Morgunblaðið - 22.08.1982, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.08.1982, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1982 I „. . . En þá ^efur að líta sjón, sem ég gleymi aldrei. Indriði liggur láréttur í loftinu svosem í brjósthæð minni og sveiflast þar fram og aftur, með fæturna útað ^luKfíanum, og virðist mér hinn ósýnile^i kraftur, sem heldur honum í lofti, vera að leitast við að skotra honum útum KluKK^nn. R% hef ekki hér á neina bið, gríp yfirum miðilinn, þar sem hann vofir í loftinu, og þrýsti honum niðurí rúmið og held honum þar föstum. Fm þá finn ég, að okkur„er báðum lyft upp. Hrópa ég þá á Þórð Odd^eirsson og bið hann að koma okkur til hjálpar. Þórður bre^ður við ok af stað inní svefnherber^ið. Þá er kastað á móti honum stóli, en Þórði tekst að skjóta sér framhjá honum, og fellur stóllinn niður hjá ofninum í fremra herber^inu. Þe^ar Þórður kemur inní svefnherber^ið, li^K ég á brjósti índriða, en hann le^Kst ofaná kné hans, og er Indriði þá allur á riði í rúminu . . ." \ J&' iJp •"S* *^*&mm' Kin af myndunum sem l'.Y. IMunkett tók af indverska jóganum Subbayah l'ullavar, cn áhorfendum virti.st t'orsvarsmenn hreyfingarinnar .scm kennir sig vid „innhverfa ihugun", fullyrða að með þv.yn jóginn svífa í lau.su lofti. Því hefur verið haldið fram að skýringin se sú, að jóginn hafi sefjað sig i stífkrampa | „shiddi" tækni, geti fólk orðið þvngdarlaust og svifið í loftinu eins og myndin sýnir. A þessi og hangi raunverulega í stafnum. við slikar æfingar. Sjónhverfingar og ímyndun eða yfirskilvitM Loftfarir Indriða miðils Frásagnir Brynjólfs Þorláks- sonar, söngkennara, af Indriða Indriðasyni miðli, sem Þórbergur Þórðarson rithöfundur færði í let- "r. bykja allmagnaðar — enda er Indriði miðill talinn einhver mesti fyrirburðamiðill á íslandi, bæði fyrr og síðar, og þó víðar væri leit- að. Miðilsfundir með Indriða byrj- uðu árið 1905 en að þeim stóðu þeir Einar H. Kvaran rithöfundur, Haraldur Níelsson prestaskóla- kennari, Indriði Einarsson skrif- stofustjóri, Björn Jónsson ritstjóri ísafoldar o.fl. Þessir miðilsfundir stóðu svo reglulega næstu árin meðan heilsa Indriða leyfði, en hann dó úr lungnatæringu á Víf- ilsstaðaspítala árið 1912 á 29. ald- ursári. I bókinni „Indriði miðill" segir frá fleiri loftförum Indriða og varð ein þeirra, sem Brynjólfur segir hafa gerst á fámennum mið- ilsfundi, á þessa leið: „... Þá vit- um við ekki fyrr til en búið er að hefja sóffann á loft með Indriða í, án þess að við yrðum varir við, þegar honum var Iyft ... Þreifuð- um við nokkrir vandlega hátt og lágt um sóffann, undir hann og allt í kringum hann. Það var ekki um að villast. Sóffinn var hérum- bil í brjósthæð okkar frá gólfi með Indriða í, og gengum við úr skugga um, að honum var ekki haldið uppi af neinu finnanlegu afli. Þannig sat sóffinn blýfastur í loftinu það lengi, að við höfðum allir nægan tíma til að þreifa á honum. Síðan seig hann hægt niðurá gólfið ..." Þó því hafi gjarnan verið haldið fram um Indriða miðil, að hann hafi aðeins verið kænn svikari en þeir sem vitnuðu um undrin „ginn- ingarfífl hans og auðtrúa ein- feldningar", sönnuðust aldrei nein svik á Indriða, svo vitað sé. Gandreið íslenzkar þjóðsögur eru fátækar af eiginlegum frásögnum af loft- förum manna, nema ef telja skal gandreið skylt fyrirbæri. Til þess að geta farið gandreið þurfti maður að hafa svonefnt gand- reiðarbeizli — var það kunnáttu- samlega gert með römmustu göldrum og forneskju, en þau fræði munu nú vera týnd að mestu. Beizlið mátti svo leggja við hauskúpur, steina, dýr o.fl. og breyttist þetta þá í hest sem gat farið gandreið yfir höf og lönd. Kröftugast var þó að nota fólk til gandreiðar — fræg er þjóðsagan af prestfrúnni sem reið vinnu- manni sínum þvert yfir Atlands- hafið til fundar við kölska sjálfan, sem samkvæmt þjóðtrúnni átti þá að vera skólameistari við Svarta- skóla eða Sorbonne-háskóla í París. I frásögnum íslenzkra manna sér þess þó víða stað, að þeir telja sig hafa losnað undan áhrifum þyngdarkrafts jarðar með ein- hverjum hætti. Dæmigerðar um siíkt eru tvær frásagnir Her- manns Jónassonar landbúnaðar- frömuðar og alþingismanns frá Þingeyrum, sem báðar birtust í bók hans „Dulrúnir". Þar segir Hermann m.a. um þetta efni: Það er að minnsta kosti fjórum eða fimm sinnum, er ég hefi alls eigi geta skilið mig, hafi ég með öllu verið háður þyngdarlögunum. Enfremur að minnsta kosti tví- vegis, að ég stend ráðþrota með skilning, hafi þessi umræddi óþekkti kraftur eigi verkað út frá mér. Öll skiftin bar þetta við í ítr- asta lífsháska, nema einu sinni." Hermann lýsir því er hann féll í Skjálfandafljót að vetrarlagi og var hætt kominn á þessa leið: „... Þegar ég hafði fallið rúmlega alin niður með fönninni, þá var það alls eigi á mínu færi, að geta að sjálfráðu vegið mig upp, og það áfram, er ég hafði seilst langt með stafnum, og það við öfuga hendi." „Um leið hverfur þyngd mín að mestu" „... Þá er ég vildi vega mig upp á stafnum, virtist mér eins og hægur andvarablær leika um mig allan, og þyngd mín hverfa að mestu um leið. Aðeins fann ég leggja frá mér örlítinn kraft á stafinn. Áður en þetta bar að, hafði ég lengi gengið hálfþreyttur í hugsunarleysis móki. Voru því hugstöðvar mínar næmar fyrir orkustreymi frá sálunni. Enn fremur frá annarra vitundum eða verum ..." Þá segir Hermann frá því er hann var hætt kominn í smala- mennsku er hann hékk í hárri hamrabrún: „... Ég ætlaði þegar að vega mig upp en gat það ekki. Hendurnar voru að dofna upp, og ég að missa mátt í þeim og hand- leggjunum. Fann heldur enga örðu, er ég gæti stutt tá við ... Hlaut ég því á næstu augnablikum að falla aftur á bak, niður af hamrinum og ofan í snarbratta stórgrýtis-urðina. Þreytan og dof- inn heltóku mig. Vildi því sleppa, til að losast við kvalirnar. En um leið hverfur þyngd mín að mestu. Ég lyftist nær því sem fis upp á brúnina, því að til þess að vega mig upp, þurfti eigi nema svo óendanlega örlítinn kraft, móts við þann kraft, sem þurfti til að hanga framan í brúninni. í þetta skifti verð ég að álíta, að krafturinn hafi komið innan að. Það hafi verið mín eigin sál, er náði valdi yfir hinum örþrota og dofnu líkamsfrumum." Sankti Jósep og „stafestuleysi" hans Erlendis er mikið um frásagnir af loftförum bæði gömlum og nýj- um. Það er t.d. sagt um Sankti Jósep af Copertino (1603—1663) að hann hafi bókstaflega flogið í loft upp í hvert sinn er honum var mikið niðrifyrir. Þar sem hann var mikill skapmaður, tókst hann oft á loft og voru þessir fyrirburð- ir vel vottfestir. Jósep, sem var fáfróður bóndasonur frá Apulis á Italíu, eyddi æskuárum sínum í það að öðlast náð fyrir augliti drottins með þeim aðferðum er kirkja hans kenndi. Hann klædd- ist hærusekk og stundaði strangar föstur, jafnframt því að hann hýddi sjálfan sig með svipu. Um tvítugt gerðist hann Franziskus- munkur og varð þá uppnuminn í bókstaflegri merkingu. Jósep olli á stundum hneykslun trúbræðra sinna. Eitt sinn er hann var við messu tókst hann á loft og flaug uppá altarið þar sem hann lenti af öllum sínum þunga meðal kerta og skreytinga og hlaut af þessu alvarleg brunasár. Eitt sinn er Jósep var á gangi með Benediktsmunki nokkrum í klausturgarði, tókst hann skyndi- lega á loft og hafnaði hátt uppi í ólífutré. Því miður var hann ekki fær um að svífa niður aftur og urðu hinir munkarnir að ná í stiga til að bjarga honum úr prísund- inni. Annar dýrlingur, Sankti Teresa af Avila, fór einnig tíðum loftför- um að því er sagt var. Sjálf lýsti hún þeim þannig: „Þegar ég reyni að hamla gegn þessu, finn ég

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.