Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1982 NÝLEGA opnuðu Bjami Pétursson i Festi og Sólveig Valdimarsdóttir, kona hans, gjafavöru-, húsgagna- og blómaverzlun að Víkurbraut 53 i Grindavík. Samkvæmt upplýsingum fréttaritara Mbl. í Grindavík, Guðfinns Bergssonar, munu þau í verzluninni hafa á boðstólum kristalvörur frá Hurapila í Finn- landi, ásamt afskornum og þurrkuðum blómum, blómaskreytingum og smá- húsgögnum, aðallega úr reyr. — Ljósm.: Guðrinnur. Frönsk tónlist á hádegistónleikum SJÖUNDU hádegistónleikar á tón- leikaárinu, verða haldnir í Norræna húsinu miðvikudaginn 24. nóvember 1982, klukkan 12:30. Á efnisskránni er- svíta fyrir klassíska flautu, jazz píanó, bassa og trommur, eftir Claude Bolling. Flytjendur Arngunnur Yr Gylfadóttir, Snorri Sigfús Birgis- son, Richard Korn, Eggert Pálss- on. í kynningu um tónleikana segir: „Claude Boliing, tónskáld, út- setjari og hljómsveitarstjóri er einn athafnamesti og fjölhæfasti tónlistarmaður í Frakklandi í dag. í svítu hans fyrir flautu og pí- anó leitast hann við að fá fram mismun í túlkun hijóðfæranna. Einmitt þessar andstæður gera verkið mjög áhugavert. Hér er orðið svíta ekki notað í hefð- bundnum skilningi, heldur táknar það öllu fremur verk fyrir mis- munandi hljóðværi, hvert fyrir sig andstæða hvers annars. í verkinu gætir einnig verulegra sviftinga sem samspii jazz og klassíkur hef- ur í för með sér. Svíta þessi er samin 1973.“ Þegar blettur kemur á flík Leiðbeiningar Kvenfélagasambandsins NÝR bæklingur sem fjallar um blettahreinsun er kominn út hjá Kvenfélagasambandi íslands. Bækl- ingurinn var gefinn út af Statens Husholdningsrád í Danmörku á Tónleikar Þeys á Hótel Borg HUÓMSVEITIN Þeyr efnir í kvöld, fimmtudag, til sinna fyrstu tónleika um nokkurt skeið. Hefjast þeir kl. 21 að Hótel Borg. Á tónleikunum í kvöld verður boðið upp á kvikmynd og væntan- lega leikur hljómsveitin Vonbrigði lög af nýútkominni plötu sinni áð- ur en Þeyr kemur fram í sviðsljós- ið. Franska kvik- myndavikan framlengd Vegna þeirra fjölmörgu áhorfenda sem ekki gátu séð allar myndirnar á 7. frönsku kvikmyndavikunni í Reykjavik, hefur menningardeild franska sendiráðsins ákveðið að framlengja kvikmyndahátíðina um nokkra daga í einum sala Regnbog- ans. Þær fjórar myndir sem vinsæl- astar voru á kvikmyndavikunni verða því sýndar áfram í þessari viku (í C-sal eða D-sal Regnbog- ans). Þær myndir sem hér er um að ræða eru: „Stórsöngkonan" (Di- va), „Hreinsunin" (Coup de Tor- chon), „Moliere" og „Surtur" (Anthracite). (Fréttatilkynning) þessu ári en hefur nú verið þýddur á íslensku. Margt getur valdið því að blett- ur komi á fatnaðinn, húsgögnin eða gólfteppið. Rjómaísinn lak niður blússuna, telpan fór skyndi- lega að selja upp eða kúlupenni að leka. Þær spurningar sem berast til Leiðbeiningastöðvar húsmæðra benda til þess að slík óhöpp séu mjög algeng á heimilum. Bækling- urinn er því handhægt uppsláttar- rit sem grípa má til, þegar slík óhöpp vilja til. En í mörgum til- vikum er nauðsynlegt að fjarlægja bletti undireins, svo að þeir festist ekki til frambúðar í fatnaðinum. í Statens Husholdningsrád hafa verið prófuð ýmis efni til að ná burtu blettum og komust menn þá að þeirri niðurstöðu að flesta venjulega bletti er unnt að fjar- lægja með góðum árangri t.d. með uppþvottalegi og jafpvel með nýmjólk. í bæklingnum er því mælt með nokkrum öðrum bletta- hreinsiefnum en í þeim bækiingi sem Kvenfélagasamband íslands gaf út fyrir nokkrum árum um blettahreinsun. Mörg af þeim hreinsiefnum sem við erum vön að nota til bletta- hreinsunar eru því miður hættu- leg heilsu manna eða mjög eldfim. Það er því til bóta að komið hefur í Ijós að nota má skaðlausari efni til blettahreinsunar. Þessi bæklingur kostar 25 kr. og fæst á skrifstofu Kvenfélagasam- bands íslands á Leiðbeiningastöð húsmæðra að Hallveigarstöðum, 3. hæð. Skrifstofan er opin dag- lega kl. 15—17. Eftirtaldir bæklingar fást einn- ig á skrifstofu K.Í.: Svona gerum við þegar við þvoum okkar þvott, Matur og hreinlæti, Nútíma mat- aræði, Mataræði barna 1—7 ára, Glóðarsteiking, Gerbakstur, Frysting matvæla, Félagsmál og fundarstjórn og ennfremur Leið- beiningar um íslenska þjóðbúnJ inga. Ný þingmál: Stjórn framleiðnisjóðs færð til bændasamtaka — Rannsókn á titansteind í Húnaþingi Verksvið framleiðnisjóðs Egill Jónsson og Salome Þor- kelsdóttir, þingmenn Sjálfstæðis- flokks, hafa lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um fram- leiðnisjóð landbúnaðarins. Með frumvarpinu er leitazt við að skapa svigrúm til að takast á við ný viðfangefni. Markmið frum- varpsins eru: • 1. Verksvið framleiðnisjóðs er nákvæmar skilgreint og áhersla lögð á forustuhlut- verk sjóðsins varðandi upp- byggingu nýrra viðfangsefna í landbúnaði. • 2. Stjórn sjóðsins er að verulegu leyti færð til bændasamtak- anna sjálfra og þannig tryggt að sú þekking og reynsla, sem þar er til staðar, nýtist, um leið og markviss forusta bændasamtakanna hlýtur að leiða til skjótari árangurs. • 3. Framleiðnisjóðnum eru fengnir ákveðnir tekjustofn- ar og hann efldur frá því sem áður var. Innsiglingin í Höfn í Hornafirði Sverrir Hermannsson og Egill Jónsson, þingmenn Sjálfstæðis- flokks, hafa flutt tillögu til þings- ályktunar, þess efnis að ríkis- stjórnin láti hið fyrsta fara fram ítarlega rannsókn á innsigling- unni í Höfn í Hornafirði og hafn- araöstöðu allri austur þar. TiFeOs Þrír þingmenn Framsóknar- flokks, Ingólfur Guðnason, Páll Pét- ursson og Stefán Guðmundsson, hafa flutt tillögu til þingsályktun- ar um „framhaldsrannsóknir á ilmenit-magni í Húnavatnssýslu, og leita nýrra svæða þar sem tit- anríkt basískt berg kynni að vera í verulegum mæli. Skal rannsóknin beinast að magni titans og ann- arra verðmætra efna í berginu og vinnsluhæfi þeirra. Ilmenit er tit- ansteind (TiFe03), sem er helzta titanhráefnið í heiminum sem unnið er úr, segja flutningsmenn. Jón Július Þorsteinsson. Akureyri: Stofnaður minn- ingarsjóður Jóns J. Þorsteinssonar STOFNFUNDUR minningarsjóðs Jóns Júlíusar Þorsteinssonar kennara frá Óiafsfirði, síðast starfandi við Barnaskóla Akur- eyrar, verður haldinn að Hótel „Varðborg", Akureyri, sunnudag- inn 28. nóvember kl. 15.00. Hægt er að gerast stofnfélagi á fundin- um. Allt stuðningsfólk er hjart- anleca velkomið. Sveitarafvæðing Þorvaldur G. Kristjánsson (S) hefur lagt eftirfarandi spurningar fyrir Hjörleif Guttormsson, orkuráðherra: 1. Hvers vegna hefur iðnaðarráð- herra ekki afgreitt tillögu Orkuráðs samkvæmt bréfi dags. 17. apríl sl. og ítrekaða með bréfi dags. 21. október sl., um ráðstöfun fjármagns sem ákveðið er til sveitarafvæð- ingar í fjárlögum fyrir árið 1982 vegna nýrra veitulagna? 2. Vill iðnaðarráðherra afgreiða tillögu Orkuráðs þegar í stað, svo að nýta megi það fjármagn sem Alþingi hefur ákveðið að ganga skuli til sveitarafvæð- ingar á árinu 1982? Stjórnarandstaðan hefur vinninginn HVERT ER kjörfylgið, sem stjórn og stjórnarandstaða styðjast við, miðað við úrslit í síðustu þingkosningum? Þegar skoðuð er samsetning Alþingis, stjórn- ar og stjórnarandstöðu, við upphaf 105. löggjafarþingsins, haustið 1982, og atkvæðamagn að baki hverjum þingmanni, kemur þetta fram: Rikisstjórn Atkv. Meðaltal Þing- í hlut hóps að Frá- menn þingm. baki þingm. dráttur Alþýðubandalag Framsóknarfl. Sj álf stæðisflokkur 11 17 3 23.593 30.861 5.534 W 2.145 1.815 1.905 (808) 31 59.988 1.941 Stjórnarandstaða Alþýðuflokkur 10 20.555 2.055V5 (1.025) Sjálfstæðisflokkur 19 39.788 2.094 29 60.343 2.081 Frádráttur kemur fram vegna atkvæða, sem greidd vóru lista í kjör- dæmi, þar sem viðkomandi listi fékk ekki mann kjörinn (Alþýðubanda- lag Vestfirðir og Alþýðuflokkur: Austurland og Norðurland vestra). Leikur að tölum: Er hægt að mynda þingmeirihluta með 30% kjörfylgis? Er fræðilegur möguleiki á því að hægt sé að mynda starfhæfan meirihluta á Alþingi því er nú situr með aðeins um 30% kjörfylgis á bak við sig? Svo virðist vera, skv. tölulegum upplýsingum, sem Mbl. hafa borizt. Þeir 32 þingmenn, sem hér um ræðir, eru: 1. Sighvatur Björgvinsson, 2. Karvel Pálmason, 3. Sverrir Hermannsson, 4. Egill Jónsson, 5. Pálmi Jónsson, 6. Eyjólfur K. Jónsson, 7. Steingrímur Hermannsson, 8. Ólafur Þ. Þórðarson, 9. Páll Pétursson, 10. Stefán Guðmundsson, 11. Ingólfur Guðnason, 12. Matthías Bjarnason, 13. Þorvaldur G. Kristjánsson, 14. Ragnar Arnalds 15. Helgi Seljan 16. Hjörleifur Guttormsson, 17. Friðjón Þórðarson, 18. Jósef H. Þorgeirsson, 19. Eiður Guðnason, 20. Skúli Alexandersson, 21. Steinþór Gestsson, 22. Guðni Karlsson, 23. Lárus Jónsson, 24. Halldór Blöndal, 25. Alexander Stefánsson, 26. Davíð Aðalsteinsson, 27. Tómas Árnason, 28. Halldór Ásgrímsson, 29. Eggert Haukdal, 30. Magnús H. Magnússon, 31. Garðar Sigurðsson, 32. Þórarinn Sigurjónsson, Atkv. að baki Kjör- þingm. dæmi Flokkur 594 VF A 594 VF A 684,5 A D 684,5 A D 803 NV D 803 NV D 822,5 VF B 822,5 VF B 835,3 NV B 835,3 NV ^ B 835,3 NV B 867,5 NV B 867,5 VF ' D 984 NV G 1.077 A G 1.077 A G 1.160 VL D 1.160 VL D 1.165 VL A 1.203 VL G 1.214 S D 1.214 S D 1.379 NE D 1.379 NE D 1.406 VL B 1.406 VL B 1.481,5 A B 1.481,5 A B 1.484 S L 1.535 S A 1.544 S G 1.678,5 S B 35.078 Þórarinn Sigurjónsson (F) og Jón Helgason (F) hafa báðir sama fjölda atkvæða á bak við sig og skiptir ekki máli hvor þeirra mundi mynda þennan fræðilega meirihluta. Stjórnarandstaða þessa fræðilega mögulega meirihluta yrðu þingmenn Reykjavíkur (15), Reykjaneskjördæmis (7), Norður- landskjördæmis eystra (5) (ekki þingmenn D-lista) og annar maður B-lista í Suðurlandskjördæmi, samtals 28. Atkvæði á bak við stjórnarandstöðu þessa fræðilega meirihluta reiknuð á sama hátt yrðu 85.253 eða miðað við 120.331 atkv. 70,8%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.