Morgunblaðið - 10.11.1982, Síða 2

Morgunblaðið - 10.11.1982, Síða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1982 Spítali er ekki bara hús „Spítali er fyrst og fremst fólk, sem beitir þekkingu og reynslu til að hjálpa öðru fólki“ Ávarp Ólafs Arnars Arnarssonar, yfir- lœknis, á 80 ára af- mœliSt. Jósefsspítala í dag eru liðin 80 ár frá því að St. Jósefsspítali Landakoti, var vígður. St. Jósefssystur byggðu spítalann upp og ráku hann með miklum myndarskap og hagsýni í 74 ár. Á 75 ára afmaeli spítalans 1977 rakti dr. Bjarni Jónsson þessa sögu og skal hún því ekki endurtekin hér. Ávinningur með sjálfseignarstofnun Þegar St. Jósefssystur hættu spítalarekstri í árslok 1976 samd- ist svo um, að ríkið keypti spítal- ann með þeim skilyrðum að á af- borgunartímanum, sem var 20 ár, skyldi sett á stofn sjálfseignar- stofnun sem tæki að sér rekstur- inn. Með þessu vannst ýmislegt. Ríkið fékk spítalann með hag- kvæmari kjörum en annars hefði orðið. Starfsemin hélt áfram, al- gjörlega ótrufluð enda starfsmenn flestir hinir sömu og höfðu unnið með systrunum um árabil. Spítal- inn helt áfram í því formi sem hann hafði verið rekinn í, með þeim séreinkennum, sem að margra áliti þótti rétt að varð- veita. Með þessu var einnig tryggð nokkur valddreifing í heilbrigðis- kerfinu og komið í veg fyrir aukna miðstýringu. Vitnisburður reynslunnar Reynslan af sjálfseignarstofn- uninni þau tæplega 6 ár, sem hún hefur nú starfað, hefur verið mjög góð. í stjórn spítalans völdust ýmsir framámenn I viðskipta- og opinberu lífi og hefur tekist góð samvinna þeirra og starfsmanna um reksturinn. Stjórnendur hafa lagt áherslu á að ákvæði skipu- lagsskrár um að spítalann skuli reka í því formi sem hann áður var rekinn í, og í samræmi við kröfur heilbrigðisyfirvalda, skuli framfylgt. Litið hefur verið á spít- alann sem hluta í heilbrigðiskerf- inu og verkefni hans hafa verið nokkuð skýrt mörkuð. Lögð hefur verið áhersla á góða samvinnu við heilbrigðisyfirvöld að því er varð- ar verkaskiptingu sjúkrahúsa og engin breyting hefur orðið á starfseminni að því leyti án sam- þykkis þessara aðila. Spítalinn hefur tekið fullan þátt í samvinnu við aðra spítala t.d. varðandi vakt- þjónustu, og lýst yfir vilja sínum til frekari samvinnu á meðan ákvæði skipulagsskrár og sjálf- stæði hans er virt. Þá hefur spítal- inn tekið að sér kennslu, bæði læknastúdenta og annarra heil- brigðisstétta. 7 af 29 sérfræðing- um sem starfa við spítalann eru jafnframt kennarar við lækna- deild Háskóla Islands. Auk þess taka aðrir læknar og hjúkrunar- fólk mikinn þátt í verklegri kennslu nema sem fram fer á spít- alanum sjálfum. Lifandi starf fyrir opnum tjöldum Unnið hefur verið fyrir opnum tjöldum og hefur verið lögð áhersla á að veita hverjar þær upplýsingar um starfsemina sem leitað hefur verið eftir. Reikn- ingar eru opinberir og árlega er gefin út ítarleg skýrsla um starf- semina og henni dreift víða. Starf- semin hefur farið vaxandi, sjúkl- ingum fjölgað, legutími styst, nýt- ing batnað og ýmis ný þjónusta hefur verið tekin upp. Má þar t.d. nefna bætta þjónusta við utan- spítalasjúklinga, sem þannig eiga þess kost að njóta þjónustu tækja og starfsfólks. Unnið hefur verið að því að búa í haginn á ýmsan hátt. Gerð hefur verið framtíðaráætlun, sem þó gengur hægt að þoka áleiðis. Stofnaður hefur verið styrktar- sjóður spítalans. Með því að tryggja honum nokkrar fastar tekjur að viðbættum gjöfum og tekjum af sölu minningarkorta, hefur hann megnað að aðstoða spítalann á ýmsan hátt. Keypt var húseignin Holtsgata 7 og þar hef- ur verið innréttað glæsilegt barnaheimili, sem óhjákvæmilegt er að reka svo starfsfólks fáist. Keypt var húseignin Öldugata 19, en lóðin sem það hús stendur á er algjörlega nauðsynleg vegna framtíðaráætlana. Starfsmanna- hald, sem áður var í leiguhúsnæði úti í bæ, hefur nú flutt í þetta hús og áformað er að saumastofa spít- alans flytji þangað. Styrktarstjóð- urinn hefur einnig veitt ómetan- lega aðstoð í sambandi við tækja- kaup t.d. nýtt og fullkomið skurð- arborð. Þá hefur spítalinn nýverið keypt húseignina Marargötu 2. Þar hefur röntgendeild haft á leigu eina hæð í mörg ár til geymslu á röntgenmyndum. Áformað er, að þar verði læknum spítalans leigð aðstaða til rekstrar læknastofa og munu leigutekjur standa að öllu leyti undir afborg- Olafur Arnar Arnarson flytur ávarp sitt. unum og vöxtum af húseigninni. Auk þess sem hér hefur verið talið, hefur verið ráðist í margs konar endurbætur á spítalanum sjálfum. Sjúkradeildir hafa verið endurbættar, sjúkrarúm endur- nýjuð, rannsóknarstofa, röntgen- deild og apótek færð í nýtísku- legra horf og tæki endurnýjuð. Áform eru um enn frekari endur- bætur en óvíst hvernig gengur að hrinda þeim í framkvæmd. Einhliða ákvarðanir Við íslendingar höfum haft þann hátt á með greiðslu fyrir heilbrigðisþjónustu, að með skattlagningu leggjum við í sam- eiginlegan sjóð, sem síðan er greitt út, þeim félagssamtökum, sjálfseignarstofnunum, sveitarfé- lögum og öðrum opinberum aðil- um, sem sjá um rekstur hinna ýmsu stofnana. í raun hefur það verið svo, að sú fjárhæð hefur ver- ið ákveðin einhliða af ríkinu. Hvort leiðin sem fjármagnið fer hefur legið í gegnum daggjalda- kerfi eða kerfi fastra fjárlaga, skiptir ekki miklu máli. Á þessum tveim kerfum er í raun sáralítiil eðlismunur, það er framkvæmdin sem skiptir öllu máli og áhrif fjár- mögnunar á hinar einstöku sjúkrastofnanir hafa verið mjög ofmetin. Tortryggni ríkisvaldsins í garð sjúkrastofnana Reynslan hefur orðið sú, að mik- illar tortryggni hefur gætt af hálfu ríkisvaldsins í garð þeirra sem reka sjúkrastofnanir. St. Jósefssystur urðu svo sannarlega fyrir barðinu á þessari tortryggni. Með því að skipa svo stjórn sem raun varð á, var vonast til, að hægt væri að breyta þessu ástandi, en því miður hefur það ekki tekist. Rekstrarhalli allra spítala hefur farið vaxandi síðustu árin og rekstrarvandi Landa- kotsspítala er þar svo sannarlega engin undantekning. Ekki er ástandið betra hvað snertir fé til tækjakaupa. Pyrir 6 árum var spítalanum úthlutað á fjárlögum sæmilegri fjárhæð í þessu skyni. Krónutalan hefur verið látin standa óbreytt síðan, þannig að upphæðin hefur svo til brunnið upp til agna á verðbólgubálinu. Spítalinn ætlast ekki til neinna forréttinda í sambandi við fjár- veitingar en augljóst er, að hann verður að fá réttlátan hluta af því fjármagni sem til er og í samræmi við þá þjónustu sem hann veitir. Stærsta verkefni okkar er e.t.v. að eyða þessari tortryggni og koma á eðlilegum samskiptum við ríkis- valdið. Ometanlogur stuðningur Við þessar aðstæður er ekki lak- ara að finna það, að spítalinn nýt- Dansleikur samkvæmt gamla laginu: l»að hafa oft verið sagðar sögur af dansleikjum, sem haldnir hafa verið í litlum samkomuhúsum úti á landi. Má þar nefna til Stóra-Ás í llálsasveit í Borgarfirði, Hof í Öræfum og Hof í Vopna-- firði. I»essi hús voru og eru sum hver reyndar enn við lýði. En samkomur þar þóttu með þeim betri sem gerðust. Kom þar margt til. Húsin voru lítil, ekki rafmagn í þeim öllum, dansleikir gjarn- an haldnir á haustin, þegar dimmt var orðið og kaupa- mennirnir búnir að virða fyrir sér kaupakonurnar allt sumarið og þótti rétt að láta til skarar skríða á dansleikn- um. Ekki þurfti að kosta miklu til í tónlistarhaldi, þar sem húsin voru lítil og ekki rúm fyrir stórar hljómsveitir. Það nægði oftast ein harmoníka og e.t.v. trommur, ef þær fundust í sveitinni. Þessir dansleikir voru óopinberir, þ.e. til þeirra var aðeins boðað í gegnum síma, svo ekki þurfti neinar löggur til þess að líta eftir. Enda þessar samkomur ekki þannig að um mikil læti væri að ræða, þar sem þetta var mestmegnis heimafólk sem sótti samkomurnar. En menn lögðu líka langa leið að baki til þess að komast á þessar sam- komur. Öllu fer aftur og ekki síður þessum dansleikjum sem öðru. Núna er t.a.m. búið að leggja Stelpurnar í innri, strákarnir í ytri, dinga linga ling. Kokkurinn viö kabyssuna stóö fallera ... Eins konar þjóödans á balli sem þessu, enda veit þá enginn hver hreppir hverja. niður gamla samkomuhúsið í Stóra-Ási og komið nýtt í stað- inn, sem hefur ekki þann gamla sjarma, sem hið aldna hafði. Á Hofi í Öræfum hefur dansleikjahaldi hnignað eftir að hringvegurinn kom til. Þá varð þetta ekki lengur nein allsherjar samkoma sveitar- innar, svo sem hún hafði verið áður. Einna helzt eru Hofs- böllin í Vopnafirði líkust því sem var á árum áður. „Viltu dansa viö mig? Bg kann ræl og polka ágætlega.“ „Ég kann ekki þessa harmoníkudansa.'* „Ég skal þá bara kenna þér þá. Svona komdu nú út á gólfið og enga leti.“ Þótt þessir þrír staðir hafir verið nefndir til, þá eru víðar til hús af þessari gömlu kyn- kvísl, sem er að verða útdauð með einhverjum heilbrigðis- vottorðum, brunaefirliti og rafmagnseftirliti. Þessar nú- tímakröfur um salerni géra það líka, að ekki er unnt að halda þessum ágætu húsum úti til skemmtanahalds. Það þykir ekki lengur gott, að fara út undir húsvegg, svo sem þó hef- ur verið iðkað samhliða þessum dansleikjum. Einn þessara staða í viðbót við þá, sem nefndir voru hér áður, er Stígandi í Álftafirði. Bekkjaball í Stíganda

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.