Morgunblaðið - 09.09.1982, Page 16

Morgunblaðið - 09.09.1982, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1982 „Sinnuleysi ríkir um fíkniefnaniál“ Edda Ólafsdóttir starfar hjá Úti- deild Félagsmálastofnunar Reykja- víkurborgar. Hún er félagsráðgjafi að mennt, stundaði nám í Noregi og starfaði um tíma í útideild í miðborg Ósló. Illuti af skjólstæðingunum var það fólk sem dýpst er sokkið í heimi fikniefnanna; þeir sera sprauta sig með heróíni. „Það var mikið áfall í byrjun að kynn'ast eymd þessa fólks. Það var vonleysið uppmálað; hafði gefist upp. Líf þess var samfelldur víta- hringur og það lifði fyrir næstu sprautu. En heróín er dýrt. Strák- arnir stálu til þess að fjármagna neysluna, stelpurnar stunduðu vændi. Talið er að um 200 heróín- istar séu í miðborg Ósló. Þeir eru hinn harði kjarni; þeir sem dýpst eru sokknir. Kannanir ytra benda til, að það verði stöðugt algengara að krakk- ar reyki hass einu sinni eða oftar og vandamálið er erfitt viðfangs. Fjöldi ungmenna reykir hass í Noregi , en þeir eru misjafnlega á vegi staddir og flestum verður ekki meint af. En það er staðreynd að hluti þeirra fer út í neyslu á sterkari og hættulegri efnum. Ég starfaði í miðborg Ósló meðal þeirra sem verst eru settir; þeirra sem sprauta sig með heróíni. Það var átakanleg reynsla og vakti löngun mína til þess að bera sam- an ástand mála í Noregi og á Is- landi. Ég ákvað að skrifa ritgerð OK leggja þá megináherslu á fyrir- byggjani aðgerðir sem gripið hef- ur verið til. Við vitum að þróun mála hér á landi er svipuð þróun- inni á Norðurlöndum, við erum bara nokkrum árum á eftir. Því hýtur það að teijast fróðlegt að sjá hvernig ástandið er á Norðurlönd- um og þá kannski einna helst í Noregi , þar sem aðstæður eru einna líkastar. Og ekki síður at- hyglisvert að skoða hvernig ná- — rætt við Eddu Ólafsdóttur, félagsráðgjafa grannar okkar hafa brugðist við þessu geigvænlega þjóðfélags- meini. Aðgerðir Norðmanna eru marg- víslegar. Þeir taka þátt í norrænni samvinnu, samstarfsráði um fíkniefnavandann, sem stofnað var árið 1970. Tveir fulltrúar frá hverju Norðurlandanna koma saman tvisvar á ári til þess að ræða ástand og þróun, leggja drög að samvinnu. Mér finnst það lýs- andi dæmi um það sinnuleysi sem hér ríkir, að við tökum ekki þátt í þessari samvinnu. Útvöröur baráttunar gegn fíkniefnum A árunum 1967—68 tóku yfir- völd í Noregi frumkvæði í barátt- unni gegn fíkniefnum. Fíkniefna- nefndir voru stofnaðar í öllum sýslum landsins og almenn um- ræða var um þetta vandamál. Árið 1969 var sett á laggirnar stofnun, sem hefur verið nokkurs konar útvörður í baráttunni gegn fíkniefnum í Noregi. Starfssvið stofnunarinnar er að fylgjast með þróun fíkniefnaneyslu og sam- ræma fyrirbyggjandi aðgerðir. Fjöldi sérfræðinga starfar á veg- um stofnunarinnar og í stjórn hennar eiga sæti stjórnmála- menn.Stofnunin er ráðgefandi, gefur reglulega út blað um fíkni- efni og starfrækir upplýsinga- banka. Þangað er hægt að sækja hafsjó upplýsinga um þróun fíkniefnamála í Noregi, það sem gert hefur verið til þess að sporna við vandanum og tölulegar upplýs- ingar, svo eitthvað sé nefnt. Árið 1980 dóu 36 af völdum dauöasprautunnar Norðmenn hafa tekið fíkniefna- mál föstum tökum, en vandinn hafði vaxið þeim yfir höfuð þegar „Vandinn hafði vaxið Norðmönnum yfir höfuð þegar þeir loksins tóku við sér,“ segir Edda Ólafsdóttir, fé- lagsráðgjafi, en hún starfaði um tíma hjá útideild i miðborg Ósló. þeir loksins tóku við sér. Margir eru svartsýnir á þróun mála og benda á að árið 1980 hafi 36 manns látist af völdum dauða- sprautunnar svokölluðu, þ.e. heró- ínsprautunnar sem reynist neyt- andanum banvæn. Dauðinn getur knúið dyra hvenær sem er ef við- komandi fær enga hjálp. Árið 1977 létust átta af völdum dauða- sprautunnar, 26 ári síðar og 27 ár- ið 1979. Þróunin virðist augljós. Ábyrgð þjóöfélagsis Til eru þeir sem græða stórfé á þessu lánlausa fólki. Þetta eru oft skipulagðir glæpahópar; harðsvír- aðir glæpamenn sem velta sér upp úr eymd annarra. Og þeir sem sterku efnanna neyta, neyðast til að stela og stunda vændi til að afla fjár til heróínkaupa. Þetta er þjóðfélagslegt mein og ekki bara spurning um fólk sem þjáist, held- ur einnig um ábyrgð þess þjóðfé- lags sem þetta fólk lifir í. Að undanförnu hefur öll um- ræða um fíkniefni aukist í Noregi og hefur hún miðað að þvi að velja sem flesta aðila þjóðfélagsins til ábyrgðar á lausn vandamálsins. Þessir aðilar eru allt frá heilbrigð- is- og félagsmálastéttum, skólum, lögreglu, stjórnmálamönnum o.s.frv. til hins almenna borgara og er lögð sérstök áhersla á víð- tæka samvinnu þarna á milli. Flestir eru sammála um nauðsyn fyrirbyggjandi aðgerða gegn vímuefnaneyslu. Norska ríkið hef- ur einnig veitt aukafjármagn til baráttu gegn vandanum. Starf- semi með og fyrir börn og ungl- inga hefur verið styrkt, og aðal- áherslan verið lögð á vettvangs- starfsemi. Mikil rækt hefur verið lögð við fræðslu. Skólarnir eru öt- ulir við stofnun umræðuhópa, sér- staklega um hassreykingar. Einn slíkur hópur er „Slaa tilbake hasj- en“, þar sem unglingarnir sjálfir eru mjög virkir. Lögð er áhersla á að berjast gegn almennri viður- kenningu á hassreykingum. Þessi hópstarfsemi hefur tekist vel og náð til margra skóla. Það mætti líka nefna ýmislegt annað sem Norðmenn hafa gert; þeir hafa t.d. eflt tollgæslu og fíkniefnalögregl- una og sömuleiðis hefur aukin fjölbreytni á sviði menntunar og atvinnutækifæra forgang, ásamt fjölbreyttara tómstundastarfi og hagstæðara húsnæðisframboði. Aö byrgja brunninn áður en barniö er dottið ... Það er brýnt að fólk hérlendis taki höndum saman um að sporna við því að þróunin verði sú sama og hún hefur verið á hinum Norð- urlöndunum. Við getum enn byrgt brunninn, en það krefst þess að fyrirbyggjandi aðgerðir verði stærri þáttur. Meiri skilningur og fnimkvæði verður að koma frá stjórnmálamönnunum, það eru jú þeir sem veita peningana. Við erum þó að stíga fyrstu skrefin. Nú eru starfandi sam- starfshópar um unglingamál. í þeim eiga sæti fulltrúar frá aðil- um sem að unglingamálum starfa; Æskulýðsráði, Athvarfi, sálfræði- deild skóla, félagsmálastofnun og Utideild. Búið er að kjósa fimm manna framkvæmdanefnd. Þetta er ekki stórt í sniðum en byrjun þó. Utideildin hefur átt erfitt upp- dráttar í gegnum árin, fengið lítið fjármagn til umráða, verið í hús- næðishraki og fyrir þremur árum var deildin lögð niður umm tíma. Þetta segir nokkra sögu um við- horf til deildarinnar. í raun getum við afskaplega lítið gert því við erum svo fá. Hér er einn starfs- maður í 50% starfi til þess að halda utan um starfsemina og átta í hlutastarfi til þess að fara út meðal unglinganna. Þetta er fólk sem er í annarri vinnu eða í skóla. Við vinnum fyrirbyggjandi starf, förum út til unglinganna þar sem þeir eru og ræðum við þá. Við erum því í góðri aðstöðu til þess að fylgjast með þróun mála og það er mjög mikilvægt að efla starfsemi Útideildar. Hvers vegna þarf fólk vímu? Ástæður fyrir fíkniefnaneyslu eru margar og mismunandi eftir einstaklingum. Margvíslegar kenningar hafa verið uppi um orsakir en þó benda niðurstöður flestra þeirra rannsókna og kann- anna, sem gerðar hafa verið, til þess að fíkniefnaneysla sé samspil milli einstaklingsins og umhverfis Dæmin tala allsstað- ar í kringum mann Viðmælandi Mbl. er 19 ára gamall. Fyrir 3‘Æ ári byrjaði hann að reykja kannabisefni. Hann hefur einnig notað önnur efni þá einna helst valium. Er notkun á kannabisefnum al- geng hér á landi? „Það held ég að sé ekki nokkur vafi á, að mínu mati er varla til sá unglingur sem hefur ekki prófað að reykja. Hins vegar er misjafnt hve mikið fólk notar hass. Dæmin tala allsstaðar í kringum mann, vinir skyld- menni, vinnufélagar og svo framvegis." Lokar fóik augunum fyrir þeirri staöreynd að hassreykingar séu svona útbreiddar? „Já, það finnst mér, sjáðu bara til altir mínir skólafélagar eru á kafi í þessu, en hver trúir því. Þó er þessu öðruvísi farið með stelpurnar, þær fara frekar að reykja með strákum, þar af leið- ir að það eru færri stelpur sem nota hass. Reglan er yfirleitt sú að strákarnir kaupa hassið en stelpurnar fá það í gegnum þá.“ Hversvegna byrjaðir þú að reykja hass? „Mig langaði einfaldlega til að prófa, og leitaðist við að kynnast fólki sem reykti og að lokum hitti ég strák sem reykti, hann bauð mér að vera með. í gegnum hann kynntist ég svo „dealer" og gat farið að kaupa sjálfur. En þetta tók tíma, hjá mér tók það 1 '/4 ár þangað til ég var kominn í góð sambönd. Þegar fólk sér að það er allt í lagi með þig og það er óhætt að treysta þér, þá geng- ur þetta eins og í sögu.“ Hefur þú einhvern tímann selt sjálfur hass? „Já, það hefur komið fyrir, en ég held að ég hafi aldrei grætt neitt á þvi, utan kannski einu sinni þegar ég átti óvanalega mikið, ég var með 50 gr. Það spurðist út og krakkarnir í skól- anum komu til mín og vildu kaupa og ég seldi. Það var alveg stórgróði af þessu." Hvernig er hass flutt inn? „Leiðirnar eru margar. En stærsti hlutinn kemur með skip- um: Það er algengt að fjársterk- ur einstaklingur ráði sig á milli- landaskip. Það virðist vera mjög auðvelt að smygla með þeim. Hann felur efnið annað hvort á sér eða í einhverju dóti, það er t.d. mjög auðvelt að fela þetta í heimilistækjum eða í fatnaði. Þegar efnið er komið í gegn er drifið í að koma því strax á markað. Innflytjandinn skiptir sendingunni milli „dealera" sem koma þessu svo áfram til „push- era“ sem selja svo þeim sem reykja. Hassið er svo reykt í heimahúsum víða um bæinn og meðal kunningja og á skemmti- stöðum." Hvernig er hassið verðlagt? „Það fylgir verði á alkóhóli og vísitölunni. í dag virðast það vera gróðasjónarmiðin sem ráða ferðinni. 1 gr af góðu hassi kost- ar í dag 200 kr. En það hass sem er til sölu hérna er fremur slappt, það er algengt að það sér drýgt með öðrum efnum, svo að seljandinn fái sem mestan gróða út úr því að selja.“ Byggjast félagsleg samskipti fólks sem neytir hass upp á þess- um tengslum eða á það eitthvað fleira sameiginlegt? „Jú, það er mikið um að hópar byggi á þessum einu tengslum, það reykir saman og það samein- ar það. í dag finnst mér leiðin- legt fólk sem talar ekki um ann- að en það. Ég vil nota það til að krydda lífið." Er eitthvað af sterkari efnum á markaðnum hér i landi? „Pillurnar ganga hér kaupum og sölum, það er mjög auðvelt að komast yfir þær hjá læknum, svo er eitthvað selt hér af kóka- íni.“ Er neysla á þessum efnum stéttbundin? „Ég veit ekki hvað ég á að segja um það, ég held að svo sé ekki. Það eru víkjandi fordómar á því að fólk reyki hass og um leið færist það yfir til allra stétta. Ef má fullyrða eitthvað um þetta þá eru það frekar börn hinna verr stæðu í þjóðfélaginu sem reykja hass. Reykingar eru algengari í menntaskólunum heldur en í Versló. Fólk sem hef- ur ekki úr of miklu að spila reyk- ir, þá á ég fyrst og fremst við neðri millistétt og verkalýðs- stétt. Hinir sem betur mega sín nota spítt og alkóhól. En það er mjög erfitt að fullyrða neitt um þessi mál, þetta er of algengt til þess.“ Hcfur þú einhverntímann kom- ist í kaat við lögreghina? „Nei, aldrei, en ég þekki marga sem hafa verið teknir. Hugsaðu þér að lögreglan lokar fólk inni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.