Morgunblaðið - 25.11.1982, Síða 27

Morgunblaðið - 25.11.1982, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1982 27 GATT-fundurinn í Genf: Alvarlega varað við tollmúrum og höftum Genf, 24. nóvember. AP. RÁÐHERRAFUNDUR 88 ríkja, sem aöild eiga að Gatt, alþjóðatollabanda- ar frammi fyrir samkeppni frá laginu, hófst í Genf í dag með ræðu forseta þess, sem skoraði á menn að vera löndum, sem umlukin væru toll- vel á verði gagnvart einangrunarhyggju í alþjóðlegum viðskiptum. múrum og innflutningsleyfum. Bylting bæld niður í Ghana London, 24. nóvember. AP. HERMENN hliðhollir Jerry John Rawlings flugliðsforingja, valdamesta manni Ghana, bældu niður byltingartilraun uppreisnarmanna úr hernum í dag. Utvarpið í Accra segir að uppreisnarmenn séu á flótta, að landamærunum hafi verið lokað og útgöngubann hafí verið fyrirskipað. Accra-flugvelli hefur einnig verið lokað. Rawlings skoraði í útvarps- ávarpi á yfirmenn að vera vel á verði og flytja herlið aðeins sam- kvæmt skipunum frá sér eða yfir- manni hersins. Hann skoraði á hermenn að halda kyrru fyrir í ísrael: E1 A1 lagt niður Jerúsalem, 24. nóvember. AP. ísraelska ríkisstjórnin ákvað í dag að leggja niður flugfélagið El Al eftir að farið höfðu út um þúf- ur samningaviðræður við starfsmenn þess um launalækk- anir og uppsagnir. E1 A1 er að 97% í ríkiseigu og hefur lengi verið litið á það sem óskabarn þjóðarinnar og fulltrúa hins frjálsa Gyðinga- ríkis. í tilkynningu, sem for- maður félagsins las eftir ríkis- stjórnarfundinn, sagði, að hluthafamir sæju „enga leið til að bæta hag flugfélagsins vegna stöðugra truflana á starfsemi þess“. stöðvum sínum og trúa ekki upp- lognum sögum. Hann skipaði jafnframt her- mönnum þeim sem komust undan að gefast upp og skoraði á alla landsmenn að sinna daglegum störfum sínum. Seinna var útvarpað tilkynn- ingu til yfirmanna úr hernum og þar sagði að ef hersveitir yrðu fluttar án skipana frá Rawlings eða yfirmanni hersins yrðu gerðar loftárásir á þær. í tilkynningunni var skorað á landsmenn að „standa saman og láta ekki örfáa, óánægða stjórn- leysingja og metnaðargjarna menn sá fræjum ringulreiðar og steypa landinu út í blóðsúthell- ingar“. Rawlings stjórnaði byltingu lágtsettra foringja úr hernum 4. júní 1979 og lét lífláta þjóðhöfð- ingjann, Fred Akuffo hershöfð- ingja, og tvo fyrrverandi þjóðhöfð- ingja. Hann ríkti í 3'/2 mánuð og afsalaði sér völdum þegar kosn- ingar höfðu farið fram, en hrifsaði aftur til sin völdin á gamlársdag í fyrra og boðaði „heilagt stríð“ gegn spillingu. Sunday Times sagði nýlega að Ghana væri næstum því gjald- þrota, landsmenn væru örmagna og síðari stjórn Rawlings hefði ekki beinlínis verið sigursæl. Forseti Gatt, Kanadamaðurinn Allan J. Maceachen, sagði frammi fyrir rúmiega 800 fulltrúum, að tilraunir sumra ríkja til að vernda innlendan iðnað með tollmúrum væru „smitandi og ynnu gegn en ekki með endurreisn efnahagslífs- ins“. Hann skoraði á ríkisstjórnir að freistast ekki til einangrunar- hyggju þótt efnahagsleg stöðnun blasti við og mesta atvinnuleysi frá stríðslokum. Sérstakur fulltrúi Reagans Bandaríkjaforseta á fundinum, William E. Brock, sendiherra, sagði að meginverkefni fundarins væri að lýsa yfir fullum stuðningi við upphafleg stefnumál samtak- anna hvað sem liði miklum efna- hagslegum og pólitískum þrýst- ingi. Hann hvatti einnig til um- ræðu um niðurgreiðslur á land- búnaðarvörum, sem eru mikill ásteytingarsteinn í samskiptum Bandaríkjamanna og Vestur- Evrópumanna. Varaforseti framkvæmdanefnd- ar EBE, Wilhelm Haferkamp, sagði, að Gatt hefði staðið sig sæmilega í stykkinu þrátt fyrir erfiðleikana og vildi ekki gera mikið úr þeim frávikum, sem orðið hefðu frá frjálsri verslun. Hann sagði einnig, að ekki kæmi til mála, að iðngreinar eins og skó- og vefjariðnaður stæðu berskjaldað- Rússneskt skip í vari við Bodö Bodö, 24. nóvember. AP. SOVÉZKI ísbrjóturinn „Kapitan M. lzmailov“ hefur verið í vari í eina viku í Glomfjord sunnan við NATO- stöðina í Bodö í Norður-Noregi. Ian Smith handtekinn Harare, Zimbabwe, 24. nóvember. AP. IAN Smith, fyrrum forsætisráð- herra Rhódesiu, var á meðal 16 hvítra manna, sem handteknir voru i dag á málverkasýningu og yfirheyrðir í þrjár stundir á lög- regiustöð í Harare. Tólf lögreglubílar um- kringdu skyndilega húsið þar sem málverkasýningin fór fram en auk Smiths og ann- arra gesta var þar einnig versl- unarfulltrúi Suður-Afríku- stjórnar í Zimbabwe, Waldie Koen. Hann ásamt Smith og 14 öðrum hvitum mönnum voru fluttir á lögreglustöð í borginni en sleppt eftir þrjár stundir. „Þeir virtust helst halda að þetta væri leynilegur stjórn- málafundur," sagði einn þeirra að því búnu. í dag lægði eftir ofsaveður í nokkra daga og ísbrjóturinn sigldi á haf út án þess að skipstjórinn væri beðinn um það. Norskt varðskip hafði nánar gætur á ísbrjótnum meðan hann var í Glomfjord og talsmaður lögreglunnar sagði að hann hefði ekkert gert af sér. „En þar sem veður er slæmt við ströndina er ég hræddur um að hann leiti vars á fleiri stöðum á leið sinni suður eftir,“ bætti hann við. Isbrjóturinn er gerður fyrir fljótasiglingar, er jafnframt dráttarskip og þolir aðeins tveggja metra ölduhæð. ísbrjóturinn hefur verið á suð- urleið síðan honum var tvívegis vísað út af bannsvæðum skammt frá Tromsö fyrr í þessum mánuði. í annað skipti varð að senda tvo vopnaða lögreglumenn um borð og þá var lygn sjór. Yfirmaður hersins í Norður- Noregi, Ulf Berg hershöfðingi, hefur þetta að segja um hugsan- legar ástæður endurtekinna land- helgisbrota ísbrjótsins: „Tilgangurinn gæti annaðhvort verið sá að ljósmynda svæðin á ströndinni, eða að prófa við- bragðsgetu herafla okkar.“ Sendu hann í heimsstyrjöld. Ægilegustu loftárás Evrópustríðsins. Komdu honum á aðra reikistjörnu. Náðu honum til baka. ímyndaðu þér árangurinn, eða: Lestu fyrstu íslensku útgáfuna á þeim fræga Kurt Vonnegut: Sláturhús 5.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.