Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1982 Prófkjör í Norðurlandi vestra: Sex prófkjörsframbjóðendur - Utankjörstaðakosning hafin PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra fer fram dagana 27. til 30. nóvember. Frambjóðendur í prófkjörinu eru nefndir í stafrófsröð: • Eyjólfur Konráð Jónsson alþm. • Jón Ásbergsson framkv.stj. • Jón ísberg sýslumaður • Ólafur B. Óskarsson bóndi • Páll Dagbjartsson skólastj. • Pálmi Jónsson ráðherra Þátttaka í prófkjörinu er heimil öllum meðlimum sjálf- stæðisfélaga í kjördæminu, sem þar eiga lögheimili og náð hafa 16 ára aldri prófkjörsdagana. Auk þeirra hafa atkvæðisrétt þeir, sem eiga kosningarétt í kjördæmi og undirritað hafa inntökubeiðni í sjálfstæðisfélag í kjördæminu fyrir lok kjörfund- ar, eða hafa skráð sig á próf- kjörsskrá fyrir lok 2. kjördags (þ.e. 28. nóvember). Utankjörstaðaatkvæða- í „íbúðaspá til ársins 1990“, sem Áætlanadeild Framkvæmdastofnun- ar hefur unnið og gefið út, er áætluð byggingarþörf áratuginn 1981—1990 talin samtals allt að 22.500 íbúðir, greiðsla vegna prófkjörsins er í gangi og geta þeir, sem þess óska, greitt atkvæði utan kjör- staðar hjá eftirtöldum aðilum á venjulegum skrifstofutíma: í Siglufirði hjá Óla J. Blöndal, á Sauðárkróki í Sæborg, á Blöndu- ósi hjá Steindóri Jónssyni í Blöndugrilli, á Skagaströnd hjá Adolf H. Berndsen, á Hvamms- tanga hjá Karli Sigurgeirssyni og í Staðarskála hjá Eiríki Gíslasyni. Einnig er hægt að greiða atkvæði utan kjörstaðar á Akureyri hjá Birni Jósef Arnvið- arsyni (sími 25919) og á skrif- stofu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Sjálfa prófkjörsdagana verða opnir kjörstaðir í öllum kaup- túnum og kaupstöðum í kjör- dæminu, og jafnframt í Varma- hlíð, Húnavöllum, Flóðvangi, Víðihlíð, Vesturhópsskóla og Laugabakka. Laugardaginn 27. eða 2.250 íbúðir á ári. Miðað við líklega mannfjölda- þróun og húsnæðisþörf 1981 til 1990 er hin áætlaða byggingarþörf sem hér segir: nóvember og sunnudaginn 28. nóvember verða allir kjörstað- irnir opnir frá kl. 14 til kl. 19, en tvo síðari kjördagana verða kjörstaðirnir á Siglufirði, Sauð- árkróki, Blönduósi og Hvamms- tanga opnir frá kl. 15 til kl. 20, en aðrir kjörstaðir opnir að kvöldi kl. 20 til kl. 22. Sveitahreppunum hefur verið skipt niður í kjörstaði þannig: Kjósendur í Hofs- og Haganes- hreppi, Fellahreppi, Hofshreppi, Hólahreppi, Víðvíkurhreppi og Hofsósi eiga kjörstað á Hofsósi. íbúar Akrahrepps, Lýtings- staðahrepps og Seyluhrepps eiga að kjósa í Varmahlíð, en íbúar Rípurhrepps, Skefilstaðahrepps, Skarðshrepps og Staðarhrepps eiga kjörstað á Sauðárkróki. I A-Húnavatnssýslu kjósa íbú- ar í Skagahreppi á Skagaströnd, en Engihlíðarhreppur og Vind- hælishreppur tilheyra kjördeild- inni á Blönduósi. Torfalækjar-, Svínavatns- og Bólstaðarhlíð- arhreppar eiga kjörstað á Húna- völlum, en kjörstaður fyrir Ás- hrepp og Sveinstaðahrepp er í Flóðvangi. í V-Húnavatnssýslu á Þor- kelshólshreppur kjörstað í Víði- hlíð, Þverárhreppur í Vestur- hópsskóla, Torfustaðahreppar og Staðahreppur eiga kjörstað á Laugabakka, en Kirkjuhvamms- hreppur tilheyrir kjördeildinni á Hvammstanga. Samkvæmt ákvörðun kjör- dæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra fer prófkjörið þannig fram, að kjósendur setja tölustafi fyrir framan nöfn manna á prófkjörs- seðlinum í þeirri röð sem óskað er að þeir skipi framboðslista flokksins við næstu alþingis- kosningar. Merkja þarf við minnst fjögur nöfn til að próf- kjörsseðill verði gildur. GG Uj,«K'n«»rþorf Fullgerðar íbúðir 1981 —1990 1971 — 1980 Höfuðborgarsvæðið 11.400-12.000 11.863 Suðurnes, Kjalarnes, Kjós 1.500- 1.700 1.325 Vesturland 1.200- 1.400 1.235 Vestfirðir 700- 800 697 Norðurland vestra 800- 900 723 Norðurland eystra 2.200- 2.500 2.302 Austurland 1.200- 1.350 951 Suöurland 1.700- 1.850 1.714 Landið allt 20.700-22.500 20.810 íbúðaþörf 1981—1990: Byggja þarf 2.070 til 2.250 íbúðir á ári Pétur Sigurðsson Garðar Þorsteinsson Kjósum stétt með stétt Kjósum Pétur Eftir Garðar Þorsteinsson Sjálfstæðisflokkurinn vill að allar stéttir þjóðfélagsins vinni saman — stétt með stétt, segja forystumenn flokksins gjarnan. En það er ekki nóg að tala á þenn- an hátt. Við verðum að sýna það, að þetta kjörorð er í heiðri haft. Þótt reynt sé að fá fulltrúa sem flestra stétta til að gefa sig að stjórnmálum er þingmannahjörð- in orðin ansi einiit og á það við um þingmenn allra flokka. Svokallað- ir háskólaborgarar og embættis- menn ýmsir eru sífellt að verða meira áberandi í stjórnmálastarfi. Þetta er slæm þróun og líkleg til þess að breikka enn bilið milli stjórnmálamanna og almennings. Við verðum að kappkosta að halda þeim mönnum á þingi sem koma úr hópi hinna „vinnandi stétta" eins og stundum er sagt. Við sjálfstæðismenn í Reykjavík gerum það best með því að kjósa Pétur Sigurðsson alþingismann í prófkjöri flokksins. Með því móti getum við stuðlað að sigri flokks- ins í komandi kosningum. Ekki þarf að fara mörgum orðum um störf Péturs á þingi eða annars staðar. Hann vinnur með fólki úr öllum stéttum dags daglega og vinnur fyrir fólk úr öilum stéttum, ekki síst og kannski mest fyrir hina almennu launþega. Pétur Sigurðsson þekkir lifsbaráttuna betur en margur sem vart hefur dýft hendi í kalt vatn. Ekki má til þess koma að hann hverfi af Al- þingi. Oft hefur verið þörf fyrir öfluga málsvara launþega, en nú er nauðsyn, því veður eru öll vá- lynd í efnahags- og kjaramálum. Munum kjörorðið: Stétt með stétt. Kjósum Pétur Sigurðsson í prófkjörinu. Þjóðleikhúsið: Dagleiðin langa Leíklist Ólafur M. Jóhannesson Nafn á frummáli: Long Day’s Journ- ey Into Night. Þýðing: Thor Vilhjálmsson. Leikmynd, búningar og lýsing: Quentin Thomas. Aðstoðarleikstjóri: Árni Ibsen. Leikstjóri: Kent Paul. Einhversstaðar las ég að Eug- ene O’Neill hafi varpað um tutt- ugu meir og minna fullgerðum leikverkum á eldinn. Hann taldi verk þessi einfaldlega ekki nægi- lega góð. Slíkur listrænn metnað- ur er sjaldgæfur á þessum síðustu og bestu tímum. Ég hef og hlerað að hinn óvenjulegi listræni metn- aður Eugene O’Neill hafi í og með stafað af því að hann hafi ætíð fyrirlitið metnaðarleysi föður síns. En babbinn James O’Neill varð mikið frægur á sínum tíma sem Greifinn af Monte Christo í leikriti gerðu eftir samnefndri sögu Dumas. Lét karlinn hafa sig í að leika Monte Christo yfir fimm- þúsund sinnum. En þessi tryggð karlsins við Greifann af Monte Christo hafði ef til vill djúptækari áhrif á Eugene O’Neill en að hvessa listrænan metnað hans. Fyrstu sjö ár lífs hans liðu nefni- lega á þvælingi með föðumum um þvera og endilanga hina ungu heimsálfu sem þyrsti í rómantísk leikverk frá hinni gömlu Evrópu. Það er máski ekki nema von að hinn ungi O’Neill smitist af leik- húsbakteríunni þar sem hann var bókstaflega alinn upp í leikhúsi. Einn var þó sá staður sem O’Neill fjölskyldan naut nokkurr- ar hvíldar frá leikhúsinu og það var í „Monte Christo“-sumarhús- inu sem stíð í hafnarbænum New London í Connecticut. Þar eyddi O’Neill-fjölskyldan sumarleyfun- um og þarna gerist einmitt Dag- leiðin langa inn í nótt. En í þessu verki er Eugene O’Neill að skil- greina fjölskyldu sína. Nú kann einhver að spyrja hvað sé svona merkilegt við O’Neill fjöl- skyiduna þar sem höfuðið er af- dankaður leikari, húsmóðirin dóp- isti, eldri sonurinn alki en sá yngri taugapirraður ungur maður með skáldadrauma. Er ekki Eugene O’Neill að stunda lítt áhugavekj- andi naflaskoðun með þessari mis- kunnarlausu skilgreiningu á eigin fortíð? Á yfirleitt persónulegt uppgjör höfundar við eigin fortíð erindi nema í dagbók? Ég sagði í upphafi greinar að hið slæma fordæmi gamla O’Neill hafi snemma beygt krókinn hjá hinum unga Eugene í þá veru að hann ákvað að sveigja ekki af hin- um þrönga vegi listarinnar eða einsog hann segir á einum stað: Babbi varð til þess a’' ég ákvað að ég skyldi ætíð standa mig ... ég mun aldrei gefa eftir um hárs- breidd." Þessi óbilgjarna krafa um listræna fullkomnun hefur Dag- leiðina löngu inn í nótt yfir þær bókmenntir sem snúast eingöngu um nafla höfundarins. O’Neill- fjölskyldan verður þannig ekki lengur fjölskylda skáldsins heldur einskonar táknmynd. Við sjáum i örlögum þessa fólks þá lífslygi sem umvefur flestar fjölskyldur. Þannig er Dagleiðin langa inn í nótt ekki persónusaga heldur saga lífslyginnar sem umvefur mann- heima. Því hver hefir náð að höndla drauma æsku sinnar. Sumir ganga jafnvel svo langt að halda því fram að O’Neill sé í verkum sínum að fjalla um þá drauma sem ekki geta ræst innan vestræns samfélags. Hið harm- ræna í verki hans sé þar með harmleikur þess þjóðfélags sem við búum í. Vissulega er O’Neill djúpsætt harmleikjaskáld en ég held ekki að hann leiti skýringar- innar á óförum mannsins til óhagkvæmra þjóðfélagshátta líkt og marxistar gera, fremur til ókennilegs lögmáls sem valdi því að manneskjan nær ekki til fulls taki á draumsýn sinni. í bréfi rit- uðu 1925 segir O’Neill eitthvað á þessa leið um þennan kjarna hugs- unar sinnar: „Ég er öllum stund- um í verki mínu að leitast við að sýna hreyfiaflið bak við atburðina (örlaganornirnar, Guð, hinn líf- eðlisfræðilega bakgrunn okkar) þú ræður hvað þú kallar þetta afl — dularfullt er það vissulega ... ég vil sýna þann harmleik sem á sér stað þegar maðurinn í sjálfsupp- höfnu, sjálfseyðandi átaki reynir að losna úr viðjum hversdagsins og gefa sig hinu hulda afli á vald, í stað þess að tóra einsog skepnan óendanlega smátækur." Hversu vel tekst íslensku leik- húsi árið 1982 að afhjúpa hið máttuga hreyfiafl sem Eugene O’Neill vill birta heiminum í „Long Day’s Journey Into Night“. Viljinn til að koma draumsýn O’Neill til skila er sannarlega fyrir hendi hjá Þjóðleikhúsinu okkar, því færustu menn hafa verið sóttir vest- ur um haf. Leikmyndasmiðurinn nefnist Quentin Thomas, Walesbúi búsettur í Bandaríkjunum. Þessi ágæti maður gerði sér lítið fyrir og heimsótti sumarhús O’Neill-fjöl- skyldunnar í New London til að afla fanga í þá leikmynd sem nú gleður augu okkar i Þjóðleikhúsinu. Vissu- lega hafa vissar breytingar orðið á leikmyndinni frá þvi Thomas gerði staðaruppdrátt í New London en í höfuðuppdráttum er hér um að ræða „Monte Christo“-sumarhúsið. Er leikmyndin greinilega vel og vand- virknislega unnin frá hendi smíða- deildar Þjóðleikhússins og fellur hún ágætlega að þeim leikmáta sem leikstjórinn Kent Paul velur til handa leikurunum í þessari sýningu. En ekki er hægt að segja að þeir Kent Paul og Quentin Thomas velji nýstárlega leið að texta O’Neill. Bæði sviðsmynd og leikmáti er inn- an ramma hefðbundins leikhúss. Það er greinilegt að textinn skiptir Kent Paul öllu máli. Hin máttuga undiralda textans skal brjótast fram í því logni sem hann lætur ríkja á sviðinu mest allan tímann. Þessi að- ferð getur átt rétt á sér þegar Dag- leiðin langa á í hlut. Þannig fannst mér einsog köld gusa hinn hvíti ljósgeisli sem lýsti Mary upp í lok- in. Það er ófyrirgefanlegt að beita þannig ljóseffekt þegar máttugur textinn hefir einn ráðið ríkjum í fjórar stundir. Hitt er svo aftur annað mál að þeir sem ekki kunna skil á texta O’Neill kunna að þreytast á hinni öguðu framsetn- ingu og fagna hinum hvíta geisla á lokasekúndunni sem óbrigðulu merki um að hápunkti dramans sé loks náð. Hinar óskaplegu þján- ingar O’Neill-fjölskyldunnar hafi loks tekið enda. En hvernig tekst nú leikurum Þjóðleikhússins að koma til skila hinum yfirgengilegu þjáningum O’Neill-fjölskyldunnar. Ég held það sé ekki létt verk að framfylgja þeim leikmáta er hér erirhótaður. Slíkt krefst áralangrar þjálfunar á leiksviði. Leikarinn hefur í raun ekki úr öðru að spila en rödd sinni og svipbrigðum. Kent Paul hefir valið þaulreynda leikara í helstu hlutverk: Þannig er Rúrik Har- aldsson í hlutverki James Tyrone, Þóra Friðriksdóttir leikur konu hans Mary og Arnar Jónsson eldri soninn Jamie. Hins vegar hefir Kent Paul valið ungan óreyndan leikara, Júlíus Hjörleifsson, í hlut- verk yngri bróðurins Edmund. Kemur reynsluleysi hins unga leikara nokkuð í ljós í fyrstu sen- unum en hann nær sér á strik á þeim augnablikum, er reynir á skapstyrk. Ung leikkona, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, leikur þjónustustúlkuna Cathleen og þjónar hún ágætlega því hlutverki að létta um stund brúnina á leik- húsgestum. (Ég er hræddur um að hún hafi sigið nokkuð neðarlega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.