Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.11.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1982 3 „Meðan lífið yngistu AB gefur út nýja skáldsögu Kristjáns Albertssonar Út er komin hjá Almenna bókafé- laginu ný skáldsaga eftir Kristján Albertsson. Heiti hennar er Meðan Kristján Albertsson lífið yngist og er samkvæmt bókar- kynningunni nútímasaga sem gerist að miklu leyti í Reykjavík og á Akur- eyri. „Hún kynnir okkur sérkenni- legar persónur úr athafnalífi, stjórnmálalífi og menningarlífi og margt ber á góma í fjörugum við- ræðum sem ekki hvað síst snúast um fornt og nýtt í íslensku þjóð- lífi,“ segir í bókarkynningu. „Óvenjuleg örlög óvenjulegs fólks verða uppistaða ástarsögu sem vænta má að ýmsum þyki nokkuð einstæð í íslenskum bók- menntum." Kristján Albertsson hefur nú lifað langa ævi og hefur mörgu og margvíslegu kynnst. Má vænta þess að sagan beri nokkur merki þess. Meðan lífið yngist er 180 bls. og unnin í Prentverki Akraness. Aðalfundur LÍÚ hefst í dag AÐALFUNDUR Landssambands islenskra útvegsmanna hefst kl. 14.30 í dag, miðvikudag, en aðalfundurinn verður haldinn í Átthagasal Hótel Sögu. Fundinum lýkur á fóstudag. I upphafi fundarins flytur Kristján Ragnarsson, formaður LIU ræðu, en síðan flytur sjávarútvegsráðherra, Steingrím- ur Hermannsson, ávarp. Auk venjulegra aðalfundarstarfa munn Jón Jónsson fiskifræðingur flytja ræðu um ástand helstu fiskistofna við ísland. Fundar- mönnum verður skipt í þrjá um- ræðuhópa og í þeim fjallað um eft- irtalin atriði: 1. Fiskveiðistefnu og veiðitakmarkanir, 2. Rekstrarskil- yrði og afkomu fiskveiðiflotans, 3. Gæði fiskafla og sjávarvörufram- leiðslu. Að matarhléi loknu ræðir Ólaf- ur Davíðsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, um rekstrarskil- yrði og afkomu fiskveiðiflotans og Björn Dagbjartsson, forstjóri Rannsóknarstofnunar fiskiðnað- arins, um gæði fiskafla, en að er- indum þeirra loknum verða leyfð- ar fyrirspurnir. A fimmtudag starfa starfshóp- ar og síðdegis verður sameiginleg- ur fundur þar sem kynnt verða nefndarálit um vátryggingu skipa undir 100 rúmlestum að stærð og nýbyggingarsjóð fiskiskipa. Þá munu starfshópar gera grein fyrir störfum sínum. Á föstudag fer m.a. stjórnarkjör fram. Geir Hallgrímsson Þórir Lárusson Landsmálafélagið Vörður: Aðalfundur í kvöld AÐALFUNDUR Landsmálafélags- ins Varðar verður haldinn i kvöld, miðvikudagskvöld, klukkan 20.30, í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Þórir Lárusson, sem verið hefur formaður Varðar sl. tvö ár hefur ekki gefið kost á sér til endur- kjörs. Uppstillinganefnd, sem kos- in var á félagsfundi Varðar fyrir u.þ.b. þremur vikum, hefur gert tillögu um eftirfarandi stjórn: Formaður: Gunnar Hauksson. Meðstjórnendur: Júlíus Hafstein, Gísli Jóhannsson, Elín Pálmadótt- ir, Gústaf B. Einarsson, Guð- mundur Jónsson og Kristinn Jónsson. Til vara: Ragnheiður Eggertsdóttir, Þórarinn Þórar- insson og Svala Lárusdóttir. Ræðumaður kvöldsins verður Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. (Fréiutilkvnning) Flkniefnamisferli: Núeru skíöaferðimar til Aushirrflds aðhefjast! Við bjóðum sérstakt nýársverð í ferðina 2. janúar: Verð frá 7.427.00 krónum! Austurríska skfðaparadfsin bfður þfn: Kitzbuhel, Zillertal, Lech eða Badgastein. Fyrsta flokks hótel, vinaleg „pensjónöt", litlir bjálka- kofar, stór þakskegg, gluggahlerar, bitar í loftum, vingjarnlegt fólk, — hlýlegt andrúmsloft! T-lyftur, stólalyftur, svifbrautir, skíðaskólar, kennarar í rauðum úlpum, brautir merktar miðað við getu skíða- mannsins, barnabrekkur, safarileiðir — endalaus skfðasvæði! Veitingahús í miðjum brekkum, pylsur, fjallabrauð, heiður himinn, gúllassúpa, Jágertee, tært fjallaloft, öl, sólstólar, Obstler, útsýni — GlUhwein! Gufuböð, sundlaugar, sleðaferðir, matsölustaðir, róman- tískar gönguferðir, dans, kaffihús, söngur — austurrfsk stemning! Skíðaferðirnar til Austurríkis eru draumaferðir fyrir alla. öll aðstaða er frábær og hentar jafnt skussum sem skíðameisturum - skfðakunnáttan verður eiginlega að aukaatriði! Við fljúgum beint ( snjóinn í Innsbruck annan hvern sunnudag í vetur frá og með 19. desember. Þrennt situr nú inni ÞRENNT situr nú í gæzluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamis- ferlis sem fíkniefnadeild lögreglunn- ar í Reykjavík hefur að undanfornu verið að rannsaka. Þegar mest var sátu sex manns inni vegna rann- sóknar málsins. Á fostudag var tveimur sleppt úr gæzluvarðhaídi en einn maður var úrskurðaður í viku gæzluvarðhald. Þá var manni sleppt á mánudagsmorguninn. Tvær ungar konur sitja nú inni og maður. Önnur konan var úr- skurðuð í 30 daga gæzluvarðhald og hin til 1. desember, eða í 15 daga gæzluvarðhald. Gódan daginn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.