Morgunblaðið - 25.11.1982, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1982
33
Talsmaður
nýrra viðhorfa
eftir Ólaf Helga
Kjartansson
Það er stundum um það rætt, að
margir okkar hæfileikaríkustu
manna gefi sig ekki að stjórnmál-
um í þeim mæli, að þeir taki sæti á
Alþingi. Ég var farinn að halda að
Jón Magnússon bættist í hóp þess-
ara manna. Eftir langan og glæsi-
legan feril sem forystumaður
ungra sjálfstæðismanna tók Jón
sér nokkra hvíld frá stjórnmálum
en hefur nú gefið kost á sér í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík. Þetta gladdi mig mjög
bæði vegna þess að ég þekki for-
ystuhæfileika Jóns og einarða bar-
áttu hans fyrir sínum stefnumál-
um og eins vegna þess, að ég tel
Jón mann af því tagi, sem Sjálf-
stæðisflokkurinn þarfnast í þing-
lið sitt.
Jón er óneitanlega fulltrúi
ákveðinna viðhorfa í Sjálfstæðis-
flokknum. Hann er talsmaður
þeirrar víðsýnu stefnu, sem gert
hefur Sjálfstæðisflokkinn að lang
stærsta flokki þjóðarinnar og
haldið honum saman í gegnum
þrengingar síðustu ára.
A þeim tíma, sem við Jón sátum
saman í stjórn Sambands ungra
sjálfstæðismanna reyndi mjög á
þau bönd, sem tengt hafa stóran
hluta þjóðarinnar saman í Sjálf-
stæðisflokknum. Flokkurinn
klofnaði í afstöðu sinni til ríkis-
stjórnar og í Alþingiskosningum
klofnaði hann í tveimur kjördæm-
um, og þar á meðal Suðurlandi,
minu kjördæmi. Framganga Jóns
við þessar aðstæður er öðru frem-
ur ástæða mín til að skrifa þessar
línur.
Undir forystu Jóns var boðað til
fundar ungra sjálfstæðismanna
víðs vegar að af Suðurlandi og til-
raun gerð til þess að sætta ólík
sjónarmið. Þetta var erfiður fund-
ur en svo fór, að ungir sjálfstæð-
ismenn í kjördæminu náðu fullri
samstöðu um hvernig að framboði
flokksins skyldi staðið. Það fór því
miður svo, að þeir eldri hlustuðu
ekki á okkur ungu mennina og
flokkurinn klofnaði um stund í
kjördæminu. Þetta hafði þó mikla
þýðingu fyrir þá sáttaviðleitni,
Draumaráðningabókin „Drauma-
bók“ er nú komin út í þriðju útgáfu.
Bíbí Gunnarsdóttir tók saman.
í bókinni eru draumaráðningar
ásamt draumaráðningum nafna og
leiðarvísir til að spá í spil og kaffi-
bolla.
í formála segir m.a.: „Draumar
„Jón er óneitanlega full-
trúi ákveðinna viðhorfa í
Sjálfstæðisflokknum.
Hann er talsmaður þeirrar
víðsýnu stefnu, sem gert
hefur Sjálfstæðisflokkinn
að lang stærsta flokki
þjóðarinnar og haldið hon-
um saman í gegnum
þrengingar síðustu ára.“
Jón Magnússon
sem á eftir fór og varð mönnum
fordæmi til samheldni.
A þessum fundi komu ótvíræðir
forystuhæfileikar Jóns Magnús-
sonar vel fram. Hann gat bæði
sýnt lipurð og fulla hörku eftir því
sem við átti. Það var niðurstaða
margra eftir þennan fund, að
Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti á
mönnum eins og Jóni Magnússyni
að halda við að komast sterkur og
stór út úr þrengingunum. Eftir
myndun núverandi ríkisstjórnar
reyndi ekki síður á forystuhæfi-
leika Jóns. Hann tók strax af
skarið í stjórn sambandsins og
lagði áherslu á einarða en mál-
efnalega stjórnarandstöðu. Innan
stjórnarinnar var langt frá því að
vera eining um þetta atriði, því
hafa fylgt mannkyninu frá alda
öðli og hafa verið og eru enn ein af
mörgum gátum vitundarlífsins,
sem erfitt er að ráða. Bók sú, sem
hér kemur fyrir sjónir, er tilraun
til þess að ráða tákn þeirra að ein-
hverju leyti."
Bókin er 87 bls. að stærð. Útgef-
andi er Bókaútgáfan Hildur.
Ólafur Helgi Kjartansson,
bæði voru þar stjórnarsinnar og
eins menn, sem vildu ganga fram
af blindri hörku í andstöðu sinni
við ríkisstjórn, sem mynduð var af
nokkrum þingmönnum flokksins.
Stefna Jóns átti síðar eftir að
reynast þannig að stjórn SUS
vann áfram einhuga að framsæk-
inni stefnumótun í þjóðmálum.
Undir forystu Jóns var bryddað
upp á nýmælum, svo sem stefnan
um „stöðvun landflóttans" ber
með sér, kröfu um jafnan kosn-
ingarétt og að erlendri skulda-
söfnun yrði hætt. Túlkun á við-
horfum Sjálfstæöisflokksins var í
samræmi við viðhorf nýrrar
kynslóðar. Hagsmuna- og baráttu-
mál ungs fólks voru höfð í fyrir-
rúmi og hvarvetna sem berjast
þurfti fyrir stefnunni, hvort held-
ur innan flokks eða við andstæð-
ingana sýndi það sig að Jón er
baráttumaður sem þorir að hafa
ákveðnar skoðanir og stendur við
þær. Þetta hefur sjálfsagt ekki
alltaf fallið í góðan jarðveg, en
sjálfstæðisfólk þarf í þessu
prófkjöri, sem öðrum, að meta
hvort það vill fá sem fulltrúa
Sjálfstæðisflokksins menn með
ákveðnar skoðanir, sem hafa sýnt
það að þeir eru ótrauðir baráttu-
menn, þó að ekki séu alltaf allir
sammála þeim.
Með þessari grein vil ég leggja
mitt lóð á vogarskálina, ef það
gæti orðið vini mínum Jóni Magn-
ússyni til hjálpar í þessari próf-
kjörsbaráttu. Hann á við það að
stríða, að andstæðingarnir hafa
hvað eftir annað reynt að koma á
hann höggi, draga hann í dilka.
Það er ekki óeðlilegt því fáir eru
hættulegri andstæðingum flokks-
ins. Ég skora því á sjálfstæðis-
menn í Reykjavík að kynna sér vel
staðreyndir um frambjóðendur
flokksins en láti ekki andstæð-
ingana villa sér sýn og velja for-
ystumenn.
Takist Sjálfstæðisflokknum að
sætta ólík viðhorf og ef flokkurinn
hefur traustu baráttuliði á að
skipa getur hann náð meirihluta.
Að því eigum við sjálfstæðismenn
að stefna í næstu kosningum.
Selfossi, 21. nóvember,
Draumabók komin út
PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKS
Við styðjum
GUÐMIM) H.
GARÐARSm
vegna þess
ad hann liefur unnld farsælt og vidurkcnnt
starf ad skipulagsmálum Sjálfstædisflokks-
ins á umbrotatímum.
STUÐNINGSMENN
SKRIFSTOFAN • STIGAHLÍÐ 87 • SÍMAR 30217 & 25966
SIRIUS
hjúpsúkkulaðíð
kemst ekki
aljtaf alla leið
a tertumar!
Það vill til að hjúpsúkkulaðið er selt í stórum
pökkum, því geymsluþol þess í eldhússkápum
er óvenjulega lítið!
Hjúpsúkkulaðið er nefnilega úr hreinu súkkulaði
eins og allar aðrar súkkulaðivörur frá Nóa og
Síríus.