Morgunblaðið - 22.08.1982, Page 23

Morgunblaðið - 22.08.1982, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. ÁGÚST 1982 23 hún sé farin að hafa nokkur áhrif. Ég held, að nú sé ekki rétti tíminn fyrir sjálfstætt framlag Norður- landanna í þeim efnum. Á fundum norrænna forsætis- og utanríkis- ráðherra eru menn yfirleitt nokk- uð á einu máli þótt þeir láti þar við sitja gagnvart umheiminum. En vissulega geta Norðurlönd haft sín áhrif. Atlantshafsbandalagið Geta NATO-þjóðirnar beitt sér meira fyrir friði um allan heim en þær hafa gert hingað til? Samstarfið innan NATO hefur ekki verið jafn gott að undanförnu og æskilegt er, en þegar horft er til baka til ársins 1948, þegar NATO var stofnað, sjáum við, að bandalagið sem slíkt hefur ekki tekið þátt í neinu stríði allan þennan tíma. Einni eða fleiri þjóð- um hefur vissulega orðið fóta- skortur í þessum efnum en al- mennt séð getur svona bandalag stuðlað að minni spennu þjóða í milli. Aðildarlöndin líta einnig á það sem varnarbandalag, sem ávallt skuli nota hvert tækifæri til að vinna að friði. Það hefur NATO líka gert en við verðum þó að vera á varðbergi og gagnrýnir á sjálfa okkur. Hvaða þýðingu hafa smáþjóð- irnar í NATO? Hjá stórþjóðunum fer fram sama umræðan og hjá smáþjóðun- um og ég held það gæti aukið á spennuna í heimsmálum ef smá- ríkin — í báðum hernaðarbanda- lögunum — væru ekki með. Við getum dregið þann lærdóm af Evrópusögunni, að þegar stórveld- in eru ein um hituna er hættara við árekstrum, sem enda með stríði. Vissulega hvílir megin- ábyrgðin á stríði eða friði á herð- um stórþjóðanna en við höfum þó nokkur áhrif þar á. Það er kostur- inn við bandalögin. Samstarfið innan Efnahagsbandalagsins Danir fara nú með formennsk- una í EBE fram til áramóta. Er það ekki erfitt hlutverk nú sem stendur? Þegar að kreppir, eins og við höfum minnst á með efnahags- málin, er það auðvitað erfitt en einmitt þá getur svona bandalag komið að mestu gagni. Ég hef ver- ið að gera mér vonir um að EBE- þjóðirnar gætu komið sér saman um leiðir til að auka framleiðs- luna og þar með atvinnuna, þó ekki væri nema um 1—2%, það gæti haft mikil áhrif. Nú virðist mér hins vegar sem aðildarþjóð- irnar hver fyrir sig séu að veikja framleiðslugetu sína með innbyrð- is samkeppni. Það var þó aldrei hugmyndin með efnahagslegu samstarfi Evrópuþjóðanna. Olíkar skoðanir í efnahags- og stjórnmál- um setja nú svip sinn á bandalag- ið. Að vísu var komist að samkomulagi á síðasta fundi Evr- ópuráðsins um að reyna sameig- inlega að auka framleiðsluna, en samþykkt er eitt og framkvæmd annað. Að þessu marki munum við þó stefna meðan við förum með formennskuna. Við þá, sem segja, að EBE geri ekki nóg til að ráða bót á ástand- inu, vil ég segja þetta: Það er því miður rétt, en við skulum minnast kreppunnar á fjórða áratugnum þegar ekkert samstarf var með Evrópuþjóðunum og hver um sig reyndi að bjarga eigin skinni. Það endaði eins og kunnugt er með heimskreppu og seinna stríði. Enn sem komið er treysti ég því, að við ráðum betur við málin nú. Ekkert EBE-ríkjanna þorir að fara alfar- ið sínar eigin leiðir í efnahagsmál- unum og það er kannski einmitt þess vegna sem kreppan mun ekki reynast jafn örlagarík og sú á fjórða áratugnum. Við Danir höfum kannski gert okkur seka um fullmikla þenslu umfram hinar þjóðirnar og við verðum nú að gæta okkar við hvert fótmál. En jafnvel lítið skref í rétta átt er mjög mikilvægt, sagði Anker Jergensen að síðustu. Lióðatónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson ANNA Júlíana Sveinsdóttir mezzósópran og Lára Rafns- dóttir píanóleikari héldu tón- leika í Norræna húsinu sl. miðvikudag og fluttu tónlist eftir Schumann, Almquist, Rangström, Jón Leifs, Atla Heimi Sveinsson og Jón Þór- arinsson. Lagaflokkurinn Frauen — Liebe und Lehen, eftir Schumann er falleg tónsmíð og var margt vel gert í flutningi verksins, þó um of gætti varasemi, einkum í út- færslu hljóðfalls, sem var og nokkuð áberandi í tveimur lögum eftir Rangström. Vögguvísa eftir Jón Leifs var vel sungin og vaknar þá sú spurning, hvort ekki sé orðið tímabært að huga að tónverk- um Jóns Leifs og flytja þau á eins konar tónlistarhátíð. Tónleikunum lauk með þrem- ur bráðskemmtilegum söngv- um eftir Atla heimi Sveins- son og söng-klassikkinni“ Fuglinn í fjörunni eftir Jón Þórarinsson. Anna Júlíana er ef til vill ekki búin að finna sitt svið, þ.e. þau verkefni þar sem rödd hennar og túlkun nýtist best. Þessi spurning var nokkuð áleitin, er hún söng sem aukalag Seguidilla úr Carmen eftir Bizet. Þrátt fyrir sérlega hryndaufan undirleik naut röddin sín mjög vel, fékk nýjan hljóm og allt annað inntak. Það má vera að svið hennar sé nær dramatískum átökum en litl- um tóndekurslögum, eins og tíðkast í ljóðasöng, að minnsta kosti brá fyrir glampa af einhverju stóru í lagi Bizet, svo ekki virðist út í bláinn að ætla vettvang henn- ar vera stærri gerðina af söngviðfangsefnum. Tónleikar að Kjarvalsstöðum ÞRIÐJUDAGINN 24. ágúst kl. 20.30 heldur Pauline Martin, píanóleikari frá Kanada, tónleika aö Kjarvals- stöóum. Pauline, sem er af íslensk- um ættum, hefur komið víða fram á tónleikum og í sjónvarpi og útvarpi í Bandaríkjunum og Kanada. Hún hefur unnið til margs konar viður- kenninga og verðlauna. Hún vinnur nú að doktorsprófi við Michigan- háskóla í Ann Arbor i Bandaríkjun- um. Efnisskrá tónleikanna á þriðju- dagskvöldið er sem hér segir: J.S. Bach: ítalski konsertinn, Franz Schubert: Sónata í B-dúr, D 960, Frédéric Chopin: Andante Spian- ato og Grande Polonaise Brillante op. 22, Sergei Rachmaninoff: 3 prelúdíur og Etude-Tableau. niánucia* * Su»Hirbllts J<*kkar # fo/ír með c • TrgQ lr'”‘rngalla ^kyrtur ‘a»Ser„;:tUl með vestís ^takir fQi StQkar bu lfUrnarliti lau*els, UXurfrá\ °oper ^MUst /)eysur */o :nd^y,ur rStf,eirn l^ndur J \ 1 ^' 1 // aMí.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.