Morgunblaðið - 10.11.1982, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1982 63
Sigfús Þorsteinsson, formaður
Lionsklúbbsins Múla, afhendir
sundlaugina.
Sr. Davíð Baldursson, formaður
Styrktarfélags vangefinna á Austur-
landi, tekur við gestabókinni úr
hendi formanns Múla.
var stofnað 1973 til að vinna að
bættum högum og aðbúnaði
þroskaheftra í fjórðungnum —
sem þá var knýjandi nauðsyn og
mannúðarmál. Félaginu varð það
vel ágengt í baráttu sinni fyrir
velferð þroskaheftra með góðum
stuðningi annarra félagasam-
taka innan og utan fjórðungs að
hafist var handa um byggingu
vistheimilisins árið 1977. Það tók
síðan til starfa haustið 1981.
Félagsmálaráðherra þakkaði
styrktarfélaginu óeigingjarnt
starf að málefnum þroskaheftra
og sagði nafn heimilisins tákn-
rænt fyrir þann málstað sem
styrktarfélagið vinnur að. Ráð-
herra lagði áherslu á að styrkt-
arfélagið hyrfi ekki af þessum
starfsvettvangi þótt ráðuneytið
tæki nú formlega við rekstrinum.
Hann sagði það vilja sinn að
áfram verði starfað í náinni sam-
vinnu við styrktarfélagið og for-
eldrafélag heimilisins. Þá þakk-
aði hann öllum þeim sem stuðlað
hefðu að uppbyggingu heimilis-
ins og nefndi sérstaklega í því
sambandi Lionsklúbbinn Múla á
Fljótsdalshéraði — og óskaði að
lokum starfsmönnum og heimil-
ismönnum velfarnaðar.
Þá flutti oddviti Egilsstaða-
hrepps, Sveinn Þórarinsson, árn-
aðaróskir hreppsnefndar Egils-
staðahrepps:
Viðstaddir þágu veitingar á
Vonarlandi — er heimilismenn
báru fram.
— Ólafur
20 ára afmæli Lions-
klúbbs Patreksfjarðar
Patrcksrirði. 3. nóvembcr.
LAUGARDAGINN 30. október sl. var
haldin í Félagshcimili PatreksfjarAar
sameiginleg árshátíö Lionsklúhbanna
á Þatreksllrdi, Tálknafirði og Bildu-
dal.
Var þar jafnframt haldið upp á
20 ára afmæli Lionsklúbbs Patreks-
fjarðar og sem var stofnaður 19.
febrúar 1962 og voru stofnfélagar
28 og eru sjö af þeim enn starfandi
innan klúbbsins, en þeir eru Ágúst
Pétursson, Guðjón Guðjónsson,
Bragi Thoroddsen, Hafsteinn Dav-
íðsson, Ingólfur Arason, Jón Ara-
son og Páll Janus Pálsson. Voru
þeir allir heiðraðir sérstaklega svo
og konur þeirra. Á árshátíðina var
mættur Jón ísberg sýslumaður á
Blönduósi, umdæmisstjóri B-um-
dæmis og færði hann klúbbnum
fundarhamar að gjöf. Einnig bárust
klúbbnum gjafir frá nágranna-
klúbbunum. Ingveldur Magnúsdótt-
ir afhenti fyrir hönd Lioninja fána
og blómakörfu.
Fyrsti formaður Lionsklúbbs
Patreksfjarðar var Sigurður Jón-
asson, en núverandi formaður er
Hilmar Jónsson. Klúbburinn hefur
starfað að ýmsum menningar- og
líknarmálum innan byggðarlagsins,
einnig hafa klúbbmeðlimir haldið
þeim sið frá stofnun klúbbsins að
rita annál staðarins og er þar getið
þess helsta sem gerist í bæjarlífinu
svo og veðurfars, sjósóknar, afla-
bragða og skipakoma, og má þar
finna margar merkar heimildir.
Veislustjóri var einn af stofnfé-
logum klúbbsins, Jón Þ. Arason, og
fórst honum það vel úr hendi eins
og hans er von og vísa, hljómsveitin
Kjarnar lék fyrir dansi sem dunaði
fram á nótt. — P/G.
|U|/£ia| 3)013 ) || \VJ ||
Inl'slKI Krl IN i\\\m
Snorrabraut Sími 13505
Glæsibæ Simi 34350
Hamraborg -Kópavogi Simi 46200
Mióvangi - Hafnarfirði Slmi 53300
^úperBa
PRJÓNA VÉL
TEGUND 2310
Hefur al!a þá kosti, sem prýtt geturprjóna
vél til heimilisnota.
Prjónar fínt og gróft garn, einnig lopa.
• Hefur tvö nálaborð, tvo bandleiðara
og 360 nálar alls.
• Fáanleg með rafmótor.
Hefur munsturbanka, sem stjórnar Átta tíma kennsla og íslenskur leiðarvísir
fjölbreyttu munsturprjóni, svo sem fylgir vélinni.
litaprjóni, tvöföldu mynsturprjóni, Leitið nánari upplýsinga um hagstœtt verð
útprjóni eftir frjálsri teikningu, vefnaði og góð greiðslukjör.
og gata og garðaprjóni.
Prjónar sokka, heila í hœl og tá, hring-
prjón og klukkuprjón.
RAFBUÐ SAMBANDSINS
Ármula 3 ■ Simi 38900
SÝNIKENNSLA ÞRIÐJUDAGA OG FIMMTUDAGA KL.2-5