Morgunblaðið - 09.09.1982, Side 37

Morgunblaðið - 09.09.1982, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 1982 37 Treir hressir; Jón M. Guðmundsaon á Reykjum (t.v.) og Matthías Eggerts- son, ritstjóri Freys. Jón M. Guðmundsson, Reykjum: Aldrei við því búist að tillagan yrði samþykkt Fulltrúar bænda í Gullbringu- og Kjósarsýslu lögðu fram tillögu á þinginu um breytingu á sam- þykktum Stéttarsambandsins um skipan fulltrúa á aðaifund. Tillag- an var í þá veru, að hin ýmsu sér- búgreinasamtök — kjúklinga- bændur, eggjaframleiðendur, svínarækt, gróðurhúsabændur, o.fl. — fengju fulla aðild að fund- um félagsins. Laganefnd fjallaði um þessa til- lögu og komst að þeirri niður- stöðu, „að ekki væri tímabært að breyta félagslegri uppbyggingu Stéttarsambandsins. Aftur á móti verði sérbúgreinafélögunum fram- vegis boðið að senda áheyrnar- fulltrúa á aðalfundi þeirra". Jón M. Guðmundsson, kjúkl- inga- og eggjabóndi á Reykjum, sagði, „að í rauninni hefðu sér- greinasamböndin alls ekki búist við því að tillaga þeirra yrði sam- þykkt. Markmiðið hefði fyrst og fremst verið að reyna að nálgast Stéttarsambandið meira, koma á meiri tengslum". Það kom fram á fundinum, að Guðmundur Stefánsson, landbún- aðarhagfræðingur, hefði verið ráðinn til starfa hjá Stéttarsam- bandinu, og ætti hann að sinna samskiptum Stéttarsambandsins við sérgreinabændur. Sigurður Jónsson, Kastalabrekku: Starfsréttindi í land- búnaði eru brýnt hagsmunamál Siguröur Jónsson, Kastalabrekku í Rangárvallasýslu, taldi starfs- réttindamálið vera mikilvægasta mál þingsins. „Við sjáum fram á það nú þegar markaðsmöguleikar dragast sam- an, að það er nauðsynlegt að hafa eitthvert vald yfir því hvernig búreksturinn er. Það er því brýnt stéttarverndunarmál, að koma því þannig fyrir, að hver sem er geti ekki hafið búskap.“ Um fyrirhugaða fækkun sauð- fjár hafði Sigurður þetta að segja: „Ég vil fara hægt í sakirnar í þeim efnum. Því markaðsmálin gætu breyst til batnaðar t.d. gæti inn- lendi markaðurinn stækkað með tilkomu nýjunga í vinnslu á á kindakjöti. Nú á dögum vinna hús- mæður mikið úti, svo það ætti að vera talsverður markaður fyrir unnar kjötvörur. Nokkrír fulltrúa i þinginu. Sigurður Jónsson, Kastalabrekku í Rangárvallasýslu. Sigurður er einn þeirra sem hefur gert tilraunir með páskalömb. Öm og Örlygur: Gefa út Tröllasögur — eftir Hauk Halldórsson MEÐAL væntanlegra bóka frá Erni og Örlygi í haust er bókin Tröllasög- ur, eftir Hauk Halldórsson myndlist- armann. Haukur er einkum kunnur fyrir kynngimagnaðar myndir sínar úr þjóðsögum, þar sem tröll og aðrar forynjur koma ekki sist við sögu. I þessari nýju bók hefur Haukur valið úr þjóðsögum ýmsar þekktar tröllasögur er hann myndskreytir, en auk þess hefur hann sjálfur samið nokkrar sögur í svipuðum dúr. Um leið og íslenska útgáfan kemur út, kemur einnig út ensk útgáfa bókarinnar, og hefur Peter Cahill þýtt hana á ensku. Bókin, sem væntanlega verður sú fyrsta í flokki. bóka af þessu tagi, er ætluð öllum aldurshópum, samkvæmt upplýsingum er Morg- unblaðið fékk hjá útgáfunni, en ekki er miðað við börn og unglinga sérstaklega. Örn og Örlygur: Heitur snjór — Ný skáldsaga um undirheima Reykjavíkur eftir Viktor Ingólfsson „HEITUR SNJÓR“ heitir ný skáld- saga eftir Viktor Ingólfsson, sem væntanleg er frá Bókaútgáfunni Erni og Örlygi nú fyrir jólin. Þetta er önnur bók höfundar, og gerist hún í Reykjavík dagsins í dag, og fjallar um eiturlyfjaneyslu, um það fólk sem ánetjast eiturlyfjum og ekki síð- ur um hina sem auðgast á því að selja og smygla til landsins eiturlyfj- unum. „Eins og hefur mátt lesa í Morg- unblaðinu að undanförnu er hér um mikið vandamál að ræða,“ sagði Örlygur Hálfdánarson fram- kvæmdastjóri útgáfunnar, „og höfundi tekst á afar sannfærandi og óhugnanlegan hátt að segja sögu af þessum ófögnuði. Segja sögu af þeim er bölinu verða að bráð, en ekki síður að lýsa þeirri kaldrifjuðu manngerð, sem lifi- brauð hefur af því að selja fólki eiturlyf, og átakanleg lýsing er á því hvernig slíkir menn geta látið fólk er ánetjast hefur, gera nánast hvað sem er. Þetta er saga sem gerist í undirheimum Reykjavík- urborgar," sagði Örlygur að lok- um, „og hún er óghugnanlega raunveruleg að mínum dómi“. Flugræningjar fyrir rétti London, 7. Heptembor. AP. FIMM Tanzaníumenn, sem rændu þotu flugfélagsins Air Tanzania i febrúar sl., voru dregnir fyrir rétt í London í dag. Tanzaníumennirnir eru allir á þrítugsaldri og meðal þeirra eru tvennir bræður. Þeir rændu Boeing 737-þotu í innanlandsflugi í Tanzaníu og neyddu flugmennina til að fljúga til Stanstead-flugvall- ar fyrir utan London, með við- komu í Nairóbí í Kenýa, Jiddah í Saudi-Arabíu og Aþenu í Grikk- landi. Flugræningjarnir eiga yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsi. Þeir hafa lýst sig alsaklausa. Þeg- ar þeir gáfust upp voru þeir af- vopnaðir og voru vopnin lögð fram sem sönnunargögn við réttarhöld- in, sem hófust í dag. Meðal vopn- anna voru tveir rifflar og hand- sprengja. Siglfirðingar > Jfc ( í Reykjavík og nágrenni. Muniö síldarballiö í Ártúni, laugardaginn 11. september kl. 21.00. Nefndin. Einkaritaraskólinn Kennsla hefst 20. sept. Þeir nemendur sem pantað hafa pláss, vinsamlegast gangi formlega frá skólavist í þessari viku. Þeir sem eru á biðlista eru beönir aö hafa samband viö okkur eftir helgina. Enn eru eftir pláss í Ensku-deildinni. Sími 10004 og 11109 (kl. 1—5 e.h.). T Bleian Veitiö ungbarninu loft með réttri bleiutegund. Allar bleiur með plasti utan um eru eins og gróðurhús. T-bleian er einungis með plasti aö neöan, en ekki á hliöum og með henni notist laglegu t-buxurnar, sem eru úr taui og veita því lofti um barnið. Eingðngu t-bleiurnar veita barninu nóg loft. Barnarassar þurfa á miklu lofti að halda til að líða vel. Auglýsing um aöalskoöun bifreiöa og bifhjóla í Hafnarfiröi, Garöakaupstað og Bessastaðahreppi frá 8. sept.—30. sept. 1982. Skoöun fer fram sem hér segir: Miðvikud. 8. sept. G-13801 til G-14000 Fimmtud. 9. sept. G-14001 — G-14200 Föstud. 10. sept. G-14201 — G-14400 Mánud. 13. sept. G-14401 — G-14600 Þriðjud. 14. sept. G-14601 ' — G-14800 Miövikud. 15. sept. G-14801 — G-15000 Fimmtud. 16. sept. G-15001 — G-15200 Föstud. 17. sept. G-15201 — G-15400 Mánud. 20. sept. G-15401 — G-15600 Þriðjud. 21. sept. G-15601 — G-15800 Miövikud. 22. sept. G-15801 — G-16000 Fimmtud. 23. sept. G-16001 — G-16200 Föstud. 24. sept. G-16201 — G-16400 Mánud. 27. sept. G-16401 — G-16600 Þriðjud. 28. sept. G-16601 — G-16800 Miðvikud. 29. sept. G-16801 — G-17000 Fimmtud. 30. sept. G-17001 og yfir Skoöunin fer fram viö Suöurgötu 8, Hafnarfirði frá kl. 8.15—12.00 og 13.00—16.00 alla framantalda daga. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiöum til skoöunar. Viö skoöun skulu ökumenn leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því, aö bifreiöagjöld séu greidd, aö vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi og aö bifreiöin hafi veriö Ijósastillt eftir 1. ágúst sl. Athygli skal vakin á því aö skráningarnúmer skulu vera læsileg. Vanræki einhver aö koma ökutæki sínu til skoöun- ar á auglýstum tíma, veröur hann látinn sæta sekt- um samkvæmt umferöarlögum og ökutækiö tekiö úr umferö hvar sem til þess næst án frekari aövör- unar. Þetta tilkynnist öllum þeim, sem hlut eiga aö máli. Bæjarfógetinn í Hafnarfirói og í Garöakaupstaö. Sýslumaöurinn i Kjósarsýslu, 6. september 1982. Einar Ingimundarson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.