Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1982 43 Það gladdi mig um daginn aö heyra auglýst nokkurs konar námskeið í umgengni, félags- háttum og samtalsleikni. Ég minntist þess þá, að ein- mitt á kennaranámskeiði fyrir mörgum árum minntist fram- sagnarkennarinn, sem raunar var hámenntaður, snjall og frá- bær leikari, á það vald, sem orð- in eiga jafnvel öllu öðru fremur, ekki aðeins í ræðu og riti, heldur einnig i daglegum samskiptum við samferðafólkið á lífsleiðinni. Einnig þar skyldi vanda sitt mál. Og hann taldi skýran fram- burð, þar sem hvert einasta at- kvæði orðanna nær að njóta sín frumskilyrði áhrifa málsins, hvort heldur í mannfjölda eða einkasamtölurti. Aldrei kemur sannleiki þess- arar meginreglu hans betur í ljós nú á dögum útvarps og sjón- varps en hjá þeim, sem þar flytja fréttir og tilkynningar. Sumir af sérstæðri snilld, svo að vart hefur íslenzkt mál átt æðri flytjendur, en því miður aðrir, sem vart verða greind orða- og atkvæðaskil i heilum setningum og nöfnum, af því frumreglan er vanrækt og ekki hirt um atkvæði orðanna og eðlileg orðaskil. En þótt þessi meginregla um framburð og framsögn málsins væri þarna burðarás á upplestr- arnámskeiði kennara, þá voru það reglur um notkun máls í daglegu lífi, sem ég og vafalaust fleiri fengum ritaðar til minnis og nota. Og satt að segja datt mér í hug, að þær gætu komið nútíma- mönnum að góðu gagni, eins og þær hafa orðið við starf kennara og prests, en ekki sízt í daglegri umgengni. Því hugkvæmdist mér að hafa þær „við gluggann" í dag.æf ein- hver vildi veita þeim athygli og hafa þær með á umgengnisnám- skeið sitt og síðan út til fólks á vegi dagsins, einkum í samskipt- um við unga og aldna. Það er vissulega ýmislegt, sem vel þarf að vanda og læra til að umgangast aðra, svo vel sé. Eitt af því er að geta átt sam- tal við aðra, svo báðum og öllum verði til gleði og gagns. Samtal er algengasta og að ýmsu leyti ágætasta skemmtun jafnt hvers- dags- og samkvæmislífs. Hér fylgja tíu litlar og stuttar reglur, sem gætu orðið að gagni og aukins skilnings á þessu við- fangsefni viðmóts og samskipta. Það verður vart of vel athugað og gjört einkum gagnvart eldra fólki. 1. Hlustið með athygli á það, sem viðmælandi segir. Margir eru alltof hrifnir af sinni eig- in skoðun og speki og gleyma skoðunum annarra. En sá, sem hlustar með alúð í svip og viðmóti fær fljótlega goldið í sömu mynt. 2. Reynið að finna umtalsefni, sem vekur áhuga viðmæland- ans. Ljúfur viðmælandi vekur til einlægni og alúðar, svo að báðir njóta þess að tjá sig hvor fyrir öðrum og mætti þar minnast hinnar sigildu speki Hávamála, að gæta bæði „orðs og endurþögn", það er máls og þagna, ef vinsæld á að skapast. 3. Forðizt að romsa upp alls konar leiðinlegum smámun- um og komast aldrei að efn- inu. Fólk, sem veltir lengi fyrir sér á hvaða degi og stundu áhugaverður atburður gerist og allt eftir því, verður hundleiðinlegt með vanga- veltum óðar en varir. 4. Varizt útþvældar endurtekn- ingar og upphrópanir. Sumir skilja varla annað eftir í minni viðmælanda en orðin: „Dásamlegt," „auðvitað," „eðlilega," „að sjálfsögðu," „ekki satt,“ „ekki rétt hjá mér?“ „Þú segir ekki!“ En sú aðferð verður fáum til ánægju. 5. Talið skýrt og ákveðið. Hugs- ið, áður en talað er, svo ekki verði úr öllu hik og stam og hálfgerðar setningar. Þjótið ekki úr einu í annað, áður en hægt er að hugsa málið. Allt hik með eh og æ-að og um-m-m og öh-ö eyðileggur jafnvel viturlega hugsun og falleg orð. 6. Veljið spurningar vel og á réttum tíma. Þar gildir hið fornkveðna: „Fagurt er orð í tíma talað.“ Þá verður auðvelt að njóta einlægni og hreinskilni við- mælanda og fá að njóta bæði skoðana hans og tilfinninga. Þótt spurningar eins og — „hvernig gengur?“ og „hvað er að frétta?", geti verið ein- hvers virði, þá er betra að spyrja: Hvernig gengur starf- ið! Hvers vegna settist þú að í borginni — eða sveitinni? Hvað virðist þér um vanda- mál dágsins — landsins eða vinarins? 7. Æfið hreinskilni í orðum án þess að vera nærgöngul og ókurteis. Oft veldur meira um áhrif orða, hvernig þau eru sögð, en hitt hvernig þau eru. Auðvitað hafa allir rétt til að hafa sína skoðun, því skyldi aldrei gleymt, hversu fráleit og ógeðfelld, sem sú skoðun kann að þykja. Laglega orðað- ar athugasemdir eru þó mik- ils virði. Aldrei skyldi mót- mælt með beinni frekju og hroka, heldur kurteislegum spurningum, vingjarnlegum athugasemdum og ákveðnum rökum. Ætíð skyldi reynt að líta á málið frá ýmsum hlið- um í stað fullyrðinga um heimsku og þröngsýni við- mælandans. 8. Reynið að grípa ekki fram í fyrir þeim, sem talar, nema þá á mjög vingjarnlegan hátt með afsökun á vörum. Gott er í slíkum tilvikum að nota nafn viðmælanda. T.d. Jón minn, mætti ég gjöra ofurlitla athugasemd. Sé það viðmæl- andi, sem grípur fram í, þá er heppilegast að breyta um- ræðuefninu að meira eða minna leyti. 8. Sýnið öllum biðlund og hátt- visi. Alltaf er hægt að kom- ast, stundum aiveg ósjálfrátt, í snertingu og samtal við menn, sem eru á allan hátt ógeðþekkir, frekir og frá- hrindandi. Þá er mest um vert að halda sig eingöngu að málefninu en gleyma útliti og háttum félag- ans, sem við er rætt. Sé i ein- lægni leitast við að sýna bið- lund og hlýju, verður samtaliö ósjálfrátt til gagns og jafnvel ánægju. Neikvætt fólk fagnar oft að finna einhvern, sem vill tala við það. 10 Ofurlítið hrós og vel orðaðir gullhamrar gera stundum hreinasta undur. Fylgi þar hugur máli — og allir hafa eitthvað gott til að bera — þá getur verið auðvelt að njóta athygli og áhuga þess, sem trúir hrósinu. Auðvitað er vandi að velja hrósyrðin og ennþá meiri vandi að segja þau með réttum raddblæ, hugblæ og svipbrigðum. Sé rætt við ræðumann að lokinni ræðu og leikara eftir sýningu er lítilsvirði að segja: „Þetta gekk vel,“ „þetta var prýðilegt," um alla ræðuna eða sýninguna. Miklu betra er að velja eitthvað sérstakt at- riði í erindi predikarans eða framsögn leikarans, þá veldur það miklu, að hann finnur hve vel hefur verið hlustað á hann. Sá, sem nennir að fylgja þess- um ráðum, mun fljótlega finna sig hæfan til þátttöku um mörg hugðarefni samferðafólksins, vaxa að víðsýni og finna vald orðsins í veröldinni og síðast en ekki sízt mun, vinafjöldinn vaxa með hverjum degi, ekki sízt, ef leitað er á mið hinna gleymdu og einmana við veginn. Reykjavík, 28. sept. 1982. Dagleg umgengni, alúðlegt viðmót Ogleymanleg unaðsstund Þakkir til Kirkjukórs Akraness eftir Baldvin Þ. Kristjánsson Laugardaginn 6. þ.m. fékk hin aldna sveit höfuðborgarinnar harla sérstæða heimsókn. Kirkju- kór Akraness undir stjórn Hauks Guðlaugssonar, hins dáða söng- málastjóra Þjóðkirkjunnar, kom með sóknarprest þeirra Skaga- manna, séra Björn Jónsson, í broddi fylkingar. Þetta góða fólk „á Guðs vegum" efndi til tveggja ókeypis söngskemmtana fyrir aldna Reykvíkinga í Gamla bíói í samráði við eiganda hússins, ís- lenzku óperuna. Sá er þessar línur skrifar, var á þeirri fyrri fyrir hádegið, og treg- aði það eitt, að hvert sæti skyldi ekki skipað. Þetta sárnaði mér því meir, sem á söngskemmtunina leið, og hafði hálfbeizka samúð með öllum þeim, sem þarna hefðu getað notið ógleymanlegrar sælu- stundar, en af einhverjum ástæð- um mættu ekki til leiks. Hins veg- ar veit ég, að á þeirri siðari eftir hádegið, var yfirfullt, og þarf ekki að spyrja um viðtökur hlustenda þar. I upphafi söngskemmtunarinn- ar flutti söngstjórinn örstutt ávarp, en tókst samt strax að ná til hlustenda vegna þeirrar mannlegu hlýju og einlægni, sem streymdi frá orðum hans. Síðan tók séra Björn við kynningu og fórst það afburðavel úr hendi, eins og mannsins var von og vísa. Urðu hlustendur miklu tengdari því sem fram fór fyrir skemmtilegar, fróð- legar og persónulegar upplýsingar hans milli söngdagskráratriða. Það er skemmst af að segja, að söngskemmtun þessi var í senn at- hyglisverð og ánægjuleg. Má ekki minna vera en að hennar sé að einhverju getið af þakklátum huga. Það er ekki á hverjum degi, að 50 manna hópur, og vel það, rífi sig upp með öllu, sem því fylgir í kostnaði og fyrirhöfn, og haldi í annað byggðarlag (og það Reykja- vík) til þess eingöngu að gleðja aðra. Vissulega er þetta beinlínis hrífandi og eftirbreytniverð uppá- koma. Oftlega finna þeir sem þó gera vel, til vanmáttar síns og biðja þiggjendur í hógværðar- og afsök- unarskyni „að taka viljann fyrir verkið“. Þarna þurfti þess sann- arlega ekki, svo vönduð og vel flutt var söngskráin, enda Kirkjukór Akraness víðfrægur og stjórnandi hans einn elskulegasti listamaður landsins vegna hæfileika sinna, hógværðar og hjartahlýju. Fyrst söng kórinn vinsæla og að mestu gamalkunna þýzka laga- syrpu í útsetningu Magnúsar Ingi- marssonar. Þar var hver perlan annarri hugþekkari og öldruðu fólki gamalkunnar flestar, enda tók það auðsjáanlega við sér. Sama má segja um lagaflokk úr „Ljóðum og lögum" Þórðar Krist- leifssonar fyrrum söngstjóra á Laugarvatni um áratuga skeið, en þess aldna höfðingja í ríki alþýðu- söngs og tóna á Islandi var sér- staklega minnst hlýjum viður- kenningarorðum af séra Birni. Það er ekkert vafamál, hversu lagavalið og meðferð kórsins í báðum þessum flokkum náði hjörtum áheyrenda. Ég fyrir mitt leyti nefni alveg sérstaklega hið undurfagra lag Schuberts „Leið oss ljúfi faðir", þar sem þeir feðg- arnir Jón Gunnlaugsson og Pétur Örn Jónsson sungu einsöng með kórnum. Undir því lagi mátti sjá „társtirnda brá“ í helgri hrifningu og svo var um fleiri. Eftir hlé á söngskránni flutti kórinn tíu vinsæl lög eftir inn- lenda og erlenda höfunda. Þar var ekki eingöngu um samsöng alls kórsins að ræða, heldur inngrip kvennanna einna í tveimur und- urfögrum og alkunnum lögum: Máriuversi Páls ísólfssonar og Dúett Mendelssohns. Þá er kórinn ekki fátækur að einsöngvurum, því ekki færri en tíu létu í sér heyra, að meðtöldum feðgunum, sem áður er getið, en þeir voru þessir: Ásdís Kristinsdóttir, Guð- rún Ellertsdóttir, Guðrún Vil- hjálmsdóttir, Ingibjörg Ólafsdótt- ir, Irma S. Óskarsdóttir, Margrét Ágústsdóttir og Ragnheiður Theó- dórsdóttir, að ógleymdum Einari Erni Einarssyni. Undirleikarinn, Fríða Lárusdóttur, fannst mér frábær. Þessi einstæða söngskemmtun Kirkjukórs Akraness endaði svo af mikilli reisn; tveimur ísraelsk- um þjóðlögum, sem kórinn söng við mikla hrifningu í frægri söng- för til ísraels á jólum 1977. Séra Björn flutti hugnæma kynningu áður en þessi lög voru sungin, og gat m.a. um „svart andlit", sem borið hafði fyrir augu hans í mannfjöldanum þar syðra undir söng kórsins og tveggja daggar- perla á blakkri kinn hrifins áheyr- anda. Ég get fullvissað hina kær- komnu færandi gesti af Akranesi um að margar slikar daggarperlur tindruðu á vanga í Gamla bíói fyrir tilverknað þeirra, því „Himneskt ljós í hjarta skein“ margsinnis á umræddri söng- skemmtun. Hjartans þökk! VASATÖLVUR □ □□□□ mhu VMaiotvur, imvuur. Mikið úrval. Álverkpallar Fyrirliggjandi strax Til sölu — leigu. Sparið fé og tíma, mjög fljót uppsetning. V-þýsk gæöavara, mjög góð reynsla hér á landi. Leitið upplýsinga! Pallar hf. Vesturvör 7, Kópavogi, simi 42322. Þrýstimælar Allar stáeröir og gerðn @toflir(layg)(yir Vesturgötu 16, sími 13280 ». V.” *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.