Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1982 31 að gjaldeyri og arði. En tækifær- in eru ótæmandi, þegar ofstjórn- inni og óstjórninni linnir og frjálslynt fólk tekur við af stjórn- hyggjumönnunum. Niðursetningur Framsóknar Eftir fjögurra ára vinstri stefnu, ofstjórnarstefnu, hefði mátt ætla að foringjar lýðræðis- flokks gerðu sér grein fyrir nauð- syn stefnubreytingar. En því er nú ekki að heilsa í boðskap for- manns Framsóknarflokksins á flokksþingi. Hann er að vísu hættur að tala um niðurtalningu en talar nú um að setja allt niður frá miðju ári 1983 til miðs árs 1984, með lögbindingu í bak og fyrir þar sem markmiðið yrði að verðbólgan færi ekki yfir 30 af hundraði: Lögbundið verði 30% þak á verðbætur, sömuleiðis á launahækkun bænda og á tekju- aukningu sjómanna í gegnum fiskverð. Verðtrygging inn- og út- lána verði í eitt ár bundin við 30 af hundraði og vextir í samræmi við það. Hámark á hækkun vöru- verðs og þjónustu verði lögbundið 30 af hundraði, nema vegna hækkana erlendis. Grunnkaups- hækkanir verði engar, en kaup- máttur lægri launa varinn eftir mætti. Þessi nýja speki þeirra fram- sóknarmanna þar sem boðað er að allt eigi að setja niður er auð- vitað ennþá haldlausari en niður- talningin, sem um þetta leyti átti að hafa gengið af verðbólgu dauð- ri. Þessi niðursetningur Fram- sóknarflokksins kemst aldrei á legg, enda hefði hann þá orðið þeim baldinn, hvernig sem hann hefði verið barinn. Til viðbótar niðursetningnum boðar flokksþing Framsóknar stórfelldar tollahækkanir á þær vörur, sem ekki teljist til nauð- synja. Hver skyldi nú eiga að ákveða, hvort t.d. tannkrem og appelsínur yrðu í lúxusflokki nr. 1 eða nr. 2? Það er óskiljanlegt hvernig mönnum, sem ættu að vera reynslunni ríkari, getur hugkvæmst það snjallræði að stórhækka enn neysluskatta — og að því er helst verður skilið að taka nú langstærsta skrefið — þegar megin áherslu á að leggja á að draga úr dýrtíð. Ráðleysið er sorglegt — þráinn við að hanga valdalaust í „virðingarstöðum" grátlegur. Við höfum gengið veg vinstri stefnunnar, ofstjórnarstefnunn- ar, á enda. Auðvitað hefur afleið- ingin orðið sú, sem frjálslyndir menn spáðu frá upphafi — og þó kannski ennþá alvarlegri. En þótt við höfum glatað gullnum tæki- færum er engin ástæða til að ör- vænta. Veturinn verður heilmil- unum og atvinnuvegunum auðvit- að erfiður, og ábyrgð þeirra er mikil sem því valda. En með vor- inu kjósum við nýtt sumar í ís- lensku þjóðlífi. Könnun á fjárhagsstöðu lág- launafóiks og lífeyrisþega Eiður Guðnason o.fl. þingmenn Alþýðuflokks flytja tillögu um „sér- staka könnun á fjárhagsstöðu lág- launafólks og lífeyrisþega, þar sem m.a. verði sérstaklega könnuð áhrif myntbreytingarinnar á hag þeirra sem lægst laun hafa“. Sýndarmennska, f jöl- miðlun og lýðræði — eftir Helga H. Jónsson, fréttamann Nokkrir menn úr stjórn Blaða- mannafélags Islands samþykktu á fundi 18. nóvember ályktun vegna þeirrar tillögu minnar á flokks- þingi framsóknarmanna fyrir skemmstu, að sami háttur skyldi á hafður um almennar umræður á þinginu og gerist um nefndastörf, það er, að þar skyldu aðeins eiga rétt til fundarsetu flokksbundnir framsóknarmenn. Ég hafði ekki hugsað mér að standa í opinberum deilum um þetta og hafði raunar haldið, að ég mætti hafa á þessu skoðun, en þar sem þessir stjórnarmenn BI hafa nú kosið að láta frá sér fara í nafni félagsins sérstaka ályktun, hlýt ég að benda á nokkur atriði í þessu sambandi. Er þetta heiðar- leg blaðamennska? I fyrsta lagi hlýt ég að spyrja varðandi málsmeðferðina: Hvern- ig stendur á því, að samþykkt er í nafni Blaðamannafélags íslands slík ályktun, án þess að haft sé fyrir því að spyrja mig um þau rök sem ég hef uppi? Teljast það heið- arleg vinnubrögð af hálfu blaða- manna? Svari hver fyrir sig. I annarri ályktun, sem sam- þykkt var á þessum sama fundi, segir meðal annars: „Blaða- og fréttamennska er vandasamt ábyrgðarstarf, sem krefst víð- tækrar þekkingar og reynslu." Ég tek eindregið undir þessi orð, en get ekki neitað því, að í huga mér hafa vaknað efasemdir um, að all- ir stjórnarmenn BÍ rísi undir þessu. I ályktuninni segir, að ég „hafi haft í frammi dylgjur um störf og heiður blaðamannastéttarinnar með órökstuddum sleggjudómum" og að ég hafi „orðið til að ýta und- ir vantraust á störfum atvinnu- blaðamanna í landinu". Þessu vísa ég eindregið á bug og heim til föð- urhúsanna. Hitt er annað mál, þótt einhverjir stjórnarmanna BI kjósi kannski að láta sem þeir viti það ekki, að sumum islensku blað- anna hættir á stundum til þess að sjá atburði í gegnum pólitískt sjóngler — ég tala nú ekki um at- burði á borð við flokksþing ann- arra flokka en þess sem viðkom- andi blað styður. Við þessu er auð- vitað út af fyrir sig ekkert að segja — ef menn viðurkenna þetta fyrir' sjálfum sér og öðrum og þykjast ekki vera annað en þeir eru. Sýndarmennska eða raun- veruleg fjölmiðlun Sem kunnugt er vísaði flokks- þingið tillögu minni á bug. Stjórn- armennirnir í BÍ segjast í ályktun sinni telja, að með því „hafi verið staðfest að störf stjórnmálaflokka eigi ekki að vera einkamál út- valdra (sic!) hópa, heldur eigi þau fullt erindi til almennings í land- inu — þess almennings sem flokk- arnir grundvallast á. Lýðræðinu í landinu" — segir ennfremur — „hlýtur að vera best þjónað með því að sem mest af störfum stjórn- málaflokkanna fari fram fyrir opnum tjöldum". Þetta get ég að ýmsu leyti fallist á. En hugum nánar að þessu, því að þarna er komið að kjarna máls- ins og þvi sem tillaga mín og málflutningur í þessu sambandi snerist um — það er, hvernig lýð- ræðinu verði best þjónað. Á þingum stjórnmálaflokka koma saman til þess kjörnir full- trúar hvaðanæva að. Þessi þing eru æðsta vald flokkanna og þar er stefna þeirra mótuð. Ég tel, að miklu skipti fyrir iýðræðið, að þetta gerist óhindrað. Þarna eiga menn að geta lofað eða lastað eftir efnum og ástæðum. Óbreyttir flokksmenn eiga að geta gagnrýnt forystumenn, ef þeim býður svo við að horfa, án þess að eiga á hættu, að setningar séu slitnar úr samhengi jafnvel og rangtúlkaðar, viljandi eða óviljandi. Segja má, að þing af þessu tagi séu einn hornsteina þess fulltrúa- lýðræðis sem við höfum skapað okkur. Því skiptir að mínu viti miklu, að þar gefist mönnum færi á að tala opinskátt í almennum umræðum, sem ná til alls þing- heims. Þvert gegn því sem títt- nefndir stjórnarmenn BÍ virðast ætla, hlýtur það fremur að teljast ógnun við lýðræðið, ef menn bíta í sig gagnrýni á slíkum þingum og forystumenn sleppa við nauðsyn- legar ádrepur, af hugsanlegum ótta manna við að verða affluttir í málgögnum pólitískra andstæð- inga. Ef allar umræður á þessum þingum eiga að vera öllum opnar, eykst hættan á því, að menn fari beinlinis að miða málflutning sinn við fjölmiðlana, fari að iðka yfir- borðsmennsku, sem einungis miðast við frásagnir blaðanna. Mér finnst nú, að síst vanti okkur meiri yfirborðsmennsku á þessu landi. Hin hættan er líka fyrir hendi, að menn láti liggja í láginni þá gagnrýni sem þeim kann að vera í hug. Þar með væri stórlega dregið úr því aðhaldi sem slíkum þingum er öðrum þræði ætlað að veita forystumönnum flokkanna, sem auðvitað eiga ekki að fara sínu fram án tillits til almenns vilja flokksmanna. Á aö drepa gagn- rýninni á dreif? Ég vil nefna dæmi um þetta: Á þessu flokksþingi framsóknar- manna kom fram í umræðum sú skoðun hjá einum forystumanna flokksins, að almennu umræðurn- ar ættu að vera öllum opnar — menn gætu bara sagt sína mein- ingu í nefndum, þar sem blaða- og fréttamenn hefðu hvort eð væri ekki aðgang! I þessum orðum for- ystumannsins er auðvitað fólginn mikill tvískinnungur, því að hann var jafnframt, eða lét sem hann væri, hneykslaður á tillöguflutn- ingi mínum. En auðvitað dylst engum, að með því að flytja alla opinskáa umræðu inn í nefndirn- ar, er drepið á dreif þeirri gagn- rýni sem hugsanlega kann að vera á seyði og forystumenn taka mis- vel eins og gengur. Þá tala menn í smáum hópum í stað þess að ná til alls þingheims í einu. Gagnrýnin verður ekki jafn beinskeytt og áhrifamikil. Það er ennfremur mikill mis- skilningur ýmissa blaða- og fréttamanna, að nærvera þeirra ein tryggi þeim aðgang að sann- leikanum. Hún getur þvert á móti orðið til þess að hefta sannleik- ann, hefta lýðræðið. Þetta er að mínum dómi mergurinn málsins og þetta var kjarninn í málflutn- ingi mínum. Aðhald fjölmiðlanna og leitin aö sannleikanum Hlutverk fjölmiðla er vissulega mikið. Því skiptir miklu, að vel sé með farið og rétt á haldið. Og menn verða að ætla sér af. Auðvit- að eiga blaða- og fréttamenn hvergi að gefa eftir í skiptum við stjórnmálamenn. En stjórnmála- flokkarnir eiga líka að koma til móts við fjölmiðlana eftir því sem við verður komið — á flokksþing- um og annars staðar. En það verð- ur að mínu áliti betur gert með öðrum hætti en þeim að draga úr líkum á opinskáum og málefna- legum umræðum með sem mestri þátttöku óbreyttra flokksmanna með því að opna flokksþingin eins og gert hefur verið. Og auðvitað hljóta menn í þessu efni að miða við aðstæður eins og þær eru nú. Hér er því þannig farið, að eini fjölmiðillinn, sem hefur til þess bolmagn, mannafla og áhuga, að láta menn sína sitja öllum stund- um á þingum sem því, sem hér hefur verið gert að umræðuefni, virðist vera Morgunblaðið. Menn frá öðrum fjölmiðlum skjótast stund og stund inn á flokksþingin — ef þeir yfirleitt koma — og þá helst til þess að taka viðtal við einhvern forystumanninn — svona til þess að geta sagt, að mál- inu hafi verið sinnt. Ellegar þá, að látið er við það sitja að fjalla um upphlaupsmál, sem auðvitað er fyrirhafnarminna en að setja sig inn í málefnalega umræðu. — Og tæpast fer hjá því, að einhverjum detti í hug, að áhugi Morgunblaðs- ins á umræðum pólitískra and- stæðinga eigi sér hugsanlega fleiri orsakir en þá eina að flytja af þeim hlutlausar og málefnalegar fréttir. Eða hvað? Hvernig væri aö spara nú ályktanir, en auka mál- efnalega umræðu? Mér er ljóst, að auðvitað eru á þessum málum eins og flestum öðrum margar hliðar og færa má rök gegn mínum. Ég tel mönnum Helgi H. Jónsson, „Þaö er ennfremur mikill misskilningur ýmissa blaða- og fréttamanna, aö nærvera þeirra ein tryggi þeim aðgang aö sannleik- anum. Hún getur þvert á móti orðið til þess að hefta sannleikann, hefta lýðræð- ið. Þetta er að mínum dómi mergurinn málsins og þetta var kjarninn í málflutningi mínum.“ það til hróss, hafi þeir það hug- rekki sem stundum þarf til þess að skipta um skoðun, en ég er líka á því, að menn eigi ekki að hvika frá skoðun sinni, sé hún studd gildum rökum, þótt hún falli ekki öllum í geð og menn hljóti jafnvel aðkast fyrir. Það verður þá svo að vera. í þessu máli tel ég mig ekki hafa séð eða heyrt þau rök sem nægi til þess að fá mig ofan af "þeirri skoð- un sem ég hef nú gert stuttlega grein fyrir. Og ég læt ekki kúga af mér réttinn til að hafa skoðun. Telji einhver úr stétt blaða- og fréttamanna, að ég vilji þrengja kost þeirrar stéttar eða gera henni erfiðara um vik við málefnalega frétta- og upplýsingaöflun, þykir mér það miður, því að það er ekki rétt. Allt slíkt sé mér fjarri, enda sæti síst á mér að gera það, sjálfur fréttamaður og sonur manns, sem alla ævi starfaði sem blaðamaður. Hér ræður einungis sú sannfær- ing mín, að lýðræðislegri stefnu- mótun hvaða flokks sem er sé bet- ur þjónað með þeim hætti sem ég lagði til. Hvað svo sem stétt líður, erum við, sem við fjölmiðla vinn- um, þó fyrst og fremst þegnar samfélagsins, sem við hrærumst í. Við eigum skyldur að rækja við þetta samfélag. Allt þetta vona ég, að þeir íhugi, félagar mínir í stjórn Blaða- mannafélags íslands, sem nú um sinn hafa gerst mjög ályktana- glaðir. Ég beini því til þeirra, hvort ekki væri betra að spara pappír undir illa grundaðar álykt- anir og halda heldur fundi í BÍ, þar sem ræða mætti þessi mál — og kannski fleiri — af stillingu og hófsemd. Við blaða- og frétta- menn mættum setjast niður í eig- in hópi oftar en gert er og ræða ýmislegt sem betur má fara í starfi okkar. Þá væri vel. Iðnaðarráðuneytið: Fellst á greiðslur til stjórnar- manna Kísilmálmvinnslunnar Endanleg ákvörðun um stjórnarlaun verði tekin á næsta aðalfundi Undanþágur til skipstjórnar Steingrímur Hermannsson, sam- gönguráðherra, hefur svarað fyrir- spurnum frá Pétri Sigurðssyni (S) um undanþágur til skipstjórnar. I svarinu kemur fram að á tímabilinu 1. janúar 1981 til 10. nóvember 1982 hafa verið veittar undanþágur sem hér segir: Vesturlandskjördæmi 39 undanþágur til 21 manna, Vest- fjarðakjördæmi 45 undanþágur til 27 manna, Norðurlandskjördæmi vestra 11 undanþágur til 7 manna, Norðurlandskjördæmi eystra 36 undanþágur til 20 manna, Suður- landskjördæmi 29 undanþágur til 20 manna, Reykjaneskjördæmi 55 und- anþágur til 32 manna og Reykjavík- urkjördæmi 7 undanþágur til 7 manna. Kísilmálmvinnslunni barst minn- ismiði frá iónaóarráðuneytinu, dags. 4. nóvember sl., vegna þeirrar um- ræóu sem átt hefur sér stað um greiðslur til stjórnarmanna Kísil- málmvinnslunnar fyrir vinnu þeirra, ferðalög o.fl. Á minnismiðanum segir að ráðuneytið fallist á greiðslu ferða- kostnaðar og þóknunar til stjórnar- manna, er þeir sæki stjórnar- og vinnufundi á vegum stjórnar, endan- leg ákvörðun um stjórnarlaun skuli tekin á na-sta aðalfundi Kísilmálm- vinnslunnar. Egill Skúli Ingibergsson, fram- kvæmdastjóri Kísilmálmvinnslunn- ar, sagði í viðtali við Mbl. af þessu tilefni, að ráðuneytið samþykkti með bréfi þessu að mánaðarlegar greiðslur til stjórnarmanna skoðuð- ust sem greiðslur upp í mánaðar- laun. Hann sagði að sá misskilning- ur sem verið hefði uppi vegna þessa máls stafaði einvörðungu af því, að hann hefði ekki athugað að leita samþykkis iðnaðarráðuneytisins áður en til greiðslna kom. Þá segir og á minnismiða ráðu- neytisins að ráðuneytið fallist á að stjórnarmenn fái greitt fyrir sér- staka vinnu vegna undirbúnings skýrslu um fyrirtækið, sem lög gera ráð fyrir að stjórnin skili. Þá skuli stjórnarmenn fá greidda dagpen- inga á ferðalögum erlendis sam- kvæmt þeim reglum sem gilda um opinbera starfsmenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.