Morgunblaðið - 22.08.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.08.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1982 í 1)A(> kemur til lslands góður gestur, Anker Jargensen, forsæt- isráðherra Dana, ásamt konu sinni, Ingrid, og munu þau hjónin dveljast hér á landi í 3—4 daga. Af þessu tilefni hafði Ib Bjnrnbak, fréttaritari Mbl. í Kaupmanna- hiifn, eftirfarandi viðtal við Anker, en þar cr komið inn á ýmis mál, ástandið í dönskum efnahags- og stjórnmálum, samstarf Norðurlandaþjóðanna, NATO og Kfnahagsbandalagio. ANKKR Jorgensen, forsætisráð- herra Danmerkur, hafði sem ung- ur drengur í skóla íslenskt lands- lau fyrir augum sér alla daga. Þegar hann gat ekki haft hugann við kennsluna eða skólabækurnar lét hann sig gjarna hverfa inn í þann heim, sem birtist honum á einum vegg stofunnar, inn í mynd- irnar af Geysi, Gullfossi og Þing- völlum. Seinna kynntist hann verkum Gunnars Gunnarssonar og nú, í miðri stjórnmálaönninni, hlakkar hann til þess ásamt konu sinni, frú Ingrid Jorgensen, að endurnýja þessi kynni sín af Is- landi en þau hjónin koma þangað í dag, sunnudag, í 3—4 daga opin- bera heimsókn. íslandsför danska forsætisráð- herrans er gerð til að treysta vin- áttuböndin milli þessara tveggja norrænu bræðraþjóða og hún er farin þegar þannig stendur á í Danmörku, að öll þjóðin og stjórn- málamennirnir standa því sem na'st á öndinni yfir óáraninni í efnahagslífinu. Þegar þetta sam- tal við Anker fór fram hafði Knud Heinesen, fjármálaráðherra, ný- lega opinberað fjárlögin fyrir næsta ár en innihald þeirra og þeir baggar, sem þar eru bundnir, geta valdið því, að stjórnin verður að fara frá síðar á árinu. Kkki vantar heldur að hvatt sé til þess en Anker hefur fyrr komist í hann krappan og lætur sér því lítt bregða. Kadikalar vilja ekki í stjórn Tilraunir forsætisráðherrans til að fá miðjuflokkinn Radikale Venstre til liðs við stjórnina hafa nú endanlega farið út um þúfur og þar með útséð um að stjórnin geti tryggt sér öruggan meirihluta á þingi. Þeirri afstöðu radikala veld- ur að sjálfsögðu efnahagsástandið en einn af efnahagssérfræðingum jafnaðarmanna hefur komist svo að orði, að fjárlögin séu hrollvekja og að ekkert taumhald sé lengur á þróuninni í dönskum efnahags- málum. Opinberlega er gert ráð fyrir, að hallinn á fjárlögum næsta árs verði um 74 milljarðar dkr. en fæstir trúa því að það standist. Fremur að hann nálgist 90 millj- arðana. Vaxtagreiðslurnar eru himinháar, 40 milljarðar dkr. á næsta ári eða um 8% af þjóðar- framleiðslu, og er nú farið að styttast í að Danir slái öll fyrri met í skuldasöfnun meðal Vestur- Kvrópuþjóða. Dagblaðið Aktuelt, sem kalla má málgagn ríkisstjórn- arinnar, segir, að ekki verði kom- ist hjá því, að lífskjör Dana versni á næstunni samhliða stóraukinni skattbyrði. Aður en Anker Jorgensen held- ur til Islands mun hann eiga við- ræður við fulltrúa allra þingflokk- anna. Hvaða ályktanir hann mun af þeim draga veit enginn en víst er að hann er ekki óvanur veðra- brigðum á danska þinginu og kann að sigla á milli skers og báru. Alvarleg kreppa Hvaða augum lítur Anker Jorgensen stjórnmálaþróunina í Danmörku næsta áratuginn og líkurnar á styrkri stjórn þegar þannig háttar til, að 9 flokkar eru á þingi og þrýstihóparnir fleiri en tölu verði á komið? Kkki fer á milli mála, að okkur er mikill vandi á höndum á næsta ári, segir Anker Jorgensen. Þann- ig hefur það reyndar alltaf verið en nú bætist við sú alvarlega kreppa, sem hrjáir mestalla Anker Jörgensen, forsctisráðherra Dana. Anker Jörgensen hefur áunnið sér vinsældir og virðingu l«ngt út fyrir raðir síns eigin flokks. Þegar hann varð sextugur í júlí sl. var mikið um dýrðir í Danmörku og meira að segja íbúar Kristjaniu, sem oftar en ekki hafa verið upp á kant við yfirvöldin, komu i forsietisráðuneytið og fluttu honum afmæliskveðjur í Ijóði og söng. Var myndin tekin við það Uekifaeri. Norðurlandaþjóðirnar hafa yfirleitt náð þeim mark- miðum, sem þær hafa sett sér — segir Anker Jörgensen heimsbyggðina. Glíman við hana mun standa í mörg ár. Það eru ekki allir jafn lánsamir og íslend- ingar, sem hafa getað forðast atvinnuleysið í þeim mæli, sem við þekkjum hér í Danmörku og í fleiri löndum Vestur-Kvrópu. Verðbólgan gerir okkur einnig erf- itt fyrir en ég get þó huggað mig við, að hún er ekki jafn ofsafengin og á Islandi. Nú sem stendur er hún í kringum 10%. Auk þessa verðum við að búa okkur undir þær breytingar, sem nú eiga sér stað í tækniþróuninni og raunar öllu samfélaginu, en líf- ið er nú þannig, allt breytingum undirorpið. Við skulum ekki gleyma því, að við búum í alls- nægtaþjóðfélagi í samanburði við langflestar þjóðir og þótt hvert ólagið öðru meira skelli á okkur skulum við ekki gera það eitt að kvarta og kveina. Það er tilgangs- laust og leysir engan vanda. Það er ekkert tilhlökkunarefni að þurfa að hopa á hæl hvað lífskjörin varðar en þrátt fyrir það bíður okkar ekkert stórslys á bak við næsta leiti. Á því veltur, að við getum minnkað við okkur. Kg vona það. Það er eitt af því, sem að okkur snýr, að viðurkenna það og gera það síðan á þann hátt, sem öllum kemur best. Hér skiptir mestu þroski og vilji en grátur og gnístran tanna fylgja raunar allt- af með, segir Anker Jergensen. Meginverkefnið nú er að hafa hemil á opinberum útgjöldum. Á síðustu árum hefur það aðeins tekist að nokkru en betur má ef duga skal. Ríkið þarf að auka tekj- ur sínar, með sköttum, og við verðum að gera félögum okkar í verkalýðshreyfingunni Ijóst, að launahækkunum verður að halda mjög í skefjum á næstu árum. Við hvað er þá átt? Það er átt við, að launin verðí lík því, sem gerist með keppinaut- um okkar í Vestur-Þýskalandi, Svíþjóð og Noregi. Hvað stjórnmálaástandið snert- ir erum yið nú komnir „niður" í 9 flokka. Áður voru þeir 11 á þingi þannig að hér miðar í rétta átt, segir Anker Jorgensen og brosir glettnislega. Raunar virðast , forsætisráðherra Dana, sem í dag kemur í opinbera heimsókn til íslands nokkrir flokkanna vera að taka höndum saman gegn ríkisstjórn jafnaðarmanna en þannig gengur þetta fyrir sig og ég veit ekki hvað út úr því kemur. Kg vona, að við getum náð samkomulagi við ein- hverja flokkanna, sem finna má miðja vegu í dönskum stjórnmál- um, segir Anker Jörgensen. Norrænt samstarf Hefur dregið úr samstarfi Norð- urlandaþjóðanna? Kf mönnum finnst það — og kannski ekki að ástæðulausu — stafar það af því, að ég tel, að norrænu þjóðirnar hafa yfirleitt náð þeim markmiðum, sem þær settu sér sameiginlega. Þær hafa ekki hliðrað sér hjá neinum aug- ljósum viðfangsefnum. Þau, sem setið hafa á hakanum, eru hins vegar nátengd almennu efnahags- ástandi í heiminum og af þeim sökum kann sumum að finnast samstarfið dálítið fjörlaust. Það, sem mestu skiptir, er að stóru iðnveldin sjö komi sér sam- an um hlutina því að það er okkur öllum jafn nauðsynlegt. Af sömu ástæðu verða KBK-ríkin 10 að leggjast öll á eitt þótt það hafi nú gengið illa hingað til. Við bíðum allir eftir því hvað stóru þjóðirnar gera og þess vegna vill samstarfið milli Norðurlandaþjóðanna falla í skuggann í svipinn, segir Anker Jergenaen. Anker Jörgensen og kona hans, Ingrid Jtfrgei ingum. , greiða atkvæði í þingkosn- 011 viljum við treysta og auka norrænt samstarf en í raun eiga allar þjóðirnar fimm erfitt með að benda á þau verkefni, sem nú eru brýnust. Á síðustu árum hef ég ekki orðið var neina raunverulega tillögugerð um annað samstarf milli Norðurlandanna en í efna- hagsmálum eins og ég hef sjálfur lagt til. Forsætisráðherrar land- anna hittast nú þrisvar á ári eins og ég stakk upp á, en hitt er rétt, að oft er árangurinn ekki mikill. Kg vísa því á bug að Danir séu tregir í taumi í norrænu sam- starfi. Kf raunverulegar tillögur koma fram skulum við láta á það reyna hvort það verða Danir, sem segja nei, eða einhverjir aðrir. Kjarnorkuvopnalaust svæði Hafa Norðurlöndin alþjóðlega þýðingu sem kjarnorkuvopnalaust svæði? Já, ég tel svo vera. Það hefur tekist að að halda Norðurlöndum utan við togstreitu stórþjóðanna að nokkru leyti og ástæðan er sú m.a., að við höfum aldrei viljað hafa kjarnorkuvopn. Við skulum heldur ekki láta okkur sjást yfir, að það getur gefið hugmyndinni um kjarnorkuvopnalaust svæði suður um Kvrópu byr undir báða vængi og Palme-nefndin, sem hugmyndin er komin frá, tekur einmitt sérstaklega mið af Norð- urlöndum í tillögum sínum. Við gætum líka lýst því yfir, að við vildum alls ekkert með kjarnorku- vopn hafa. Því fleiri kjarnorku- vopnalaus svæði, því meiri líkur á að öll Kvrópa, svo dæmi séu tekin, verði kjarnorkuvopnalaus. Kg er þó ekki fæddur í gær og veit að hér er hægara um að tala en úr að ráða. Kg trúi því þó, að hugmyndirnar um kjarnorku- vopnalaus svæði geti haft sín áhrif á stórveldin. Gætu Norðurlöndin látið til sín taka á alþjóðlegum vettvangi sem sáttasemjari í deilum þjóða, t.d. í Miðausturlöndum? Kkki í Miðausturlöndum og ekki sem stendur. Fyrir hálfu öðru ári gáfu KBK-Iöndin út sameiginlega yfirlýsingu um ástandið í Mið- austurlöndum og nú virðist sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.