Morgunblaðið - 21.11.1982, Side 13

Morgunblaðið - 21.11.1982, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1982 61 Ríkisskattstofan sænska hefur reiknað þaö út aö hver skattskyldur Svíi steli til jafnaöar 11—12 bús. kr. undan skatti ár- lega ... Sjá „ÞJOÐARÍÞRÓTTIN“ iFERÐALÖG Erfiðis- vinna innifal- in í far- gjaldinu Hér i eina tíö var það allra draumur að vera „sigldur". Að hafa flatmag- að á ströndum suðrænna sólarlanda, drukkið höfug vín og virt fvrir sér minj- ar gamalla menningarþjóða. Allt er þetta nú gamlar lummur og ekki lengur forréttindi fina fólksins eins og áður var. Hvað er þá til ráða? Jú, hvernig væri að bjóða fólki að sá til bauna og planta hrísgrjónum meðal bláfátækra Kínverja? Ferðamálafrömuðir hjá BA, breska ríkisflugfélaginu, duttu niður á þessa bráðsnjöllu hugmynd nú fyrir skemmstu og svo virðist sem hún ætli að gera stormandi lukku. Væntanlegir „sveitamenn" verða að vísu að gera sér að góðu að gista hjá kínversku bændunum og erfiða pínu- lítið á akrinum eða í eldhúsinu en það er þó huggun harmi gegn að tveimur dögum af tólf er varið í Hong Kong, einum í huggulega báts- ferð til Kanton og svo nokkrum í stórbænum Peking. Sá galli er á gjöf Njarðar, að „sveitamennirnir" bresku verða að vera sæmilega efnum búnir því að ferðakostnaðurinn fer fráleitt undir 30.000 kr. og líklega meir. Ekki sakar heldur að kunna pínulítið fyrir sér í kínversku því að í Xian Ngou-sveit í Kanton-fylki er enskukunnáttu fólks í ýmsu ábótavant. „Það er þó mesta furða hvað hægt er að gera sig skiljanlegan á skömm- um tírna," segir Keith Wyness, starfsmaður hjá BA, sem fór i til- raunaferðina fyrr á þessu ári. „Vinn- an var líka mjög skemmtileg, jafnvel þótt skóflurnar og rúmin hafi verið ætluð miklu minna fólki en okkur." Ferðamönnum, sem veigra sér við að ösla eðjuna á kínverskum ökrum, mun verða boðið eitthvert annað „starf“ og þeim, sem vilja bara hreint ekkert á sig leggja, munu verða gefn- ar upp sakir. Þeir hafa hvort sem er borgað fyrir sig. — MARTIN WAINWRIGHT Argentínskir stríðsfangar: Dátarnir löptu dauðann úr skel, — foringjarn- ir snæddu steikur. bótum í landbúnaði verði komið á, og eru vinstri menn í ríkjum, þar sem flestir íbúanna eru hreinræktaðir Indíánar, helztu talsmenn þess. Gerðar hafa ver- ið tilraunir í þessa átt í ýmsum löndum, en aðeins með hálfum huga, og landeigendaaðallinn hefur streitzt á móti af öllu afli. Argentína er frá náttúrunnar hendi eitt bezta landbúnaðar- land í víðri veröld. Argentínu- maðurinn Adolfo Pérez Esqui- vel, sem nýlega hlaut friðar- verðlaun Nóbels, skýrir frá eft- irfarandi sjón, er bar honum fyrir augu í bænum Santa Fe þar í landi: Ég sá fjögurra eða fimm ára gömul börn berjast eins og hunda og ketti um eitthvað ætilegt, sem þau höfðu fundið á ruslahaugum bæjar- ins.“ — GEOFREY MATTHEWS OLLAND Lítið og lélegt — sé það þá til Vetur er nú að ganga í garð í Póllandi og landsmenn horfa til hans með ugg í brjósti. Eina fagnaðarefnið fyrir flesta er að þeir hafa ekki verið handteknir eða fangels- aðir, hafa enn vinnu og eru ekki í hópi þeirra, sem þurfa að fara huldu höfði fyrir öryggislög- reglunni eða leyniþjón- ustu hersins. Starfsemi pólsku neð- anjarðarhreyfingarinnar er fyrst og fremst fólgin í útgáfu alls kyns dreifirita og margir eða kannski flestir ritstjórar þeirra eru konur. Ef ekki væri fyrir fórnfúst og óeigin- gjarnt starf þessara óþekktu kvenna er hætt við, að boðskapur Sam- stöðu færi fyrir ofan garð og neðan hjá flestum löndum þeirra. Árangur neðanjarð- arhreyfingarinnar í Varsjá hefur vakið furðu margra og þar eins og víðar í Póllandi er hún að verða nokkurs konar ríki í ríkinu. í mörgum héruð- um hefur verið komið á fót sérstöku fjáröflunar- kerfi til stuðnings Sam- stöðu og menningartíma- rit og flugrit má fá á hverju götuhorni. í þessum ritum eru oft upplýsingar, sem menn á hæstu stöðum hafa lekið í Samstöðumenn, og má sem dæmi um það nefna dauða nokkurra óbreyttra borgara í Lubin í ágúst sl. Opinberlega var sagt, að þeir hefðu ógnað lífi nokkurra her- lögreglumanna en sann- leikurinn var hins vegar sá, að lögreglumennirnir höfðu ekið um borgina óeinkennisklæddir og skotið að venjulegum vegfarendum. Þeir sem féllu reyndust líka allir hafa fengið skot í bakið. Dagsdaglega hafa Pól- verjar mestar áhyggjur af því hvernig þeir eigi að draga fram lífið. í októ- ber sl. fékk fólk í hendur enn einn skömmtunarseð- ilinn og í þetta sinn fyrir skóm í heilt ár. Nú ætti það ekki að heyra til neinna ótíðinda en gall- inn er bara sá, að hverj- um og einum eru aðeins skammtaðir einir skór í vetur og það, sem er enn verra, það fást yfirleitt engir í verslununum. Frá og með nóvem- bermánuði breyttist kjötskammturinn í Pól- landi. Fólk fær að vísu enn 2,5 kg á mánuði en nú verða 700 g af þessum skammti að vera mjög lélegt kjöt, þ.e.a.s. „kjöt með beinum" eða öllu heldur „bein með kjöti“. Bensín er skammtað sem áður nema fólk geti greitt fyrir það með erlendum gjaldeyri, þá getur það fengið nóg. Segja má, að pólska þjóðin hafi verið sem í járngreipum síðan 13. desember á fyrra ári og svo lengi sem frelsisöflin halda uppi baráttu sinni mun herstjórnin neyðast til að grípa til stöðugt ör- væntingarfyllri aðgerða. Hún hefur hafnað öllum samningum við þjóðina og þess vegna einkennist nú lífið í Póllandi af óvissu og ótta við fram- tíðina. - FELIKS POLONSKI LITLI BRÓÐIR Brátt mun hefjast opinber rann- sókn á fjármálaumsvifum Esmat Sadats, yngri broður Anw- ar heitins Sadats, Egyptalands- forseta. Esmat Sadat var áætlun- arbílstjóri framan af ævinni, en flogið hefur fyrir, að hann hafi rakað saman miklum auðæfum, á meðan bróðir hans gegndi forseta- embætti. Anwar Sadat var sem kunnugt er myrtur fyrir ári, en þá hafi hann verið forseti Egypta- lands um 11 ára skeið. I desember næstkomandi mun hinn svonefndi siðgæðisdómstóll, sem Sadat forseti stofnaði á sínum tíma til að fjalla um ákærur um spillingu og óheiðarleika í við- skiptum, hefja rannsókn á málum Esmat Sadats. Ákærur hafa komið fram af hálfu embættis saksókn- ara, en hann hefur þegar lagt lög- hald á eignir þær, sem skráðar eru á nafn Sadats, eiginkvenna hans fjögurra og barna hans, 15 að tölu, meðan rannsókn málsins fer fram. Samkvæmt frásögoum sumra egypskra blaða er Esmat Sadat margfaldur milljónamæringur. Meðal þeirra eigna, sem lagt hefur verið löghald á, eru nokkur fjölbýl- ishús, mnikill bílafloti og 55-her- bergja hús í glæsihverfinu Mardi í sunnanverðri Kaíró. I því hverfi búa einkanlega efnaðir útlend- ingar, sér í lagi Bandaríkjamenn. Þeir fluttu til Egyptalands eftir að Sadat bætti samskiptin við Banda- ríkin á síðari árum. Meðan Sadat forseti lifði, voru ættingjar hans stöðugt að baka honum vandræði, því að þeir neyttu hvers kyns bragða til að hagnast á frændseminni við æðsta Ksmat: Fjórar eiginkonur, 55 her- bergja einbýlishús. mann ríkisiqp. í sjálfsævisögu sinni skýrir Sadat svo frá, að eini maðurinn, sem hann sjálfur hafi fyrirskipað að láta taka höndum, hafi verið eldri bróður hans, Tal- aat. Anwar Sadat var einn 13 systk- ina, en faðir þeirra var opinber starfsmaður, lágt settur, og reyndi hann að kosta börn sín til mennta af rýrum tekjum. Forsetinn var einkum hændur að yngsta bróður sínum, en hann var orrustuflug- maður og lét lífið á fyrsta sólar- hring stríðsins við ísrael árið 1973. Sadat dró enga dul á ósamlyndi sitt og Esmat. Hann gerði eitt sinn upptækt vegabréf hans og bannaði honum að koma til hafnarinnar í Alexandríu, sem er stærsta flutn- ingamiðstöð Egyptalands. í einu blaðaviðtali komst hann svo að orði um Esmat, að hann væri óstýrilátur. I grein í blaðinu Akhbar el Yom fyrir skömmu er gefið í skyn, að Esmat og bandarískur félagi hans hafi krafizt þess að varnarmála- ráðuneyti landsins veitti samþykki til þess að þeim yrði falið að ann- ast flutning bandarískra vopna sjóleiðis ti Egyptalands, enda þótt þeir hefðu engu skipafélagi yfir að ráða. Rannsókn á viðskiptaháttum og fjárreiðum Esmat Sadats er engan veginn unnt að skoða sem upphaf baráttu gegn fylgismönnum hins látna forseta og uppgjör við valda- tíð hans. Hins vegar eru hættu- legustu andstæðingar Mubaraks forseta sömu bókstafstrúarmenn- irnir og þeir sem styttu fyrirrenn- ara hans aldur. Þessir menn telja að hið hróplega misrétti sem ríkir í Egyptalandi geti verið góður jarðvegur fyrir þaráttu þeirra. Af þeim sökum verður að fullnægja réttlætinu, ekki sízt ef sökudólgar hafa áberandi tengsl við þá sem með völdin fara. - COLIN SMITH Bílstjórinn sem varö allt í einu bullandi ríkur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.