Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1982 37 Ekkert er verra en góðar dísir Leíklist Jóhann Hjálmarsson Dórótea (Guðný María Jónsdóttir), Tótó (Guðrún Björg Elíasdóttir) og Ljósm. Morgunblatains KÖE Leikfélag Mosfellssveitar: Galdrakarlinn I Oz. Barnaleikrit eftir sögu L. Frank Gaum. Leikgerð: John Harryson. Sönglög: Harold Arlen, Carl Billieh og Guðlaug Kristófersdóttir. Þýðandi: Hulda Valtýsdóttir. Þýðandi og höfundur söngtexta: Kristján frá Ujúpalæk. Leikstjóri: Sigríður Þorvaldsdóttir. Leikmynd: Fanney Valgarðsdóttir. Lýsing: Kristinn Daníelsson. Dansatriði: Sigríður Þorvaldsdótt- ir. Tónlist: Carl Billich og fleiri. Galdrakarlinn í Oz er eitt þessara dæmigerðu barnaleik- rita sem virðast alls staðar og alltaf njóta vinsælda. Það var sýnt í Þjóðleikhúsinu veturinn 1966-67. Leikfélag Mosfellssveitar get-1 ur að vonum ekki keppt við Þjóð- leikhúsið, en engu að síður finnst mér sýningin takast furðu vel( miðað við erfiðar aðstæður í Hlégarði. Það er ekki síst að þakka öruggri leikstjórn Sigríð- ar Þorvaldsdóttur, fallegri leik- mynd Fanneyjar Valgarðsdóttur og góðri lýsingu Kristins Daní- elssonar. Tæknileg hlið sýn- ingarinnar var áberandi vel af hendi leyst, en þar koma margir við sögu, fleiri en hér verða nefndir. Galdrakarlinn í Oz er einkum við hæfi yngstu barnanna, þeirra sem enn geta undrast. Efnið er látlaust ævintýri um stelpuna Dóróteu sem sofnar ásamt hundi sínum Tótó og dreymir að hún lendir í gjörn- ingaveðri og ratar ekki aftur heim. Þetta er auðvitað að kenna vondri konu sem í draumum breytist í norn. Það er hún sem er látin segja: Ekkert er verra en góðar dísir. En góða dísin kemur stelpu og hundi til hjálpar. Hún getur þó ekki vísað þeim leiðina heim, heldur segir hún þeim að leita aðstoðar Galdrakarlsins í Oz. Á leiðinni til Galdrakarlsins hitta þau Dórótea og Tóto fugla- hræðu, pjáturkarl og ljón. Þetta tríó slæst í för með þeim því að ætlunin er að fá Galdrakarlinn til að útvega fuglahræðunni heila, pjáturkarlinum hjarta og gera ragt ljónið hugrakkt. Allt fer að sjálfsögðu vel að lokum eftir hæfilega erfiðleika. Til þess að gaman sé að horfa á ævintýraleikrit af þessu tagi þarf snjalla eða að minnsta kosti áhugasama leikara til að gæða sýninguna lífi. Hlutverk Dóróteu er í höndum Guðnýjar Mariu Jónsdóttur sem ekki er sviðsvön en hefur ýmislegt til að bera sem skilar hlutverkinu heilu í höfn. Hún hefur til dæmis skýra fram- sögn og æskulegan þokka. Það reynir að vísu ekki mikið á Guð- rúnu Björgu Elíasdóttur í hlut- verki Tótós, en ekkert hlutverk er svo smátt að það sé ekki á einhvern hátt mikilvægt. Það skildi vissulega Guðrún Björg þótt ung sé. Guðmundur Dvaíðsson þykir mér skemmtilegur áhugaleikari. Hann naut sýn mjög vel í kostu- legu hlutverki fuglahræðunnar og vakti líka kátínu í hlutverki Tómasar vinnumanns. Steinar Jónsson var líka líflegur í hlut- verki ljónsins og Leós vinnu- manns. Páll Sturluson var pját- urkarlinn, óvenju gott gervi, og sömuleiðis lék hann Pétur vinnumann. Guðrún E. Árna- dóttir þótti mér leika Ungfrú Vestan af sannri áhugamennsku og hún skaut krökkunum skelk í bringu í hlutverki vondu nornar- innar. Ásthildur Jónsdóttir var hin góða dís holdi klædd, en hún lék einnig Emmu frænku. Birgir vonda nornin (Guðrun E. Arnadóttir). Sigurðsson lék sjálfan Galdra- karlinn sem ekki er viðamikið hlutverk, en laglega túlkað af Birgi. Hann var einnig Hinrik frændi. I sýningunni er fjöldi auka- hlutverka: regnbogabörn og íbú- ar í Oz. Þessir leikarar eiga allir hrós skilið, en of langt mál yrði að telja þá upp. Sigríði Þor- valdsdóttur hefur a.m.k. tekist að láta kornung börn vera óþvinguð á sviðinu. Einfalt efni Galdrakarlsins í Oz fær stuðning frá tónlist og söngvum sem eru margir. Þýð- andinn Hulda Valtýsdóttir og þýðandi söngtexta Kristján frá Djúpalæk hafa unnið sitt verk vel og eiga sinn ríka þátt í að leikritið heppnast. Meðal þeirra sem hafa miðlað þessari sýningu léttum og hugljúfum tónum er Carl Billich. Ég hef trú á því að sýning Leikfélags Mosfellssveitar að þessu sinni verði ekki bundin við áhuga sveitarinnar einnar. Börn á höfuðborgarsvæðinu eiga er- indi í Hlégarð til að skoða draum Dóróteu og Tótós. Jóhann Hjálmarsson. „Krunk, krunk og korríró“ Leiklist Ólafur M. Jóhannesson „Krúnk, krúnk og korríró" Þáttur fjögur í Félagsheimilisseríu sjónvarpsins. Nafn á frummáli: Ekkert um að vera. Höfundur: Örn Bjarnason. Leikstjóri: Hrafn Gunnlaugsson Stjórnandi upptöku: Andrés Ind- riðason. Fjórði þátturinn í Félags- heimilisseríu sjónvarpsins kom hressilega á óvart. Hér sat ekki dreifbýlishúmorinn í fyrirrúmi eins og í fyrri þáttum, heldur ríkti ógnþrungin spenna þær tuttugu mínútur sem „ekkert var um að vera“, síðastliðið laugar- dagskvöld. Spennan hófst strax á fyrstu mínútum, en þá er myndatökuvélinni beint á afar næman hátt að öskufötu, er þær Edda Björgvins og Guðrún Gísla sópa matarleyfum fimlega ofan í fötuna. Fannst mér einna snilldarlegast við þetta atriði, að stundum sást í þær stöllur gegn- um röð gos- og brennivíns- flaskna sem raðað var snyrtilega á borð rétt aftan við öskufötuna. Það má annars segja að það sýni hve myndhugsun leikstjórans er rökvís, að í fyrri þáttum bar einnig fyrir augu þyrpingu af tómum gos- og brennivínsflösk- um. Takið eftir að ég segi að flöskurnar séu tómar en slíkt skiptir miklu máli þegar um er að ræða að mynda annaðhvort fólk eða landslag í gegnum gler. Fullar flöskur, til dæmis af rauðvíni eða kamparí, skyggja á útsýnið. Slík myndræn mistök hefir stjórnandi Félagsheimilis- þáttanna ekki látið henda sig. En víkjum frá tæknilegum at- riðum, sem senn heyra til kvik- myndasögunni, og að söguþræð- inum. Spennan magnast fyrir al- vöru í þættinum, þegar ljósin fara skyndilega af félagsheimil- inu, en á því augnabliki eru þær stöllur búnar að skófla af disk- unum og Þórður húsvörður, sem hafði verið þeim til halds og trausts í eldhúsinu, horfinn á braut út í óveður mikið þar sem rignir hvítum plastögnum. Þær stöllur deyja samt ekki ráða- iausar í karlmannsleysinu og ljómar eldhúsið brátt líkt og miðamerísk kapella á jóladag. En þær Edda Björgvins og Guð- rún Gísla njóta ekki lengi þeirr- ar helgi sem stafar af kertaljós- um. Edda þarf nefnilega að skreppa á klósettið og vill ekki að Guðrún komi með sér. Er þetta atriði mjög átakanlegt og rennur manni til rifja skelf- ingarsvipurinn á Guðrúnu þegar Edda lokar klósetthurðinni. Nú taka alvarlegir hlutir að gerast. Guðrún stendur ein í villibirtu kertaljósanna, er ein- kennileg mannvera tekur að veltast um ranghala félagsheim- ilisins. Einhvern veginn tekur mann fljótt að gruna að hér muni vera á ferð maður með haglabyssu og muni hann annað- hvort vera dópaður, flogaveikur, eða fullur. í ljósi þess að tómar gos- og brennivínsflöskur eru einskonar einkennismerki Fé- lagsheimilisþáttanna, staðnæm- ist maður við síðasttöldu skýr- inguna, enda staðfestist hún brátt er komumaður dregur upp pyttlu og sýpur á. Hér hefir leikstjórinn framið alvarlegt stílbrot, því pyttlan er ekki úr ólituðu gleri heldur ein- hvers konar málmi, sennilega stáli. Annars á ég vart orð til að lýsa þeim feginleik er greip mig á því augnabliki er Jón Júl dró upp pyttluna. Spennan að fylgj- ast með, hvort Guðrún Gísla lifði af komumann, var orðin næstum óbærileg. Með tilkomu pyttlunnar ríkti líka á ný hinn höfgi félagsheimilisandi sem umvafði svo notalega hina þætt- ina. Annars var þátturinn ekki á enda runninn á þeirri stundu er pyttlan birtist. Þau Guðrún og Jón Júl áttu eftir að berjast upp á líf og dauða inn í aðalsal fé- lagsheimilisins. Til allrar ham- ingju kviknuðu ljósin á réttu augnabliki og allt fór vel. Skömmu síðar kom svo Þórður húsvörður heim, næstum hel- frosinn, en eiginkonan brá við skjótt — þíðir karl upp í skyndi með því að setjast ofan á hann. Synd að ekki skyldi vera eftir smálögg í flöskunum á eldhús- borðinu til að hressa karl, sjón- varpið má nú ekki vera of ná- nasarlegt við listamennina. Söluíbúðir aldraðra á Miklatúni: Engin ákvörðun tekin um byggingu — segir borgarstjóri DAVÍÐ Oddsson borgarstjóri, sagði á borgarstjórnarfundi sl. fimmtudag, að meirihluti borg- arstjórnar hefði enga ákvörðun tekið um að byggja söluíbúðir fyrir aldraða á Miklatúni, en borgarstjóri lét þessi orð falla í svari sinu við fyrirspurn frá Gerði Steinþórsdóttur, borgar- fulltrúa Framsóknarflokks, um þetta efni. Sagði Davíð að tvéir embætt- ismenn borgarinnar hefðu viðr- að þessa hugmynd í umfjöllun sinni um það, hvar slíkum bygg- ingum mætti koma fyrir, en ekki hefði verið tekin nein ákvörðun í málinu. Hins vegar væri ljóst að ástæðan fyrir hugmyndinni væri sú, að Mikla- tún væri mjög hentugur staður fyrir byggingu af þessu tagi, því stutt væri í þjónustumiðstöðvar aldraðra á Droplaugarstöðum og við Lönguhlíð. Einnig væri umhverfið hentugt fyrir þessar b.vggingar. Davíð sagði að enginn póli- tískur vilji hefði enn komið fram í þessa veru og því væri hvorki ástæða fyrir menn að óttast né hlakka til. PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKS Við styðjum GUÐMIWD H. tiARÐARSSOK vegna þess að liann berst fyrir cilingii atwÍMÉjaulifs í lamlinu. STUÐNINGSMENN SKRIFSTOFAN - STIGAHLÍÐ 87 - SÍMAR 30217 & 25966

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.