Morgunblaðið - 09.09.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.09.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1982 Mynd af handriti um Vínlandsferð Leifs — var gjöf Vigdísar til Reagans VIÐ heimsókn Forseta íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur til Hvíta hússins í gær, færði hún Ronald Reagan forseta að gjöf Ijósmynd- aða opnu úr Grænlendingasögu i Flateyjarbók. Á þeim stað segir frá því er Leif- ur Eiriksson hinn heppni fór til Vínlands, og varð þar með fyrstur norrænna manna til að líta hina miklu heimsálfu i vestri augum. * Sjómannasamband Islands: Lýsir sig reiðubúið til samvinnu til að koma í veg fyrir stöðvun flotans — Brottför rádherra leysir ekki vanda útgerðarinnar segir Óskar Vigfússon „ÉG ÆTLA mér ekki að hafa nokkra skoðun á því að Stein- grímur Hermannsson hverfí af landi brott. Honum er frjálst að fara hvert sem er fyrir mér. Hins vegar leysir það ekki vanda útgerðarinnar að ráðherra fari af landi brott, en það hlýtur að vera staðgengill í hans stað, sem hefur fulla heimild til að taka ákvörðun. Annað væri óábyrg afstaða,“ sagði Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands íslands, er hann var inntur eftir því í gær hvernig hann liti á brottfór sjávarútvegsráðherra. „Steingrímur var búinn að boða til fundar með okkur í dag og átti þá að veita upplýsingar um hugs- anlegar leiðir til að leysa þann vanda, sem fyrir hendi er hjá út- gerðinni. í framhaldi af því gerði ég ráð fyrir að stjórnvöld hefðu ætlað að leggja einhverjar tillögur undir okkur sjómenn og fá tillögur okkar. Ég veit ekki um annað, því um það var rætt af mér og Stein- grími í fyrrakvöld. Þar hlýtur því Birgir ísl. Gunnarsson um nýjustu ÍSALrskýrslur iðnaðarráðherra: að koma til staðgengill hans hver sem það er, fyrst Steingrímur er farinn,“ sagði Óskar, er hann var inntur eftir því hvort sjávarút- vegsráðherra hefði ekki verið bú- inn að boða til fundar með sjó- mönnum, sem ekki varð af í gær vegna brottfarar ráðherrans. Að öðru leyti hvað varðaði stöðu mála vísaði Óskar til eftirfarandi tilkynningar frá Sjómannasam- bandinu: „Framkvæmdastjórn Sjómanna- sambands íslands lýsir yfir fullum stuðningi við ályktun miðstjórnar ASÍ frá 22. ágúst síðastliðnum, varðandi efnahagsaðgerðir ríkis- stjórnarinnar, og þá sérstaklega þann hluta ályktunarinnar sem fjallar um skerðingu verðbóta á Meðferð ráðherra á málinu öllu er til mikiUar óþurftar Fyrir löngu búið að ná samningum um hærra raforkuverð, ef skynsamlega hefði verið að málum staðið „SKÝRSLA iðnaðarráðherra um raforkuverð í áliðnaði er enn ein skýrslan frá ráðherranum og engin ástæða til að tengja meiri vonir við þá skýrslu en aðrar, sem þaðan hafa komið. Iðnaðarráðherra heldur blaðamannafundi nokkuð reglulega til að kynna nýjar skýrslur — og síðan leggst allt aftur í dvala,“ sagði Birgir ísleifur Gunnarsson alþingismaður og fulltrúi Sjálfstæð- isflokksins í iðnaðarnefnd neðri deildar Alþingis aðspurður um nýjustu skýrslur iðnaðarráðherra, er varða raforkuverð og skattamál álversins í Straumsvík. Birgir ísleifur sagði einnig: „Meðferð iðnaðarráðherra á þessu máli öllu er til mikillar óþurftar. Allt frá því að ráðherrann tók við embætti hefur hann lagt meiri áherslu á að standa i orðaskaki og opinberu stríði við ÍSAL í stað þess að snúa sér af einlægni og krafti að því að endurskoða samn- ingana, eins og gert var 1975. Það er enginn ágreiningur um það að rafmagnsverðið til ÍSAL þarf að hækka. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur til dæmis lengi verið þeirrar skoðunar, og má þar nefna sem dæmi ályktun þingflokksins frá því í júlí 1981. Iðnaðarráðherra hefur hins vegar reynst óhæfur samningamaður fyrir íslands hönd í þessu máli. Um skýrsluna, sem ráðherra lagði fram um raforkuverð til Is- lenska álfélagsins vil ég segja, að hún er að mörgu leyti ófullkomin og alls ekki hægt að draga af henni þær ályktanir, sem ráð- herra virðist gera. í skýrslunni er ekki lagt neitt mat á hvað er raunhæft í samningnum, en mjög mörg atriði geta haft áhrif á rafmagnsverðið, sem þarf að sjálfsögðu að kanna, þegar borið er saman rafmagnsverð til álverk- smiðja í hinum ýmsu löndum. Þar má nefna skattamál, hvernig haga megi skerðingu á afhendingu raf- orku og hvort álveri sé skylt að greiða fyrir rafmagnið, hvort sem það notar það eða ekki. Þessi at- riði hafa mikil áhrif á rafmagns- verð, en þeim eru engin skil gerð í þessari skýrslu. Svo dæmi séu tekin þá er ÍSAL skylt að greiða fyrir 90% af um- samdri orku, hvort sem hún er notuð eða ekki. Það ákvæði á vafa- laust veigamikinn þátt í því að hér er enn framleitt með fullum af- köstum, þótt verið sé að loka ál- verum allt í kringum okkur. Þetta ákvæði virðist eiga mikinn þátt í að tryggja starfsfólki álversins vinnu og okkur íslendingum aðrar þær tekjur, sem við höfum af ál- verinu. Hvað yrði um þetta ákvæði, ef ráðherrann gripi til einhliða aðgerð, eins og honum er mjög tamt á tungu? Mér virðast hugmyndir ráðherrans um ein- hliða aðgerðir mjög varhugaverð- ar og fæ ekki séð annað en að þær Jóhanni Þóri Jónssyni ritstjóra og útgefanda Tímaritsins Skák hefur verið falið að annast umsjón og út- gáfu á mótsblaði Ólympíuskák- mótsins í Luzern i Sviss dagana 30. október til 17. nóvember næstkom- séu liður í þeirri stefnu hans að fá álverinu lokað og gera frekari samvinnu við erlenda aðila á sviði stóriðjumála erfiðari í framtíð- inni.“ Birgir sagði að lokum: „Ég er sannfærður um að það væri fyrir löngu síðan búið að ná fram samn- ingum við ISAL um mun hærra raforkuverð, ef skynsamlega hefði verið að máli þessu staðið. í raun hefuy ÍSAL því ekki átt betri bandamann í þessu máli en núver- andi iðnaðarráðherra." andi. Mótsblaðið er hugsað sem aukaútgáfa Skákar, undir haus þess blaðs. Alls verða gefin út 14 tölublöð í um 50 þúsund eintaka upplagi. Áætlaður kostnaður nemur um hálfri milljón bandarískra dala. Um laun. Bendir stjórn sambandsins á að vegna minnkandi afla og óhag- stæðrar aflasamsetningar hafi sjómannastéttin orðið fyrir mun meiri kjaraskerðingu á þessu ári en almennt hefur orðið hjá laun- þegum í landi. Þeirri tilhneigingu stjórnvalda að leysa vanda útgerðarinnar hverju sinni með skerðingu hlut- askiptakjara hefur ávallt verið mótmælt af samtökum sjómanna. Þar sem stjórn Sjómannasam- bandsins telur sig hafa tryggingu fyrir því að engin slík skerðingar- áform séu uppi af hálfu ríkis- stjórnarinnar, og með tilliti til þess gífurlega vanda sem fram- undan er fyrir sjómenn og þjóðar- búið í heild komi til stöðvunar fiskiskipaflotans, lýsir stjórn sambandsins sig reiðubúna til samvinnu við stjórnvöld og Land- samband ísl. útvegsmanna um leiðir til þess að koma í veg fyrir að slíkt ástand skapist." tuttugu manna starfslið mun fara héðan vegna þessarar útgáfu. Ólympíuskákmótið er afar um- fangsmikið. Nú eru um 120 þjóðir innan Alþjóðaskáksambandsins, og þar af munu um 90 mæta til leiks í Sviss í karlaflokki, auk 40 til 50 kvennasveita. Keppendur eru því alls um 800 talsins og verða tefldar um 250 skákir á dag og alls um 3.500 á mótinu. Sviss- lendingar munu sjá um ritun skáka og fleiri tæknileg atriði, en Jóhann Þórir og hans menn verða með yfirumsjón á sinni hendi, þar með talda ritstjórn, en mikið af viðtölum og skákskýringum verð- ur í blaðinu og myndir af öllum keppendum. Jóhann Þórir sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær, að hann hygði á útgáfu Skákar á ensku innan tíðar, og ef vel tækist til nú væri hér góður Stökkpaiiur Út í pá útgáfu. Þá hefur Jóhann einnig tekið að sér yfirumsjón al- mannatengsla fyrir FIDE, Alþjóða- skáksambandið, sem einkum mun felast í fjáröflun fyrir sambandið. „Leggjum áherzlu á verulega þátttöku varn- arliðsins og að framlög verði framlengd“ — segir m.a. í bókun sjálfstæðisráðherranna í tilefni af afgreiðslu ríkisstjórnarinnar á flugstöðvarmálinu RÁÐHEKRAR sjálfstæðismanna lögóu fram sérstaka bókun á ríkis- stjórnarfundinum í gær, áður en tillaga utanríkisráðherra um bygg- ingu flugstöðvar á Keflavíkurflug- velli kom til afgreiðslu. Eins og kemur fram í baksíðufrétt Mbl. nýttu alþýðubandalagsráðherrarn- ir neitunarvald sitt í stjórnarsátt- málanum og felldu tillögu utanrík- isráðherra, en í stjórnarsáttmálan- um er kveðið á um að allir ráðherr- arnir veröi að vera sammála til að slík tillaga nái fram að ganga. Bók- un forsætisráðherra, dómsmála- ráðherra og landbúnaðarráöherra fer hér á eftir: „1. Við teljum, að hefja þurfi hið fyrsta byggingu nýrrar flugstöðvar við hæfi á Kefla- víkurflugvelli. 2. Kostnaður íslendincra yií. byggingu hinnar fyrirhuguðu flugstöðvar er nú áætlaður 300 til 400 milljónir króna. Með hliðsjón af þeim áföll- um, sem þjóðarbúið hefur orð- ið fyrir og miklum viðskipta- halla verður erfiðleikum bundið að afla fjár til þessara fjárfrekii fránikvæmda nú og á næstunni og hlýtur það að draga úr framkvæmdum m.a. í orku- og samgöngumálum. Við leggjum áherslu á veru- lega þátttöku varnarliðsins í fjármögnun flugstöðvar og teljum nauðsynlegt, að fram- lög, sem samþykkt hafa verið, verði framlengd. meo vísun til framan- greindra atriða samþykkjum við tillögu utanríkisráðherra." Timaritið Skák sér um útgáfu á Ólympíuskákmótinu: Kostnaður hálf milljón dollara, 20 manna starfslið frá íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.