Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1982 21 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir MAGNÚS SIGURÐSSON Götubardagar i Póllandi 1982. Hernaöareinreói í staðinn fyrir flokkseinræði. Austur-Evrópa eftir fráfall Brezhnevs DAUÐI Leonid Brezhnevs, forseta Sovétríkjanna og leiðtoga sovézka kommúnistaflokksins, hefur orðið mörgum stjórnmálafréttariturum tilefni til þess að staldra við á hinum alþjóðlega vettvangi. Þegar horft er um öxl, er ein áleitnasta spurningin þessi: Hvert hefur verið hlutskipti þeirra þjóða Austur-Evrópu, sem orðið hafa að hlíta forystu Sovétríkjanna nánast í einu og öllu á 18 ára valdaferli Brezhnevs? Geta um UO milljónir manna í Póllandi, Rúmeníu, Búlgaríu, llngverjalandi, Tékkóslóvakíu og Austur- Þýzkalandi litið til baka og sagt: Þetta hefur verið skeið framfara með þverrandi tár á öllum sviðum þjóðlífsins? Það efnahagsástand, sem nú blasir við í þessum löndum, segir allt aðra sögu. Eftir 37 ára stjórn kommún- ista er ástandið þannig í Póllandi og Rúmeníu, að brauð fæst ekki nema gegn skömmtun- arseðlum, mjólkurskortur er í Tékkóslóvakíu og smjörskortur í Austur-Þýzkalandi. Það er helzt í Ungverjalandi og Búlgaríu, sem framboð á matvælum er nægilegt, en þar hefur verðlag farið svo ört hækkandi að und- anförnu, að almenningur hefur varla efni á að kaupa þau lengur. Það efnahagskerfi, sem Sovét- stjórnin hefur þröngvað þessum fylgiríkjum sínum til þess að taka upp, hefur þannig reynzt ónothæft með öllu með þeim af- leiðingum, að þessi ríki hafa safnað gífurlegum skuldum, sem engin leið er fyrir þau að losna úr. Það er því engin furða, þó að vaxandi óánægja og þjóðarvit- und segi til sín svo að segja í öllum þessum löndum. Hvergi er þetta þó eins áberandi og í Pól-- landi. Brezhnev hafði sjálfur og það einmitt á flokksþingi pólskra kommúnista haustið 1968 af- markað fylgiríkjunum þau takmörk sjálfstjórnar, sem þeim voru ætluð. Þar lýsti hann því yfir, að „hagsmunir allra komm- únistaríkjanna", sem voru alltaf hagsmunir Sovétríkjanna einna, væru mikilvægari en hagsmunir þeirra hvers um sig. Sá, sem bryti þessa órjúfanlegu reglu, ætti yfir höfði sér hernaðar- íhlutun Sovétríkjanna. Tólf árum síðar mátti Brezhn- ev þola einhvern sinn versta pólitíska ósigur. í Póllandi spratt upp hreyfing óháðra verkalýðsfélaga og hinn almátt- ugi kommúnistaflokkur þar í landi varð að gefast upp við stjórn sína á landinu. Hernað- aríhlutun Sovétríkjanna var ekki nauðsynleg að þessu sinni. í staðinn voru innleidd herlög undir stjórn Jaruzelskis hers- höfðingja. Hernaðareinræði tók við af flokkseinræði og með at- beina hers og lögreglu var við- leitni óháðu verkalýðsfélaganna til frjálsari samfélagshátta bæld niður. Þótt Rússar geti státað af því, að yfirráð þeirra yfir Póllandi standi óhögguð, þá hefur það ekki orðið til þess að draga á neinn hátt úr þeim þjóðfélags- vandamálum, sem kommúnista- flokkur landsins hafði gefizt upp við að leysa, og herstjórnin, sem við tók, hefur ekki komið fram með neina haldbæra lausn á þeim. Öll þessi vandamál, hvort heldur pólitísk eða efnahagsleg, eru óleyst. í Rúmeníu er ástandið litlu betra. Þar hefur flokksleiðtog- inn, Ceausescu, orðið að fórna því litla frelsi í utanríkismálum, sem Rúmenía naut fyrir áratug. Vegna rangrar stefnu í efna- hagsmálum, sem haft hefur í för með sér gífurlega skuldasöfnun erlendis, er Rúmenía nú háðari Sovétríkjunum en nokkru sinni áður. Þar hefur hver ráðherrann af öðrum verið rekinn úr emb- ætti undanfarna sex mánuði og þeim verið kennt um það, sem úrskeiðis hefur farið. Það sem af er nóvember hafa einir fjórir ráðherrar verið leystir frá störf- um. En vandamál efnahagslífs- ins verða ekki leyst með því einu að finna nýjan sökudólg hverju sinni til þess að skella skuldinni á. Þá er það úrræði litlu hald- betra, sem stjórnvöld boða nú, en það er að minnka matar- skammt almennings. Nú er svo komið, að fólk af Gyðingaættum, sem flytjast vill frá Rúmeníu til ísraels, verður að endurgreiða rúmenska ríkinu menntunar- kostnað sinn til baka í erlendum gjaldeyri, ætli það sér að fá leyfi til þess að komast úr landi. Áður var svo harkalegum aðgerðum gegn Gyðingum helzt ekki beitt nema i Sovétríkjunum. í iðnríkinu Tékkóslóvakíu hafa þjóðartekjur svo til staðið í stað árum saman. Vélabúnaður iðnaðarins er svo gamaldags orðinn og úreltur, að honum er um megn að framleiða að neinu marki iðnvarning, sem sam- keppnisfær er á heimsmarkaðin- um. Framleiðsluafköst í ríkis- reknum iandbúnaði fara mjög minnkandi, sem ekki verður skýrt með öðrum hætti en vax- andi vinnuleiða. í Slóvakíu er það sá litli einkarekstur, sem leyfður er í landbúnaði, er fram- leiðir um og yfir helming af því grænmeti og ávöxtum, sem á boðstólum er handa almenningi. öll áform um frjálsara skipu- lag á efnahagslífi Tékkóslóvakíu að ungverskri fyrirmynd hafa verið lögð á hilluna af ótta við, að allar breytingar í frelsisátt eigi eftir að leiða til svipaðrar þróunar og í Póllandi. í Prag eru nefnilega enn við völd sömu kreddutrúarmennirnir, sem árið 1968 ráðust aftan að umbóta- mönnunum innan kommúnista- flokksins og hrópuðu á hernaðaríhlutun Sovétríkjanna. í Austur-Þýzkalandi hefur hagvöxtur farið minnkandi. Á síðasta ári varð hann aðeins 3% í stað 5%, eins og áformað var og verður kannski enginn á þessu ári. Þar hafa gífurlegar skuldir við útlönd safnazt upp og engin leið önnur að mati stjórn- valda til þess að minnka þær en að draga úr neyzlu almennings. Aðeins í Ungverjalandi má vænta áframhaldandi hagvaxtar á næstu árum og er það fyrst og fremst að þakka þeirri hvatn- ingu, sem stjórnvöld þar hafa veitt einkarekstri í landinu. Það er bein afleiðing versn- andi efnahagsástands í ríkjum Austur-Evrópu, að þau eru nú háðari Sovétríkjunum er nokkru sinni áður. Þau verða að treysta á efnahagsaðstoð frá Sovétríkj- unum á næstu árum og slík að- stoð mikil eða lítil verður örugg- lega notuð til þess að herða enn tökin á leppríkjunum. Þau eru því nú stödd í miðjum vítahring, þaðan sem þau losna ekki um næstu framtíð. (Heimild: Der Spiegel.) Fíladelfía Breytt símanúmer, nýtt símanúmer safnaöarskrif- stofu og forstööumanna 21111 Prófkjör Sjálfstæöisflokksins Finnbjörn Hjartarson • Vinnum aö lækkun söluskatts — og aö ríkiö skyldi ekki einstakar stéttir til innheimtu skatta endur- gjaldslaust. • Kirkjan, heimiliö og skólinn veröi ein og óslitin keöja í uppbyggingu íslenzks þjóölífs. • Látum ekki sundrungaröfl eyöileggja íslenzkt þjóðlíf, vinnum gegn þrýstihópum, vinnum fyrir þjóöina. • Frelsi í athafnalífi meö aöhaldi gegn hringamyndunum. • Ríkisbákniö dregiö saman. • Fjármagniö til fólksins. • Stöndum vörö um vestræna samvinnu. Finnbjörn er formaöur í Féiagi sjálfstæöismanna í Langholti og situr í Fulltrúaráöi Sjálfstæöisflokksins. Skrifstofusímar 21650 — 29540 X Finnbjörn Hjartarson Bladburöarfólk óskast! Austurbær Kópavogur Lindargata 1—29 Lindargata 39—63 Þingholtsstræti Hverfisgata 63—120 Freyjugata 28—49 Auöbrekka Hrauntunga Fagrabrekka Úthverfi Gnoöarvogur 44—88 Hjallavegur Síöumúla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.