Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1982 39 á því sem einstaklingar, hvað ríkið eigi að gera og hvað ekki.“ Stigler bendir síðan á það í greininni „The Politics of Political Economists" í Essays in the History of Economics, að hagfræðingar hneigist til vegna rannsókna sinna að tortryggja ríkisafskipti. Þessi hugsunarháttur er mjög áberandi með Chicago-hagfræð- ingunum svonefndu, en Stigler er einn þeirra. Chicago-háskóli hefur í mannsaldur verið miðdepill frumlegra og hugvitsamlegra hag- fræðirannsókna, og hver hag-1 fræðingurinn öðrum betri hefur komið þaðan. Milton Friedman hefur rannsakað peningamálasögu Bandaríkjanna og komist að því, að peningaskipulagið varð óstöð- ugra eftir stofnun seðlabanka 1913 en fyrir hana. Gary Becker hefur rannsakað, hvernig menn geta notað timann sem gæði, sparað sér fyrirhöfn við upplýsingasöfn- un. Thomas Sowell hefur rannsak- að kjör minnihlutahópa og komist að því, að þeir hópar, sem reyndu að keppa á markaðinum, náðu miklu betri árangri en hinir, sem treystu á ríkið. Og James M. Buch- anan, sem kom hingað til lands um miðjan september í boði við- skiptadeildar Háskóla íslands og Félags frjálshyggjumanna, hefur rannsakað þau lögmál, sem stjórnmálin lúta — þau lögmál, sem gilda á markaði stjórnmál- anna, þar sem ekki er keppt að arðsemi, heldur um atkvæði. (Stigler nefndi það reyndar í sjón- varpi í Bandaríkjunum, að Buch- anan hefði að sínum dómi átt að fá nóbelsverðlaunin á undan sér.) 1 Hitt er annað mál, að sumir aðrir frjálshyggjumenn gagnrýna Chicago-hagfræðingana fyrir það, sem öðrum finnst helsti kosturinn við þá — að þeir hafi meiri áhuga á staðreyndum en siðferðilegum sjónarmiðum, að þeir einblíni á hinn hagsýna mann, homo econo- micus, og sjái því ekki mennina af holdi og blóði, að þeir viti verðið á öllu, en ekki gildið á neinu, svo að vitnað sé til Oscar Wildes. En það væri efni í aðra grein að ræða þá gagnrýni. Oxford í nóvember 1982 fargan nútímans í gerfi fjögurra steintrölla, sem minna á tröll þjóðsagnanna, sem urðu að steini ef minnsta dagsbirta skein á þau. Hin, Morgunblaðið 21. júlí ’82. Hún sýnir vesturheimska sendi- nefnd í hanastélsveizlu, sennilega að loknum stórafrekafundi!! í tilefni af komu jólanna vil ég að lokum vara þjóðina við því gengdarlausa ofneyslubrjálæði á flestum sviðum, en nær hámarki fyrir hverja jólahátíð. Hefir nokk- ur þjóð, sem kallar sig kristna, leyfi tii að lifa óhófslífi, meðan stór hluti jarðarbúa þolir hungur og allsleysi, er veldur hungur- dauða milljóna, ekki sízt bæði gamalmenna og barna. Fólk eða þjóðir er gera sig seka um kaup- æðisbrjálæði meðan hálfur heim- urinn sveltur, hagar sér nákvæm- lega eins og ríki maðurinn í dæmi- sögunni, sem sat hvern dag í dýr- legum fágnaði, og lét Lasarus liggja kaunum hlaðinn við dyrnar, án þess að sinna honum hið minnsta. Og meir en líklegt er, að margur nútímamaðurinn hlóti svipuð örlög og ríki maðurinn þeg- ar lúxushótelvistinni hér líkur og þeir verða að sjá alfarið á bak öllu óhófsdraslinu, sem þeir voru að rembast við að hlaða utan um sig og sina allt sitt jarðlíf. Ég hefi reyndar aldrei trúað því, að nokk- ur maður, þótt illur sé, verði af alheimsmáttarvöldum dæmdur í eilífan kvalastað. En það tel ég óhugsandi, að jábræður ríka mannsins í dæmisögu Krists hoppi í „einum grænum" inn á hin himnesku sælulönd. Menn verð áreiðanlega að taka áfleiðingum gerða sinna hér í jarðlífinu, eða á bak við fortjaldið. Ég þakka af al- hug öllum þeim víðsvegar um landið er hafa sent mér þakkir fyrir greinar mínar á undanförn- um árum. Óska þeim og lands- mönnum öllum hinnar sönnu gleði og gæfu á komandi jólahátíð og á nýju ári, sem hvorttveggja er nú skammt undan. Athugasemd við Morgun- blaðsgrein um Albaníu Vísitala þróunar ýmissa þátta í Albaníu 1960—1980 1960=100 1980 Krómiönaöur 478 Kopariönaöur 3368 Raforkuframleiösla 1650 Nákvæmnisiönaður 2273 Efnaiönaöur 5080 Brauökorn 286 Fólksfjöldi 166 Læknar miðaö viö fólksfjölda 567 Fjöldi hámenntaöra starfsmanna 1120 Aukning á ýmsum þáttum í Alb- aníu samkvæmt nýju 5-ára-áætl- uninni (1980—’85) miöaö viö næst á undan (1976— ’80). Samanlögö þjóöarframleiösla 34—36% Þjóðartekjur 35—37% Olíuframleiösla 42 — 44% Krómiönaöarframleiösla 77 — 80% Járn- nikkeliðnaöarframleiösla 123—128% Kopariönaöarframleiösla 49—52% Raforkuframleiösla 22—24% Nákvæmnisiönaöarframleiösla 43—45% Efnaiönaðarframleiðsla 62—65% Landbúnaöarframleiðsla 30—32% Framleiðsla í léttum iönaöi 38—40% Húsbyggingar 41—43% Grundvallarfjárfestingar 22—24% eftir Þorvald Þor- valdsson Það kom mér ekki á óvart er ég las pistil um Albaníu í Morgun- blaðinu 6. nóvember sl. Hann var auðvitað í stíl við aðra slíka pistla en lygaflaumurinn var svo yfir- gengilegur að ég get ekki orða bundist. Eftir að fasistastjórnin í Júgó- slavíu hóf auknar ofsóknir og fjöldamorð á albanska minnihlut- anum í Júgóslavíu í apríl 1981 var um leið stórefld lygaherferð þeirra gegn Albaníu. Undir lyga- söng Júgóslavanna taka bakraddir frá afturhaldinu um allan heim, þar á meðal Morgunblaðinu, Ríkisútvarpinu og fleiri fjölmiðl- um auðvaldsins hér á íslandi. Til að stytta mál mitt mun ég þó eink- um halda mig við umrædda Morg- unblaðsgrein. I myndatexta við greinina segir svo: „Vegna einangrunar og hug- myndafræðilegs ofstækis hafa litlar framfarir orðið í efnahags- og atvinnumálum í Albaníu. Á þessari mynd sést hvar verið er að planta út hrísgrjónum undir um- sjón norður-kóreskra ráðgjafa en við þá hafa Albaníumenn nú engin samskipti frekar en við aðrar þjóðir." í fyrsta lagi er það lygi að Alb- anía sé einangruð og hafi ekki samskipti við aðrar þjóðir. Þetta er aðeins óskhyggja heimsvalda- sinnanna, en þrátt fyrir tilraunir þeirra til að einangra Albaníu á öllum sviðum, hefur Albanía stjórnmálasamband við yfir 90 þjóðir og viðskiptasamband við yf- ir 50. Auk þess á Albanía vini um allan heim og hefur menningar- og'vináttutengsl við allar þjóðir, þar sem aðstæður leyfa. Það að litlar framfarir hafi orð- ið í efnahags- og atvinnumálum í Albaníu eru aðeins máttlaus til- raun auðvaldsríkjanna til að breiða yfir eigin eymd því sann- leikurinn er sá að síðan sósíalism- inn sigraði í Albaníu hafa hvergi orðið eins miklar framfarir og þar. Á þessum 38 árum hefur Alb- anía þróast frá því að vera lang vanþróaðasta landið í Evrópu þar sem yfir 90% unnu við landbúnað og aðeins 10% af ræktanlegu landi var nýtt. 85% þjóðarinnar var ólæs og óskrifandi og þannig mætti áfram telja. í dag er allt ræktanlegt land í Albaníu nýtt og þar á meðal eru fjöllin víðast hvar ræktuð upp í a.m.k. 1.500 metra hæð. Þjóðin brauðfæðir sig sjálf og meira til. Iðnaður vex hröðum skrefum (sjá meðfylgjandi töflur) en hann er undirstaðan undir vax- andi velmegun þjóðarinnar. I dag er heilsugæsla og menntun í Alb- aníu eins og best gerist í heimin- um. Greinarhöfundur Morgunblaðs- ins lætur óútskýrt hvað hann á við með „hugmyndafræðilegu ofstæki", enda er auðveldara að nota bara frasa og dylgjur. Aftarlega í greininni segir: „ ... eftir að Albanir slitu sam- bandinu við einu vinaþjóð sína, Kínverja, hafa erfiðleikar í efna- hags- og atvinnumálum stóraukist enda nýtur hún nú einskis stuðn- ings erlendis frá.“ I fyrsta lagi voru það ekki Alb- anir, sem slitu sambandinu við Kínverja heldur öfugt, þar sem Albanir vildu ekki sýna hinum síðar nefndu undirgefni heldur samstarf á jafnréttisgrundvelli. í öðru lagi er það grófasta lygi að erfiðleikar í efnahags- og at- vinnumálum hafi stóraukist. Þvert á móti hefur efnahagslífið eins og raunar þjóðlífið allt tekið fjörkipp og síðasta fimm-ára- áætlun (1976—’80) stóðst þrátt fyrir samningsrof Kínverjanna og mikinn jarðskjálfta árið 1979, sem olii miklum skakkaföllum og nú er komin í gagnið ný fimm-ára- áætlun, sem ber vott um mikla raunsæja bjartsýni (sjá töflu) og efnahagslegu framfarirnar skila sér til fólksins bæði með umbótum í félags- og menningarmálum og einnig með auknum kaupmætti. Sem dæmi má nefna að 16. júní sl. lækkaði verð á allflestum neyslu- vörum um 7—35% og verð á opinberri þjónustu í 135 greinum lækkaði um 8—15%. Þar eru það launin, sem hækka og vöruverðið, sem lækkar, þveröfugt við það, sem hér tíðkast. I þriðja lagi er ekki þörf á stuðningi erlendis frá til að byggja upp sósíalismann. Albanía fékk aðstoð frá Sovétríkjunum á tíma Stalíns og hún var veitt í anda vináttu og alþjóðahyggju en þegar Krústséff tók völdin reyndi hann að nota „aðstoð" við önnur lönd til þess að arðræna þau og skerða sjálfstæði þeirra alveg eins og tíðkast í auðvaldsheiminum. Þó Þorvaldur Þorvaldsson að borgarastéttinni á íslandi (þar er Alþýðubandalagið með talið) þyki sjálfsagt að láta erlenda auð- hringa arðræna islenskt verkafólk bæði með beinum atvinnurekstri og vöxtum af lánum þá gildir sú regla í sósíalismanum að treysta á eigin krafta. I títtnefndri grein er reynt að nota fregnina um innrásina í Alb- aníu fyrr í haust sem rökstuðning fyrir „innbyrðis ágreiningi í flokknum". Þetta verður að teljast ansi rýr „rökstuðningur" enda al- veg úr lausu lofti gripinn. Það er ekkert nýtt að albanskir leiðtogar tali um óvini þjóðarinnar innan- lands. Ymsir slíkir hafa verið af- hjúpaðir, sem hafa viljað hneppa þjóðina í erlenda áþján. Slík sjón- armið hafa ætíð verið kveðin í kútinn, einmitt vegna þess að það er háð virk barátta gegn þeim. Nafnlausir „Albaníusérfræð- ingar" Morgunblaðsins virðast ekki vera sérlega vel að sér um albönsk málefni. I greininni er auðvitað sem fyrr talað um félaga Enver Hoxha sem einræðisherra en hver er raun- veruleikinn? Enver Hoxha er þingmaður og aðalritari Flokks vinnunnar. Það er allt og sumt. Fyrst eftir stríð hafði hann á hendi fleiri mikilvæg trúnaðar- störf svo sem forsætisráðherra og utanríkisráðherra en lét af þeim að eigin frumkvæði árið 1948. Ef Morgunblaðið vildi í raun fræða lesendur sína myndi það frekar reyna að útskýra stjórnarfyrir- komulagið í Albaníu en það er mun lýðræðislegra en hér. Því miður er ekki pláss til þess í þess- ari stuttu klausu. Að lokum má geta þess að moggamenn geta verið rólegir yfir því að Albanía mun ekki taka upp samstarf við Sovétríkin, allavega ekki fyrr en sósíal-heims- valdastefnunni verður steypt. Alb- anía er sósíalískt ríki, sem vill hafa samskipti við lýðræðislegar og friðsamar þjóðir á jafnréttis- grundvelli, en ekki við risaveldin og ríki fasisma og kynþáttakúg- ungar. Reykjavík 17. nóv. 1982. Svipur lands og þjóðar í texta og 650 myndum ísland, svipur lands og þjóðar, nefnir Hjálmar R. Bárðarson ný- útkomna bók sína í máli og 650 Ijósmyndum, teikningum og kort- um. Þar af eru 220 litmyndir. í bókinni, sem er 428 bls. að stærð, er dregin upp mynd af íslandi, er skýrir frá sögu landsins og sýnir svipmót landsins og þjóðarinnar í fortíð og nútíð. Og í lokin fylgir heimildaskrá. Bókin, sem er ákaf- lega vönduð að allri gerð, er prent- uð í Hollandi, en filmusetningu á texta annaðist Litbrá Offset og litgreiningu Prentmyndastofan í Reykjavík. I bókinni er í upphafi fjallað um fund landsins og landnám áð- ur en norrænir víkingar komu þar við sögu. Sagt frá líkum á siglingum Rómverja, Grikkja og íra til landsins og síðan land- námi og búsetu írskra einsetu- manna. Síðan er sögð saga um siglingar og landnám víkinga og hvernig leiðir þeirra lágu áfram frá íslandi til frekari landa- funda, vestur til Grænlands og til Ameríku. Þá er sagt frá því hvernig íslenskt þjóðerni varð til við blöndun norrænna manna og keltneskra og hvernig þessi nýja þjóð þróaði með sér nýtt þjóð- skipulag og rakin er saga lands og þjóðar áfram í máli og mynd- um. Jarðsögu landsins er gerð skil, rakin sköpunarsaga þessa eylands, sem staðsett er á sérlega eldvírkum stað yfir þveran Atl- antshafshrygginn, eldgos, lýst jöklum og óbyggðum og skýrt frá eldgosum undanfarinna ára. Loks er farin hringferð um land- ið og staldrað við á áhugaverðum stöðum og lýst mannlífi og um- hverfi þess, en í leiðinni skoðaðir fuglar og litið á gróður landsins. Surtseyjargosi og Heimaeyjar- gosi er lýst nákvæmlega í máli og myndum frá upphafi til enda. Hefur höfundur þannig reynt að draga upp í sem skýrustum dráttum heildarmynd af íslandi, sögu þess og svipmóti. Segir höfundur, Hjálmar R. Bárðarson, í lokaorðum að gagnasöfnun hafi tekið nálega áratugs frístundavinnu við grúsk og ferðalög um landið til mynda- töku og könnunar á stöðum og Hjálmar R. Bárðarson atburðum. Hann hefur víða leit- að fanga og kannað heimildir. Hjálmar hefur áður gefið út ljós- myndabækur með texta á ýmsum tungumálum. Kemur þessi bók út samtímis á íslenzku, þýzku og ensku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.