", knötturinn fór fram hjá íslenska markinu. Mörkin urðu ekki fleiri í Erlingur Kristjánsson skoraði þrí- vegis í tveimur fyrstu landsleikjum sínum. fyrri hálfleik, en í þeim síðari héldu íslendingum engin bönd. Erlingur Kristjánsson skallaði knöttinn í netið eftir aukaspyrnu Aðalsteins á 57. minútu og Sigurð- ur Grétarsson var aftur á ferðinni Sigurður Grétarsson skoraði fjögur mörk. á 65. mínútu. Lokaorðið átti síðan Erlingur, er hann skoraði þriðja mark sitt í tveimur leikjum, eftir hornspyrnu. Góður stórsigur ís- lenska liðsins var þar með innsigl- aður. Jaðarsmótið í golfi: Páll vann annað árið í röð l'ÁLL Ketilsson, GS, kom, sá og sigraði á Jaðarsmótinu í golfi sem haldið var á Akureyri um helgina. læiknar voru .76 holur, 18 á laugar- dag og 18 á sunnudag, og fór keppn- in fram í hlíðskaparveöri. Fór l’áll á 149 höggum, tveimur höggum minna en na-sti maður, Sigurður Pétursson. Páll, sem er aðeins tvítugur að aldri, sigraði ba‘ði með og án forgjafar, og er það annaó árið í röð sem hann vinnur tvöfalt á Jaðarsmótinu. Röð efstu manna varð þessi: Án forgjafar: högg: 1. Páll Ketilsson 149 2. Sigurður Pétursson 151 3. Magnús Jónsson 152 4. Magnús Ingi Stefánsson 155 5. Gunnar Þórðarson 156 Með forgjöf: 1. Páll Ketilsson 141 2. Magnús Ingi Stefánsson 145 3. Gunnar Þórðarson 146 Þá hlaut Björgvin Þorsteinsson, Sigurvegarinn á Jaðarsmótinu, Páll Ketilsson, setur niður síðasta „pútt- ið“. l.jÓHm. SH. GA, Ping-pútter að launum fyrir að vera næst 18. holu í keppninni. Kúla hans lenti aðeins 2,01 metra frá hoiunni eftir upphafshöggið. — SH. Rix og Jennings áfram hjá Arsenal TVEIK af bestu leikmönnum Ar.sen- al, þeir Pat Jennings og Graham Rix, hafa nú skrifað undir nýja samninga við félagið. Rix, sem um tíma hafði áhuga á því að leika á ítaliu, skrifaði undir þriggja ára samning, en Jennings, sem orðinn er 36 ára gamall, gerði samning til eins árs. Búast má við Arsenal-liðinu sterkara í vetur en á síðasta keppnistímabili, þar sem þeir hafa fest kaup á tveimur góðum leik- mönnum, Tony Woodcock frá FC Köln og Vladimir Petrovic frá Rauðu Stjörnunni í Júgóslaviu. Graham Rix Þrír efstu menn Jaðarsmótsins, Sigurður, Páll og Magnús, isamt Kjartani L. Pálssyni landsliðsþjálfara og Jónínu Pálsdóttur mótsstjóra. Ljóun. Óalur Sæm. í Evrópukeppni — Níu Blikastúlkur í hópnum ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu tekur i ár í fyrsta skipti þátt í Evrópukeppni landsliða. Und- irbúningur undir keppnina er þegar hafinn, en fyrstu leikirnir verða gegn Noregi í Tönsberg 28. ágúst og gegn Svíum í Kópavogi 9. septem- ber. ísland leikur i einum sterkasta riðli keppninnar, er með Norður- landameisturum Svía, silfurliði Finna og Noregi. 20 stúlkur hafa nú verið valdar til undirbúnings fyrir leikina tvo, en síðar verða valdar 16 í hvorn leik. Guðríður Guðjónsdóttir, UBK. Ragnheiður Jónasdóttir, í A. Sigrún Norðfjörð, Val. Arna Steinsen, KR. Ásta B. Gunnlaugsdóttir, UBK. Ásta M. Reynisdóttir, UBK. Bryndís Einarsdóttir, UBK. Brynja Gunnlaugsdóttir, Víking. Erla Rafnsdóttir, UBK. Erna Lúðvíksdóttir, Val. Jóhanna Pálsdóttir, Val. Kolbrún Jóhannsdóttir, KR. Kristín Aðalsteinsdóttir, ÍA. Laufey Sigurðardóttir, ÍA. Magnea Magnúsdóttir, UBK. Margrét Sigurðardóttir, UBK. Ragnheiður Víkingsdóttir, Val. Rósa Á. Valdimarsdóttir, UBK. Sigríður Jóhannsdóttir, UBK. Sigrún Blomsterberg, KR. Keppendur í þessari keppni verða að vera orðnar fullra 16 ára þann dag, sem leikur fer fram. Vegna þessara reglna þurfa nokkrar mjög efnilegar stúlkur að bíða eitt ár eftir sínu tækifæri með landsliðinu. Það er nú ljóst að margar þeirra munu banka hressilega á dyrnar hjá landslið- inu næsta ár, er keppnin heldur áfram. I þeim hópi, sem nú hefur verið valinn, eru 14 stúlkur, sem voru í 20 manna hópnum fyrir leikinn við Skota í fyrra, en leikinn unnu Skotar, 3—2, þar af 9 sem léku þann leik. Auk leikja Islands fara eftir- taldir leikir fram nú í ár: 18. ágúst Finnland — Svíþjóð. 15. september Finnland — Noregur. 30.9. eða 6.10. Svíþjóð — Noregur. Knattspyrna) • Rósa Á. Valdimarsdóttir, ein níu landsliðsmanna úr hinu sigursæla liði Breiðabliks. Francis til Ítalíu ENSKI landsliðsmaöurinn Trevor Francis, sem lék á síðasta keppnis- tímabili með Manchester City, hefur nú verið scldur til ítalska liðsins Sampdoria. Sampdoria greiðir City 1,7 billjón- ir líra, um 1,49 milljónir dollara, fyrir Francis, og munu árslaun hans verða um 140.000 dollarar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.