Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1982 Áhrif jarðhitavinnslu í Reykjavík og nágrenni á orkuforða og grunnvatnsstöðu eftir Jónas Elíasson, prófessor Júhanncs Klíasson prófessor lagði nýverið fvrir stjórn veitustofnana Reykjavíkurborgar álitsgerð um áhrif jarðhitavinnslu í Reykjavík og nágrenni á orkuforða og grunn- vatnsstöðu, þar sem m.a. kemur fram að reikna verði með að sá jarðhitaforði sem nú er verið að vinna í Reykjavík og nágrenni geti þorrið með þeim hætti að jarðlögin fyllist af köldu vatni í stað þess heita sem upp er tekið. Að sögn Jónasar mun þetta ekki gerast snögglega, heldur hægt og rólega á tugum ára, og því væri svigrúm fyrir hendi til að hefja ítarlegar rannsóknir á vatna- fræði höfuöborgarsvæðisins og nágrenni þess til að finna út hvernig brugðist skuli við. Álitsgerð Jónasar fer hér á eftir: Jarðhitasvæðin Jarðhitasvæði eru í Suður- Reykjum, í Laugardal, í Elliðaár- dal, á Seltjarnarnesi og á Norður- Reykjum. Þessi svæði eru öll nýtt og nýting að marki átti sér stað nokkurn veginn í þessari röð. Þar að auki hefur verið borað miklu víðar og alls staðar fundist ein- hver hiti, nema þegar borað er í sprungubeltinu, sem liggur eftir stefnunni Kaldársel — Elliðavatn. Heita vatnið er lághitavatn með efnasamsetningu uppleystra efna, sem er mjög heppileg, þannig að vatninu má dreifa beint til not- enda. Fjær Reykjavík en þessi svæði eru svo háhitasvæði, en efnasamsetning háhitavatnsins er óheppileg til dreifingar svo nota þarf varmaskipti og efnaíblöndun til að hindra útfellingar og tær- ingu í dreifikerfinu. Eitt háhita- svæði er nýtt í nágrenni Reykja- víkur, það er gert í Orkuveri Hita- veitu Suðurnesja í Svartsengi. Hitaveita Seltjarnarness nýtir Seltjarnarnessvæðið. Öll önnur upptalin jarðhitasvæði nýtir Hita- veita Reykjavíkur.- Hún er sem orkuframleiðandi í sama stærðar- flokki og Landsvirkjun. Orkuþörf- in á orkuveitusvæði hennar er í örum vexti, og hún þarf að virkja nýja orku á hverju ári, sem er svipuð og orkunotkun Keflavíkur- kaupstaðar. Áhrif jarðhitavinnslunnar Jarðhitavatnið er tekið úr bor- holum, sem eru fóðraðar með stálrörum efst til varnar fyrir dælubúnað og til varnar köldu innstreymi. Þær taka flestar vatn fyrir neðan 600 metra dýpi, en þar eru grágrýtislög sumstaðar með ferskum innskotum. Þetta er hinn eiginlegi jarðhitageymir, því að þessi lög eru nægilega lek til að vatn kemur í holurnar í því magni að vinnslan borgar sig. Utan við jarðhitageyminn getur bergið ver- ið nægilega heitt, og nægilegt vatnsmagn geymt í berginu, en lektin er of lítil til að holur gefi vatn. Fyrir ofan 600 metra dýpi eru víðast hvar þéttari jarðlög, sem hindruðu harðhitavatnið í að komast til yfirborðsins, nema á stöku stað eftir sprungum, og þá mynduðust hverir og laugar á þeim stöðum. Þegar vinnslan úr borholunum hófst lækkaði strax þrýstingur á jarðhitasvæðunum. Þrýstilækkun- in sést best með því að mæla vatnsstöðuna í athugunarholu sem ekki er dælt úr, þar kemur hún fram sem vatnsborðslækkun. Algeng vatnsborðslækkun er 100 metrar, en hún getur orðið miklu meiri. Áður fyrr var vonast eftir, að vatnsborðslækkunin væri ein- göngu í takt við magn dælingar og mundi því stöðvast ef hætt yrði að auka magnið frá ári til árs. Þann- ig er þetta líka í aðalatriðum, en samt sem áður má sjá að jarð- hitaforðinn fer minnkandi. Þessi niðurstaða er nokkuð óyggjandi, því að Hitaveitan hefur látið fylgjast með vatnsborði í athug- unarholum á jarðhitasvæðunum í meira en áratug. Þessi minnkun jarðhitaforða á sér stað með tvennum hætti sem nú skal lýst. Þegar dæling hefst úr borholu lækkar vatnsborð í holunni sem áður segir. Ef lækkunin nær niður að dælu þarf að minnka dæling- una því annars mundi dælan missa vatnið. En með því að minnka dælumagnið í hæfilegum takti má halda vatnsborðinu stðð- ugu, en magnið sem upp kemur minnkar, og þar með sú orka sem úr jarðhitasvæðinu fæst. Líka má síkka dælur, en því eru vissulega takmörk sett. Hitt getur líka gerst, að vatnsmagnið haldist en hitinn lækki. Þá hættir vatnsborð- ið að lækka þó stöðugt sé dælt. Þegar þetta gerist er hægt að dæla stöðugt úr viðkomandi holum án þess að vatnsborðið lækki niður fyrir ákveðið mark sem hægt er að finna með viðhlítandi rannsókn- um, og velja dæludýpi í samræmi við það. En þegar vatnsborðslækk- un í holu, sem verið er að dæla úr stöðvast, er það merki þess, að sú vatnsborðslækkunin hafi valdið innrennsli frá öðrum vatnskerfum en því sem holan tekur úr. Ef þetta innrennsli er kalt vatn, þá kólnar geymirinn og orkumagnið sem upp kemur minnkar þó óbreyttu vatnsmagni sé dælt upp. Umhverfisáhrif jarðhitavinnsiunnar Þegar talað er um umhverfis- áhrif jarðhitavinnslu hér, er átt við þau áhrif sem vatnstakan sjálf kann að hafa á umhverfi sitt. Það skal í upphafi tekið fram, að eig- inlegar mælingar á áhrifum jarðhitavinnslunnar utan jarð- hitageymanna sjálfra eru ekki fyrir hendi svo vitað sé, hér á iandi eða annars staðar svo styðj- ast verður vð fræðilega möguleika, frásagnir og ágiskanir. Það er fræðilega séð mjög lík- legt, að kalt vatn steymi inn á þau jarðhitasvæði sem nú eru í notkun fyrir hitaveitur. Þó eru til svæði sem eru undantekningar frá þessu. En einnig eru til svæði þar sem kalt innrennsli er talið sann- að, dæmi um það eru Elliðaáa- svæðið og Reykjasvæðið. Þar sem svona innrennsli á sér stað, getur það orsakað grunn- vatnsborðslækkun á svæði, sem er stærra en jarðhitasvæðið. Eina vísbendingin um slíkt sem liggur fyrir nú, er sú staðreynd að vatnsborð á Elliðaáasvæðinu hef- ur lækkað um 20—30 metra um- fram það sem dæling gefur tilefni til, en þar hefur vatnsborð lækkað um 120 metra alls frá upphafi. Þessi vísbending er hins vegar langt frá því að vera óræk sönnun þess, að nokkur grunnvatnsborðs- íækkun hafi átt sér stað í raun. í sambandi við þetta atriði er rétt að benda á, að neysluvatnsból Reykjavíkur eru á vatnasvæði Ell- iðaánna og nú fer fram rannsókn á vatnabúskap þessa svæðis sem kunnugt er. Hugsanlega er hægt að nota niðurstöður og úrvinnslu- aðferðir úr þeirri rannsókn, ef reynt verður að athuga hvort jarðhitavinnslan hafi orsakað var- anlegar breytingar á grunnvatns- borði. Frásagnir herma, að jarðhiti á yfirborði hverfi, þar sem vatn er unnið með djúpborunum. Kerfis- bundin rannsókn á þessu hefur ekki verið gerð, en hermt er, að hverir og laugar þorni og heitt land kólni. Sem dæmi má nefna, að svokallaður Amsterdam-hver, sem Reykjabændur undanskildu í fyrstu samningum er löngu horf- inn, en mikið fleiri hverir eru horfnir án þess að það hafi komist á prent, nema þegar bætur hafa verið greiddar. Það má geta sér þess til, að þeg- ar laugar og hverir sem fyrir eru hverfa vegna vatnsborðslækkunar í jarðhitageymi, sem er miklu meiri en lækkun á grunnvatns- borði í efri jarðlögum, þá finni kalt vatn sér greiða leið niður í jarðhitageyminn eftir þeim rás- um, þar sem heita vatnið áður kom upp. Þetta er þó tilgáta og þarf ekki að vera rétt í öllum til- fellum. Tiltækar athuganir Hitaveitan á ágætar mælingar á vatnsstöðu á öllum sínum vinnslu- svæðum, bæði úr dæluholum og sérstökum mæliholum sem ekki er dælt úr. Samfelldar efnagrein- ingar eru til frá seinni árum, en frá fyrri árum eru þær nokkuð slitróttar. Skortur er á nægilega samfelldum hitamælingum. Vatnsveitan hefur nokkuð rann- sakað hreyfingar á grunnvatns- borði umhverfis Elliðavatn. Vatnsnotkun er skráð hjá báðum. Rennsli Elliðaánna er mælt síðan 1922 og veðurathuganir eru til yfir enn lengri tíma. Elliðaáasvæðið var sérsvæði í Alþjóðavatnafræði- áratugnum (International Hydro- logical Decade), sem rekin var af hérlendri starfsnefnd 1964—1974 að tilstuðlan Sameinuðu þjóðanna. Síðan þá eru ýmsar sérathuganir til frá þessu svæði og ýmsar þeirra eru í gangi enn m.a. vatna- mælingar í Hólmsá og Suðurá. Þegar á heildina er litið eru þetta miklu betri gögn en venjulega er kostur á í vatnafræðirannsóknum hérlendis. Vatnafræðileg þekking Svo einkennilega vill til, að þrátt fyrir betri gögn en dæmi eru um frá öðrum vatnasvæðum er al- menn þekking á vatnafræði Ell- iðaáasvæðisins óvenju slæm. Sem dæmi um þetta má nefna, að tek- ist hefur að gera reiknilíkan fyrir rennsli allmargra áa á landinu, en þetta hefur ekki tekist að gera fyrir Elliðaárnar. Elliðaáasvæðið er óvenjulega margbrotið jarð- fræðilega séð, og úrkoman sem á það fellur kemur ekki fram í Ell- iðaánum nema að litlum hluta. Eitthvað gufar upp, en meginhlut- inn rennur burtu neðanjarðar, án þess að menn þekki fyllilega leið þess. Meginsprungubelti ' landsins liggur í gegnum Elliðaáasvæðið frá norðaustri til suðvesturs. Þeg- ar grunnvatn stendur hátt og mik- ið rignir, þá fyllist sprungubeltið af vatni svo út úr flóir. Þetta kem- ur best í ljós á Sandskeiðinu, þar myndast pollar og tjarnir þegar svona árar, og þá fellur Fossvallaá frá Sandskeiði og niður í Nátt- hagavatn þar sem Hólmsá kemur upp. I flestum árum er Fossvallaá hins vegar þurr, því að þegar grunnvatn er lágt gleypir landið úrkomuna. Þessar aðstæður benda til, að jarðhitavatnið á Reykjum og Ell- iðaáasvæðinu sé af þessum toga. Því er hugsanlegt, að vatnstakan á svæðunum auki innstreymi neð- anjarðar og það innrennsli sé heitt. Jarðhitavatn á Laugar- nessvæði og Seltjarnarnessvæði er hins vegar talið lengra að komið. Hið vatnafræðilega vandamál er hvaðan það vatn, sem unnið er á svæðinu (heitt og kalt), er tekið. Ef vinnslan sækir aðrennsli mjög langt upp í sprungusvæðið, þá verða áhrif hennar, að Sandskeið- ið blotnar sjaldnar upp og vænt- anlega mundi það af flestum verða talið til bóta. Ef vatnsvinnslan er aftur á móti að taka úr grunn- vatnsgeymum umhverfis Elliða- vatn og þar fyrir neðan, þá kemur hún fram sem minnkun á rennsli Elliðaánna og það getur stefnt lífríki Elliðaánna í hættu. Vatns-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.