Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1982 Morgunblaðió / RAX Nokkrir af aðstandendum ráðstefnu Lífs og lands á blaðamannafundi að Kjarvalsstöðum. Ráðstefna um sögu og stöðu vísinda á íslandi SAMTÖKIN Líf og land standa fyrir ráðstefnu undir heitinu Maður og vísindi að Kjarvalsstöðum um næstu helgi. Á ráðstefnunni mun 21 valin- kunnur fræöimaður halda stutt er- indi um sögu og stöðu vísinda á ís- landi. Auk erinda verða umræöur um visindi og samfélag fyrri daginn og pallborðsumræður síðari daginn. Samhliða ráðstefnunni munu Flugleiðir, IBM á íslandi og Eim- skipafélag íslands sýna ýmsa hluti, er lýsa þeirri þróun, sem orðið hefur á sviði flugtækni, tölvuvæðingu og skipakosts. Ráðstefnan hefst á laugardags- morgni og stendur fram eftir degi, og hefst síðan eftir hádegi á sunnudag. Á blaðamannafundi, sem aðstandendur ráðstefnunnar efndu til, kom fram, að á ráðstefn- unni yrði reynt að draga fram í dagsljósið hver tilgangur vísind- anna væri, hvaða áhrif þau hefðu á samfélagið, þá bæði til góðs og ills. Einnig yrði reynt að draga fram þann árangur sem af vísind- unum hefur náðst og hvert sam- bandið væri milli vísinda og vel- megunar. Ráðstefnan er hin áttunda, sem samtökin Líf og land gangast fyrir frá stofnun þeirra. Að venju munu erindi er flutt verða vera gefin út í bókarformi á ráðstefnunni. Ráð- stefnan og sýningin er öllum opin og þátttaka ókeypis. Kennarafélag Vestmannaeyja: Harmar ábyrgðar- laus ummæli mennta- málaráðherra STJÓRN Kennarafélags Vest- mannaeyja lýsir áhyggjum sínum vegna tafa á afgreiðslu námsgagna frá Námsgagnastofnun. Skortur á námsgögnum eykur vinnuálag kennara og ýtir undir öryggisleysi nemenda, segir í fréttatilkynningu sem Mbl. hefur borizt frá Kennara- félagi Vestmannaeyja. Þar segir ennfremur: Einnig harmar stjórn KV ábyrgðarlaus ummæli mennta- málaráðherra á alþingi 8. nó- vember sl., þar sem hann virðist telja það eðlilegt, að dráttur verði á afhendingu námsgagna og að hann hafi ekki fengið kvartanir um að skortur á námsgögnum hafi háð skóla- haldi. Stjórn K.V. skorar á mennta- málaráðherra að þrýsta betur á fjárveitingar til Námsgagna- stofnunar framvegis, þannig að unnt verði að framfylgja grunn- skólalögunum. VERZLUNIN Hlfð hefúr hmfíð stmrfsemi í ný mð Hjmllmbrekku 2 í Kópmvogi. Á boðstólum f verzluninni er gjmfmvmrm, barnaleikföng, barnaföt, tilbúinn sængurfatnmður, náttföt, nærföt, sokkar, smávara til sauma og fíeira. Eig- andi verzlunarinnar er Halldóra Jóhannesdóttir. Bætur almanna- trygginga hækka á grundvelli verðbótahækkunar HEILBRIGÐIS- og tryggingaráðu- neytið hefur gefíð út reglugerð um hækkun bóta almannatrygginga frá 1. desember og er þetta gert í kjölfar útreiknings Hagstofu ís- lands á verðbótum á laun, en þær eru nú eins og fram kom í Morg- unblaðinu i fyrradag 7,72%. í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu segir að forsendur reglugerðarinn- ar séu: Bræðrapartur við Engjaveg: Bréfdúfufé- lagið fær afnot af húsinu Bréfdúfufélagið hefur fengið leyfi borgaryfirvalda til afnota af húsinu Bræðraparti við Engjaveg í Laugardal, en hús þetta skemmdist mjög mikið í eldi fyrir skömmu. Borgaryfirvöld höfðu ákveðið að rífa húsið, því samkvæmt mati var það skemmt að 70%, en viðgerð- arkostnaður myndi fara yfir 100% og því óhagkvæmt að ráðast í viðgerð á húsinu. Kom þá til sögunnar Bréf- dúfufélagið, sem sóttist mjög eftir því að fá afnot af húsinu og var það leyft. Samkvæmt heimildum Mbl. mun félag þetta ætla sér að endurbæta húsið, þannig að það verði nothæft undir starfsemi fé- lagsins. Meirihluti félags- manna er undir 18 ára aldri. 1. Grunnlífeyrir, svo og aðrar bætur en tekjutrygging, heimilisuppbót og vasapen- ingar, hækka eins og verð- bætur á laun um 7,72%. 2. Heimilisuppbót og vasapen- ingar hækka um 10,24%. 3. Tekjutrygging hækkar um 12,40%. 4. Grunnlífeyrir og tekjutrygg- ing hækka samanlagt um 10,24%, þ.e.a.s. 7,73% + 2,34% og er síðari talan í samræmi við lengingu orlofs og frídag verslunarmanna, sem nú er gert ráð fyrir að verði lög- ákveðinn frídagur. Með þessum hækkunum verð- ur grunnlífeyrir kr. 2.399 á mán- uði, tekjutrygging kr. 2.789 á mánuði og samanlagður mánað- arlegur lífeyrir þess einstakl- ings, sem hefur fulla tekju- tryggingu og heimilisuppbót, verður þá sem hér segir: 1. Grunnlífeyrir kr. 2.399,00 2. Tekjutrygging kr. 2.789,00 3. Heimilisuppbót kr. 917,00 Alís kr. 6.105,00 Samsvarandi tölur voru hinn 1. desember 1981 þessar: 1. Grunnlífeyrir kr. 1.679,00 2. Tekjutrygging kr. 1.788,00 3. Heimilisuppbót kr. 628,00 AÍÍs kr. 4.095,00 Grunnlífeyrir svo og aðrar bætur almannatrygginga en tekjutrygging, heimilisuppbót og vasapeningar, hafa hækkað frá 1. desember Í981 um 42,9%, tekjutrygging um 56,0% og heimilisuppbót um 46,0%. Mitterrand fagnaði samstöðu með íslendingum í NATO Tómas Armann Tómasson, sendiherra, (t.h. á myndinni) afhenti Francois Mitterrand, Frakklandsforseta, trúnaðarbréf sitt sem sendi- herra íslands í Frakklandi 9. nóvember sl. að viðstöddum utanríkis- ráðherra Frakklands, Claude Cheysson. Samkvæmt fréttaskeyti AP minntist Francois Mitterrand þess í ræðu við athöfnina, að Frakkar og íslendingar væru samaðilar að Atlantshafsbandalaginu, hefðu sömu eða mjög svipaðar skoðanir á helstu viðfangsefnum alþjóðamála, væru hiklausir í vörn fyrir sjálfstæði sínu og á varðbergi gegn ógnum við frið og öryggi. Frakklandsforseti lagði áherslu á mikilvægi íslands í Norður- Evrópu og sagðist vona að tengsl ísiendinga og Frakka myndu dafna og eflast. Aðalfundur Týs í Kópavogi: Atkvæði manna verði jafngild Hinn 28. október 1982 var aðal- fundur TÝS, félags ungra sjálfstæð- ismanna í Kópavogi, haldinn. Eftir aðalfundarstörf var tekinn fyrir 2. dagskrárliður, önnur mál. llndir þeim dagskrárlið hófst umræða um kjördæmamálið svonefnda sem end- aði með því að lögð var fyrir fundinn meðfylgjandi ályktun sem var sam- þykkt eftir nokkra umfjöllun með öllum greiddum atkvæðum. Fundurinn fordæmir harðlega þau störf þingmanna og stjórn- arskrárnefndar er lúta að „rétt- lætismálinu mikla" þ.e. vægi at- kvæða milli kjördæma. Ef satt reynist sem frést hefur úr þeim herbúðum þá sér fundurinn sig knúinn til að fordæma þá ósvífni dreifbýlisþingmanna að hafa „fall- ist á“ að jafna misvægi atkvæða þar sem það er hvað hróplegast þ.e. úr 1:5 niður í 1:2,5. Fundurinn bendir á að hér duga engar málamiðlanir. Menn skulu hafa jafngilt atkvæði hvar svo sem þeir búa á landinu, hvorki meira né minna. Hvaða heilvita manni dytti það líka í hug að fá vestfirðingi fimmfalt atkvæða- vægi á við mann úr Reykjanesi við kjör forseta lýðveldisins? Ennfremur bendir fundurinn á og tekur undir það álit þorra al- mennings að þingmannafjöldan- um skuli ekki breyta nema þá helst til fækkunar. Síðast en ekki síst þá telur fund- urinn það vafasamt að þingmenn séu að vasast í kjördæmaskipan- inni sjálfir, þar sem telja má að þeir séu í raun vanhæfir vegna þess að þeir eru að dæma þar í eigin sök. Allur þorri landsmanna er ekki í nokkrum vafa um hver skipan kjördæma skal vera. Það er því skýlaus krafa þeirra: Allir skulu hafa jafnt vægi atkvæða án tillits til búsetu og þingmannafjölda skorðaðan við 60 eða þar undir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.