Morgunblaðið - 24.11.1982, Side 30

Morgunblaðið - 24.11.1982, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1982 Eyjólfur Konráð Jónsson, alþingismaðun „Með vorinu kjósum við nýtt sumar í íslenzku þjóðlífí“ Frumkvædi ríkisvalds í verðbólguhömlum með stórlækkun neyzluskatta Hér fara á eftir niðurlagsorð úr ræðu Kvjólfs Konráðs Jónssonar, alþing- ismanns, í umræðu um bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar í efri deild Alþingis sl. mánudag. Ríkið vísi veginn með skattalækkun Umræðurnar um vaxtamálin að undanförnu ættu að hafa fært mönnum heim sanninn um hve núverandi peningamálastefna er vonlaus. Bankakerfið er hrunið, vextirnir æða upp, en ná þó aldrei verðbólguhraðanum. Þvert á móti, þá keyra þeir verðbólguna áfram með sívaxandi hraða. Hin raunalega vaxtapólitík kratanna, sem þeir kölluðu raunvaxta- stefnu, var fólgin í því að lög- binda að vextir skyldu elta verð- bólguna um langt skeið, án þess að ná henni nokkurn tímann. Þó ætla ég þeim ekki að hafa viljað það sem ,þeir sögðu og gerðu. Þeim gekk áreiðanlega gott til, þótt hvorki þeir né aðrir skildu hvað þeir voru að fara og hvernig dæmið yfirleitt gæti gengið upp. Það gat verið vit í því að ákveða 45% vexti, þegar verðbólgan var 40%, en það er ekkert vit í 60% vöxtum, þegar verðbólgan er 80%. Menn verða að fara að gera sér grein fyrir því, að raunvöxt- um verður ekki náð við núverandi verðbólgustig, hvað þá þegar verðbólgan æðir stjórnlaust áfram í stjórnlausu landi. Menn ná ekki vöxtunum uppfyrir verð- bólguna, nema með þeim hætti að setja allt atvinnulíf á hausinn og svipta menn yfirráðum yfir íbúð- um og bújörðum. Einasta leiðin út úr vítahringnum er sú að ná verðbólgunni niður fyrir vextina, en eKki gagnstætt. Þetta getur sterk og samhent ríkisstjórn auðveld- lega gert með því að gefa eftir á hinum ógnvænlegu neyslusköttum, sem hér eru hærri en þekkist á nokkru byggðu bóli. Núverandi ríkisstjórn getur hins vegar ekk- ert gert og vill heldur ekkert gera — nema hanga og eitra allt þjóð- lífið með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum. Því er að vísu haldið fram, að verulegur halli yrði á ríkissjóði, ef eitthvað yrði linað á skatta- áþjáninni. Vel kann að vera, að einhver halli yrði um skeið, en hann mætti auðvitað greiða með innlendu lánsfé, sem streyma mundi inn í bankakerfið, þegar sæmilegir raunvextir væru á komnir, enda yrði verðtryggingu sparifjár haldið áfram á meðan menn væru að sannfærast um að aðgerðirnar tækjust. Hitt er svo annað mál, að alls ekki er víst, að um verulegan halla yrði að ræða á ríkissjóði þó að neysluskattar yrðu lækkaðir. í öllu falli er ljóst að það eru ekki bara tekjur ríkis- ins sem minnka, þegar gefið er eftir á neyslusköttum til að lækka verðlag, heldur líka út- gjöldin, þegar launahækkanir og gengisbreytingarnar verða minni enda er meginhluti ríkisútgjald- anna auðvitað launagreiðsiur annars vegar og gjaldeyrisnotkun hins vegar. Auðvitað væri einhver áhætta því samfara að gera slíka tilraun og kannsi yrði hallinn á fjárlög- um það mikill, að einhverja nýja skatta þyrfti að taka upp eftir 1—2 ár, þegar verðbólgan hefði verið kveðin í kútinn og hagur atvinnuvega og einstaklinga hefði batnað svo að undir yrði risið. Opið, heiðar- legt þjóðfélag Þingflokkur Sjálfstæðisflokks- ins hefur unnið mikið starf við margháttaða útreikninga varð- andi verðbólguvandann og notið til þess aðstoðar fjölmargra áhugamanna. Á tugum funda og í stöðugum einkaviðræðum fjölda manna höfum við verið að leita nýrra leiða, því að allir vita víst nú orðið að þær gömlu duga ekki, nauðsynlegt er að brjótast úr gömlum viðjum. Meginniðurstað- an er sú, að um langt skeið hafi stjórnmálamenn með hjálp emb- ættismanna gengið svo freklega fram í hverskyns fölsunum og kjaraskerðingum að fullkominn trúnaðarbrestur hafi skapast milli stjórnvalda og alþýðu og um þverbak hafi keyrt í störfum nú- verandi ríkisstjórnar. Þess vegna verði að leita gjörólíkra lausna, þar sem allt sé fyrir opnum tjöld- um og engin tilraun gerð til að blekkja fólk og falsa tölur. Við höfum sannfærst um, að vísitölu- falsanir margra ríkisstjórna og lögboðnar kjaraskerðingar eru ekki einungis gagnslausar, þegar þær eru orðnar vanabundnar, heldur beinlínis skaðlegar. Eyjólfur Konráð Jónsson Við sjálfstæðismenn viljum opið, heiðarlegt þjóðfélag frjáls- lyndis — andstæðu hins lokaða og maðksmogna samfélags stjórnhyggju og svikráða, sem við nú búum við. Við munum setja fram heilsteypta stefnu í efna- hagsmálunum og fylgja henni fram, án þess að lofa gulli og grænum skógum. í meginefnum má kannski segja, að í skattamál- um, peningamálum og efnahags- stjórn almennt viljum við gera flesta hluti þveröfugt við það, sem vinstri menn hafa nú fram- kvæmt um fjögurra ára skeið með augljósum afleiðingum. Tíund tekna í jólamánuði Vinstri stefna hefur gengið sér til húðar og það hlýtur að verða kappsmál okkar sjálfstæð- ismanna að ná í komandi kosn- ingum svo miklum áhrifum, að við getum gjörbreytt efnahags- stefnu landsins og reist við fjár- málakerfið og atvinnulífið í heild. Hitt er því miður ljóst að enn örlar ekki á því, að þeir, sem að núverandi hæstvirtri ríkisstjórn standa, hyggist breyta til. Þvert á móti vilja þeir halda líftórunni í stjórninni og stjórnarstefnunni eins lengi og nokkur kostur er, og því miður eru alþýðuflokksmenn líka veikir fyrir, eins og viðbrögð þeirra síðustu dagana hafa sýnt. Þess vegna ríður nú á miklu, að allir frjálslyndir menn geri sér glögga grein fyrir því að eina leiðin til að snúa af braut stjórn- lyndisins og ofstjórnarinnar er að efla Sjálfstæðisflokkinn veru- lega. Einn liðurinn í efnahags- legri endurreisn er auðvitað að taka upp nýjan og réttan vísitölu- grundvöll og hætta öllu vísitölu- svindli. Ríkisstjórnin hafði raun- ar boðað það, að pólitískt sam- komulag væri um, að tekið yrði upp nýtt viðmiðunarkerfi fyrir laun, eins og hæstvirtur við- skiptaráðherra orðaði það í við- tali við Morgunblaðið 24. ágúst sl. En þar mun nú hver höndin upp á móti annarri, eins og raunar í flestum eða öilum málum öðrum. En þegar það er hugleitt, að fólk hefur kannski ekki nema fjórð- ung tekna sinna til ráðstöfunar, þar sem meginhlutinn er bundinn í sköttum, húsnæðisútgjöldum, rafmagni, hita, síma, sjónvarpi, útvarpi, bifreið o.s.frv., þá spyrja menn: Getur fólk greitt tíundina? Ríkisstjórnin hagaði því þann- ig, að verðlagshækkunum var dengt yfir í októbermánuði til þess að þær kæmu sem mest inn í vísitöluna 1. des. og yrðu skertar um helming og þó ríflega það. Þannig á fólk nú að missa meira en tíunda hluta tekna sinna, eða hartnær helming þess fjár, sem það hefur í reiðufé til matar- kaupa og fatnaðar ásamt öðrum daglegum útgjöldum og þessu var svo snilldarlega fyrir komið, að skerðingin skylli á í jólamánuðin- um, væntanlega til heiðurs hátt- virtum þingmanni Guðmundi J. Guðmundssyni. Það er hreint ekki út í bláinn, að spyrja spurningarinnar: getur fólk greitt tíundina, hina nýju, til valdhafanna — og vill fólkið greiða tíund til að halda þeim við völd, sem sjálfir segja, að efna- hagslegt sjálfstæði þjóðarinnar sé að glatast? Já, vill fólk greiða tíundina og getur fólk greitt tí- undina? Getur raunar nokkur ætlast til þess, að einhver stjórn- arandstöðuþingmaður greiði tí- undinni atkvæði sitt og framlengi þar með lífdaga ríkisstjórnarinn- ar og kolvitlausrar stjórnarst- efnu, kannski í heilt kjörtímabil, kannski í heilan áratug? Á eng- inn í þessu landi að standa upp gegn ofstjórnarstefnunni, sem þegar hefur sýnt, að hún er leiðin til glötunar? Svari hver fyrir sig. Þetta land á ærinn auð ... Og nú vitna ég til Haralds Ólafssonar varaþingmanns Pramsóknarflokksins. Eg er nefnilega svo innilega sammála honum um að ísland á mikinn auð og hann er hægt að nýta, ef rétt er á málum haldið. Fjárlög ársins 1983 eiga að verða síðustu kreppufjárlögin eins og hæstvirt- ur fjármálaráðherra Ragnar Arnalds nefnir þau réttilega — og fer vel á því að Alþýðubanda- lagið ber ábyrgð á þeim. Víst er það rétt að hver einasti sjóður er þurrausinn og í bullandi vanskilum. Víst er það rétt að lánstraust er á þrotum erlendis, bankakerfið hrunið, heimilin og fyrirtækin á hausnum. En sem betur fer er þetta mestmegnis heimatilbúinn vandi og því á okkar valdi að snúa blaðinu við. Það getur stórhuga og samhent ríkisstjórn gert á örskömmum tíma. Sú stjórn verður auðvitað að beita sér fyrir orkunýtingu og iðnvæðingu í stað þess að þvælast fyrir framförunum eins og núver- andi ríkisstjórn hefur gert með iðnaðarráðherrann í broddi fylk- ingar, sem nærri hafði tekist að koma í veg fyrir Blönduvirkjun, þannig að Alþingi varð á liðnu vori að taka ráðin af honum og ríkisstjórninni til að tryggja framgang- þess stórmáls. Samt þvældist hann fyrir í allt sumar og framfylgdi ekki ákvörðun Al- þingis um að fela Landsvirkjun framkvæmdirnar fyrr en komið var fram á haust. Ný stjórn verður að gæta hags- muna okkar í hafréttarmálum í stað þess að láta allt reka á reið- anum. Hún má ekki líða komm- únistum að ráða ferðinni eins og t.d. í flugstöðvarmálinu. Ný stjórn verður að eftirláta borgur- unum meira af aflafé sínu, þann- ig að þeir geti ekki einungis risið undir íbúðabyggingum og minni háttar og meðalstórum atvinnu- rekstri til sjávar og sveita, heldur líka bundist samtökum um stofn- un og starfrækslu meiri háttar fyrirtækja, almenningshlutafé- laga til að stórauka þjóðarauð og bæta lífskjör. Þar kemur fiski- ræktin m.a. til. Dæmi þess skal ég nefna: í Lónum í Kelduhverfi hafa nú í tvö ár staðið yfir tilraunir við laxeldi í samvinnu við Norðmenn. Þær hafa borið þann árangur að varla fer lengur á milli mála að á íslandi eru allar aðstæður hinar ákjósanlegustu til stórrekstrar á þessu sviði. Gerð hefur verið frumáætlun um sjóeldi á Reykja- nesi, þar sem ræktuð yrðu 1—2 þúsund tonn af laxi árlega og eru þær athuganir nú í endurskoðun með það fyrir augum að rækta allt að 10 þúsund tonn af laxi ár- lega eða álíka mikið og Norð- menn flytja nú út. Þessi atvinnu- grein getur tiltölulega fljótt skil- Þingfréttir í stuttu máli Skattvísitala ráði hækkun fast eignamats sem skattstofns Flugvallagjald falli niður Eignaskattstofn og skattvísitala Birgir ísleifur Gunnarsson og Matthías Bjarnason hafa flutt frum- varp til breytinga á skattalögum, þess efnis að fasteignir sem eigna- skattstofn geti ekki hækkað meira miili ára en nemur hækkun skatt- vísitölu, en sú vísitla sé eðlileg við- miðun, enda notuð af ríkisvaldinu í öðrum skiptum þess við skattborg- ara. í greinargerð segja þeir að hækk- un fasteignamats í Reykjavík sem skattstofns hafi verið töluverð um- fram launahækkanir á undanförnum árum. 1980 hækkaði fasteignamat um 60% frá árinu áður, 1981 60%, 1982 78%. Skattar á þennan skatt- st'ofn hafi því hækkað óeðlilega liðin ár. Flugvallagjald falli niður Halldór Blöndal (S) og Árni Gunn- arsson hafa flutt frumvarp til niður- fellingar á flugvallagjaldi. Gjald þetta hefur valdið mikilli óánægju erlendra ferðamanna, segja flutn- ingsmenn, og bakað starfsmönnum millilandaflugs margvíslega erfið- leika. Þetta gjald kemur og illa við þá sem þurfa mikið á flugsam- göngum að halda innanlands, og leggst eðli sínu samkvæmt fyrst og fremst á þær byggðir sem fjærst eru Reykjavík. Er þetta gjald var upp- haflega lagt á var ætlunin að það rynni til endurbóta og lagfæringa á flugvöllum, en sú hefur alls ekki orð- ið raunin. Erfðafjárskattur og eftirlifandi makar Halldór Blöndal og fleiri þing- menn Sjálfstæðisflokks hafa flutt frumvarp sem felur í sér, ef sam- þykkt verður, að eftirlifandi' maki skuli undanþeginn erfðafjárskatti, enda valdi missir maka hinum eftir- lifandi þungum búsifjum, „sem erf- itt er að færa rök fyrir að geti orðið þjóðfélaginu tekjulind — a.m.k. ef það vill kalla sig menntað og siðfág- að“. Það nýmæli er og í frumvarp- inu, að skattprósenta er í hámarki í hverri tröppu, ef um fyrirfram- greiðslu er að ræða, sem og sú breyt- ing, að skatturinn verði aldrei hærri en 45% í stað 50% eins og nú er. Þá er í frumvarpinu sú breyting að ekki skuli greiða erfðafjárskatt af fé sem gefið er til kirkna, mannúðar- og menningarmála. Umferðarmiðstöð á Egilsstöðum Þingmenn Austfirðinga (1. flutn- ingsmaður Sveinn Jónsson) flytja þingsályktunartillögu um að fela ríkisstjórninni að hlutast til um bætt og breytt skipulag á fólks- og vöruflutningum á Austurlandi með því m.a. að komið verði á fót umferðamiðstöð á Egilsstöðum og vörudreifingarmiðstöð á Reyðarfirði í tengslum við tollvörugeymslu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.