Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1982 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 130 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 10 kr. eintakiö. MX-eldflaugar í þyrpingu Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, skýrði frá því á mánudagskvöldið, hvaða tilhögun hann vill hafa varð- andi endurnýjun á langdræg- um landeldflaugum Banda- ríkjanna, sem flutt geta kjarn- orkusprengjur heimsálfa á milli. Leggur forsetinn til við Bandaríkjaþing, að hinni nýju eldflaug, sem auðkennd er með stöfunum MX, verði komið fyrir á neðanjarðarskot- pöllum, og myndi 100 skot- pallar þyrpingu svo að útilok- að sé fyrir árásaraðila að eyði- leggja allar eldflaugarnar samtímis í forvarnarárás. Með því að leggja þetta til, tekur Bandaríkjaforseti af skarið um umdeilt og viðkvæmt atriði, sem lengi hefur beðið ákvörðunar. Ástæðan fyrir því að Banda- ríkjamenn telja sér nauðugan einn kost að hefja framleiðslu á nýrri langdrægri kjarnorku- eldflaug, sem skjóta má til Sovétríkjanna frá Bandaríkj- unum, er sú, * að einmitt á þessu sviði hafa Sovétmenn skapað þá hættustöðu að mati Bandaríkjamanna, að með for- varnarárás gætu þeir grandað bandarísku landeldflaugunum. Að mati herfræðinga dregur slík staða í miðkerfinu milli risaveldanna úr stöðugleika og hefur í för með sér freistingar fyrir þann sem stendur betur að vígi, í þessu tilviki Sovét- menn. Jimmy Carter, forveri Reag- ans í Hvíta húsinu, hafði aðrar hugmyndir en Reagan um það hvernig best yrði frá því geng- ið, að MX-eldflaugin væri óhult. Vildi hann koma 200 til 400 eldflaugum fyrir í neðan- jarðargöngum og yrðu þær þar á hreyfanlegum skotpöllum, svo að ómögulegt væri fyrir árásaraðila að miða nákvæm- lega á þær. Þessi hugmynd hefði orðið mun dýrari í fram- kvæmd en tillaga Reagans, auk þess var mikil andstaða við það til dæmis í Mormóna- fylkinu Utah, að láta grafa eyðimerkur þar í sundur í þessu skyni. Þá hefur verið um það rætt, að eldflaugin yrði höfð í flugvélum, kafbátum í vötnunum miklu á landamær- um Bandaríkjanna og Kanada eða í kafbátum á hafi úti. Síð- asta hugmyndin sem jafnan hefur verið talin ólíklegust var þó meðal þess sem kveikti áhuga framsóknarmanna á af- vopnunarmálum, eins og greinargerð með þingsálykt- unartillögu Guðmundar G. Þórarinssonar frá síðasta þingi ber með sér. Óvíst er um afgreiðslu bandaríska þingsins á tillögu Reagans. Kostnaðurinn við framkvaemdina er mikill og þeim hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarið í Bandaríkj- unum, sem vilja frysta kjarn- orkuvopnastöðuna milli Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna eins og hún er nú og taka síðan til við að feta sig niður stiga gagnkvæmrar afvopnun- ar. Sjálfur sagði Reagan, að æskilegasta lausnin á áhyggj- um Bandaríkjamanna á þessu sviði væri sú, að Sovétmenn rifu SS-18 og SS-19 langdrægu landeldflaugarnar sem ógna Bandaríkjunum. Það er líklega borin von, en síðasta lang- dræga landeldflaug Banda- ríkjamanna, Minuteman III, kom til sögunnar í lok sjöunda áratugarins, á áttunda ára- tugnum hafa Sovétmenn tekið í notkun þrjár gerðir lang- drægra landeldflauga. í öryggismálum er ósk- hyggjan hættulegust. Hér á landi er löng reynsla fyrir því, að almenningur styður þá ekki sem vilja kasta núverandi ör- yggisviðbúnaði fyrir róða án skynsamlegrar annarrar til- högunar. Þó hefur okkur ekki tekist í fámenninu að sáettast um nauðsyn varna lands og þjóðar. Við getum hægilega og með fullum rétti yfirfært okkar eigin deilur yfir á al- þjóðavettvang og þá skiljum við kannski betur en áður, hve mikið átak talsmenn friðar með frelsi þurfa á sig að leggja til að hafa í fullu tré við hin freku ófrelsisöfl. Afstaða biskups Herra Pétur Sigurgeirsson, biskup, sagði í viðtali við Helgarpóstinn fyrir skömmu: „Eins og ég vék að áðan tel ég kjarnorkuógnunina hina skelfilegustu, sem við mann- kyninu blasir í dag. En til að taka af öll tvímæli um mína eigin afstöðu, þá tel ég óger- legt að ætlast til þess, að ein þjóð afvopnist eða fáar þjóðir. Einhliða afvopnun kemur ekki til greina að mínu mati. Hún verður að vera gagnkvæm. Það er ekki hægt að ein þjóð af- vopnist á meðan önnur heldur áfram að vígbúast af kappi. I þeim efnum verður að ríkja jafnvægi." Morgunblaðið fagn- ar þessari einörðu og skyn- sömu afstöðu biskupsins yfir íslandi og lýsir eindregnum stuðningi við hana. Fri riöstefnunni um fjármil sveitarfélaga i Hótel Sögu. Frá ráðstefnu um fjármál sveitarfélaga: Búast má við að opinber gjöld innheimtíst verr Á RÁÐSTEFNU um fjármál sveitar- félaga, sem haldin var síðastliðinn mánudag ræddi Hallgrimur Snorra- son um breytingar á helztu tekjum og gjöldum sveitarfélaga 1982—1983. Hann sagði meðal ann- ars, að í spám fyrir árið 1983 væri reiknað með að kaupmáttur tekna einstaklinga rýrnaði verulega. Reynsla fyrri ára benti til þess, að þegar harnaði í ári kynnu opinber gjöld að innheimtast verr en endra- nær. Hallgrímur sagði, að af þessum sökum væri skynsamiegt að gera ráð fyrir slíku við gerð fjárhagsáætlana, sérstaklega á stöðum, sem tengdust sjávarútvegi hvað mest eða þar sem atvinna og tekjur hefðu dregist sam- an. í erindi sínu sagði Hallgrímur meðal annars: „Miðað við framleiðslu hafa þjóðarútgjöld, neysla og fjármunamyndun, haldist á mjög háu stigi á þessu ári, en á næsta ári eru horfur á að þau minnki að mun. Ástæðan er annars vegar rýrnun kaupmáttar tekna almenn- ings af völdum skerðingar verð- bóta á laun og tekjumissis vegna samdráttar í framleiðslu svo og slæm fjárhagsstaða atvinnuveg- anna, en hins vegar fyrirhugaður samdráttur í fjárfestingarútgjöld- um hins opinbera. Fyrri reynsla af slíkum breytingum efnahags- framvindunnar bendir eindregið til, að komandi ár gætu reynst erfið fyrir fjárhagsafkomu sveit- arfélaga vegna tekjurýrnunar." Stóri yinningurinn í getraununum: Kerfið og lukkan lögðust á eitt Þegar blaðamann og Ijósmyndara Mbl. bar að garði á hússtöðvardeild símans, síðdegis í gær, voru aðeins fjórir nímenninganna „inni“. Þeir heita, talið frá vinstri: Agúst Harðarson, Þráinn Hauksson, Einar Birgis- son og Olafur Gíslason. — segja níu kátir símastarfsmenn NÍU starfsmenn hjá hússtöðv- ardeild símans fengu í síðustu leikviku hæsta vinning sem fengist hefur á einn miða í get- raunum hérlendis: 300.642 kr., þar af 288,290 kr. fyrir röð með 12 rétta, og afganginn á fjórar raðir með 11 rétta. „Við vorum með 512 raðir að þessu sinni,“ sagði Þráinn Hauksson, einn hinna heppnu. „Hver okkar borgar svona 100 kall á viku i þetta. Það eru nú öll ósköpin. Við notum eigin útfærslu af kerfi sem við höfum úr danskri bók. Við ákveðum tvo fasta leiki, þ.e. leiki sem við höfum eins á öllum röðunum. Síðan veljum við á milli tveggja möguleika á hinum tíu leikjunum. Þetta er aðeins fjórða vikan sem við tökum þátt í getraununum í vetur, svo við getum verið ánægðir með árangurinn." „Já, þetta small saman hjá okkur núna þegar við hættum að láta alla taka þátt í valinu," sagði Ágúst Harðarson, einn nímenninganna. „Við byrjuð- um á því fyrstu vikurnar að tippa allir í sameiningu, og það gekk ekki nógu vel, menn eiga sín uppáhaldslið og hafa tilhneigingu til að tippa á að þau vinni, án þess að hugsa út í kerfið. En núna hins vegar létum við einn okkar velja alla leikina. Og þetta er árangur- inn.“ „En þótt kerfið sé gott er þetta auðvitað fyrst og fremst heppni," bætti Ágúst við. „Við getum sagt að kerfið og lukkan hafi lagst á eitt.“ Ef 9 er deilt í vinningsupp- hæðina kemur í Ijós að hver um sig hlýtur rúmar 33 þús- und krónur. „Hvað við ætlum að gera við peningana? Það verður víst ekki erfitt að losa sig við þá. Eitthvað setjum við náttúru- lega í tippsjóð, en ætli restin renni ekki í jólahaldið hjá okkur flestum," var sameigin- leg niðurstaða þessara hressu vinnufélaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.